Sveitarstjórnarmenn frekir á fóðrum Jakob Bjarnar skrifar 21. ágúst 2019 13:07 Borgarstjórinn í London er kettlingur í samanburði við íslenska sveitarstjórnarmenn þegar launin eru annars vegar. Launahæsti bæjarstjóri Íslands er, samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í gær, Gunnar Einarsson í Garðabæ. Gunnar er með 2,65 milljónir á mánuði. Þetta hljóta að teljast ágæt laun í öllum samanburði. Sem dæmi af handahófi: Borgarstjórinn í London, Sadiq Khan, er með 1,8 milljón króna í mánaðarlaun. Í Garðabæ búa tæplega 16 þúsund manns. Í London búa tæplega 9 milljónir manna. Hugsanlega er í fleiri horn að líta í Garðabæ, kannski þurfa Garðbæingar meira á bæjarstjóra sínum að halda en Lundúnabúar á sínum borgarstjóra og því tilbúnir að greiða honum hærri laun?Sadiq Khan á ekkert í Elliða Samanburðurinn verður enn meira sláandi ef laun kollega Gunnars í Ölfusi eru notuð til viðmiðunar. Elliði Vignisson bæjarstjóri þar er með tæplega 2,3 milljónir í mánaðartekjur. Í sveitarfélaginu Ölfusi búa rétt rúmlega 2.100 manns.Sadiq Khan, borgarstjóri London. Ekki væri úr vegi fyrir hann, í næsta launaviðtali, að benda á íslenska sveitarstjórnarmenn til samanburðar.Vísir/EPASem áður sagði eru þessi dæmi tekin af handahófi. Eiginlega er sama hvar borið er niður, samanburðurinn mun leiða eitt og aðeins eitt í ljós: Almennt má segja að sveitarstjórnarmenn á Íslandi séu afar vel haldnir. Hér fyrir neðan fer listi yfir þá launahæstu sem starfa sem bæjarstjórar, sveitarstjórar og svo borgarstjóri. Vert er að setja þann fyrirvara að um útsvarsskyldar tekjur á árinu 2018 eru til viðmiðunar og þau þurfa ekki að endurspegla föst laun.Tekjuhæstu sveitarstjórnarmenn Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ: 2,65 milljónir Gunnar Birgisson, bæjarstjóri í Fjallabyggð: 2,34 milljónir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi: 2,26 milljónir Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri í Bláskógabyggð: 2,22 milljónir Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi: 2,16 milljónir Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi: 2,13 milljónir Sturla Böðvarsson, fv. bæjarstjóri í Stykkishólmi: 2,06 milljónir Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ: 2,05 milljónir Ásgerður Haraldsdóttir, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi: 2,03 milljónir Karl Óttar Pétursson, bæjarstjóri í Fjarðabyggð: 1,95 milljón krónur Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg: 1,95 milljón krónur Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri: 1,92 milljón krónur Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði: 1,87 milljón krónur Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri í Ásahreppi: 1,84 milljón krónur Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ: 1,8 milljón krónur Að deila kjörum með umbjóðendum sínum Þá og þar með erum við loks farin að nálgast laun borgarstjórans í London en þá er komið vel niður lista yfir þá sem tekjuhæstu á sveitarstjórnarstigi. Eins og sjá má er Dagur, sá eini sem ber titil borgarstjóra á Íslandi, ívið hærri í launum en Sadiq Khan, kollegi hans í London.Gunnar Einarsson bæjarstjóri í Garðabæ er trónir á toppi launalista bæjarstjóra landsins og hlær að Sadiq Khan, kollega sínum í London.Hvað skýrir þessi háu laun? Þar kemur ýmislegt til. Nefndar hafa verið skýringar á borð við að það sé svo dýrt að búa á Íslandi, en á móti kemur að sveitarstjórnarmenn deila margir hverjir ekki kjörum með helft umbjóðenda sinna; þeim sem borga launin með útsvari sínu og sköttum. Vitaskuld eru það ekki einu tekjustofnar sveitarfélaga og hins opinbera en þau fyrirbæri eru þá í eigu almennings.Umdeild ákvörðun kjararáðs skiptir máli Opinberir starfsmenn hafa viljað miða sín laun við það sem gerist og gengur á almennum vinnumarkaði. Það er rökstutt sem svo að hið opinbera verði að vera samkeppnishæft um vinnuafl. Þróunin er sú, þó það eigi ekki við með beinum hætti um stjórnmálamenn (sem þó taka mið af kjörum embættismanna), að opinberir starfsmenn búa almennt við meira starfsöryggi. Laun þeirra í efstu lögum miða við það þegar best gengur á almennum vinnumarkaði. Þeir þurfa hins vegar ekki að taka höggið þegar verr gengur eins og almennir launamenn til að mynda með því að horfast í augu við hugsanlega uppsögn.Ólafur Þ. Stephensen bendir á hið augljósa sem er að þessar hækkanir muni á endanum sliga atvinnulífið og launaþræla þessa lands.Við bætist svo umdeild ákvörðun sem lá fyrir á kjördegi síðustu alþingiskosninga. Hún hafði bein áhrif í átt til hækkunar og þessarar þróunar, þó einhver sveitarfélög hafi afþakkað þann beiska kaleik, eins og það var orðað. En þá hækkaði kjararáð þingfararkaup alþingismanna í einu skrefi um tæp 45 prósent. Sveitarfélög hafa miðað laun og þóknanir kjörinna fulltrúa við þingfararkaup og reiknað sem tiltekið hlutfall af þeim.Þróunin eindregin og í eina átt Sú hækkun reyndist viðsemjendum í síðustu kjaraviðræðum erfið viðureignar; hún hlaut að skrúfa væntingarvísitöluna upp. Ólafur Þ. Stephensen er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Hann segist ekki hafa skoðað laun sveitarstjórnarmanna sérstaklega í vikunni. En, Ólafur segir hins vegar að þau hjá félaginu hafi ekki komist hjá því að taka eftir launahækkunum ríkisforstjóra ýmissa sem hafi verið út úr korti við almenna launaþróun. „Ef þetta á að vera svona, jú, að laun í opinbera geiranum hækki umfram einkageirann, enda hlýtur einkageirinn á endanum að standa undir launum opinberra starfsmanna,“ segir Ólafur spurður um þessa þróun sem hefur verið eindregin; launahækkanir í opinbera geiranum. SALEK dó vegna óánægju opinberra starfsmanna Ólafur segir jafnframt að tilhneigingin hafi verið sú að opinberir starfsmenn vilji miða sín kjör við það þegar best gengur á vinnumarkaði en eðli máls samkvæmt, vegna samninga sem þýði í raun talsvert meira atvinnuöryggi, en þurfi svo ekki að herða sultarólina þegar verr gengur. Það þýðir þróun sem er í eina átt.Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði í fyrra, þá um laun bæjarstjórans í Kópavogi, að um algert óhóf væri að ræða.Vísir/Vilhelm„Ástæðurnar fyrir því að SALEK-samkomulagið um að koma á nýju og skynsamlegra vinnumarkaðsmódeli dó á sínum tíma voru annars vegar að sum samtök opinberra starfsmanna gátu ekki sætt sig við að þurfa að fylgja almenna markaðnum og vildu sína „leiðréttingu“ og hins vegar að kjararáð hækkaði embættismenn alltof mikið á einu bretti,“ segir Ólafur.Katrín segir þetta vera óhóf Hvort þetta hefur svo einhver áhrif til eða frá í tengslum við hugmyndir um víðtæka sameiningu sveitarstjórna er of snemmt um að segja. Þessi launaþróun hefur verið gagnrýnd áður og hefur komið reglulega upp í umræðunni. Þannig hefur Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra talað um óhóf: „Þetta er líka ábyrgðarhluti hjá stjórnendum hjá hinu opinbera af því að ábyrgðin á stöðugleikanum verður ekki lögð á herðar lægst launaða fólksins,“ sagði Katrín í samtali við Heimi Má Pétursson í Víglínunni. Þar benti hún á að Ármann Kr. Ólafsson í Kópavogi væri með hærri laun en hún. Ármann var reyndar einnig með hærri laun en borgarstjórinn í New York. Ármann lækkaði laun sín um 15 prósent í kjölfar þeirrar gagnrýni. Í Víglínunni kom fram að fjármálaráðherra hefði óskað eftir upplýsingum um þessar launahækkanir sveitarstjórnarmanna til að bera saman við almenna launaþróun. Þetta var í fyrra. Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Segir launahækkanir til bæjarstjóra Kópavogs óhóf "Hann er með hærri laun en ég,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um launahækkun Ármanns Kr. Ólafssonar, bæjarstjóra Kópavogsbæjar. 19. maí 2018 17:15 Ritstjóri Tekjublaðsins segir um viðkvæmar upplýsingar að ræða Trausti deilir ekki einarðri andstöðu Björgvins fyrrum kollega síns gegn birtingu upplýsinganna. 20. ágúst 2019 13:08 Tekjur Íslendinga: Ólafur Ragnar tekjuhæsti stjórnmálamaðurinn Fyrrverandi forstjóri Festa er með hæstu tekjur á Íslandi samkvæmt nýju tekjublaði Frjálsrar verslunar, með ríflega tuttugu og átta milljónir króna á mánuði eða þrettánföld laun forsætisráðherra. 20. ágúst 2019 17:16 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Fleiri fréttir Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Sjá meira
Launahæsti bæjarstjóri Íslands er, samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í gær, Gunnar Einarsson í Garðabæ. Gunnar er með 2,65 milljónir á mánuði. Þetta hljóta að teljast ágæt laun í öllum samanburði. Sem dæmi af handahófi: Borgarstjórinn í London, Sadiq Khan, er með 1,8 milljón króna í mánaðarlaun. Í Garðabæ búa tæplega 16 þúsund manns. Í London búa tæplega 9 milljónir manna. Hugsanlega er í fleiri horn að líta í Garðabæ, kannski þurfa Garðbæingar meira á bæjarstjóra sínum að halda en Lundúnabúar á sínum borgarstjóra og því tilbúnir að greiða honum hærri laun?Sadiq Khan á ekkert í Elliða Samanburðurinn verður enn meira sláandi ef laun kollega Gunnars í Ölfusi eru notuð til viðmiðunar. Elliði Vignisson bæjarstjóri þar er með tæplega 2,3 milljónir í mánaðartekjur. Í sveitarfélaginu Ölfusi búa rétt rúmlega 2.100 manns.Sadiq Khan, borgarstjóri London. Ekki væri úr vegi fyrir hann, í næsta launaviðtali, að benda á íslenska sveitarstjórnarmenn til samanburðar.Vísir/EPASem áður sagði eru þessi dæmi tekin af handahófi. Eiginlega er sama hvar borið er niður, samanburðurinn mun leiða eitt og aðeins eitt í ljós: Almennt má segja að sveitarstjórnarmenn á Íslandi séu afar vel haldnir. Hér fyrir neðan fer listi yfir þá launahæstu sem starfa sem bæjarstjórar, sveitarstjórar og svo borgarstjóri. Vert er að setja þann fyrirvara að um útsvarsskyldar tekjur á árinu 2018 eru til viðmiðunar og þau þurfa ekki að endurspegla föst laun.Tekjuhæstu sveitarstjórnarmenn Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ: 2,65 milljónir Gunnar Birgisson, bæjarstjóri í Fjallabyggð: 2,34 milljónir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi: 2,26 milljónir Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri í Bláskógabyggð: 2,22 milljónir Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi: 2,16 milljónir Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi: 2,13 milljónir Sturla Böðvarsson, fv. bæjarstjóri í Stykkishólmi: 2,06 milljónir Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ: 2,05 milljónir Ásgerður Haraldsdóttir, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi: 2,03 milljónir Karl Óttar Pétursson, bæjarstjóri í Fjarðabyggð: 1,95 milljón krónur Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg: 1,95 milljón krónur Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri: 1,92 milljón krónur Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði: 1,87 milljón krónur Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri í Ásahreppi: 1,84 milljón krónur Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ: 1,8 milljón krónur Að deila kjörum með umbjóðendum sínum Þá og þar með erum við loks farin að nálgast laun borgarstjórans í London en þá er komið vel niður lista yfir þá sem tekjuhæstu á sveitarstjórnarstigi. Eins og sjá má er Dagur, sá eini sem ber titil borgarstjóra á Íslandi, ívið hærri í launum en Sadiq Khan, kollegi hans í London.Gunnar Einarsson bæjarstjóri í Garðabæ er trónir á toppi launalista bæjarstjóra landsins og hlær að Sadiq Khan, kollega sínum í London.Hvað skýrir þessi háu laun? Þar kemur ýmislegt til. Nefndar hafa verið skýringar á borð við að það sé svo dýrt að búa á Íslandi, en á móti kemur að sveitarstjórnarmenn deila margir hverjir ekki kjörum með helft umbjóðenda sinna; þeim sem borga launin með útsvari sínu og sköttum. Vitaskuld eru það ekki einu tekjustofnar sveitarfélaga og hins opinbera en þau fyrirbæri eru þá í eigu almennings.Umdeild ákvörðun kjararáðs skiptir máli Opinberir starfsmenn hafa viljað miða sín laun við það sem gerist og gengur á almennum vinnumarkaði. Það er rökstutt sem svo að hið opinbera verði að vera samkeppnishæft um vinnuafl. Þróunin er sú, þó það eigi ekki við með beinum hætti um stjórnmálamenn (sem þó taka mið af kjörum embættismanna), að opinberir starfsmenn búa almennt við meira starfsöryggi. Laun þeirra í efstu lögum miða við það þegar best gengur á almennum vinnumarkaði. Þeir þurfa hins vegar ekki að taka höggið þegar verr gengur eins og almennir launamenn til að mynda með því að horfast í augu við hugsanlega uppsögn.Ólafur Þ. Stephensen bendir á hið augljósa sem er að þessar hækkanir muni á endanum sliga atvinnulífið og launaþræla þessa lands.Við bætist svo umdeild ákvörðun sem lá fyrir á kjördegi síðustu alþingiskosninga. Hún hafði bein áhrif í átt til hækkunar og þessarar þróunar, þó einhver sveitarfélög hafi afþakkað þann beiska kaleik, eins og það var orðað. En þá hækkaði kjararáð þingfararkaup alþingismanna í einu skrefi um tæp 45 prósent. Sveitarfélög hafa miðað laun og þóknanir kjörinna fulltrúa við þingfararkaup og reiknað sem tiltekið hlutfall af þeim.Þróunin eindregin og í eina átt Sú hækkun reyndist viðsemjendum í síðustu kjaraviðræðum erfið viðureignar; hún hlaut að skrúfa væntingarvísitöluna upp. Ólafur Þ. Stephensen er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Hann segist ekki hafa skoðað laun sveitarstjórnarmanna sérstaklega í vikunni. En, Ólafur segir hins vegar að þau hjá félaginu hafi ekki komist hjá því að taka eftir launahækkunum ríkisforstjóra ýmissa sem hafi verið út úr korti við almenna launaþróun. „Ef þetta á að vera svona, jú, að laun í opinbera geiranum hækki umfram einkageirann, enda hlýtur einkageirinn á endanum að standa undir launum opinberra starfsmanna,“ segir Ólafur spurður um þessa þróun sem hefur verið eindregin; launahækkanir í opinbera geiranum. SALEK dó vegna óánægju opinberra starfsmanna Ólafur segir jafnframt að tilhneigingin hafi verið sú að opinberir starfsmenn vilji miða sín kjör við það þegar best gengur á vinnumarkaði en eðli máls samkvæmt, vegna samninga sem þýði í raun talsvert meira atvinnuöryggi, en þurfi svo ekki að herða sultarólina þegar verr gengur. Það þýðir þróun sem er í eina átt.Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði í fyrra, þá um laun bæjarstjórans í Kópavogi, að um algert óhóf væri að ræða.Vísir/Vilhelm„Ástæðurnar fyrir því að SALEK-samkomulagið um að koma á nýju og skynsamlegra vinnumarkaðsmódeli dó á sínum tíma voru annars vegar að sum samtök opinberra starfsmanna gátu ekki sætt sig við að þurfa að fylgja almenna markaðnum og vildu sína „leiðréttingu“ og hins vegar að kjararáð hækkaði embættismenn alltof mikið á einu bretti,“ segir Ólafur.Katrín segir þetta vera óhóf Hvort þetta hefur svo einhver áhrif til eða frá í tengslum við hugmyndir um víðtæka sameiningu sveitarstjórna er of snemmt um að segja. Þessi launaþróun hefur verið gagnrýnd áður og hefur komið reglulega upp í umræðunni. Þannig hefur Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra talað um óhóf: „Þetta er líka ábyrgðarhluti hjá stjórnendum hjá hinu opinbera af því að ábyrgðin á stöðugleikanum verður ekki lögð á herðar lægst launaða fólksins,“ sagði Katrín í samtali við Heimi Má Pétursson í Víglínunni. Þar benti hún á að Ármann Kr. Ólafsson í Kópavogi væri með hærri laun en hún. Ármann var reyndar einnig með hærri laun en borgarstjórinn í New York. Ármann lækkaði laun sín um 15 prósent í kjölfar þeirrar gagnrýni. Í Víglínunni kom fram að fjármálaráðherra hefði óskað eftir upplýsingum um þessar launahækkanir sveitarstjórnarmanna til að bera saman við almenna launaþróun. Þetta var í fyrra.
Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Segir launahækkanir til bæjarstjóra Kópavogs óhóf "Hann er með hærri laun en ég,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um launahækkun Ármanns Kr. Ólafssonar, bæjarstjóra Kópavogsbæjar. 19. maí 2018 17:15 Ritstjóri Tekjublaðsins segir um viðkvæmar upplýsingar að ræða Trausti deilir ekki einarðri andstöðu Björgvins fyrrum kollega síns gegn birtingu upplýsinganna. 20. ágúst 2019 13:08 Tekjur Íslendinga: Ólafur Ragnar tekjuhæsti stjórnmálamaðurinn Fyrrverandi forstjóri Festa er með hæstu tekjur á Íslandi samkvæmt nýju tekjublaði Frjálsrar verslunar, með ríflega tuttugu og átta milljónir króna á mánuði eða þrettánföld laun forsætisráðherra. 20. ágúst 2019 17:16 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Fleiri fréttir Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Sjá meira
Segir launahækkanir til bæjarstjóra Kópavogs óhóf "Hann er með hærri laun en ég,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um launahækkun Ármanns Kr. Ólafssonar, bæjarstjóra Kópavogsbæjar. 19. maí 2018 17:15
Ritstjóri Tekjublaðsins segir um viðkvæmar upplýsingar að ræða Trausti deilir ekki einarðri andstöðu Björgvins fyrrum kollega síns gegn birtingu upplýsinganna. 20. ágúst 2019 13:08
Tekjur Íslendinga: Ólafur Ragnar tekjuhæsti stjórnmálamaðurinn Fyrrverandi forstjóri Festa er með hæstu tekjur á Íslandi samkvæmt nýju tekjublaði Frjálsrar verslunar, með ríflega tuttugu og átta milljónir króna á mánuði eða þrettánföld laun forsætisráðherra. 20. ágúst 2019 17:16
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent