Sveitarfélögin hafna hvert á fætur öðru "kaleiknum úr kjararáði“ Garðar Örn Úlfarsson skrifar 9. nóvember 2016 07:15 Bæjarstjórn Kópavogs ákvað með öllum ellefu atkvæðum að miða ekki við hækkun kjararáðs á þingfararkaupi. mynd/kópavogsbær Fjölmörg sveitarfélög sem greiða sveitarstjórnarfulltrúum hlutfall af þingfararkaupi í laun munu ekki virkja 44 prósent hækkun sem kjararáð ákvað.Þröstur Friðfinsson.„Menn hafa verið að tengja laun sveitarstjórna og nefnda við þingfararkaup til að færa þann kaleik frá sveitarstjórnum að ákvarða sjálfar laun sín á hverjum tíma. Ljóst er að þessi ákvörðun hendir þeim kaleik beint í fangið á mönnum aftur,“ segir Þröstur Friðfinnsson, sveitarstjóri Grýtubakkahrepps. „Laun nefndarmanna hafa ekki verið hækkuð samkvæmt nýlegum úrskurði kjararáðs og stendur ekki til,“ segir Halla Margrét Tryggvadóttir, starfsmannastjóri Akureyrarbæjar. Fréttablaðið sendi í gær öllum stærstu sveitarfélögunum og mörgum öðrum fyrirspurn vegna hinnar umdeildu ákvörðunar kjararáðs. Mörg sveitarfélög, sem tengja laun sveitarstjórnarfulltrúa við þingfararkaupið – í mismunandi hlutföllum – hafa þegar sent svör. Málið er á dagskrá víða um land. „Í ljósi nýlegrar ákvörðunar kjararáðs um kjör þingmanna og fleira beinir bæjarstjórn Kópavogs því til Alþingis að endurskoða lög um kjararáð. Það er eðlileg krafa að þessi ákvörðun verði endurskoðuð með tilliti til aðstæðna á vinnumarkaði,“ var bókað samhljóða í bæjarstjórn Kópavogs í gær. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur lýst því yfir að laun borgarstjórnar og borgarstjóra hækki ekki og skoraði á Alþingi að grípa inn í. „Hann hefur látið stöðva greiðslur sem annars hefðu hafist á grundvelli úrskurðarins og beðið um að undirbúin verði breyting á viðeigandi samþykktum í tíma fyrir næstu reglulegu útborgun launa,“ segir Bjarni Brynjólfsson, upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar.Gunnlaugur Sverrisson.„Fjarðabyggð mun bregðast við ef Alþingi bregst ekki við á næstu dögum, enda hækkunin ekki í neinum takti við það kjaraumhverfi sem verið er að skapa í landinu,“ segir Gunnlaugur Sverrisson, forstöðumaður stjórnsýslu í Fjarðabyggð. Í Árborg er þegar ákveðið að hækkun þingfararkaupsins leiði ekki til hækkunar á þóknunum kjörinna fulltrúa eða launum bæjarstjóra. Á síðasta fundi sveitarstjórnar Hrunamannahrepps var málinu frestað. Breyti Alþingi ekki ákvörðuninni verður brugðist við með því að lækka viðmiðunarprósentuna eða með öðrum aðgerðum, segir Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri. Málið verður tekið fyrir í bæjarstjórn Hafnarfjarðar í dag. Það verður líka á dagskrá á morgun í Mosfellsbæ. Í Rangárþingi eystra á að samþykkja óbreyttar þóknanir og laun þar til Alþingi hefur fjallað um málið. „Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar hefur rætt um þessa hækkun utan dagskrár og hyggst bregðast við með einhverjum hætti ef Alþingi gerir það ekki,“ segir Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri Þingeyjarsveitar. Í Strandabyggð verður hækkunin þó látin standa. Þar fá óbreyttir sveitarstjórnarfulltrúar sex prósent af þingfararkaupi og þrjú prósent að auki fyrir hvern fund. Meðal sveitarfélaga sem miða við þingfararkaup en hafa enn ekki tekið afstöðu til ákvörðunar kjararáðs eru Akranes, Garður, Bolungarvík og Blönduós. „Ekki hefur verið rætt hvort brugðist verður við nýlegri ákvörðun kjararáðs með einhverjum hætti,“ segir Eiríkur Ólafsson, fjármálastjóri Borgarbyggðar. „Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort eða hvernig eigi að bregðast við ákvörðun kjararáðs,“ segir Ingveldur Anna Sigurgeirsdóttir, staðgengill skrifstofustjóra Mýrdalshrepps. „Bæjarstjórn hefur ekki rætt málið enn og því hefur ekki verið tekin nein ákvörðun um viðbrögð við hækkuninni,“ segir Guðfinna B. Kristjánsdóttir, upplýsingafulltrúi Garðabæjar.Fréttin birst fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Fleiri fréttir Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Sjá meira
Fjölmörg sveitarfélög sem greiða sveitarstjórnarfulltrúum hlutfall af þingfararkaupi í laun munu ekki virkja 44 prósent hækkun sem kjararáð ákvað.Þröstur Friðfinsson.„Menn hafa verið að tengja laun sveitarstjórna og nefnda við þingfararkaup til að færa þann kaleik frá sveitarstjórnum að ákvarða sjálfar laun sín á hverjum tíma. Ljóst er að þessi ákvörðun hendir þeim kaleik beint í fangið á mönnum aftur,“ segir Þröstur Friðfinnsson, sveitarstjóri Grýtubakkahrepps. „Laun nefndarmanna hafa ekki verið hækkuð samkvæmt nýlegum úrskurði kjararáðs og stendur ekki til,“ segir Halla Margrét Tryggvadóttir, starfsmannastjóri Akureyrarbæjar. Fréttablaðið sendi í gær öllum stærstu sveitarfélögunum og mörgum öðrum fyrirspurn vegna hinnar umdeildu ákvörðunar kjararáðs. Mörg sveitarfélög, sem tengja laun sveitarstjórnarfulltrúa við þingfararkaupið – í mismunandi hlutföllum – hafa þegar sent svör. Málið er á dagskrá víða um land. „Í ljósi nýlegrar ákvörðunar kjararáðs um kjör þingmanna og fleira beinir bæjarstjórn Kópavogs því til Alþingis að endurskoða lög um kjararáð. Það er eðlileg krafa að þessi ákvörðun verði endurskoðuð með tilliti til aðstæðna á vinnumarkaði,“ var bókað samhljóða í bæjarstjórn Kópavogs í gær. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur lýst því yfir að laun borgarstjórnar og borgarstjóra hækki ekki og skoraði á Alþingi að grípa inn í. „Hann hefur látið stöðva greiðslur sem annars hefðu hafist á grundvelli úrskurðarins og beðið um að undirbúin verði breyting á viðeigandi samþykktum í tíma fyrir næstu reglulegu útborgun launa,“ segir Bjarni Brynjólfsson, upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar.Gunnlaugur Sverrisson.„Fjarðabyggð mun bregðast við ef Alþingi bregst ekki við á næstu dögum, enda hækkunin ekki í neinum takti við það kjaraumhverfi sem verið er að skapa í landinu,“ segir Gunnlaugur Sverrisson, forstöðumaður stjórnsýslu í Fjarðabyggð. Í Árborg er þegar ákveðið að hækkun þingfararkaupsins leiði ekki til hækkunar á þóknunum kjörinna fulltrúa eða launum bæjarstjóra. Á síðasta fundi sveitarstjórnar Hrunamannahrepps var málinu frestað. Breyti Alþingi ekki ákvörðuninni verður brugðist við með því að lækka viðmiðunarprósentuna eða með öðrum aðgerðum, segir Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri. Málið verður tekið fyrir í bæjarstjórn Hafnarfjarðar í dag. Það verður líka á dagskrá á morgun í Mosfellsbæ. Í Rangárþingi eystra á að samþykkja óbreyttar þóknanir og laun þar til Alþingi hefur fjallað um málið. „Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar hefur rætt um þessa hækkun utan dagskrár og hyggst bregðast við með einhverjum hætti ef Alþingi gerir það ekki,“ segir Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri Þingeyjarsveitar. Í Strandabyggð verður hækkunin þó látin standa. Þar fá óbreyttir sveitarstjórnarfulltrúar sex prósent af þingfararkaupi og þrjú prósent að auki fyrir hvern fund. Meðal sveitarfélaga sem miða við þingfararkaup en hafa enn ekki tekið afstöðu til ákvörðunar kjararáðs eru Akranes, Garður, Bolungarvík og Blönduós. „Ekki hefur verið rætt hvort brugðist verður við nýlegri ákvörðun kjararáðs með einhverjum hætti,“ segir Eiríkur Ólafsson, fjármálastjóri Borgarbyggðar. „Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort eða hvernig eigi að bregðast við ákvörðun kjararáðs,“ segir Ingveldur Anna Sigurgeirsdóttir, staðgengill skrifstofustjóra Mýrdalshrepps. „Bæjarstjórn hefur ekki rætt málið enn og því hefur ekki verið tekin nein ákvörðun um viðbrögð við hækkuninni,“ segir Guðfinna B. Kristjánsdóttir, upplýsingafulltrúi Garðabæjar.Fréttin birst fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Fleiri fréttir Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Sjá meira