Breyting í gervigras kostar borgarbúa átta milljónir króna Benedikt Bóas skrifar 20. ágúst 2019 15:30 Víkingur ætlaði að láta laga grassvæðið en féll frá því og fór í gervigras þar sem fallegur fótbolti hefur sést í allt sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Reykjavíkurborg samþykkti á borgarráðsfundi í síðustu viku að greiða Gröfu og grjóti ehf. um átta milljónir vegna riftunar borgarinnar á samningi vegna endurbóta á grasvelli sem hætt var við. Vorið 2018 var ákveðið að skynsamlegt væri að hverfa frá kostnaðarsömum endurbótum á grasvöllum Víkings en setja þess í stað gervigras á aðalvöll félagsins. Þetta var að tillögu félagsins og var talin betri nýting á fjármunum borgarinnar þótt ljóst væri að þessi breyting á framkvæmdinni myndi þýða að greiða þyrfti verktaka vegna samnings um fyrirhugaðar endurbætur. „Þetta mál er klúður alveg sama hvernig á það er litið. Hér gerir borgin samning sem hún getur ekki staðið við og mun kosta borgarbúa 8 milljónir. 8 milljónir sem hent er út um gluggann,“ segir í bókun Kolbrúnar Baldursdóttur í Flokki fólksins. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins létu bóka að það væri skaði að borgin þyrfti að greiða yfir 8 milljónir í bætur til verktaka og lögfræðikostnað vegna breyttra ákvarðana eftir að verkið væri boðið út. „Betra hefði verið ef þessar milljónir hefðu farið í bætta aðstöðu,“ segir í bókun flokksins. Meirihlutinn benti á að fullkominn heilsársgervigrasvöllur væri orðinn staðreynd sem nýttist frá morgni til kvölds. Samkomulag var samþykkt í borgarráði 26. apríl 2018 um uppbyggingu á aðalvellinum sem fólst í lagningu gervigrass ásamt snjóbræðslukerfi, vökvunakerfi og flóðlýsingu. Samkvæmt samkomulaginu var einnig hætt við fyrri áform um endurgerð grasæfingasvæðis. Bætur vegna riftunar eru 7.716.644 krónur, með vöxtum. Kostnaður við matsmann og lög-mannskostnaður er um 700 þúsund. Greiðslur fóru fram 16. ágúst. Samningurinn hljóðaði upp á 67 milljónir króna en í apríl var verktakanum tilkynnt að hætt væri við verkefnið. Í maí vildu lögmenn verktakans fá 38 prósent vegna hagnaðarmissis eða um 27,6 m. kr. auk útlagðs kostnaðar vegna vökvunarkerfis og kaupa á framdrifsvörubifreið sem keypt hafði verði sérstaklega vegna þessa verkefnis. Því var hafnað af borginni. Eftir að samkomulag náðist ekki var fenginn að málinu dómkvaddur matsmaður. Sá komst að fyrrgreindri niðurstöðu. Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Reykjavík Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Körfubolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata Handbolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira
Reykjavíkurborg samþykkti á borgarráðsfundi í síðustu viku að greiða Gröfu og grjóti ehf. um átta milljónir vegna riftunar borgarinnar á samningi vegna endurbóta á grasvelli sem hætt var við. Vorið 2018 var ákveðið að skynsamlegt væri að hverfa frá kostnaðarsömum endurbótum á grasvöllum Víkings en setja þess í stað gervigras á aðalvöll félagsins. Þetta var að tillögu félagsins og var talin betri nýting á fjármunum borgarinnar þótt ljóst væri að þessi breyting á framkvæmdinni myndi þýða að greiða þyrfti verktaka vegna samnings um fyrirhugaðar endurbætur. „Þetta mál er klúður alveg sama hvernig á það er litið. Hér gerir borgin samning sem hún getur ekki staðið við og mun kosta borgarbúa 8 milljónir. 8 milljónir sem hent er út um gluggann,“ segir í bókun Kolbrúnar Baldursdóttur í Flokki fólksins. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins létu bóka að það væri skaði að borgin þyrfti að greiða yfir 8 milljónir í bætur til verktaka og lögfræðikostnað vegna breyttra ákvarðana eftir að verkið væri boðið út. „Betra hefði verið ef þessar milljónir hefðu farið í bætta aðstöðu,“ segir í bókun flokksins. Meirihlutinn benti á að fullkominn heilsársgervigrasvöllur væri orðinn staðreynd sem nýttist frá morgni til kvölds. Samkomulag var samþykkt í borgarráði 26. apríl 2018 um uppbyggingu á aðalvellinum sem fólst í lagningu gervigrass ásamt snjóbræðslukerfi, vökvunakerfi og flóðlýsingu. Samkvæmt samkomulaginu var einnig hætt við fyrri áform um endurgerð grasæfingasvæðis. Bætur vegna riftunar eru 7.716.644 krónur, með vöxtum. Kostnaður við matsmann og lög-mannskostnaður er um 700 þúsund. Greiðslur fóru fram 16. ágúst. Samningurinn hljóðaði upp á 67 milljónir króna en í apríl var verktakanum tilkynnt að hætt væri við verkefnið. Í maí vildu lögmenn verktakans fá 38 prósent vegna hagnaðarmissis eða um 27,6 m. kr. auk útlagðs kostnaðar vegna vökvunarkerfis og kaupa á framdrifsvörubifreið sem keypt hafði verði sérstaklega vegna þessa verkefnis. Því var hafnað af borginni. Eftir að samkomulag náðist ekki var fenginn að málinu dómkvaddur matsmaður. Sá komst að fyrrgreindri niðurstöðu.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Reykjavík Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Körfubolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata Handbolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira