Neyðarástand í loftslagsmálum er staðreynd Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar 21. ágúst 2019 12:00 Bréf leiðtoga breska Verkamannaflokksins, Jeremy Corbyn, þar sem hann hvatti forsætisráðherra Íslands til að lýsa yfir neyðarástandi í loftlagsmálum, hefur vakið mikla athygli. Ekki að furða, vísindafólk hefur bent á að afleiðingar hlýnunar loftlags séu að koma fyrr fram en spáð hafði verið. Yfirstandandi sumar í Evrópu er eitt það heitasta sem mælst hefur, hitamet hafa fallið á Indlandi og víðar, í sumar höfum við séð hraðari bráðnun jökla á Grænlandi og í Himalajafjöllum en gert var ráð fyrir, skógareldar hafa geisað og flóð orðið vegna bráðnunar íss og jökla. Íbúar hafa hrakist frá heimilum sínum á Kanaríeyjum, í Pakistan og þurrkar á Sahara-svæðinu eru farnir að hafa áhrif á för flóttafólks. En af hverju að lýsa yfir neyðarástandi í loftlagsmálum? Er ekki nóg að tala nógu oft um loftlagsmálin og vinna að aðgerðum sem eiga að koma til framkvæmda á næstu áratugum ? Ekki alveg. Carla Denyer, borgarfulltrúi Græningja í Bristol í Bretlandi var fyrsti kjörni fulltrúinn til að setja fram hugmyndina um að borgir eða landsvæði gætu lýst yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. Í nóvember sl. samþykkti borgarstjórn Bristol tillögu hennar um að borgin - sem telur fleiri íbúa en Ísland - viðurkenni neyðarástandið og skuldbindi sig til þess að ráðast í róttækari aðgerðir en áður var ákveðið, t.d. að borgin verði kolefnishlutlaus árið 2030. Aðrar borgir og landsvæði á Bretlandseyjum fylgdu í humátt á eftir Bristol og nú hefur breska þingið lýst yfir neyðarástandi vegna loftslagsbreytinga sem og skoska, írska og velska þingið. Fleiri borgir, svæði og önnur lönd hafa fylgt í kjölfarið. Sum hafa verið ringluð og spurt hvort það breyti einhverju að lönd, borgir og þing lýsi yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. Auðvitað þýðir það að miklu meiri áhersla, þungi og alvarleiki verður sett á málið og að allir viðkomandi aðilar skuldbindi sig til róttækari aðgerða en fyrirhugað var. En er neyðarástand hér á Íslandi? Já. Því það hlýtur að teljast neyðarástand þegar jöklar á borð við Ok og Svínafellsjökull hverfa eða minnka á methraða, landris sem rekja má til hækkunar sjávarmáls er á leið að umbylta hafnarlægi líkt og á Höfn í Hornafirði, dýrategundir kollvarpa lífsháttum sínum og útblástur á hvern íbúa er hæstur á Íslandi af öllum Evrópulöndum. Undir þetta taka fjölmennustu umhverfissamtök landsins, Landvernd og formaður Loftslagsráðs. Yfirlýsing um neyðarástand skilar ekki árangri ein og sér – heldur hvaða aðgerða verður gripið til í kjölfarið. Fylgi róttækar ákvarðanir slíkum yfirlýsingum, er von á breytingum. Loftslagsmálin eru loksins komin á dagskrá stjórnmálanna, fyrsti áfangi aðgerðaráætlunar er kominn til framkvæmda og von er á uppfærðri aðgerðaáætlun. En til að takast á við neyðarástandið sem ríkir í loftslaginu, verður að gera enn meira. Víðtækt samráð og samvinna við önnur Norðurlönd eins og ákveðið var á fundi norrænna forsætisráðherra er mjög gott og nauðsynlegt skref. En við Íslendingar þurfum sjálf að taka stærri skref en við höfum gert. Við þurfum sannarlega að efla metnaðinn í loftlagsmálum eins og Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, sagði eftir undirritun norrænu viljayfirlýsingarinnar. Við Íslendingar þurfum að taka föstum tökum á útblæstri frá stóriðju og flugi, setja almenningssamgöngur í mestan forgang í samgöngumálum og setja meira fjármagn hraðar í Borgarlínu, þora að leggja á græna skatta, mæla allar framkvæmdir og áætlanir hins opinbera út frá útblæstri og loftlagsmálunum, úthýsa þeim og því sem mengar, sleppa því að virkja á viðkvæmum náttúrusvæðum eða eyðileggja land fyrir stóriðju. Við megum nefnilega engan tíma missa.Höfundur er þingmaður Vinstri grænna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Rósa Björk Brynjólfsdóttir Mest lesið Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Bréf leiðtoga breska Verkamannaflokksins, Jeremy Corbyn, þar sem hann hvatti forsætisráðherra Íslands til að lýsa yfir neyðarástandi í loftlagsmálum, hefur vakið mikla athygli. Ekki að furða, vísindafólk hefur bent á að afleiðingar hlýnunar loftlags séu að koma fyrr fram en spáð hafði verið. Yfirstandandi sumar í Evrópu er eitt það heitasta sem mælst hefur, hitamet hafa fallið á Indlandi og víðar, í sumar höfum við séð hraðari bráðnun jökla á Grænlandi og í Himalajafjöllum en gert var ráð fyrir, skógareldar hafa geisað og flóð orðið vegna bráðnunar íss og jökla. Íbúar hafa hrakist frá heimilum sínum á Kanaríeyjum, í Pakistan og þurrkar á Sahara-svæðinu eru farnir að hafa áhrif á för flóttafólks. En af hverju að lýsa yfir neyðarástandi í loftlagsmálum? Er ekki nóg að tala nógu oft um loftlagsmálin og vinna að aðgerðum sem eiga að koma til framkvæmda á næstu áratugum ? Ekki alveg. Carla Denyer, borgarfulltrúi Græningja í Bristol í Bretlandi var fyrsti kjörni fulltrúinn til að setja fram hugmyndina um að borgir eða landsvæði gætu lýst yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. Í nóvember sl. samþykkti borgarstjórn Bristol tillögu hennar um að borgin - sem telur fleiri íbúa en Ísland - viðurkenni neyðarástandið og skuldbindi sig til þess að ráðast í róttækari aðgerðir en áður var ákveðið, t.d. að borgin verði kolefnishlutlaus árið 2030. Aðrar borgir og landsvæði á Bretlandseyjum fylgdu í humátt á eftir Bristol og nú hefur breska þingið lýst yfir neyðarástandi vegna loftslagsbreytinga sem og skoska, írska og velska þingið. Fleiri borgir, svæði og önnur lönd hafa fylgt í kjölfarið. Sum hafa verið ringluð og spurt hvort það breyti einhverju að lönd, borgir og þing lýsi yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. Auðvitað þýðir það að miklu meiri áhersla, þungi og alvarleiki verður sett á málið og að allir viðkomandi aðilar skuldbindi sig til róttækari aðgerða en fyrirhugað var. En er neyðarástand hér á Íslandi? Já. Því það hlýtur að teljast neyðarástand þegar jöklar á borð við Ok og Svínafellsjökull hverfa eða minnka á methraða, landris sem rekja má til hækkunar sjávarmáls er á leið að umbylta hafnarlægi líkt og á Höfn í Hornafirði, dýrategundir kollvarpa lífsháttum sínum og útblástur á hvern íbúa er hæstur á Íslandi af öllum Evrópulöndum. Undir þetta taka fjölmennustu umhverfissamtök landsins, Landvernd og formaður Loftslagsráðs. Yfirlýsing um neyðarástand skilar ekki árangri ein og sér – heldur hvaða aðgerða verður gripið til í kjölfarið. Fylgi róttækar ákvarðanir slíkum yfirlýsingum, er von á breytingum. Loftslagsmálin eru loksins komin á dagskrá stjórnmálanna, fyrsti áfangi aðgerðaráætlunar er kominn til framkvæmda og von er á uppfærðri aðgerðaáætlun. En til að takast á við neyðarástandið sem ríkir í loftslaginu, verður að gera enn meira. Víðtækt samráð og samvinna við önnur Norðurlönd eins og ákveðið var á fundi norrænna forsætisráðherra er mjög gott og nauðsynlegt skref. En við Íslendingar þurfum sjálf að taka stærri skref en við höfum gert. Við þurfum sannarlega að efla metnaðinn í loftlagsmálum eins og Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, sagði eftir undirritun norrænu viljayfirlýsingarinnar. Við Íslendingar þurfum að taka föstum tökum á útblæstri frá stóriðju og flugi, setja almenningssamgöngur í mestan forgang í samgöngumálum og setja meira fjármagn hraðar í Borgarlínu, þora að leggja á græna skatta, mæla allar framkvæmdir og áætlanir hins opinbera út frá útblæstri og loftlagsmálunum, úthýsa þeim og því sem mengar, sleppa því að virkja á viðkvæmum náttúrusvæðum eða eyðileggja land fyrir stóriðju. Við megum nefnilega engan tíma missa.Höfundur er þingmaður Vinstri grænna
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun