Slökkviliðið á Akranesi treystir á verktaka á meðan beðið er eftir nýjum körfubíl Sylvía Hall skrifar 30. ágúst 2019 13:00 Slökkviliðsstjóri á Akranesi segir þau úrræði sem treyst er á ekki duga til lengdar. Facebook-síða Slökkviliðsins á Akranesi Körfubíll Slökkviliðsins á Akranesi er ekki nothæfur til björgunarstarfa eftir að úttekt leiddi í ljós að búnaður hans væri ófullnægjandi. Ekki hefur fengist samþykki fyrir kaupum á nýjum bíl en umhverfis- og skipulagssvið er með málið til skoðunar. Fjölmörg fjölbýlishús og stór iðnaðarhús eru á því svæði sem slökkviliðið sinnir og nýtist körfubíllinn til slökkvistarfa á efri hæðum húsa og í háum byggingum. Þráinn Ólafsson slökkviliðsstjóri segir slökkviliðið nú þurfa að treysta á aðra kosti sem gangi ekki til lengdar. „Þá erum við með smá baktryggingu en hún þarf að vera betri. Við þurfum að fá annað tæki þar sem þetta er orðið yfir fjörutíu ára gamalt tæki og það er í höndum bæjaryfirvalda eða umhverfis- og skipulagsráðs að fjármagna eða skoða, þeir eru að skoða hlutina. Svona nýtt tæki kostar yfir áttatíu milljónir svo það er vinna í gangi við að skoða hvað eigi að gera,“ segir Þráinn.Nauðsynlegt að tækjabúnaður sé í lagi Þráinn segir bæjaryfirvöld sýna málinu skilning. Menn þurfi andrými til að taka ákvörðun um kaup og það fari eftir því hvort nægilegt fjármagn sé til kaupanna. Þá þurfi að skoða þá möguleika sem eru fyrir hendi. Hann segist ekki vita hversu langan tíma það muni taka að skaffa bæjarfélaginu nýjum bíl en eftir að ákvörðun er tekin gæti þurft að bíða eftir því að nýr bíll sé smíðaður. Það sé hins vegar nauðsynlegt að slökkviliðið sé vel búið enda sinnir það stóru svæði og mikilvægt að öryggi sveitarfélagsins sé tryggt. „Það náttúrulega segir sig sjálft í 7.500 manna sveitarfélagi og með líka alla Hvalfjarðarsveitina, stóriðjuna og fleira, þá þurfum við náttúrulega að vera þokkalega tækjum búinn.“Verktakar sinna millibilsástandinu Búnaður bílsins var metinn ófullnægjandi.Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi, segir málið vera til meðferðar hjá bæjarstjórn sem stendur. „Þetta er nýlega komið upp með þennan körfubíl og það er unnið hörðum höndum að því að fara ofan í málið og tryggja að það verði tekið fagleg ákvörðun um það hvað muni koma í staðinn fyrir þennan körfubíl. Þetta er auðvitað ekki eitthvað sem er til á lager,“ segir Sævar. Að sögn Sævars til treystir bæjarfélagið á önnur úrræði í millitíðinni. „Jafnframt erum við að nýta okkur öfluga og flotta verktaka hér í bænum sem eru með körfubíla og slíkt sem eru kannski ekki sérsniðnir fyrir slökkvistarf en það er það sem við getum nýtt okkur í milliástandinu,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi. Akranes Slökkvilið Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Sjá meira
Körfubíll Slökkviliðsins á Akranesi er ekki nothæfur til björgunarstarfa eftir að úttekt leiddi í ljós að búnaður hans væri ófullnægjandi. Ekki hefur fengist samþykki fyrir kaupum á nýjum bíl en umhverfis- og skipulagssvið er með málið til skoðunar. Fjölmörg fjölbýlishús og stór iðnaðarhús eru á því svæði sem slökkviliðið sinnir og nýtist körfubíllinn til slökkvistarfa á efri hæðum húsa og í háum byggingum. Þráinn Ólafsson slökkviliðsstjóri segir slökkviliðið nú þurfa að treysta á aðra kosti sem gangi ekki til lengdar. „Þá erum við með smá baktryggingu en hún þarf að vera betri. Við þurfum að fá annað tæki þar sem þetta er orðið yfir fjörutíu ára gamalt tæki og það er í höndum bæjaryfirvalda eða umhverfis- og skipulagsráðs að fjármagna eða skoða, þeir eru að skoða hlutina. Svona nýtt tæki kostar yfir áttatíu milljónir svo það er vinna í gangi við að skoða hvað eigi að gera,“ segir Þráinn.Nauðsynlegt að tækjabúnaður sé í lagi Þráinn segir bæjaryfirvöld sýna málinu skilning. Menn þurfi andrými til að taka ákvörðun um kaup og það fari eftir því hvort nægilegt fjármagn sé til kaupanna. Þá þurfi að skoða þá möguleika sem eru fyrir hendi. Hann segist ekki vita hversu langan tíma það muni taka að skaffa bæjarfélaginu nýjum bíl en eftir að ákvörðun er tekin gæti þurft að bíða eftir því að nýr bíll sé smíðaður. Það sé hins vegar nauðsynlegt að slökkviliðið sé vel búið enda sinnir það stóru svæði og mikilvægt að öryggi sveitarfélagsins sé tryggt. „Það náttúrulega segir sig sjálft í 7.500 manna sveitarfélagi og með líka alla Hvalfjarðarsveitina, stóriðjuna og fleira, þá þurfum við náttúrulega að vera þokkalega tækjum búinn.“Verktakar sinna millibilsástandinu Búnaður bílsins var metinn ófullnægjandi.Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi, segir málið vera til meðferðar hjá bæjarstjórn sem stendur. „Þetta er nýlega komið upp með þennan körfubíl og það er unnið hörðum höndum að því að fara ofan í málið og tryggja að það verði tekið fagleg ákvörðun um það hvað muni koma í staðinn fyrir þennan körfubíl. Þetta er auðvitað ekki eitthvað sem er til á lager,“ segir Sævar. Að sögn Sævars til treystir bæjarfélagið á önnur úrræði í millitíðinni. „Jafnframt erum við að nýta okkur öfluga og flotta verktaka hér í bænum sem eru með körfubíla og slíkt sem eru kannski ekki sérsniðnir fyrir slökkvistarf en það er það sem við getum nýtt okkur í milliástandinu,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi.
Akranes Slökkvilið Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Sjá meira