ESB og Ísland – þjóðaratkvæðagreiðsla um aðildarviðræður Guðjón Viðar Valdimarsson skrifar 21. ágúst 2019 07:00 Þar sem maður var staddur í sumarfríi á Ítalíu þá tók maður eftir því að matarverð er um það bil helmingi lægra en heima á Íslandi. Það sama hefur maður séð varðandi vexti af íbúðarhúsnæði en þeir eru einnig helmingi lægri þar en á Íslandi. Þá vaknar ávallt upp þessi spurning hjá mér og sennilega flest öllum öðrum Íslendingum á ferðalögum: Hvers vegna er það? Svarið er í raun einfalt, við erum ekki í ESB. Við erum í EES og þó það tryggi okkur aðgang að innri markaði ESB þá tryggir það okkur ekki fullan ávinning í formi lækkaðs matarverðs og vaxta. Værum við aðilar að ESB og með evru sem gjaldmiðil þá værum við að njóta þessa ávinnings til jafns við aðra borgara ESB. Þetta er svona einfalt. Með EES-samningnum var komið á fót sameiginlegu efnahagssvæði sem byggist á frjálsum vöruflutningum, frjálsri för launafólks, frjálsri þjónustustarfsemi og staðfesturétti, ásamt frjálsum fjármagnshreyfingum (fjórþætta frelsið). Til þess að þetta fyrirkomulag virki þá þurfa allir að spila eftir sömu reglum innan þessa sameiginlega innri markaðar ESB/EES. Af samningnum leiðir því að okkur ber að innleiða inn í íslenska löggjöf allar þær reglur sem hafa verið samþykktar á vettvangi EES-samstarfsins. Þess ber að geta að þetta á einungis við þær reglur ESB sem varða gildissvið EES-samnings. Samkvæmt upplýsingum á vef Stjórnarráðsins varðandi samning um Evrópska efnahagssvæðið þá hafa 13,4% af þeim lögum og reglum sem ESB hefur samþykkt frá árinu 1994 til ársloka 2016 verið tekin upp í EES-samninginn. Það er því ljóst að við erum ekki að „gúmmístimpla“ öll lög og reglur ESB og þannig framselja fullveldi okkar. Við erum aðilar að alþjóðlegum samningi og þess vegna þurfum við að taka upp ákveðna þætti löggjafar ESB sem falla undir gildissvið EES. Hins vegar þýðir þetta jafnframt að værum við ekki að taka upp þessar reglur þá mundum við ekki lengur vera aðili að þessum samningi og þar liggur kjarni málsins. Umræðan um þennan þriðja orkupakka er gott dæmi um þetta. Þar sem við erum aðilar að þessum samningi þá verðum við að innleiða þennan orkupakka og ef við gerum það ekki þá erum við í raun að segja upp EES-samningnum í heild sinni. Þetta er svona svipað og að vera á móti hita en ekki kvefi þ.e.a.s. einkennum sjúkdóms en ekki sjúkdómnum sjálfum. Þessi ESB-mál eru að kljúfa heilu flokkana í herðar niður og þetta byggist allt á þessari grundvallarspurningu: Viljum við vera hluti af ESB eða ekki? EES-samningurinn tryggir okkur nánast allt það sem slík aðild hefði í för með sér en þó ekki þann hluta sem hefði best gildi fyrir lífskjör almennings í landinu. Sá hluti kjósenda sem er á móti ESB/ESS hefur auðvitað rétt á sinni skoðun en þá væri hreinlegast að segja það bara beint út. Ég er hins vegar nokkuð viss um að sá hluti kjósenda vildi gjarna fá niðurstöðu í þessi mál og það er augljós leið til þess. Í fyrsta lagi þyrfti að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um að fela stjórnvöldum að halda áfram/hefja aðildarviðræður við ESB eða segja upp EES-samningnum. Það væru þessir tveir kostir sem væri kosið um og aðeins þannig fengjum við niðurstöðu í þetta mál til frambúðar. Nú hafa Norðmenn kosið tvisvar um og hafnað aðild að ESB, Bretar hafa kosið að yfirgefa ESB og í báðum tilvikum hefur vilji þjóðarinnar verið virtur af stjórnvöldum. Væri ekki ráð að við leystum úr þessum málum á sama hátt, með þjóðaratkvæðagreiðslu?Höfundur er viðskiptafræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Evrópusambandið Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Þar sem maður var staddur í sumarfríi á Ítalíu þá tók maður eftir því að matarverð er um það bil helmingi lægra en heima á Íslandi. Það sama hefur maður séð varðandi vexti af íbúðarhúsnæði en þeir eru einnig helmingi lægri þar en á Íslandi. Þá vaknar ávallt upp þessi spurning hjá mér og sennilega flest öllum öðrum Íslendingum á ferðalögum: Hvers vegna er það? Svarið er í raun einfalt, við erum ekki í ESB. Við erum í EES og þó það tryggi okkur aðgang að innri markaði ESB þá tryggir það okkur ekki fullan ávinning í formi lækkaðs matarverðs og vaxta. Værum við aðilar að ESB og með evru sem gjaldmiðil þá værum við að njóta þessa ávinnings til jafns við aðra borgara ESB. Þetta er svona einfalt. Með EES-samningnum var komið á fót sameiginlegu efnahagssvæði sem byggist á frjálsum vöruflutningum, frjálsri för launafólks, frjálsri þjónustustarfsemi og staðfesturétti, ásamt frjálsum fjármagnshreyfingum (fjórþætta frelsið). Til þess að þetta fyrirkomulag virki þá þurfa allir að spila eftir sömu reglum innan þessa sameiginlega innri markaðar ESB/EES. Af samningnum leiðir því að okkur ber að innleiða inn í íslenska löggjöf allar þær reglur sem hafa verið samþykktar á vettvangi EES-samstarfsins. Þess ber að geta að þetta á einungis við þær reglur ESB sem varða gildissvið EES-samnings. Samkvæmt upplýsingum á vef Stjórnarráðsins varðandi samning um Evrópska efnahagssvæðið þá hafa 13,4% af þeim lögum og reglum sem ESB hefur samþykkt frá árinu 1994 til ársloka 2016 verið tekin upp í EES-samninginn. Það er því ljóst að við erum ekki að „gúmmístimpla“ öll lög og reglur ESB og þannig framselja fullveldi okkar. Við erum aðilar að alþjóðlegum samningi og þess vegna þurfum við að taka upp ákveðna þætti löggjafar ESB sem falla undir gildissvið EES. Hins vegar þýðir þetta jafnframt að værum við ekki að taka upp þessar reglur þá mundum við ekki lengur vera aðili að þessum samningi og þar liggur kjarni málsins. Umræðan um þennan þriðja orkupakka er gott dæmi um þetta. Þar sem við erum aðilar að þessum samningi þá verðum við að innleiða þennan orkupakka og ef við gerum það ekki þá erum við í raun að segja upp EES-samningnum í heild sinni. Þetta er svona svipað og að vera á móti hita en ekki kvefi þ.e.a.s. einkennum sjúkdóms en ekki sjúkdómnum sjálfum. Þessi ESB-mál eru að kljúfa heilu flokkana í herðar niður og þetta byggist allt á þessari grundvallarspurningu: Viljum við vera hluti af ESB eða ekki? EES-samningurinn tryggir okkur nánast allt það sem slík aðild hefði í för með sér en þó ekki þann hluta sem hefði best gildi fyrir lífskjör almennings í landinu. Sá hluti kjósenda sem er á móti ESB/ESS hefur auðvitað rétt á sinni skoðun en þá væri hreinlegast að segja það bara beint út. Ég er hins vegar nokkuð viss um að sá hluti kjósenda vildi gjarna fá niðurstöðu í þessi mál og það er augljós leið til þess. Í fyrsta lagi þyrfti að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um að fela stjórnvöldum að halda áfram/hefja aðildarviðræður við ESB eða segja upp EES-samningnum. Það væru þessir tveir kostir sem væri kosið um og aðeins þannig fengjum við niðurstöðu í þetta mál til frambúðar. Nú hafa Norðmenn kosið tvisvar um og hafnað aðild að ESB, Bretar hafa kosið að yfirgefa ESB og í báðum tilvikum hefur vilji þjóðarinnar verið virtur af stjórnvöldum. Væri ekki ráð að við leystum úr þessum málum á sama hátt, með þjóðaratkvæðagreiðslu?Höfundur er viðskiptafræðingur
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun