Brettum upp ermar Hrönn Ingólfsdóttir skrifar 30. ágúst 2019 11:53 Heimurinn stendur frammi fyrir miklum áskorunum á mörgum sviðum eins og endurspeglast í heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, sem voru samþykkt af fulltrúum allra aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna árið 2015. Nú eru orðin fjögur ár síðan markmiðin voru sett, en hvernig hefur gengið? Í nýlegri stöðuskýrslu Sameinuðu þjóðanna kemur fram að áhrif loftslagsbreytinga og vaxandi misréttis milli landa og innan þeirra standa tilætluðum árangri fyrir þrifum. António Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, hefur bent á að það þurfi miklu hraðari og metnaðarfyllri aðgerðir ef við ætlum að ná heimsmarkmiðunum fyrir 2030.Náttúra og loftslag í brennidepli Hann bendir á að ef fram heldur sem horfir séu dvínandi líkur á að við náum umhverfistengdum markmiðum. Ástand náttúrunnar er að versna með skelfilegum hraða: Sjávarborð hækkar, súrnun sjávar er að aukast, síðustu fjögur ár hafa verið þau heitustu frá því að skráningar hófust, ein milljón plöntu- og dýrategunda er í útrýmingarhættu og niðurbrot lands heldur áfram. Sá góði árangur sem hefur náðst í að draga úr fátækt í heiminum er m.a. farinn að snúast við vegna loftslagsbreytinga.Dýrmæt tækifæri Þetta eru vondar fréttir og auðvelt að fallast hendur. Betri fréttirnar eru þó þær að þrátt fyrir ógnanirnar sýnir skýrslan að dýrmæt tækifæri eru fyrir hendi til að flýta fyrir framförum með því að nýta samtenginguna á milli heimsmarkmiðana 17. Ef það næst til dæmis að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda helst það í hendur við að skapa störf, byggja upp lífvænlegri borgir og bæta heilsu og velmegun fyrir alla. Það hefst þó ekki nema með víðtæku alþjóðlegu samstarfi og fjölþættum aðgerðum eins og kom fram í máli Angelu Merkel þegar hún kom til landsins á dögunum.Frumkvæði Norðurlandanna Á nýafstaðnum fundi sínum á Íslandi samþykktu forsætisráðherrar Norðurlandanna framtíðarsýn Norrænu ráðherranefndarinnar til næst tíu ára, þar sem aðgerðir gegn loftslagsbreytingum eru i forgrunni. Í máli Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra kom fram að í því fælist að Norðurlöndin ætluðu að verða sjálfbærasta svæði í heimi árið 2030 sem „þýðir að aðgerða er þörf til að ná raunverulegum árangri í loftlagsmálum“. Í því samhengi væru aðgerðir mikilvægari en orð en þær þyrftu þó alltaf að byggja á félagslegu réttlæti, kynjajafnrétti og mannréttundum. Stjórnvöld á Norðurlöndunum hafa sett tóninn. Áherslurnar til 2024 eru m.a. að stuðla að kolefnishlutleysi og sjálfbæru hringrásahagkerfi. Að efla grænan vöxt á Norðurlöndunum byggðan á þekkingu, nýsköpun, hreyfanleika og stafrænni samþættingu. Auk þess sem áhersla er lögð á samtengt svæði, byggt á sameiginlegum gildum sem styrkir menningu og velferð.Allir gangi í takt Það næst þó ekki árangur nema allir leggi hönd á plóg, keðjan má ekki slitna. Einstaklingar, fyrirtæki, sveitafélög og félagasamtök verða að vinna að sama markmiði svo árangur náist. Þau setji í forgang jákvæð áhrif á samfélag og náttúru á sama tíma og viðskiptalegum árangri er náð. Festa – miðstöð um samfélagsábyrgð hefur það að markmiði að auka þekkingu á samfélagsábyrgð og sjálfbærni, styðja við fyirtæki og hverskyns skipulagsheildir í viðleitni þeirra til að auka þekkingu og hæfni til að ná árangri á því sviði. Festa er í samstarfi við verkefnastjórn stjórnvalda um kynningu á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna fyrir atvinnulífið og er jafnframt samstarfsaðili Reykjavíkurborgar um Loftslagsyfirlýsingu Festu og Reykjavíkurborgar frá árinu 2015 sem á annað hundrað fyrirtæki hafa skrifað undir. Afurðir þessa starfs eru aukin þekking, sameiginleg aðferðafræði og Loftslagsmælir Festu sem fyrirtæki og stofnanir geta notað til að greina losun sína og setja sér markmið. Í farvatninu er sambærilegt verkefni í samstarfi við Akureyrarbæ og eru fyrirtæki og stofnanir þar hvött til að taka þátt og skrifa undir loftslagsyfirlýsinguna.Allt sem þú gerir hefur áhrif Hvert og eitt okkar gegnir mikilvægu hlutverki í að ná markmiðum um samfélagsábyrgð og sjálfbærni en saman erum við sterkari. Brettum upp ermar og vinnum saman fyrir framtíðina.Hrönn Ingólfsdóttir, formaður stjórnar Festu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Heimurinn stendur frammi fyrir miklum áskorunum á mörgum sviðum eins og endurspeglast í heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, sem voru samþykkt af fulltrúum allra aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna árið 2015. Nú eru orðin fjögur ár síðan markmiðin voru sett, en hvernig hefur gengið? Í nýlegri stöðuskýrslu Sameinuðu þjóðanna kemur fram að áhrif loftslagsbreytinga og vaxandi misréttis milli landa og innan þeirra standa tilætluðum árangri fyrir þrifum. António Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, hefur bent á að það þurfi miklu hraðari og metnaðarfyllri aðgerðir ef við ætlum að ná heimsmarkmiðunum fyrir 2030.Náttúra og loftslag í brennidepli Hann bendir á að ef fram heldur sem horfir séu dvínandi líkur á að við náum umhverfistengdum markmiðum. Ástand náttúrunnar er að versna með skelfilegum hraða: Sjávarborð hækkar, súrnun sjávar er að aukast, síðustu fjögur ár hafa verið þau heitustu frá því að skráningar hófust, ein milljón plöntu- og dýrategunda er í útrýmingarhættu og niðurbrot lands heldur áfram. Sá góði árangur sem hefur náðst í að draga úr fátækt í heiminum er m.a. farinn að snúast við vegna loftslagsbreytinga.Dýrmæt tækifæri Þetta eru vondar fréttir og auðvelt að fallast hendur. Betri fréttirnar eru þó þær að þrátt fyrir ógnanirnar sýnir skýrslan að dýrmæt tækifæri eru fyrir hendi til að flýta fyrir framförum með því að nýta samtenginguna á milli heimsmarkmiðana 17. Ef það næst til dæmis að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda helst það í hendur við að skapa störf, byggja upp lífvænlegri borgir og bæta heilsu og velmegun fyrir alla. Það hefst þó ekki nema með víðtæku alþjóðlegu samstarfi og fjölþættum aðgerðum eins og kom fram í máli Angelu Merkel þegar hún kom til landsins á dögunum.Frumkvæði Norðurlandanna Á nýafstaðnum fundi sínum á Íslandi samþykktu forsætisráðherrar Norðurlandanna framtíðarsýn Norrænu ráðherranefndarinnar til næst tíu ára, þar sem aðgerðir gegn loftslagsbreytingum eru i forgrunni. Í máli Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra kom fram að í því fælist að Norðurlöndin ætluðu að verða sjálfbærasta svæði í heimi árið 2030 sem „þýðir að aðgerða er þörf til að ná raunverulegum árangri í loftlagsmálum“. Í því samhengi væru aðgerðir mikilvægari en orð en þær þyrftu þó alltaf að byggja á félagslegu réttlæti, kynjajafnrétti og mannréttundum. Stjórnvöld á Norðurlöndunum hafa sett tóninn. Áherslurnar til 2024 eru m.a. að stuðla að kolefnishlutleysi og sjálfbæru hringrásahagkerfi. Að efla grænan vöxt á Norðurlöndunum byggðan á þekkingu, nýsköpun, hreyfanleika og stafrænni samþættingu. Auk þess sem áhersla er lögð á samtengt svæði, byggt á sameiginlegum gildum sem styrkir menningu og velferð.Allir gangi í takt Það næst þó ekki árangur nema allir leggi hönd á plóg, keðjan má ekki slitna. Einstaklingar, fyrirtæki, sveitafélög og félagasamtök verða að vinna að sama markmiði svo árangur náist. Þau setji í forgang jákvæð áhrif á samfélag og náttúru á sama tíma og viðskiptalegum árangri er náð. Festa – miðstöð um samfélagsábyrgð hefur það að markmiði að auka þekkingu á samfélagsábyrgð og sjálfbærni, styðja við fyirtæki og hverskyns skipulagsheildir í viðleitni þeirra til að auka þekkingu og hæfni til að ná árangri á því sviði. Festa er í samstarfi við verkefnastjórn stjórnvalda um kynningu á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna fyrir atvinnulífið og er jafnframt samstarfsaðili Reykjavíkurborgar um Loftslagsyfirlýsingu Festu og Reykjavíkurborgar frá árinu 2015 sem á annað hundrað fyrirtæki hafa skrifað undir. Afurðir þessa starfs eru aukin þekking, sameiginleg aðferðafræði og Loftslagsmælir Festu sem fyrirtæki og stofnanir geta notað til að greina losun sína og setja sér markmið. Í farvatninu er sambærilegt verkefni í samstarfi við Akureyrarbæ og eru fyrirtæki og stofnanir þar hvött til að taka þátt og skrifa undir loftslagsyfirlýsinguna.Allt sem þú gerir hefur áhrif Hvert og eitt okkar gegnir mikilvægu hlutverki í að ná markmiðum um samfélagsábyrgð og sjálfbærni en saman erum við sterkari. Brettum upp ermar og vinnum saman fyrir framtíðina.Hrönn Ingólfsdóttir, formaður stjórnar Festu
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun