Sveitarfélögin hafna hvert á fætur öðru "kaleiknum úr kjararáði“ Garðar Örn Úlfarsson skrifar 9. nóvember 2016 07:15 Bæjarstjórn Kópavogs ákvað með öllum ellefu atkvæðum að miða ekki við hækkun kjararáðs á þingfararkaupi. mynd/kópavogsbær Fjölmörg sveitarfélög sem greiða sveitarstjórnarfulltrúum hlutfall af þingfararkaupi í laun munu ekki virkja 44 prósent hækkun sem kjararáð ákvað.Þröstur Friðfinsson.„Menn hafa verið að tengja laun sveitarstjórna og nefnda við þingfararkaup til að færa þann kaleik frá sveitarstjórnum að ákvarða sjálfar laun sín á hverjum tíma. Ljóst er að þessi ákvörðun hendir þeim kaleik beint í fangið á mönnum aftur,“ segir Þröstur Friðfinnsson, sveitarstjóri Grýtubakkahrepps. „Laun nefndarmanna hafa ekki verið hækkuð samkvæmt nýlegum úrskurði kjararáðs og stendur ekki til,“ segir Halla Margrét Tryggvadóttir, starfsmannastjóri Akureyrarbæjar. Fréttablaðið sendi í gær öllum stærstu sveitarfélögunum og mörgum öðrum fyrirspurn vegna hinnar umdeildu ákvörðunar kjararáðs. Mörg sveitarfélög, sem tengja laun sveitarstjórnarfulltrúa við þingfararkaupið – í mismunandi hlutföllum – hafa þegar sent svör. Málið er á dagskrá víða um land. „Í ljósi nýlegrar ákvörðunar kjararáðs um kjör þingmanna og fleira beinir bæjarstjórn Kópavogs því til Alþingis að endurskoða lög um kjararáð. Það er eðlileg krafa að þessi ákvörðun verði endurskoðuð með tilliti til aðstæðna á vinnumarkaði,“ var bókað samhljóða í bæjarstjórn Kópavogs í gær. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur lýst því yfir að laun borgarstjórnar og borgarstjóra hækki ekki og skoraði á Alþingi að grípa inn í. „Hann hefur látið stöðva greiðslur sem annars hefðu hafist á grundvelli úrskurðarins og beðið um að undirbúin verði breyting á viðeigandi samþykktum í tíma fyrir næstu reglulegu útborgun launa,“ segir Bjarni Brynjólfsson, upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar.Gunnlaugur Sverrisson.„Fjarðabyggð mun bregðast við ef Alþingi bregst ekki við á næstu dögum, enda hækkunin ekki í neinum takti við það kjaraumhverfi sem verið er að skapa í landinu,“ segir Gunnlaugur Sverrisson, forstöðumaður stjórnsýslu í Fjarðabyggð. Í Árborg er þegar ákveðið að hækkun þingfararkaupsins leiði ekki til hækkunar á þóknunum kjörinna fulltrúa eða launum bæjarstjóra. Á síðasta fundi sveitarstjórnar Hrunamannahrepps var málinu frestað. Breyti Alþingi ekki ákvörðuninni verður brugðist við með því að lækka viðmiðunarprósentuna eða með öðrum aðgerðum, segir Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri. Málið verður tekið fyrir í bæjarstjórn Hafnarfjarðar í dag. Það verður líka á dagskrá á morgun í Mosfellsbæ. Í Rangárþingi eystra á að samþykkja óbreyttar þóknanir og laun þar til Alþingi hefur fjallað um málið. „Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar hefur rætt um þessa hækkun utan dagskrár og hyggst bregðast við með einhverjum hætti ef Alþingi gerir það ekki,“ segir Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri Þingeyjarsveitar. Í Strandabyggð verður hækkunin þó látin standa. Þar fá óbreyttir sveitarstjórnarfulltrúar sex prósent af þingfararkaupi og þrjú prósent að auki fyrir hvern fund. Meðal sveitarfélaga sem miða við þingfararkaup en hafa enn ekki tekið afstöðu til ákvörðunar kjararáðs eru Akranes, Garður, Bolungarvík og Blönduós. „Ekki hefur verið rætt hvort brugðist verður við nýlegri ákvörðun kjararáðs með einhverjum hætti,“ segir Eiríkur Ólafsson, fjármálastjóri Borgarbyggðar. „Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort eða hvernig eigi að bregðast við ákvörðun kjararáðs,“ segir Ingveldur Anna Sigurgeirsdóttir, staðgengill skrifstofustjóra Mýrdalshrepps. „Bæjarstjórn hefur ekki rætt málið enn og því hefur ekki verið tekin nein ákvörðun um viðbrögð við hækkuninni,“ segir Guðfinna B. Kristjánsdóttir, upplýsingafulltrúi Garðabæjar.Fréttin birst fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Fleiri fréttir Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Sjá meira
Fjölmörg sveitarfélög sem greiða sveitarstjórnarfulltrúum hlutfall af þingfararkaupi í laun munu ekki virkja 44 prósent hækkun sem kjararáð ákvað.Þröstur Friðfinsson.„Menn hafa verið að tengja laun sveitarstjórna og nefnda við þingfararkaup til að færa þann kaleik frá sveitarstjórnum að ákvarða sjálfar laun sín á hverjum tíma. Ljóst er að þessi ákvörðun hendir þeim kaleik beint í fangið á mönnum aftur,“ segir Þröstur Friðfinnsson, sveitarstjóri Grýtubakkahrepps. „Laun nefndarmanna hafa ekki verið hækkuð samkvæmt nýlegum úrskurði kjararáðs og stendur ekki til,“ segir Halla Margrét Tryggvadóttir, starfsmannastjóri Akureyrarbæjar. Fréttablaðið sendi í gær öllum stærstu sveitarfélögunum og mörgum öðrum fyrirspurn vegna hinnar umdeildu ákvörðunar kjararáðs. Mörg sveitarfélög, sem tengja laun sveitarstjórnarfulltrúa við þingfararkaupið – í mismunandi hlutföllum – hafa þegar sent svör. Málið er á dagskrá víða um land. „Í ljósi nýlegrar ákvörðunar kjararáðs um kjör þingmanna og fleira beinir bæjarstjórn Kópavogs því til Alþingis að endurskoða lög um kjararáð. Það er eðlileg krafa að þessi ákvörðun verði endurskoðuð með tilliti til aðstæðna á vinnumarkaði,“ var bókað samhljóða í bæjarstjórn Kópavogs í gær. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur lýst því yfir að laun borgarstjórnar og borgarstjóra hækki ekki og skoraði á Alþingi að grípa inn í. „Hann hefur látið stöðva greiðslur sem annars hefðu hafist á grundvelli úrskurðarins og beðið um að undirbúin verði breyting á viðeigandi samþykktum í tíma fyrir næstu reglulegu útborgun launa,“ segir Bjarni Brynjólfsson, upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar.Gunnlaugur Sverrisson.„Fjarðabyggð mun bregðast við ef Alþingi bregst ekki við á næstu dögum, enda hækkunin ekki í neinum takti við það kjaraumhverfi sem verið er að skapa í landinu,“ segir Gunnlaugur Sverrisson, forstöðumaður stjórnsýslu í Fjarðabyggð. Í Árborg er þegar ákveðið að hækkun þingfararkaupsins leiði ekki til hækkunar á þóknunum kjörinna fulltrúa eða launum bæjarstjóra. Á síðasta fundi sveitarstjórnar Hrunamannahrepps var málinu frestað. Breyti Alþingi ekki ákvörðuninni verður brugðist við með því að lækka viðmiðunarprósentuna eða með öðrum aðgerðum, segir Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri. Málið verður tekið fyrir í bæjarstjórn Hafnarfjarðar í dag. Það verður líka á dagskrá á morgun í Mosfellsbæ. Í Rangárþingi eystra á að samþykkja óbreyttar þóknanir og laun þar til Alþingi hefur fjallað um málið. „Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar hefur rætt um þessa hækkun utan dagskrár og hyggst bregðast við með einhverjum hætti ef Alþingi gerir það ekki,“ segir Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri Þingeyjarsveitar. Í Strandabyggð verður hækkunin þó látin standa. Þar fá óbreyttir sveitarstjórnarfulltrúar sex prósent af þingfararkaupi og þrjú prósent að auki fyrir hvern fund. Meðal sveitarfélaga sem miða við þingfararkaup en hafa enn ekki tekið afstöðu til ákvörðunar kjararáðs eru Akranes, Garður, Bolungarvík og Blönduós. „Ekki hefur verið rætt hvort brugðist verður við nýlegri ákvörðun kjararáðs með einhverjum hætti,“ segir Eiríkur Ólafsson, fjármálastjóri Borgarbyggðar. „Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort eða hvernig eigi að bregðast við ákvörðun kjararáðs,“ segir Ingveldur Anna Sigurgeirsdóttir, staðgengill skrifstofustjóra Mýrdalshrepps. „Bæjarstjórn hefur ekki rætt málið enn og því hefur ekki verið tekin nein ákvörðun um viðbrögð við hækkuninni,“ segir Guðfinna B. Kristjánsdóttir, upplýsingafulltrúi Garðabæjar.Fréttin birst fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Fleiri fréttir Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent