Viðbúið að skiptar skoðanir verði um sameiningu sveitarfélaga Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. ágúst 2019 12:04 Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur það jákvætt skref að lögbinda lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga. Það kæmi henni aftur á móti ekki á óvart þótt tillagan mæti andstöðu. Boðað hefur verið til auka landsþings þar sem fjallað verður um þingsályktunartillögu um stefnu ríkisins í málefnum sveitarfélaga. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið birti í samráðsgátt í gær stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga til ársins 2033. Þar er meðal annars gert ráð fyrir að sveitarfélögum fækki um allt að 40 á sjö árum. Í aðgerðaáætluninni eru lagðar til ellefu aðgerðir sem eiga að tryggja framgang markmiða áætlunarinnar. Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, átti sæti í hópnum sem vann tillögurnar þar sem meðal annars er lagt til að lágmarksíbúafjöldi sveitarfélags verði að minnsta kosti þúsund íbúar.Sjá einnig: Vilja fækka sveitarfélögum um 40 á sjö árum „Það voru 229 sveitarfélög þegar flest var, þau eru komin niður í 72 og það eru 40 sveitarfélög með færri en þúsund íbúa eða meira en helmingur sveitarfélaga á Íslandi, þannig að það er nokkuð ljóst að sveitarstjórnarstigið mun breytast,“ segir Aldís.Íbúafjöldi á Seyðisfirði er 685 samkvæmt upplýsingum á heimasíðu bæjarins svo dæmi sé nefnt.Vísir/VilhelmHún telur breytingarnar geta verið mjög til bóta fyrir sveitarfélög en aðspurð segir hún að það kæmi ekki á óvart þótt tillagan mæti andstöðu. „Ég á alveg von á því að það verði skiptar skoðanir enda það er bara eðlilegt. Það er verið að leggja til í grunninn lögþvingaðar sameiningar, þó sveitarfélög geti valið það með hverjum og hverjum þau sameinast. En það er samt sem áður þarna verið að gera ráð fyrir að það verði bara sett í lög lágmarksíbúafjöldi þannig að það sé ekki lengur valkostur að sveitarfélög séu jafn smá eins og þau eru í dag.“ Sambandið hefur þó ekki tekið formlega afstöðu til tillagnanna. „Samkvæmt stefnumörkun sem við samþykktum á landsþingi fyrir ári síðan, þá styður sambandið stækkun og eflingu sveitarfélaga, en það er landsfundar að ákveða frekari stefnumörkun og þess vegna höfum við boðað til aukalandsþings sem verður haldið núna 6. september, þar sem við ætlum að ræða einmitt þessa þingsályktunartillögu,“ segir Aldís.Fréttin hefur verið uppfærð. Sveitarstjórnarmál Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Sjá meira
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur það jákvætt skref að lögbinda lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga. Það kæmi henni aftur á móti ekki á óvart þótt tillagan mæti andstöðu. Boðað hefur verið til auka landsþings þar sem fjallað verður um þingsályktunartillögu um stefnu ríkisins í málefnum sveitarfélaga. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið birti í samráðsgátt í gær stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga til ársins 2033. Þar er meðal annars gert ráð fyrir að sveitarfélögum fækki um allt að 40 á sjö árum. Í aðgerðaáætluninni eru lagðar til ellefu aðgerðir sem eiga að tryggja framgang markmiða áætlunarinnar. Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, átti sæti í hópnum sem vann tillögurnar þar sem meðal annars er lagt til að lágmarksíbúafjöldi sveitarfélags verði að minnsta kosti þúsund íbúar.Sjá einnig: Vilja fækka sveitarfélögum um 40 á sjö árum „Það voru 229 sveitarfélög þegar flest var, þau eru komin niður í 72 og það eru 40 sveitarfélög með færri en þúsund íbúa eða meira en helmingur sveitarfélaga á Íslandi, þannig að það er nokkuð ljóst að sveitarstjórnarstigið mun breytast,“ segir Aldís.Íbúafjöldi á Seyðisfirði er 685 samkvæmt upplýsingum á heimasíðu bæjarins svo dæmi sé nefnt.Vísir/VilhelmHún telur breytingarnar geta verið mjög til bóta fyrir sveitarfélög en aðspurð segir hún að það kæmi ekki á óvart þótt tillagan mæti andstöðu. „Ég á alveg von á því að það verði skiptar skoðanir enda það er bara eðlilegt. Það er verið að leggja til í grunninn lögþvingaðar sameiningar, þó sveitarfélög geti valið það með hverjum og hverjum þau sameinast. En það er samt sem áður þarna verið að gera ráð fyrir að það verði bara sett í lög lágmarksíbúafjöldi þannig að það sé ekki lengur valkostur að sveitarfélög séu jafn smá eins og þau eru í dag.“ Sambandið hefur þó ekki tekið formlega afstöðu til tillagnanna. „Samkvæmt stefnumörkun sem við samþykktum á landsþingi fyrir ári síðan, þá styður sambandið stækkun og eflingu sveitarfélaga, en það er landsfundar að ákveða frekari stefnumörkun og þess vegna höfum við boðað til aukalandsþings sem verður haldið núna 6. september, þar sem við ætlum að ræða einmitt þessa þingsályktunartillögu,“ segir Aldís.Fréttin hefur verið uppfærð.
Sveitarstjórnarmál Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Sjá meira