Viðbúið að skiptar skoðanir verði um sameiningu sveitarfélaga Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. ágúst 2019 12:04 Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur það jákvætt skref að lögbinda lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga. Það kæmi henni aftur á móti ekki á óvart þótt tillagan mæti andstöðu. Boðað hefur verið til auka landsþings þar sem fjallað verður um þingsályktunartillögu um stefnu ríkisins í málefnum sveitarfélaga. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið birti í samráðsgátt í gær stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga til ársins 2033. Þar er meðal annars gert ráð fyrir að sveitarfélögum fækki um allt að 40 á sjö árum. Í aðgerðaáætluninni eru lagðar til ellefu aðgerðir sem eiga að tryggja framgang markmiða áætlunarinnar. Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, átti sæti í hópnum sem vann tillögurnar þar sem meðal annars er lagt til að lágmarksíbúafjöldi sveitarfélags verði að minnsta kosti þúsund íbúar.Sjá einnig: Vilja fækka sveitarfélögum um 40 á sjö árum „Það voru 229 sveitarfélög þegar flest var, þau eru komin niður í 72 og það eru 40 sveitarfélög með færri en þúsund íbúa eða meira en helmingur sveitarfélaga á Íslandi, þannig að það er nokkuð ljóst að sveitarstjórnarstigið mun breytast,“ segir Aldís.Íbúafjöldi á Seyðisfirði er 685 samkvæmt upplýsingum á heimasíðu bæjarins svo dæmi sé nefnt.Vísir/VilhelmHún telur breytingarnar geta verið mjög til bóta fyrir sveitarfélög en aðspurð segir hún að það kæmi ekki á óvart þótt tillagan mæti andstöðu. „Ég á alveg von á því að það verði skiptar skoðanir enda það er bara eðlilegt. Það er verið að leggja til í grunninn lögþvingaðar sameiningar, þó sveitarfélög geti valið það með hverjum og hverjum þau sameinast. En það er samt sem áður þarna verið að gera ráð fyrir að það verði bara sett í lög lágmarksíbúafjöldi þannig að það sé ekki lengur valkostur að sveitarfélög séu jafn smá eins og þau eru í dag.“ Sambandið hefur þó ekki tekið formlega afstöðu til tillagnanna. „Samkvæmt stefnumörkun sem við samþykktum á landsþingi fyrir ári síðan, þá styður sambandið stækkun og eflingu sveitarfélaga, en það er landsfundar að ákveða frekari stefnumörkun og þess vegna höfum við boðað til aukalandsþings sem verður haldið núna 6. september, þar sem við ætlum að ræða einmitt þessa þingsályktunartillögu,“ segir Aldís.Fréttin hefur verið uppfærð. Sveitarstjórnarmál Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur það jákvætt skref að lögbinda lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga. Það kæmi henni aftur á móti ekki á óvart þótt tillagan mæti andstöðu. Boðað hefur verið til auka landsþings þar sem fjallað verður um þingsályktunartillögu um stefnu ríkisins í málefnum sveitarfélaga. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið birti í samráðsgátt í gær stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga til ársins 2033. Þar er meðal annars gert ráð fyrir að sveitarfélögum fækki um allt að 40 á sjö árum. Í aðgerðaáætluninni eru lagðar til ellefu aðgerðir sem eiga að tryggja framgang markmiða áætlunarinnar. Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, átti sæti í hópnum sem vann tillögurnar þar sem meðal annars er lagt til að lágmarksíbúafjöldi sveitarfélags verði að minnsta kosti þúsund íbúar.Sjá einnig: Vilja fækka sveitarfélögum um 40 á sjö árum „Það voru 229 sveitarfélög þegar flest var, þau eru komin niður í 72 og það eru 40 sveitarfélög með færri en þúsund íbúa eða meira en helmingur sveitarfélaga á Íslandi, þannig að það er nokkuð ljóst að sveitarstjórnarstigið mun breytast,“ segir Aldís.Íbúafjöldi á Seyðisfirði er 685 samkvæmt upplýsingum á heimasíðu bæjarins svo dæmi sé nefnt.Vísir/VilhelmHún telur breytingarnar geta verið mjög til bóta fyrir sveitarfélög en aðspurð segir hún að það kæmi ekki á óvart þótt tillagan mæti andstöðu. „Ég á alveg von á því að það verði skiptar skoðanir enda það er bara eðlilegt. Það er verið að leggja til í grunninn lögþvingaðar sameiningar, þó sveitarfélög geti valið það með hverjum og hverjum þau sameinast. En það er samt sem áður þarna verið að gera ráð fyrir að það verði bara sett í lög lágmarksíbúafjöldi þannig að það sé ekki lengur valkostur að sveitarfélög séu jafn smá eins og þau eru í dag.“ Sambandið hefur þó ekki tekið formlega afstöðu til tillagnanna. „Samkvæmt stefnumörkun sem við samþykktum á landsþingi fyrir ári síðan, þá styður sambandið stækkun og eflingu sveitarfélaga, en það er landsfundar að ákveða frekari stefnumörkun og þess vegna höfum við boðað til aukalandsþings sem verður haldið núna 6. september, þar sem við ætlum að ræða einmitt þessa þingsályktunartillögu,“ segir Aldís.Fréttin hefur verið uppfærð.
Sveitarstjórnarmál Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira