Guðlaugi Þór hótað lífláti vegna þriðja orkupakkans Birgir Olgeirsson skrifar 30. ágúst 2019 13:15 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Fréttablaðið/Stefán Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra hefur verið hótað lífláti í tengslum við þriðja orkupakkann. Hefur verið gripið til öryggisráðstafana í utanríkisráðuneytinu í kjölfar þeirra. Fréttablaðið greindi fyrst frá. Guðlaugur Þór segir í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis að þessar hótanir séu nú komnar inn á borð Ríkislögreglustjóra.Í vor var birt frétt á vef Eyjunnar þess efnis að Guðlaugur Þór og eiginkona hans Ágústa Johnson hefðu mikla hagsmuni af innleiðingu þriðja orkupakkans. Var því haldið fram að þau gætu hagnast um milljarða gangi áform eftir um Búlandsvirkjun. Ástæðan væri sú að félag í eigu Ágústu eigi jörðina Hemrumörk í Skaftárhreppi.Guðlaugur Þór svaraði þessum fréttaflutningi í vor þar sem hann sagði fjarstæðukennt að bera þessar sakir upp á þau hjónin og væri til marks um málefnafátækt þeirra sem eru á móti þriðja orkupakkanum.Í gær birtist svo frétt á vef Fréttatímans þar sem því var velt upp hvort að þriðji orkupakkinn muni skila Guðlaugi Þór og Ágústu 625 milljónum króna í vasann vegna fyrrnefndra virkjanaáforma. Á vef Fréttablaðsins kemur fram að í umræðu um þessa frétt Fréttatímans á samfélagsmiðlum séu dæmi um að Guðlaugi hafi verið hótað lífláti. Guðlaugur Þór segir í skriflegu svari að hann sé ýmsu vanur en í þess tilfelli sé augljóst hver ásetningurinn er með „þessari svokölluðu fjölmiðlaumfjöllun“. „Hins vegar er okkur ráðlagt að taka líflátshótanir alvarlega. Þær hótanir sem mér hafa borist á samfélagsmiðlum vegna þessarar fréttar hafa þegar verið settar í farveg hjá Ríkislögreglustjóra.“ Alþingi Lögreglumál Þriðji orkupakkinn Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra hefur verið hótað lífláti í tengslum við þriðja orkupakkann. Hefur verið gripið til öryggisráðstafana í utanríkisráðuneytinu í kjölfar þeirra. Fréttablaðið greindi fyrst frá. Guðlaugur Þór segir í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis að þessar hótanir séu nú komnar inn á borð Ríkislögreglustjóra.Í vor var birt frétt á vef Eyjunnar þess efnis að Guðlaugur Þór og eiginkona hans Ágústa Johnson hefðu mikla hagsmuni af innleiðingu þriðja orkupakkans. Var því haldið fram að þau gætu hagnast um milljarða gangi áform eftir um Búlandsvirkjun. Ástæðan væri sú að félag í eigu Ágústu eigi jörðina Hemrumörk í Skaftárhreppi.Guðlaugur Þór svaraði þessum fréttaflutningi í vor þar sem hann sagði fjarstæðukennt að bera þessar sakir upp á þau hjónin og væri til marks um málefnafátækt þeirra sem eru á móti þriðja orkupakkanum.Í gær birtist svo frétt á vef Fréttatímans þar sem því var velt upp hvort að þriðji orkupakkinn muni skila Guðlaugi Þór og Ágústu 625 milljónum króna í vasann vegna fyrrnefndra virkjanaáforma. Á vef Fréttablaðsins kemur fram að í umræðu um þessa frétt Fréttatímans á samfélagsmiðlum séu dæmi um að Guðlaugi hafi verið hótað lífláti. Guðlaugur Þór segir í skriflegu svari að hann sé ýmsu vanur en í þess tilfelli sé augljóst hver ásetningurinn er með „þessari svokölluðu fjölmiðlaumfjöllun“. „Hins vegar er okkur ráðlagt að taka líflátshótanir alvarlega. Þær hótanir sem mér hafa borist á samfélagsmiðlum vegna þessarar fréttar hafa þegar verið settar í farveg hjá Ríkislögreglustjóra.“
Alþingi Lögreglumál Þriðji orkupakkinn Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira