Lögreglan látin svara fyrir handtöku Elínborgar Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. ágúst 2019 13:50 Elínborg Harpa Önundardóttir segir ekkert hafa legið að baki því að hún hafi verið handtekin, annað en það að lögreglan kannaðist við hana. Vísir Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata og formaður mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs Reykjavíkurborgar, hefur óskað komu Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur, lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, á næsta fund ráðsins. Í tilkynningu frá Pírötum vegna málsins er ósk Dóru sögð koma í kjölfar kvartana yfir framgöngu lögreglu á tónlistarhátíðinni Secret Solstice og Hinsegin dögum. Bæði tilfellin hafa verið mikill fréttamatur: Það fyrra lýtur að leit lögreglu á tónleikagestum án dómsúrskurðar en fyrir vikið eru mörg mál í bótakröfuferli. Síðarnefnda dæmið snýr að harðri gagnrýni Elínborgar Hörpu Önundardóttur, sem var handtekin á Hinsegin dögum um liðna helgi. Að hennar sögn var það vegna þess að lögreglan hefur horn í síðu hennar vegna starfa hennar fyrir No Borders-samtökin. Lögreglan segir aftur á móti að Elínborg hafi verið inni á lokuðu svæði og neitað að hlýða skipunum. „Mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð Reykjavíkurborgar fer með eftirlit með því að mannréttindi og borgaraleg og lýðræðisleg réttindi borgarbúa séu virt þvert á stjórnsýslu Reykjavíkurborgar og á viðburðum með aðkomu Reykjavíkurborgar. Því var ákveðið að fylgja þessum málum eftir með því að fá kynningu lögreglu og koma ábendingum á framfæri,“ segir í útskýringu Pírata. Næsti fundur ráðsins fer fram á fimmtudag og er gert ráð fyrir að lögreglustjóri muni þar kynna umgjörð lögreglu og verklag við borgarhátíðir sem og svara spurningum ráðsins vegna starfa lögreglu. Haft er eftir fyrrnefndri Dóru í tilkynningunni að virðing fyrir borgararéttindum séu hornsteinn lýðræðisins. „Lögreglan hefur einkarétt á beitingu valds gagnvart þegnum okkar lýðræðissamfélags og gríðarlega mikilvægt er að vel sé farið með það vald til að halda trausti borgarbúa á löggæslukerfinu og réttarríkinu sem slíku,” segir Dóra Björt. Borgarstjórn Hinsegin Lögreglan Reykjavík Secret Solstice Tengdar fréttir Lögreglan hafi gengið of langt í Laugardalnum Samtök um borgaraleg réttindi gagnrýna framgöngu lögreglu á Secret Solstice í gær. 22. júní 2019 14:02 Segist ekki hafa verið að mótmæla þegar hún var handtekin: „Það er ógeðslega sárt að vera hinsegin og vera tekin á þessum degi“ Konan sem var handtekin á Gleðigöngunni í miðborg Reykjavíkur í dag er Elínborg Harpa Önundardóttir en hún er meðal annars meðlimur samtakanna No Borders Iceland. Hún segir engin mótmæli hafa verið fyrir huguð, hvorki af sinni hálfu né No Borders-samtakanna. 17. ágúst 2019 16:33 Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata og formaður mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs Reykjavíkurborgar, hefur óskað komu Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur, lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, á næsta fund ráðsins. Í tilkynningu frá Pírötum vegna málsins er ósk Dóru sögð koma í kjölfar kvartana yfir framgöngu lögreglu á tónlistarhátíðinni Secret Solstice og Hinsegin dögum. Bæði tilfellin hafa verið mikill fréttamatur: Það fyrra lýtur að leit lögreglu á tónleikagestum án dómsúrskurðar en fyrir vikið eru mörg mál í bótakröfuferli. Síðarnefnda dæmið snýr að harðri gagnrýni Elínborgar Hörpu Önundardóttur, sem var handtekin á Hinsegin dögum um liðna helgi. Að hennar sögn var það vegna þess að lögreglan hefur horn í síðu hennar vegna starfa hennar fyrir No Borders-samtökin. Lögreglan segir aftur á móti að Elínborg hafi verið inni á lokuðu svæði og neitað að hlýða skipunum. „Mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð Reykjavíkurborgar fer með eftirlit með því að mannréttindi og borgaraleg og lýðræðisleg réttindi borgarbúa séu virt þvert á stjórnsýslu Reykjavíkurborgar og á viðburðum með aðkomu Reykjavíkurborgar. Því var ákveðið að fylgja þessum málum eftir með því að fá kynningu lögreglu og koma ábendingum á framfæri,“ segir í útskýringu Pírata. Næsti fundur ráðsins fer fram á fimmtudag og er gert ráð fyrir að lögreglustjóri muni þar kynna umgjörð lögreglu og verklag við borgarhátíðir sem og svara spurningum ráðsins vegna starfa lögreglu. Haft er eftir fyrrnefndri Dóru í tilkynningunni að virðing fyrir borgararéttindum séu hornsteinn lýðræðisins. „Lögreglan hefur einkarétt á beitingu valds gagnvart þegnum okkar lýðræðissamfélags og gríðarlega mikilvægt er að vel sé farið með það vald til að halda trausti borgarbúa á löggæslukerfinu og réttarríkinu sem slíku,” segir Dóra Björt.
Borgarstjórn Hinsegin Lögreglan Reykjavík Secret Solstice Tengdar fréttir Lögreglan hafi gengið of langt í Laugardalnum Samtök um borgaraleg réttindi gagnrýna framgöngu lögreglu á Secret Solstice í gær. 22. júní 2019 14:02 Segist ekki hafa verið að mótmæla þegar hún var handtekin: „Það er ógeðslega sárt að vera hinsegin og vera tekin á þessum degi“ Konan sem var handtekin á Gleðigöngunni í miðborg Reykjavíkur í dag er Elínborg Harpa Önundardóttir en hún er meðal annars meðlimur samtakanna No Borders Iceland. Hún segir engin mótmæli hafa verið fyrir huguð, hvorki af sinni hálfu né No Borders-samtakanna. 17. ágúst 2019 16:33 Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
Lögreglan hafi gengið of langt í Laugardalnum Samtök um borgaraleg réttindi gagnrýna framgöngu lögreglu á Secret Solstice í gær. 22. júní 2019 14:02
Segist ekki hafa verið að mótmæla þegar hún var handtekin: „Það er ógeðslega sárt að vera hinsegin og vera tekin á þessum degi“ Konan sem var handtekin á Gleðigöngunni í miðborg Reykjavíkur í dag er Elínborg Harpa Önundardóttir en hún er meðal annars meðlimur samtakanna No Borders Iceland. Hún segir engin mótmæli hafa verið fyrir huguð, hvorki af sinni hálfu né No Borders-samtakanna. 17. ágúst 2019 16:33