Enn og aftur rangfærslur - Opið bréf til Þórðar Snæs Júlíussonar Ásthildur Þórsdóttir og Vilhjálmur Bjarnason skrifar 20. ágúst 2019 09:23 Þórður Snær Júlíusson er blaðamaður sem seint verður vændur um þekkingarleysi, a.m.k. hvað varðar fjármálamarkaðinn, bankana og hrunið ásamt afleiðingum þess. Það skýtur þess vegna skökku við að sjá endurteknar rangfærslur í skrifum hans um aðgerðir stjórnvalda eftir hrun og áhrif þeirra á heimilin, ekki síst þar sem staðreyndir málsins hafa verið raktar í fjölmörgum greinum og umfjöllunum, m.a. frá Hagsmunasamtökum heimilanna. Í grein Þórðar frá 16. ágúst sl. undir fyrirsögninni „Nýr veruleiki íslenska húsnæðislántakandans” segir m.a:„Á árinu 2008 veiktist hún [krónan] um tugi prósenta sem stökkbreytti gengislánunum. Mörg þeirra voru síðar dæmd ólögleg og þeir sem voru með slík komu margir hverjir ansi vel undan hruninu, enda þurftu þeir einungis að greiða lága óvertryggða vexti í staðinn." Jú það er rétt að gengislánin stökkbreyttust og það er einnig rétt að mörg þeirra (sem með réttu hefði átt að eiga við þau öll) voru síðar dæmd ólögleg, en þar með lýkur því sem rétt er í þessari stuttu málsgrein. Það er a.m.k. ljóst að sannleikurinn er ansi vel teygður í því sem á eftir kemur, jafnvel er um hreinar rangfærslur að ræða. Síðar í greininni segir:„Eftir bankahrunið var ráðist í margar sértækar aðgerðir til að mæta gríðarlegri skuldsetningu heimila sem þetta umhverfi hafði leitt af sér. Þar ber að nefna greiðslur frá fjármálafyrirtækjum til lántakenda vegna ólögmætis gengislána..." Rangfærslur Þórðar Snæs um gengislánin Í annars ágætri grein er beinlínis rangt að halda því fram að þeir sem tóku gengislán hafi komið vel út úr hruninu, hvað þá að þeir hafi „einungis þurft að greiða lága óverðtryggða vexti í staðinn.“ Það er líka sérstakt að tala um „sértækar aðgerðir stjórnvalda“ í samhengi við gengistryggð lán. Ólögmæti slíkra lána var ekki "aðgerð" sem stjórnvöld ákváðu að ráðast í, þau voru einfaldlega ólögleg og höfðu verið það frá upphafi með fullri vitund og vitneskju bæði bankanna og stjórnvalda. Það má aftur á móti kalla það „sérstaka aðgerð“ að breyta samningsvöxtum í mun hærri Seðlabankavexti, en að halda því fram að það hafi verið til hagsbóta fyrir lántakendur er algjör firra! Það var ekki neytendum til hagsbóta heldur fjármálafyrirtækjum. Það er einnig kolrangt að fjármálafyrirtækin hafi þurft að inna af hendi greiðslur til lántakenda vegna ólögmætra gengislána nema auðvitað ef uppgreidd lán höfðu verið ofgreidd, en í þeim tilfellum var endurgreiðsla sjálfsögð. Ef Þórður Snær er að meina eitthvað annað en ráða má af textanum, væri gaman að vita hvaðan í ósköpunum hann hefur þær upplýsingar? Samkvæmt framansögðu er ljóst að það er full þörf á að fara yfir þessi mál einu sinni enn í von um að ekki þurfi framar að leiðrétta rangfærslur sem þessar. Staðreyndir varðandi gengislánin1. Glæpur sem jaðrar við landráð Það er vert að hafa í huga að þegar búið var að dæma gengistryggingu lánanna ólöglega, hefðu þau átt að standa óbreytt að öðru leyti. Það að breyta þeim á nokkurn hátt eins og gert var, er algjörlega ólöglegur gjörningur. Það er mjög skýrt í neytendarétti að sé um ólögleg ákvæði í samningi að ræða, skuli ólöglega ákvæðið falla brott en samningurinn standa óbreyttur að öðru leyti að kröfu neytenda. Að sama skapi má aldrei breyta samningi eftir undirritun neytanda í óhag eins og svo sannarlega var gert varðandi hina svokölluðu gengislánasamninga. Um þetta ætti ekki að þurfa að deila, enda er grundvallaratriði í öllum réttarríkjum að réttarstaða neytenda sé tryggð, ekki síst gagnvart bönkum eða ríki þar sem aðstöðumunur er jafn gríðarlegur og raun ber vitni. Samstaðan eða samráðið sem fór í gegnum allt kerfið og alla leið inn í Hæstarétt sjálfan um að brjóta þennan grundvallarrétt neytenda og fórna hagsmunum þeirra fyrir fjármálakerfið, er ein ljótasta aðför gegn heimilum landsins sem um getur. Í raun er hér um hreinan og kláran glæp að ræða, sem líkja má við landráð, enda liggja þúsundir heimila í valnum VEGNA þessara „ráðstafana“.2. Þáttur fjármálaráðherra, æðstu embættismanna og Hæstaréttar Þegar gengistryggingin var dæmd ólögleg átti hún að falla út og lánin að standa óbreytt að öðru leyti. Önnur ákvæði þeirra voru í samræmi við lög og vextir skýrt skilgreindir. Það vakti því mikla furðu að framámenn í fjármálageiranum skyldu ekki skilja eðli samninga og koma ábúðafullir fram í fjölmiðlum eftir dóm Hæstaréttar og tala um „óvissu“ því engin vissi hvaða vexti ætti að miða við(!) Það átti auðvitað að miða við samningsvexti! Meðal þeirra sem áttuðu sig ekki á því voru viðskiptaráðherrann Gylfi Magnússon, aðstoðarseðlabankastjórinn Arnór Sighvatsson og forstjóri fjármálaeftirlitsins Gunnar Andersen. Já það er ekki nema von að illa hafi farið fyrir heimilum landsins þegar forystufólk æðstu stjórnvalda var jafn óhæft og illa að sér og raun ber vitni. Kannski var þessum mönnum vorkunn því þeir voru að hlýða skipunum fjármálaráðherrans Steingríms J. Sigfússonar, sem ári áður var búin að lofa vogunarsjóðunum sem keyptu lánasöfnin á brunaútsölu, að þeir myndu fá seðlabankavexti á lánin ef gengisviðmiðið yrði dæmt ólöglegt. Þessu varð að sjálfsögðu að fylgja eftir og það var gert, alla leið upp í Hæstarétt. Sú saga verður ekki rakin að þessu sinni en er m.a. rakin bæði hér og hér ef lesendur vilja kynna sér hana. Í stuttu máli náði sú saga ákveðnum hápunkti þegar Hæstiréttur fór í áður óþekkta hugarleikfimi með vaxtalögin og beitti þeim til að ógilda samningsvextina, svo hann gæti sett Seðlabankavexti á lánin. Án þess að fara nánar í þann gjörning hér, þá er sláandi að í þeim lögum stendur að frá þeim megi einungis víkja til hagsbóta fyrir skuldara sem var svo sannarlega ekki raunin í þetta skiptið.3. Alþingi lokar hringnum Ferill þessa máls hjá Alþingi er vægast sagt vafasamur og tengsl milli aðila óþægilega náin en í stuttu máli þá lokaði Alþingi hringnum og uppfyllti loforð fjármálaráðherra með hinum svokölluð Árna Páls lögum sem voru samþykkt 18. desember 2010. Alþingi bætti meira að segja um betur og gerði breytinguna á vöxtunum afturvirka. Þessir óverðtryggðu seðlabankavextir sem Þórður Snær kallar „lága“ voru fyrir hrun lægstir árið 2004 í 8% og fóru stighækkandi fram að hruni þegar þeir risu hæst í 21% í ársbyrjun 2009. Það var nákvæmlega með þessu sem lántakendur voru reknir inn í skjaldborgina og henni skellt í lás. Bönkunum voru svo afhent skotvopnin og hafa í rólegheitum leikið sér að því að taka niður heimili landsins eitt af öðru. Þeim liggur ekkert á því fólkið á sér ekki undankomu auðið. Reyni það að leita réttlætis er því vísað á dómstóla sem eru hluti af gerendum málsins og sendir það því bara beint aftur í kaldan faðm bankanna. Þúsundir heimila hafa fallið í valinn og tugþúsundir einstaklinga um leið verið sviptir framtíðarvonum sínum og möguleikum. Þessi lög eru ólög í eðli sínu því þau svipta fólk neytendarétti, samningsrétti og stjórnarskrárbundnum eignarrétti. Lögin standast ekki lög! Lán hækkuðu um tugi prósenta á einu bretti og þeir sem átt höfðu eignahlut í húsnæði sínu misstu hann með þessu eina ólöglega „pennastriki“ auk þess sem mörgum varð ómögulegt að standa í skilum.4. Elviru dómurinn Elvira Mendez sætti sig ekki við afturvirku vextina, enda er hún sérfræðingur í Evrópurétti og vel ljóst að þessi lög stæðust ekki skoðun. Í febrúar 2012 voru stjórnvöld gerð afturreka með afturvirknina, hún var dæmd ólögleg, en þó einungis að hluta. Af sinni ómældu visku ákvað Hæstiréttur að afturvirknin væri bara ólögleg gangvart þeim sem gátu framvísað fullnaðarkvittunum. Þannig að þeir sem höfðu ekki getað borgað ólöglegar kröfur bankanna sátu áfram uppi með allt upp í 21% seðlabankavexti. Þessi dómur er augljóst brot á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar sem kveður á um að ekki megi mismuna fólki eftir efnahag. Það er nokkuð ljóst að þeir sem gátu staðið í skilum með ólöglegar kröfur bankanna (og framvísað fullnaðarkvittunum fyrir því), eru þeir sem stóðu betur að vígi fjárhagslega en þeir sem gátu það ekki. Hjá mörgum þeirra stóð valið á milli þess að „borga eða borða“ og flestir þeirra völdu að borða – lái þeim hver sem vill. Þar fyrir utan er þetta eins og að segja við handrukkara: „Þú mátt ekki rukka þau með þessum hætti, en fyrst þau borguðu þér ekki það sem þú máttir ekki rukka, máttu brjóta á þeim aðra hnéskelina“. Það er mögulegt að þeir sem gátu framvísað fullnaðarkvittunum hafi komið betur en á horfðist út úr hruninu, en að segja að þeir hafi „komið ansi vel út úr hruninu“ er hins vegar mjög vafasöm fullyrðing. Það má aldrei gleymast að meira að segja þetta fólk kom ver út úr hruninu en það átti að koma og að skýr lög um neytenda- og samningarétt voru líka brotin á þeim, því það er algjörlega bannað að breyta samningum eftir undirritun neytenda í óhag. Allar þessar fjölskyldur hafa líka þurft að borga meira en þeirra samningar kváðu á um, því það voru bankarnir sem brutu lög og á þá átti refsingin að falla, en ekki þessa aðila þó þeir hafi kannski sloppið betur en þeir sem fengu afturvirka seðlabankavexti á sig af fullum og kremjandi þunga.5. Engar greiðslur hafa komið frá fjármálafyrirtækjum„Eftir bankahrunið var ráðist í margar sértækar aðgerðir til að mæta gríðarlegri skuldsetningu heimila sem þetta umhverfi hafði leitt af sér. Þar ber að nefna greiðslur frá fjármálafyrirtækjum til lántakenda vegna ólögmætis gengislána..." Já, það væri gaman að vita hvaðan Þórður Snær hefur þær upplýsingar að fjármálafyrirtækin hafi greitt lántakendum fé vegna ólöglegra gengislána. Það gerðist nefnilega aldrei! Ef um er að ræða tilfelli þar sem neytandi hafði ofgreitt bankanum, þá bar bankanum að sjálfsögðu skylda til að endurgreiða það, eins og gerist í viðskiptum, þannig að á það þarf varla að minnast. Það var engin sem greiddi neinum fyrir „leiðréttingu“ lánanna! Ekki fjármálafyrirtækin og ekkert af þessum svokölluðu „leiðréttingum“ á þeim kom úr vasa almennings eða ríkissjóði, eins og stundum hefur verið haldið fram.Í fyrsta lagi var ekki um neinar leiðréttingar til lækkunar að ræða. Í flestum, ef ekki öllum tilfellum, hækkuðu lánin frá því sem þau áttu að vera ef rétt væri reiknað. Það er ekki hægt að kalla það leiðréttingu ef t.d. 30 milljóna lán fer upp í 45 milljónir. Það er 50% hækkun á láninu en ekki lækkun. Þó lánið hafi farið í 75 milljónir vegna ólöglegra lánaskilmála þá fór það eðlilega aftur í 30 milljónir þegar dómar Hæstaréttar féllu og hefði átt að vera það áfram ef aðgerðir stjórnvalda hefðu svo ekki hækkað það upp í 45 milljónir á einu bretti. 75 milljónirnar voru aldrei lögleg upphæð en 30 milljónirnar eru hins vegar eina löglega upphæð lánsins. Lánið var því hækkað um 50%! (Tölur eru „rúnaðar“ til einföldunar) Fyrst lánin hækkuðu þá var klárlega ekki þörf á neinum endurgreiðslum frá einum né neinum.Í öðru lagi var nákvæmlega ekkert „erlent“ við þessi gengistryggðu neytendalán. Hér var um leiki í Excel að ræða og jú kannski hefðu bankarnir nælt sér í fleiri en þessi 15.000 heimili sem þeir hafa þegar fengið á silfurfati ef lánin hefðu ekki verið ólögleg. En það voru bankarnir sem frömdu fjármálaglæp. Lántakendur voru fórnarlömb þessa glæps. „Réttarríkið Ísland“ hefur núna í nær 10 ára refsað fórnarlömbum fjármálaglæps af hörku fyrir glæp sem þau ekki frömdu. Gerendurnir hafa hins vegar hagnast stórkostlega á lögbrotum sínum. Þetta eru mannréttindabrot sem eiga fullt erindi til mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna svona þegar ráðherrar og embættismenn nenna að taka aðeins til í eigin garði í stað þess að skoða bara illgresið hjá öðrum.Í þriðja lagi fengu hinir svokölluðu „nýju bankar“ lánasöfn gömlu bankanna fyrir slikk. Upphæð hefur ekki fengist staðfest, en líkur eru á að það hafi ekki verið fyrir meira en 10% af virði þeirra. Það þýðir að fyrir umrætt 30 milljóna lán, greiddu „nýju bankarnir“ 3 milljónir. Ef það lán hefði verið endurgreitt af fullu vaxtalaust, hefði hagnaður „nýja bankans“ verið tífaldur, eða 1000% sem flestum þætti nú dágott. Það er algjörlega ofvaxið öllum skilningi af hverju þáverandi stjórnvöldum var svona mikið í mun að auka þennan stjarnfræðilega hagnað enn frekar með ólöglegum aðgerðum. Aðgerðir stjórnvalda eftir hrun„Eftir bankahrunið var ráðist í margar sértækar aðgerðir til að mæta gríðarlegri skuldsetningu heimila sem þetta umhverfi hafði leitt af sér.“ Það er best að segja sem minnst um „sértækar aðgerðir“ Jóhönnu og Steingríms til að mæta „gríðarlegri skuldsetningu heimilanna“, annað en að flestar þeirra tóku mið af hagsmunum fjármálafyrirtækjanna, en fyrir heimilin voru þær eins og að pissa í skóinn. Aldrei meira en tímabundin lausn sem „kólnaði“ fljótt. Frá hruni hafa 10.000 fjölskyldur misst heimili sín á uppboðum og sennilega eru þær a.m.k. jafnmargar sem hafa misst heimili sín án þess að til uppboðs hafi komið. Varlega áætlað hafa því fleiri en 15.000 fjölskyldur misst heimili sín eða á bilinu 45.000 – 60.000 einstaklingar sem samsvarar öllum íbúum Kópavogs og helmingnum af Garðabæ. Á sama tíma hafa verið gerð 164.000 fjárnám hjá þessari 360.000 manna þjóð. Þar af voru 127.000 fjárnám árangurslaus. Þessar tölur tala sínu máli um aðgerðir stjórnvalda eftir hrun. Síðar, eða árið 2014 réðst Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar í leiðréttingu verðtryggðra fasteignalána. Deilt hefur verið um hversu vel tókst til en um þetta segir Þórður Snær:„Ríkissjóður greiddi síðan fyrst sérstakar vaxtabætur til þeirra sem voru með verðtryggð húsnæðislán og svo Leiðréttinguna til hluta þeirra sem voru með slík lán á árunum 2008 og 2009 í skaðabætur fyrir verðbólguskot þeirra ára. Samanlagður kostnaður vegna þessara aðgerða hljóp á hundruðum milljarða króna.“ Sérstakar vaxtabætur drógust frá Leiðréttingunni. Báðar aðgerðirnar voru fjármagnaðar með skattlagningu á fjármálafyrirtæki en ekki almenning. Leiðréttingin nam 72,2 milljörðum og sérstakar vaxtabætur mun lægri upphæð. Það er því alls ekki rétt að samanlagður kostnaður þessara aðgerða hafi hlaupið á hundruðum milljarða og beinlínis rangt að gefa í skyn að þær hafi verið fjármagnaðar á kostnað almennings. Ábyrgð blaðamanna Ábyrgð blaðamanna er mikil og þeir sjálfir líta hlutverk sitt alvarlegum augum. Þórður Snær er alls ekki eini blaðamaðurinn sem hefur farið með rangt mál varðandi hrunið og afleiðingar þess. Það heyrir í raun til undantekninga að rétt sé farið með þessi mál sem hér eru rakin. Það olli okkur sem þetta ritum hins vegar miklum vonbrigðum að Þórður Snær skildi falla í sömu gryfju og allir hinir vegna þeirrar þekkingar sem við teljum hann búa yfir í annars ágætri grein. Það er von okkar hjá Hagsmunasamtökum heimilanna að við þurfum ekki framar að leiðrétta rangfærslur sem þessar. Hingað til hefur engin getað hrakið málflutning Hagsmunasamtakanna og/eða fulltrúa þeirra og við erum til viðtals um málefni heimilanna hvenær sem er. Það er enn margt á huldu um aðgerðir stjórnvalda eftir hrun og margir sem eiga hagsmuna að gæta. 15.000 heimili, 45.000 einstaklingar, eiga rétt á svörum. Þau eiga rétt á uppreist æru eftir að hafa verið höfð fyrir rangri sök og tekið á sig harða refsingu og misst heimili sín vegna afbrota annarra.Við krefjumst Rannsóknarskýrslu heimilanna!Höfundar:Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Vilhjálmur Bjarnason Ekki fjárfestir, varaformaður Hagsmunasamtaka heimilanna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Efnahagsmál Húsnæðismál Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Sjá meira
Þórður Snær Júlíusson er blaðamaður sem seint verður vændur um þekkingarleysi, a.m.k. hvað varðar fjármálamarkaðinn, bankana og hrunið ásamt afleiðingum þess. Það skýtur þess vegna skökku við að sjá endurteknar rangfærslur í skrifum hans um aðgerðir stjórnvalda eftir hrun og áhrif þeirra á heimilin, ekki síst þar sem staðreyndir málsins hafa verið raktar í fjölmörgum greinum og umfjöllunum, m.a. frá Hagsmunasamtökum heimilanna. Í grein Þórðar frá 16. ágúst sl. undir fyrirsögninni „Nýr veruleiki íslenska húsnæðislántakandans” segir m.a:„Á árinu 2008 veiktist hún [krónan] um tugi prósenta sem stökkbreytti gengislánunum. Mörg þeirra voru síðar dæmd ólögleg og þeir sem voru með slík komu margir hverjir ansi vel undan hruninu, enda þurftu þeir einungis að greiða lága óvertryggða vexti í staðinn." Jú það er rétt að gengislánin stökkbreyttust og það er einnig rétt að mörg þeirra (sem með réttu hefði átt að eiga við þau öll) voru síðar dæmd ólögleg, en þar með lýkur því sem rétt er í þessari stuttu málsgrein. Það er a.m.k. ljóst að sannleikurinn er ansi vel teygður í því sem á eftir kemur, jafnvel er um hreinar rangfærslur að ræða. Síðar í greininni segir:„Eftir bankahrunið var ráðist í margar sértækar aðgerðir til að mæta gríðarlegri skuldsetningu heimila sem þetta umhverfi hafði leitt af sér. Þar ber að nefna greiðslur frá fjármálafyrirtækjum til lántakenda vegna ólögmætis gengislána..." Rangfærslur Þórðar Snæs um gengislánin Í annars ágætri grein er beinlínis rangt að halda því fram að þeir sem tóku gengislán hafi komið vel út úr hruninu, hvað þá að þeir hafi „einungis þurft að greiða lága óverðtryggða vexti í staðinn.“ Það er líka sérstakt að tala um „sértækar aðgerðir stjórnvalda“ í samhengi við gengistryggð lán. Ólögmæti slíkra lána var ekki "aðgerð" sem stjórnvöld ákváðu að ráðast í, þau voru einfaldlega ólögleg og höfðu verið það frá upphafi með fullri vitund og vitneskju bæði bankanna og stjórnvalda. Það má aftur á móti kalla það „sérstaka aðgerð“ að breyta samningsvöxtum í mun hærri Seðlabankavexti, en að halda því fram að það hafi verið til hagsbóta fyrir lántakendur er algjör firra! Það var ekki neytendum til hagsbóta heldur fjármálafyrirtækjum. Það er einnig kolrangt að fjármálafyrirtækin hafi þurft að inna af hendi greiðslur til lántakenda vegna ólögmætra gengislána nema auðvitað ef uppgreidd lán höfðu verið ofgreidd, en í þeim tilfellum var endurgreiðsla sjálfsögð. Ef Þórður Snær er að meina eitthvað annað en ráða má af textanum, væri gaman að vita hvaðan í ósköpunum hann hefur þær upplýsingar? Samkvæmt framansögðu er ljóst að það er full þörf á að fara yfir þessi mál einu sinni enn í von um að ekki þurfi framar að leiðrétta rangfærslur sem þessar. Staðreyndir varðandi gengislánin1. Glæpur sem jaðrar við landráð Það er vert að hafa í huga að þegar búið var að dæma gengistryggingu lánanna ólöglega, hefðu þau átt að standa óbreytt að öðru leyti. Það að breyta þeim á nokkurn hátt eins og gert var, er algjörlega ólöglegur gjörningur. Það er mjög skýrt í neytendarétti að sé um ólögleg ákvæði í samningi að ræða, skuli ólöglega ákvæðið falla brott en samningurinn standa óbreyttur að öðru leyti að kröfu neytenda. Að sama skapi má aldrei breyta samningi eftir undirritun neytanda í óhag eins og svo sannarlega var gert varðandi hina svokölluðu gengislánasamninga. Um þetta ætti ekki að þurfa að deila, enda er grundvallaratriði í öllum réttarríkjum að réttarstaða neytenda sé tryggð, ekki síst gagnvart bönkum eða ríki þar sem aðstöðumunur er jafn gríðarlegur og raun ber vitni. Samstaðan eða samráðið sem fór í gegnum allt kerfið og alla leið inn í Hæstarétt sjálfan um að brjóta þennan grundvallarrétt neytenda og fórna hagsmunum þeirra fyrir fjármálakerfið, er ein ljótasta aðför gegn heimilum landsins sem um getur. Í raun er hér um hreinan og kláran glæp að ræða, sem líkja má við landráð, enda liggja þúsundir heimila í valnum VEGNA þessara „ráðstafana“.2. Þáttur fjármálaráðherra, æðstu embættismanna og Hæstaréttar Þegar gengistryggingin var dæmd ólögleg átti hún að falla út og lánin að standa óbreytt að öðru leyti. Önnur ákvæði þeirra voru í samræmi við lög og vextir skýrt skilgreindir. Það vakti því mikla furðu að framámenn í fjármálageiranum skyldu ekki skilja eðli samninga og koma ábúðafullir fram í fjölmiðlum eftir dóm Hæstaréttar og tala um „óvissu“ því engin vissi hvaða vexti ætti að miða við(!) Það átti auðvitað að miða við samningsvexti! Meðal þeirra sem áttuðu sig ekki á því voru viðskiptaráðherrann Gylfi Magnússon, aðstoðarseðlabankastjórinn Arnór Sighvatsson og forstjóri fjármálaeftirlitsins Gunnar Andersen. Já það er ekki nema von að illa hafi farið fyrir heimilum landsins þegar forystufólk æðstu stjórnvalda var jafn óhæft og illa að sér og raun ber vitni. Kannski var þessum mönnum vorkunn því þeir voru að hlýða skipunum fjármálaráðherrans Steingríms J. Sigfússonar, sem ári áður var búin að lofa vogunarsjóðunum sem keyptu lánasöfnin á brunaútsölu, að þeir myndu fá seðlabankavexti á lánin ef gengisviðmiðið yrði dæmt ólöglegt. Þessu varð að sjálfsögðu að fylgja eftir og það var gert, alla leið upp í Hæstarétt. Sú saga verður ekki rakin að þessu sinni en er m.a. rakin bæði hér og hér ef lesendur vilja kynna sér hana. Í stuttu máli náði sú saga ákveðnum hápunkti þegar Hæstiréttur fór í áður óþekkta hugarleikfimi með vaxtalögin og beitti þeim til að ógilda samningsvextina, svo hann gæti sett Seðlabankavexti á lánin. Án þess að fara nánar í þann gjörning hér, þá er sláandi að í þeim lögum stendur að frá þeim megi einungis víkja til hagsbóta fyrir skuldara sem var svo sannarlega ekki raunin í þetta skiptið.3. Alþingi lokar hringnum Ferill þessa máls hjá Alþingi er vægast sagt vafasamur og tengsl milli aðila óþægilega náin en í stuttu máli þá lokaði Alþingi hringnum og uppfyllti loforð fjármálaráðherra með hinum svokölluð Árna Páls lögum sem voru samþykkt 18. desember 2010. Alþingi bætti meira að segja um betur og gerði breytinguna á vöxtunum afturvirka. Þessir óverðtryggðu seðlabankavextir sem Þórður Snær kallar „lága“ voru fyrir hrun lægstir árið 2004 í 8% og fóru stighækkandi fram að hruni þegar þeir risu hæst í 21% í ársbyrjun 2009. Það var nákvæmlega með þessu sem lántakendur voru reknir inn í skjaldborgina og henni skellt í lás. Bönkunum voru svo afhent skotvopnin og hafa í rólegheitum leikið sér að því að taka niður heimili landsins eitt af öðru. Þeim liggur ekkert á því fólkið á sér ekki undankomu auðið. Reyni það að leita réttlætis er því vísað á dómstóla sem eru hluti af gerendum málsins og sendir það því bara beint aftur í kaldan faðm bankanna. Þúsundir heimila hafa fallið í valinn og tugþúsundir einstaklinga um leið verið sviptir framtíðarvonum sínum og möguleikum. Þessi lög eru ólög í eðli sínu því þau svipta fólk neytendarétti, samningsrétti og stjórnarskrárbundnum eignarrétti. Lögin standast ekki lög! Lán hækkuðu um tugi prósenta á einu bretti og þeir sem átt höfðu eignahlut í húsnæði sínu misstu hann með þessu eina ólöglega „pennastriki“ auk þess sem mörgum varð ómögulegt að standa í skilum.4. Elviru dómurinn Elvira Mendez sætti sig ekki við afturvirku vextina, enda er hún sérfræðingur í Evrópurétti og vel ljóst að þessi lög stæðust ekki skoðun. Í febrúar 2012 voru stjórnvöld gerð afturreka með afturvirknina, hún var dæmd ólögleg, en þó einungis að hluta. Af sinni ómældu visku ákvað Hæstiréttur að afturvirknin væri bara ólögleg gangvart þeim sem gátu framvísað fullnaðarkvittunum. Þannig að þeir sem höfðu ekki getað borgað ólöglegar kröfur bankanna sátu áfram uppi með allt upp í 21% seðlabankavexti. Þessi dómur er augljóst brot á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar sem kveður á um að ekki megi mismuna fólki eftir efnahag. Það er nokkuð ljóst að þeir sem gátu staðið í skilum með ólöglegar kröfur bankanna (og framvísað fullnaðarkvittunum fyrir því), eru þeir sem stóðu betur að vígi fjárhagslega en þeir sem gátu það ekki. Hjá mörgum þeirra stóð valið á milli þess að „borga eða borða“ og flestir þeirra völdu að borða – lái þeim hver sem vill. Þar fyrir utan er þetta eins og að segja við handrukkara: „Þú mátt ekki rukka þau með þessum hætti, en fyrst þau borguðu þér ekki það sem þú máttir ekki rukka, máttu brjóta á þeim aðra hnéskelina“. Það er mögulegt að þeir sem gátu framvísað fullnaðarkvittunum hafi komið betur en á horfðist út úr hruninu, en að segja að þeir hafi „komið ansi vel út úr hruninu“ er hins vegar mjög vafasöm fullyrðing. Það má aldrei gleymast að meira að segja þetta fólk kom ver út úr hruninu en það átti að koma og að skýr lög um neytenda- og samningarétt voru líka brotin á þeim, því það er algjörlega bannað að breyta samningum eftir undirritun neytenda í óhag. Allar þessar fjölskyldur hafa líka þurft að borga meira en þeirra samningar kváðu á um, því það voru bankarnir sem brutu lög og á þá átti refsingin að falla, en ekki þessa aðila þó þeir hafi kannski sloppið betur en þeir sem fengu afturvirka seðlabankavexti á sig af fullum og kremjandi þunga.5. Engar greiðslur hafa komið frá fjármálafyrirtækjum„Eftir bankahrunið var ráðist í margar sértækar aðgerðir til að mæta gríðarlegri skuldsetningu heimila sem þetta umhverfi hafði leitt af sér. Þar ber að nefna greiðslur frá fjármálafyrirtækjum til lántakenda vegna ólögmætis gengislána..." Já, það væri gaman að vita hvaðan Þórður Snær hefur þær upplýsingar að fjármálafyrirtækin hafi greitt lántakendum fé vegna ólöglegra gengislána. Það gerðist nefnilega aldrei! Ef um er að ræða tilfelli þar sem neytandi hafði ofgreitt bankanum, þá bar bankanum að sjálfsögðu skylda til að endurgreiða það, eins og gerist í viðskiptum, þannig að á það þarf varla að minnast. Það var engin sem greiddi neinum fyrir „leiðréttingu“ lánanna! Ekki fjármálafyrirtækin og ekkert af þessum svokölluðu „leiðréttingum“ á þeim kom úr vasa almennings eða ríkissjóði, eins og stundum hefur verið haldið fram.Í fyrsta lagi var ekki um neinar leiðréttingar til lækkunar að ræða. Í flestum, ef ekki öllum tilfellum, hækkuðu lánin frá því sem þau áttu að vera ef rétt væri reiknað. Það er ekki hægt að kalla það leiðréttingu ef t.d. 30 milljóna lán fer upp í 45 milljónir. Það er 50% hækkun á láninu en ekki lækkun. Þó lánið hafi farið í 75 milljónir vegna ólöglegra lánaskilmála þá fór það eðlilega aftur í 30 milljónir þegar dómar Hæstaréttar féllu og hefði átt að vera það áfram ef aðgerðir stjórnvalda hefðu svo ekki hækkað það upp í 45 milljónir á einu bretti. 75 milljónirnar voru aldrei lögleg upphæð en 30 milljónirnar eru hins vegar eina löglega upphæð lánsins. Lánið var því hækkað um 50%! (Tölur eru „rúnaðar“ til einföldunar) Fyrst lánin hækkuðu þá var klárlega ekki þörf á neinum endurgreiðslum frá einum né neinum.Í öðru lagi var nákvæmlega ekkert „erlent“ við þessi gengistryggðu neytendalán. Hér var um leiki í Excel að ræða og jú kannski hefðu bankarnir nælt sér í fleiri en þessi 15.000 heimili sem þeir hafa þegar fengið á silfurfati ef lánin hefðu ekki verið ólögleg. En það voru bankarnir sem frömdu fjármálaglæp. Lántakendur voru fórnarlömb þessa glæps. „Réttarríkið Ísland“ hefur núna í nær 10 ára refsað fórnarlömbum fjármálaglæps af hörku fyrir glæp sem þau ekki frömdu. Gerendurnir hafa hins vegar hagnast stórkostlega á lögbrotum sínum. Þetta eru mannréttindabrot sem eiga fullt erindi til mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna svona þegar ráðherrar og embættismenn nenna að taka aðeins til í eigin garði í stað þess að skoða bara illgresið hjá öðrum.Í þriðja lagi fengu hinir svokölluðu „nýju bankar“ lánasöfn gömlu bankanna fyrir slikk. Upphæð hefur ekki fengist staðfest, en líkur eru á að það hafi ekki verið fyrir meira en 10% af virði þeirra. Það þýðir að fyrir umrætt 30 milljóna lán, greiddu „nýju bankarnir“ 3 milljónir. Ef það lán hefði verið endurgreitt af fullu vaxtalaust, hefði hagnaður „nýja bankans“ verið tífaldur, eða 1000% sem flestum þætti nú dágott. Það er algjörlega ofvaxið öllum skilningi af hverju þáverandi stjórnvöldum var svona mikið í mun að auka þennan stjarnfræðilega hagnað enn frekar með ólöglegum aðgerðum. Aðgerðir stjórnvalda eftir hrun„Eftir bankahrunið var ráðist í margar sértækar aðgerðir til að mæta gríðarlegri skuldsetningu heimila sem þetta umhverfi hafði leitt af sér.“ Það er best að segja sem minnst um „sértækar aðgerðir“ Jóhönnu og Steingríms til að mæta „gríðarlegri skuldsetningu heimilanna“, annað en að flestar þeirra tóku mið af hagsmunum fjármálafyrirtækjanna, en fyrir heimilin voru þær eins og að pissa í skóinn. Aldrei meira en tímabundin lausn sem „kólnaði“ fljótt. Frá hruni hafa 10.000 fjölskyldur misst heimili sín á uppboðum og sennilega eru þær a.m.k. jafnmargar sem hafa misst heimili sín án þess að til uppboðs hafi komið. Varlega áætlað hafa því fleiri en 15.000 fjölskyldur misst heimili sín eða á bilinu 45.000 – 60.000 einstaklingar sem samsvarar öllum íbúum Kópavogs og helmingnum af Garðabæ. Á sama tíma hafa verið gerð 164.000 fjárnám hjá þessari 360.000 manna þjóð. Þar af voru 127.000 fjárnám árangurslaus. Þessar tölur tala sínu máli um aðgerðir stjórnvalda eftir hrun. Síðar, eða árið 2014 réðst Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar í leiðréttingu verðtryggðra fasteignalána. Deilt hefur verið um hversu vel tókst til en um þetta segir Þórður Snær:„Ríkissjóður greiddi síðan fyrst sérstakar vaxtabætur til þeirra sem voru með verðtryggð húsnæðislán og svo Leiðréttinguna til hluta þeirra sem voru með slík lán á árunum 2008 og 2009 í skaðabætur fyrir verðbólguskot þeirra ára. Samanlagður kostnaður vegna þessara aðgerða hljóp á hundruðum milljarða króna.“ Sérstakar vaxtabætur drógust frá Leiðréttingunni. Báðar aðgerðirnar voru fjármagnaðar með skattlagningu á fjármálafyrirtæki en ekki almenning. Leiðréttingin nam 72,2 milljörðum og sérstakar vaxtabætur mun lægri upphæð. Það er því alls ekki rétt að samanlagður kostnaður þessara aðgerða hafi hlaupið á hundruðum milljarða og beinlínis rangt að gefa í skyn að þær hafi verið fjármagnaðar á kostnað almennings. Ábyrgð blaðamanna Ábyrgð blaðamanna er mikil og þeir sjálfir líta hlutverk sitt alvarlegum augum. Þórður Snær er alls ekki eini blaðamaðurinn sem hefur farið með rangt mál varðandi hrunið og afleiðingar þess. Það heyrir í raun til undantekninga að rétt sé farið með þessi mál sem hér eru rakin. Það olli okkur sem þetta ritum hins vegar miklum vonbrigðum að Þórður Snær skildi falla í sömu gryfju og allir hinir vegna þeirrar þekkingar sem við teljum hann búa yfir í annars ágætri grein. Það er von okkar hjá Hagsmunasamtökum heimilanna að við þurfum ekki framar að leiðrétta rangfærslur sem þessar. Hingað til hefur engin getað hrakið málflutning Hagsmunasamtakanna og/eða fulltrúa þeirra og við erum til viðtals um málefni heimilanna hvenær sem er. Það er enn margt á huldu um aðgerðir stjórnvalda eftir hrun og margir sem eiga hagsmuna að gæta. 15.000 heimili, 45.000 einstaklingar, eiga rétt á svörum. Þau eiga rétt á uppreist æru eftir að hafa verið höfð fyrir rangri sök og tekið á sig harða refsingu og misst heimili sín vegna afbrota annarra.Við krefjumst Rannsóknarskýrslu heimilanna!Höfundar:Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Vilhjálmur Bjarnason Ekki fjárfestir, varaformaður Hagsmunasamtaka heimilanna
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun