Elon Musk stóð við loforðið til Íslendinga Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. september 2019 09:15 Elon Musk sagði að Tesla myndi byrja að þjónustu Íslendinga þann 9. september. Það virðist hafa staðist hjá stofnandanum. Getty/Nathan Dvir Bandaríski rafbílaframleiðandinn Tesla hleypti af stokkunum íslenskum hluta vefsíðu sinnar í morgun. Það gerir Íslendingum kleift að hanna og panta rafbíl frá Tesla sem svo sendir bifreiðina til landsins. Samhliða þessu opnar fyrirtækið þjónustumiðstöð fyrir Tesla-bifreiðar á Krókhálsi í Reykjavík, eins og Elon Musk, stofnandi Tesla, greindi frá á Twitter í lok ágúst. Vísir sagði jafnframt frá því í síðustu viku að Tesla áformar, auk opnunar íslensku vefsíðu sinnar og miðstöðvarinnar, að reka hið minnsta þrjár ofurhleðslustöðvar á landinu. Fyrirhugað er að sú fyrsta þeirra verði vígð á næsta ári. Athafnamaðurinn Gísli Gíslason, sem sjálfur hefur staðið að innflutningi Tesla-bifreiða á Íslandi, birti myndir af sér með starfsmönnum Tesla á Krókhálsi nú í morgun. Í skeyti til Vísis segir Even Sandvold Roland, talsmaður Tesla í Noregi, að Íslendingar geti því pantað og hannað Tesla-bifreiðar af gerðunum Model S, Model X og Model 3. Grunnverð ódýrastu bifreiðarinnar, Model 3 Standard Range Plus, mun kosta rúma 5,1 milljón króna með virðisaukaskatti og sendingarkostnaði. Áætluð afhending bílanna er á fyrri hluta árs 2020. Hér að neðan má sjá verðtöflu fyrir Tesla-bifreiðar en nánari upplýsingar má nálgast á vef fyrirtækisins.GerðDrifDrægni Verð með VSK og flutningi Model 3 Standard Range Plus Afturhjól409 km 5.122.735 kr Model 3 Long Range Aldrif560 km 6.152.191 kr Model 3 Performance Aldrif 530 km 7.144.191 kr Model S Long Range Aldrif 610 km 10.988.191 kr Model S Performance Aldrif 590 km 13.468.191 kr Model X Long Range Aldrif 505 km 12.228.191 kr Model X Performance Aldrif485 km 14.708.191 kr Aurora Borealis Blue Lagoon Sustainable energy Reykjavík service center Tesla vehicle orders open for Iceland NOW — Tesla (@Tesla) September 9, 2019 Bílar Neytendur Tesla Tengdar fréttir Elon Musk segir Tesla opna á Íslandi 9. september Athafnamaðurinn Elon Musk, stofnandi rafbílaframleiðandans Tesla segir í kvöld á Twittersíðu sinni að útibú framleiðandans opni hér á landi 9. September næstkomandi. 31. ágúst 2019 00:05 Tesla fyrirhugar þrjár ofurhleðslustöðvar á Íslandi Tesla hefur í hyggju, sem stendur, að reisa þrjár svokallaðar Tesla Supercharger-hraðhleðslustöðvar á Íslandi á næstu árum. 4. september 2019 10:45 Mest lesið Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Sjá meira
Bandaríski rafbílaframleiðandinn Tesla hleypti af stokkunum íslenskum hluta vefsíðu sinnar í morgun. Það gerir Íslendingum kleift að hanna og panta rafbíl frá Tesla sem svo sendir bifreiðina til landsins. Samhliða þessu opnar fyrirtækið þjónustumiðstöð fyrir Tesla-bifreiðar á Krókhálsi í Reykjavík, eins og Elon Musk, stofnandi Tesla, greindi frá á Twitter í lok ágúst. Vísir sagði jafnframt frá því í síðustu viku að Tesla áformar, auk opnunar íslensku vefsíðu sinnar og miðstöðvarinnar, að reka hið minnsta þrjár ofurhleðslustöðvar á landinu. Fyrirhugað er að sú fyrsta þeirra verði vígð á næsta ári. Athafnamaðurinn Gísli Gíslason, sem sjálfur hefur staðið að innflutningi Tesla-bifreiða á Íslandi, birti myndir af sér með starfsmönnum Tesla á Krókhálsi nú í morgun. Í skeyti til Vísis segir Even Sandvold Roland, talsmaður Tesla í Noregi, að Íslendingar geti því pantað og hannað Tesla-bifreiðar af gerðunum Model S, Model X og Model 3. Grunnverð ódýrastu bifreiðarinnar, Model 3 Standard Range Plus, mun kosta rúma 5,1 milljón króna með virðisaukaskatti og sendingarkostnaði. Áætluð afhending bílanna er á fyrri hluta árs 2020. Hér að neðan má sjá verðtöflu fyrir Tesla-bifreiðar en nánari upplýsingar má nálgast á vef fyrirtækisins.GerðDrifDrægni Verð með VSK og flutningi Model 3 Standard Range Plus Afturhjól409 km 5.122.735 kr Model 3 Long Range Aldrif560 km 6.152.191 kr Model 3 Performance Aldrif 530 km 7.144.191 kr Model S Long Range Aldrif 610 km 10.988.191 kr Model S Performance Aldrif 590 km 13.468.191 kr Model X Long Range Aldrif 505 km 12.228.191 kr Model X Performance Aldrif485 km 14.708.191 kr Aurora Borealis Blue Lagoon Sustainable energy Reykjavík service center Tesla vehicle orders open for Iceland NOW — Tesla (@Tesla) September 9, 2019
Bílar Neytendur Tesla Tengdar fréttir Elon Musk segir Tesla opna á Íslandi 9. september Athafnamaðurinn Elon Musk, stofnandi rafbílaframleiðandans Tesla segir í kvöld á Twittersíðu sinni að útibú framleiðandans opni hér á landi 9. September næstkomandi. 31. ágúst 2019 00:05 Tesla fyrirhugar þrjár ofurhleðslustöðvar á Íslandi Tesla hefur í hyggju, sem stendur, að reisa þrjár svokallaðar Tesla Supercharger-hraðhleðslustöðvar á Íslandi á næstu árum. 4. september 2019 10:45 Mest lesið Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Sjá meira
Elon Musk segir Tesla opna á Íslandi 9. september Athafnamaðurinn Elon Musk, stofnandi rafbílaframleiðandans Tesla segir í kvöld á Twittersíðu sinni að útibú framleiðandans opni hér á landi 9. September næstkomandi. 31. ágúst 2019 00:05
Tesla fyrirhugar þrjár ofurhleðslustöðvar á Íslandi Tesla hefur í hyggju, sem stendur, að reisa þrjár svokallaðar Tesla Supercharger-hraðhleðslustöðvar á Íslandi á næstu árum. 4. september 2019 10:45