Orkupakkinn á Íslandi og fréttir frá Belgíu Sigurður Páll Jónsson skrifar 21. ágúst 2019 07:00 Síðan þriðji orkupakkinn var tekinn til umræðu á Alþingi hefur mikill tími farið í að ræða þann fyrirvara sem ríkisstjórnin segist ætla að setja á innleiðinguna. Með fyrirvaranum verða reglugerðir orkupakkans innleiddar en gildistöku hluta þeirra frestað, þ.e. þeirra sem gætu farið á svig við stjórnarskrána. Þótt það megi vissulega deila um hvort slíkur fyrirvari hafi eitthvert gildi þá má jafnframt benda á að innleiðingin er ekki eins og hún á að vera og því má búast við að Eftirlitsstofnun EFTA hafi eitthvað út á það að setja. Í þessu samhengi er rétt að skoða nýlegar fréttir af þeirri málsókn sem á sér stað gegn stjórnvöldum í Belgíu. Ástæðan fyrir því að þessi málsókn er áhugaverð er sú að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins höfðar málið og hún gerir það sökum þess hvernig stjórnvöld þar í landi stóðu að innleiðingu þriðja orkupakkans. Framkvæmdastjórnin segir sem sagt að innleiðingin á tveimur af reglugerðum í orkupakkanum (2009/72/EB og 2009/73/EB) hafi ekki verið framkvæmd á réttan hátt. Þrátt fyrir þessa miklu samsvörun milli þessara tveggja atburða, ófullnægjandi innleiðingu á þriðja orkupakkanum á Íslandi sem og í Belgíu, þá virðist ríkisstjórnin harla róleg. Það má segja að það veki furðu því nú hefur hver lögspekingurinn á fætur öðrum bent á hversu hættuleg braut þetta sé. Ekki einvörðungu í ljósi þess að einhliða fyrirvari af Íslands hálfu sé gagnslaus og því sé ekki hægt að koma í veg fyrir sæstreng eftir að þriðji orkupakkinn hefur verið innleiddur, heldur leikum við okkur einnig að eldinum varðandi innleiðinguna og getum átt von á samningsbrotamáli gegn Íslandi og að öllum líkindum skaðabótamáli. Nú þætti mér fróðlegt að fá frekari upplýsingar um hvort ríkisstjórnin hafi látið leggja mat á hverjar skaðabæturnar yrðu ef svo illa vill til að sótt verði samningsbrotamál gegn landinu eftir þá hálfkáks innleiðingu sem nú er lagt upp með. Hefur það ef til vill ekki verið kannað? Það er ábyrgðarhluti að stjórna heilu landi og vissulega er mikilvægt að setja á sig bæði belti og axlabönd, sérstaklega þegar kemur að háum fjárhæðum sem Ríkissjóður Íslands gæti þurft að standa straum af. Því er ég hissa á þessu öllu saman. Ég er hissa á því að ríkisstjórnin loki eyrunum gagnvart efasemdaröddum úr samfélaginu, löglærðum og sérfróðum, í stað þess að kanna málin ofan í kjölinn og tryggja að ekki sé lagt af stað í háskaför. Við verðum auðvitað að geta treyst stjórnvöldum landsins en miðað við það sem á undan er gengið þá er ekki laust við að efasemdirnar séu byrjaðar að naga mann því erfitt getur reynst að spá fyrir um hvað sé fram undan. Það versta er að ég er ekki viss um að ríkisstjórnin viti það heldur.Höfundur er alþingismaður Miðflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sigurður Páll Jónsson Þriðji orkupakkinn Mest lesið Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Sjá meira
Síðan þriðji orkupakkinn var tekinn til umræðu á Alþingi hefur mikill tími farið í að ræða þann fyrirvara sem ríkisstjórnin segist ætla að setja á innleiðinguna. Með fyrirvaranum verða reglugerðir orkupakkans innleiddar en gildistöku hluta þeirra frestað, þ.e. þeirra sem gætu farið á svig við stjórnarskrána. Þótt það megi vissulega deila um hvort slíkur fyrirvari hafi eitthvert gildi þá má jafnframt benda á að innleiðingin er ekki eins og hún á að vera og því má búast við að Eftirlitsstofnun EFTA hafi eitthvað út á það að setja. Í þessu samhengi er rétt að skoða nýlegar fréttir af þeirri málsókn sem á sér stað gegn stjórnvöldum í Belgíu. Ástæðan fyrir því að þessi málsókn er áhugaverð er sú að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins höfðar málið og hún gerir það sökum þess hvernig stjórnvöld þar í landi stóðu að innleiðingu þriðja orkupakkans. Framkvæmdastjórnin segir sem sagt að innleiðingin á tveimur af reglugerðum í orkupakkanum (2009/72/EB og 2009/73/EB) hafi ekki verið framkvæmd á réttan hátt. Þrátt fyrir þessa miklu samsvörun milli þessara tveggja atburða, ófullnægjandi innleiðingu á þriðja orkupakkanum á Íslandi sem og í Belgíu, þá virðist ríkisstjórnin harla róleg. Það má segja að það veki furðu því nú hefur hver lögspekingurinn á fætur öðrum bent á hversu hættuleg braut þetta sé. Ekki einvörðungu í ljósi þess að einhliða fyrirvari af Íslands hálfu sé gagnslaus og því sé ekki hægt að koma í veg fyrir sæstreng eftir að þriðji orkupakkinn hefur verið innleiddur, heldur leikum við okkur einnig að eldinum varðandi innleiðinguna og getum átt von á samningsbrotamáli gegn Íslandi og að öllum líkindum skaðabótamáli. Nú þætti mér fróðlegt að fá frekari upplýsingar um hvort ríkisstjórnin hafi látið leggja mat á hverjar skaðabæturnar yrðu ef svo illa vill til að sótt verði samningsbrotamál gegn landinu eftir þá hálfkáks innleiðingu sem nú er lagt upp með. Hefur það ef til vill ekki verið kannað? Það er ábyrgðarhluti að stjórna heilu landi og vissulega er mikilvægt að setja á sig bæði belti og axlabönd, sérstaklega þegar kemur að háum fjárhæðum sem Ríkissjóður Íslands gæti þurft að standa straum af. Því er ég hissa á þessu öllu saman. Ég er hissa á því að ríkisstjórnin loki eyrunum gagnvart efasemdaröddum úr samfélaginu, löglærðum og sérfróðum, í stað þess að kanna málin ofan í kjölinn og tryggja að ekki sé lagt af stað í háskaför. Við verðum auðvitað að geta treyst stjórnvöldum landsins en miðað við það sem á undan er gengið þá er ekki laust við að efasemdirnar séu byrjaðar að naga mann því erfitt getur reynst að spá fyrir um hvað sé fram undan. Það versta er að ég er ekki viss um að ríkisstjórnin viti það heldur.Höfundur er alþingismaður Miðflokksins
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar