Þöggun Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar 7. september 2019 10:22 Nú nýverið kom út bók um lögfræði eftir þrjá fyrrverandi og núverandi kennara við lagadeild Háskóla Íslands. Bókin heitir Hrunréttur. Höfundarnir eru Ása Ólafsdóttir, Eyvindur G. Gunnarsson og Stefán Már Stefánsson. Bókin hefur að geyma efni um efnahagshrunið á Íslandi haustið 2008. Höfundarnir skrifa um margs konar efnisþætti sem tengjast því. M.a. er kafli um dóma Hæstaréttar í málum sem áttu rót sína að rekja til hrunsins. En höfundarnir gera meira en þetta. Í bókinni er að finna skrár yfir allt efni, sem þeir telja að hafi birst á prenti, hvort sem er í bókum, tímaritum eða jafnvel dagblöðum um þetta. Einnig er nefnd alls konar umfjöllun sem birst hefur á internetinu. Bókin er á titilblaði sögð vera ritrýnd. Á æviferli mínum hef ég gengt dósentstöðu við lagadeild Háskóla Íslands og síðar stöðu prófessors við lagadeild Háskólans í Reykjavík, verið athafnasamur málflytjandi um áratuga skeið og átt sæti í Hæstarétti í átta ár 2004 til 2012. Ég hef líklega skrifað meira en flestir aðrir lögfræðingar um hrunið og lögfræðileg álitaefni sem komið hafa upp í samfélaginu í kjölfar þess. Meðal annars er efni sem að þessu lýtur að finna í fjórum bókum mínum, Veikburða Hæstiréttur (2013), Í krafti sannfæringar (2014), Með lognið í fangið (2017) og When Justice failed (2018). Þá hef ég skrifað um þetta fjölmargar greinar í lögfræðitímarit, önnur tímarit og dagblöð. Það efni hefur oftast einnig verið birt á internetinu. Þessi athafnasemi hefur ekki farið framhjá mörgum, nema þá kannski helst háskólakennurum í lögfræði, því á skrif mín er ekki minnst í bók lagakennaranna þriggja.Þegar ég spurði fræðimennina sem skrifuðu Hrunrétt, hvers vegna verka minna væri ekki getið í bók þeirra, fékk ég það svar að þau hefðu ekki komið til umræðu við samningu hennar! Ég hef sjálfur haldið því fram að íslenska lögfræðingasamfélagið reyndi að þagga niður gagnrýni mína á óforsvaranleg vinnubrögð dómstóla eftir hrunið. Hér sýnist mér vera á ferðinni gott dæmi um þessa þöggun. Hún er höfundunum varla til mikils sóma, en gæti kannski orðið þeim til framdráttar. Hver veit?Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steinar Gunnlaugsson Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Draugagangur Fanney Birna Jónsdóttir Fastir pennar Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Nú nýverið kom út bók um lögfræði eftir þrjá fyrrverandi og núverandi kennara við lagadeild Háskóla Íslands. Bókin heitir Hrunréttur. Höfundarnir eru Ása Ólafsdóttir, Eyvindur G. Gunnarsson og Stefán Már Stefánsson. Bókin hefur að geyma efni um efnahagshrunið á Íslandi haustið 2008. Höfundarnir skrifa um margs konar efnisþætti sem tengjast því. M.a. er kafli um dóma Hæstaréttar í málum sem áttu rót sína að rekja til hrunsins. En höfundarnir gera meira en þetta. Í bókinni er að finna skrár yfir allt efni, sem þeir telja að hafi birst á prenti, hvort sem er í bókum, tímaritum eða jafnvel dagblöðum um þetta. Einnig er nefnd alls konar umfjöllun sem birst hefur á internetinu. Bókin er á titilblaði sögð vera ritrýnd. Á æviferli mínum hef ég gengt dósentstöðu við lagadeild Háskóla Íslands og síðar stöðu prófessors við lagadeild Háskólans í Reykjavík, verið athafnasamur málflytjandi um áratuga skeið og átt sæti í Hæstarétti í átta ár 2004 til 2012. Ég hef líklega skrifað meira en flestir aðrir lögfræðingar um hrunið og lögfræðileg álitaefni sem komið hafa upp í samfélaginu í kjölfar þess. Meðal annars er efni sem að þessu lýtur að finna í fjórum bókum mínum, Veikburða Hæstiréttur (2013), Í krafti sannfæringar (2014), Með lognið í fangið (2017) og When Justice failed (2018). Þá hef ég skrifað um þetta fjölmargar greinar í lögfræðitímarit, önnur tímarit og dagblöð. Það efni hefur oftast einnig verið birt á internetinu. Þessi athafnasemi hefur ekki farið framhjá mörgum, nema þá kannski helst háskólakennurum í lögfræði, því á skrif mín er ekki minnst í bók lagakennaranna þriggja.Þegar ég spurði fræðimennina sem skrifuðu Hrunrétt, hvers vegna verka minna væri ekki getið í bók þeirra, fékk ég það svar að þau hefðu ekki komið til umræðu við samningu hennar! Ég hef sjálfur haldið því fram að íslenska lögfræðingasamfélagið reyndi að þagga niður gagnrýni mína á óforsvaranleg vinnubrögð dómstóla eftir hrunið. Hér sýnist mér vera á ferðinni gott dæmi um þessa þöggun. Hún er höfundunum varla til mikils sóma, en gæti kannski orðið þeim til framdráttar. Hver veit?Höfundur er lögmaður.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar