„Sérsmíðuð sæti lyftast og hreyfast með myndinni sem gefur áhorfandanum þá tilfinningu að hann svífi yfir landið. Notast er við nýjustu tækni í kvikmyndagerð til að gefa sem sannasta mynd af stórkostlegu landslagi Íslands. Vindur, hljóð og lykt virkja skilningarvitin og auka á upplifunina,“ segir í tilkynningu.
Auk flugsins eru tvær margmiðlunarsýningar í húsinu, Langhúsið og Brunnur Tímans. Sýningarnar voru hannaðar af kanadíska hugmyndahúsinu Moment Factory og settar upp á Íslandi með aðstoð IRMA Studio.

Auk flugsins eru tvær margmiðlunarsýningar í húsinu sem er 2700 fermetrar að stærð. Sýningarnar, Langhúsið og Brunnur Tímans, voru hannaðar af kanadíska hugmyndahúsinu Moment Factory og settar upp á Íslandi með aðstoð IRMA Studio.
Á heimasíðu félagsins kemur fram að fjögur þúsund krónur kostar að upplifa flugið yfir Ísland en helmingi ódýrara er fyrir börn.
Ísland í dag kynnti sér FlyOver Iceland fyrr í sumar og má sjá umfjöllunina hér að neðan.