Hættir við heimsókn til Danmerkur því hann fær ekki að kaupa Grænland Jóhann K. Jóhannsson skrifar 21. ágúst 2019 00:53 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna AP/Alex Brandon Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur aflýst fundi sínum með Mette Fredriksen, forsætisráðherra Danmerkur. Ástæðan er sú að Fredriksen hefur tekið fálega í hugmyndir forsetans um að festa kaup á Grænlandi. Ítarlega hefur verið fjallað um áhuga Trump að kaupa Grænland í heimspressunni. Áætlað var að Trump myndi heimsækja Danmörku í byrjun september en miðað við tíst sem Bandaríkjaforseti birti fyrir miðnætti að íslenskum tíma má ætla að lítið verði af þeirri heimsókn.Rætt var við leiðtoga Grænlendinga í kvöldfréttum Stöðvar 2 sem átti fund með öðrum forsætisráðherrum Norðurlanda í Hörpu, og hans skilaboð til Trumps eru skýr: „Ég hef sagt það margoft: Grænland er ekki til sölu. Grænland er ekki til sölu.“ Í frétt AP fréttaveitunnar kemur fram að áætlað hafi verið að Donald Trump myndi heimsækja Danmörku og Pólland eftir tvær vikur. „Danmörk er mjög sérstakt land með mögnuðu fólki, en í ljósi ummæla Mette Frederiksen forsætisráðherra, að hún hefði engan áhuga að ræða kaup á Grænlandi, ætla ég að fresta um einhvern tíma fyrirhuguðum fundi okkar sem fara átti fram eftir tvær vikur...“ Í öðru tísti þakkar forsetinn Mette síðan fyrir tíma- og peningasparnað með því að tala hreint út um málið og segist hann hlakka til að hitta hana við annað tækifæri. Denmark is a very special country with incredible people, but based on Prime Minister Mette Frederiksen's comments, that she would have no interest in discussing the purchase of Greenland, I will be postponing our meeting scheduled in two weeks for another time....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 20, 2019 ....The Prime Minister was able to save a great deal of expense and effort for both the United States and Denmark by being so direct. I thank her for that and look forward to rescheduling sometime in the future!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 20, 2019 Bandaríkin Danmörk Donald Trump Grænland Tengdar fréttir Bæði fáránlegt og heimskulegt Grænlendingar bregðast við hugmyndum Trump Bandaríkjaforseta um að eignast eyjuna. 17. ágúst 2019 07:30 Trump heldur Grænlandi í kastljósi heimspressunnar Grænland baðar sig nú í kastljósi heimsfjölmiðlanna en Donald Trump Bandaríkjaforseti grínaðist með það í tísti að hann hygðist ekki reisa þar risastóran Trump-turn. 20. ágúst 2019 20:10 Trump sagður hafa áhuga á því að Bandaríkin kaupi Grænland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa augastað á kaupum á Grænlandi fyrir hönd bandaríska ríkisins. Þetta herma heimildarmenn Wall Street Journal. 15. ágúst 2019 22:31 Forsætisráðherra Dana segir Grænland vera Grænlendinga Donald Trump Bandaríkjaforseti líkir því við stóran fasteignasamning að kaupa Grænland af Dönum. Forsætisráðherra Danmerkur segir umræðuna vera fáránlega. 19. ágúst 2019 20:32 Danir hæðast að áhuga Trump á að kaupa Grænland Aprílgabb á röngum árstíma og merki um að Trump sé endanlega genginn af göflunum er á meðal þess sem danskir stjórnmálamenn hafa sagt um fréttir af áhuga hans á að kaupa Grænland. 16. ágúst 2019 10:42 Trump staðfestir áhuga á Grænlandskaupum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur staðfest fregnir þess efnis að hann hafi áhuga á því að Bandaríkin festi kaup á Grænlandi. Hann segir þó að möguleg kaup séu ekki í forgangi hjá ríkisstjórn hans. 19. ágúst 2019 07:42 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur aflýst fundi sínum með Mette Fredriksen, forsætisráðherra Danmerkur. Ástæðan er sú að Fredriksen hefur tekið fálega í hugmyndir forsetans um að festa kaup á Grænlandi. Ítarlega hefur verið fjallað um áhuga Trump að kaupa Grænland í heimspressunni. Áætlað var að Trump myndi heimsækja Danmörku í byrjun september en miðað við tíst sem Bandaríkjaforseti birti fyrir miðnætti að íslenskum tíma má ætla að lítið verði af þeirri heimsókn.Rætt var við leiðtoga Grænlendinga í kvöldfréttum Stöðvar 2 sem átti fund með öðrum forsætisráðherrum Norðurlanda í Hörpu, og hans skilaboð til Trumps eru skýr: „Ég hef sagt það margoft: Grænland er ekki til sölu. Grænland er ekki til sölu.“ Í frétt AP fréttaveitunnar kemur fram að áætlað hafi verið að Donald Trump myndi heimsækja Danmörku og Pólland eftir tvær vikur. „Danmörk er mjög sérstakt land með mögnuðu fólki, en í ljósi ummæla Mette Frederiksen forsætisráðherra, að hún hefði engan áhuga að ræða kaup á Grænlandi, ætla ég að fresta um einhvern tíma fyrirhuguðum fundi okkar sem fara átti fram eftir tvær vikur...“ Í öðru tísti þakkar forsetinn Mette síðan fyrir tíma- og peningasparnað með því að tala hreint út um málið og segist hann hlakka til að hitta hana við annað tækifæri. Denmark is a very special country with incredible people, but based on Prime Minister Mette Frederiksen's comments, that she would have no interest in discussing the purchase of Greenland, I will be postponing our meeting scheduled in two weeks for another time....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 20, 2019 ....The Prime Minister was able to save a great deal of expense and effort for both the United States and Denmark by being so direct. I thank her for that and look forward to rescheduling sometime in the future!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 20, 2019
Bandaríkin Danmörk Donald Trump Grænland Tengdar fréttir Bæði fáránlegt og heimskulegt Grænlendingar bregðast við hugmyndum Trump Bandaríkjaforseta um að eignast eyjuna. 17. ágúst 2019 07:30 Trump heldur Grænlandi í kastljósi heimspressunnar Grænland baðar sig nú í kastljósi heimsfjölmiðlanna en Donald Trump Bandaríkjaforseti grínaðist með það í tísti að hann hygðist ekki reisa þar risastóran Trump-turn. 20. ágúst 2019 20:10 Trump sagður hafa áhuga á því að Bandaríkin kaupi Grænland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa augastað á kaupum á Grænlandi fyrir hönd bandaríska ríkisins. Þetta herma heimildarmenn Wall Street Journal. 15. ágúst 2019 22:31 Forsætisráðherra Dana segir Grænland vera Grænlendinga Donald Trump Bandaríkjaforseti líkir því við stóran fasteignasamning að kaupa Grænland af Dönum. Forsætisráðherra Danmerkur segir umræðuna vera fáránlega. 19. ágúst 2019 20:32 Danir hæðast að áhuga Trump á að kaupa Grænland Aprílgabb á röngum árstíma og merki um að Trump sé endanlega genginn af göflunum er á meðal þess sem danskir stjórnmálamenn hafa sagt um fréttir af áhuga hans á að kaupa Grænland. 16. ágúst 2019 10:42 Trump staðfestir áhuga á Grænlandskaupum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur staðfest fregnir þess efnis að hann hafi áhuga á því að Bandaríkin festi kaup á Grænlandi. Hann segir þó að möguleg kaup séu ekki í forgangi hjá ríkisstjórn hans. 19. ágúst 2019 07:42 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Sjá meira
Bæði fáránlegt og heimskulegt Grænlendingar bregðast við hugmyndum Trump Bandaríkjaforseta um að eignast eyjuna. 17. ágúst 2019 07:30
Trump heldur Grænlandi í kastljósi heimspressunnar Grænland baðar sig nú í kastljósi heimsfjölmiðlanna en Donald Trump Bandaríkjaforseti grínaðist með það í tísti að hann hygðist ekki reisa þar risastóran Trump-turn. 20. ágúst 2019 20:10
Trump sagður hafa áhuga á því að Bandaríkin kaupi Grænland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa augastað á kaupum á Grænlandi fyrir hönd bandaríska ríkisins. Þetta herma heimildarmenn Wall Street Journal. 15. ágúst 2019 22:31
Forsætisráðherra Dana segir Grænland vera Grænlendinga Donald Trump Bandaríkjaforseti líkir því við stóran fasteignasamning að kaupa Grænland af Dönum. Forsætisráðherra Danmerkur segir umræðuna vera fáránlega. 19. ágúst 2019 20:32
Danir hæðast að áhuga Trump á að kaupa Grænland Aprílgabb á röngum árstíma og merki um að Trump sé endanlega genginn af göflunum er á meðal þess sem danskir stjórnmálamenn hafa sagt um fréttir af áhuga hans á að kaupa Grænland. 16. ágúst 2019 10:42
Trump staðfestir áhuga á Grænlandskaupum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur staðfest fregnir þess efnis að hann hafi áhuga á því að Bandaríkin festi kaup á Grænlandi. Hann segir þó að möguleg kaup séu ekki í forgangi hjá ríkisstjórn hans. 19. ágúst 2019 07:42