Segir réttaróvissu enn vera til staðar og undirmönnun sé áhyggjuefni Eiður Þór Árnason skrifar 9. september 2019 20:56 Helga Vala segir réttaróvissu enn vera til staðar og að undirmönnun dómstólsins sé áhyggjuefni. vísir/vilhelm Fyrr í dag bárust fregnir af því að yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu hafi ákveðið að taka fyrir Landsréttarmálið svonefnda. Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis og þingmaður Samfylkingarinnar, segir ákvörðunina ekki breyta því að réttaróvissa sé enn til staðar vegna fyrri dóms Mannréttindadómstólsins. „Nú lítur greinilega yfirdeildin svo á að málið sé það alvarlegt, enda varðar þetta heilt dómstig í landinu, þannig að núna þá verður þetta bara skoðað hjá yfirdeild þar sem það eru tæplega tuttugu dómarar sem fara yfir þetta. Niðurstaðan liggur þá fyrir eftir tólf til átján mánuði um það bil,“ sagði Helga í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Stjórnvöld áfrýjuðu fyrri dómi Mannréttindadómstólsins Mannréttindadómstóllinn dæmdi í mars síðastliðnum að íslenska ríkið hefði brotið gegn 6. grein Mannréttindasáttmála Evrópu vegna skipan fjögurra dómara við Landsrétt. Sigríður Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, hafði skipað fjóra dómara þvert á álit hæfisnefndar. Stjórnvöld áfrýjuðu dómnum til yfirdeildar Mannréttindadómstólsins og í dag ákváðu fimm dómarar í yfirdeild dómstólsins að málið yrði tekið fyrir. Segir réttaróvissu enn vera til staðar Þannig að það er enn þá réttaróvissa? „Já það hefur ekkert breyst. Við erum auðvitað enn þá með undirmannaðan Landsrétt. Það eru tveir dómarar sem féllust á þá beiðni að fara í leyfi, tveir dómarar eru enn þá sem hafa ekki tekið ákvörðun um slíkt,“ sagði Helga jafnframt og sagði þetta vera slæmt fyrir málastöðu Landsréttar. „Rétturinn er undirmannaður hvað tvo varðar og það er auðvitað alveg ferlegt, af því það er þegar kominn dágóður hali, þetta eru sex mánuðir sem að rétturinn hefur ekki verið með fulla virkni.“Sjá einnig: Telur eðlilegt að dómararnir sem sitja enn fái tækifæri til að meta stöðuna Helga vill að áhersla verði lögð á að fullmanna Landsrétt til að draga úr uppsöfnun mála. „Ég held að við þurfum allavega að byrja á því að taka ákvörðun um að fullmanna Landsrétt. Réttaróvissan er hins vegar enn þá til staðar, það er fjöldi mála bæði í Hæstarétti og úti í Strasbourg sem að er verið að fara yfir, í þeim málum sem að þessir fjórir dómarar dæmdu áður.“ Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Samfylkingin Tengdar fréttir Landsréttarmálið fer alla leið til yfirdeildar MDE Landsréttarmálið verður tekið fyrir af Mannréttindadómstól Evrópu. Þetta varð niðurstaða fimm dómara í yfirdeild dómstólsins í dag. 9. september 2019 14:59 Telur eðlilegt að dómararnir sem sitja enn fái tækifæri til að meta stöðuna Nýr dómsmálaráðherra fagnar niðurstöðu yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu að taka Landsréttarmálið fyrir. 9. september 2019 18:30 Sigríður tekur við af Áslaugu Örnu Þá verður Vilhjálmur Árnason, þingmaður Suðurkjördæmis, varaformaður þingflokks Sjálfstæðiflokksins. 8. september 2019 22:26 Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Innlent Fleiri fréttir Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Sjá meira
Fyrr í dag bárust fregnir af því að yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu hafi ákveðið að taka fyrir Landsréttarmálið svonefnda. Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis og þingmaður Samfylkingarinnar, segir ákvörðunina ekki breyta því að réttaróvissa sé enn til staðar vegna fyrri dóms Mannréttindadómstólsins. „Nú lítur greinilega yfirdeildin svo á að málið sé það alvarlegt, enda varðar þetta heilt dómstig í landinu, þannig að núna þá verður þetta bara skoðað hjá yfirdeild þar sem það eru tæplega tuttugu dómarar sem fara yfir þetta. Niðurstaðan liggur þá fyrir eftir tólf til átján mánuði um það bil,“ sagði Helga í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Stjórnvöld áfrýjuðu fyrri dómi Mannréttindadómstólsins Mannréttindadómstóllinn dæmdi í mars síðastliðnum að íslenska ríkið hefði brotið gegn 6. grein Mannréttindasáttmála Evrópu vegna skipan fjögurra dómara við Landsrétt. Sigríður Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, hafði skipað fjóra dómara þvert á álit hæfisnefndar. Stjórnvöld áfrýjuðu dómnum til yfirdeildar Mannréttindadómstólsins og í dag ákváðu fimm dómarar í yfirdeild dómstólsins að málið yrði tekið fyrir. Segir réttaróvissu enn vera til staðar Þannig að það er enn þá réttaróvissa? „Já það hefur ekkert breyst. Við erum auðvitað enn þá með undirmannaðan Landsrétt. Það eru tveir dómarar sem féllust á þá beiðni að fara í leyfi, tveir dómarar eru enn þá sem hafa ekki tekið ákvörðun um slíkt,“ sagði Helga jafnframt og sagði þetta vera slæmt fyrir málastöðu Landsréttar. „Rétturinn er undirmannaður hvað tvo varðar og það er auðvitað alveg ferlegt, af því það er þegar kominn dágóður hali, þetta eru sex mánuðir sem að rétturinn hefur ekki verið með fulla virkni.“Sjá einnig: Telur eðlilegt að dómararnir sem sitja enn fái tækifæri til að meta stöðuna Helga vill að áhersla verði lögð á að fullmanna Landsrétt til að draga úr uppsöfnun mála. „Ég held að við þurfum allavega að byrja á því að taka ákvörðun um að fullmanna Landsrétt. Réttaróvissan er hins vegar enn þá til staðar, það er fjöldi mála bæði í Hæstarétti og úti í Strasbourg sem að er verið að fara yfir, í þeim málum sem að þessir fjórir dómarar dæmdu áður.“
Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Samfylkingin Tengdar fréttir Landsréttarmálið fer alla leið til yfirdeildar MDE Landsréttarmálið verður tekið fyrir af Mannréttindadómstól Evrópu. Þetta varð niðurstaða fimm dómara í yfirdeild dómstólsins í dag. 9. september 2019 14:59 Telur eðlilegt að dómararnir sem sitja enn fái tækifæri til að meta stöðuna Nýr dómsmálaráðherra fagnar niðurstöðu yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu að taka Landsréttarmálið fyrir. 9. september 2019 18:30 Sigríður tekur við af Áslaugu Örnu Þá verður Vilhjálmur Árnason, þingmaður Suðurkjördæmis, varaformaður þingflokks Sjálfstæðiflokksins. 8. september 2019 22:26 Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Innlent Fleiri fréttir Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Sjá meira
Landsréttarmálið fer alla leið til yfirdeildar MDE Landsréttarmálið verður tekið fyrir af Mannréttindadómstól Evrópu. Þetta varð niðurstaða fimm dómara í yfirdeild dómstólsins í dag. 9. september 2019 14:59
Telur eðlilegt að dómararnir sem sitja enn fái tækifæri til að meta stöðuna Nýr dómsmálaráðherra fagnar niðurstöðu yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu að taka Landsréttarmálið fyrir. 9. september 2019 18:30
Sigríður tekur við af Áslaugu Örnu Þá verður Vilhjálmur Árnason, þingmaður Suðurkjördæmis, varaformaður þingflokks Sjálfstæðiflokksins. 8. september 2019 22:26