„Mikilvægt að styrkja þessi tengsl“ Birgir Olgeirsson skrifar 21. ágúst 2019 19:54 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ásamt Ane Lone Bagger utanríkisráðherra Grænlands Stjórnarráðið Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra átti í dag fund með Ane Lone Bagger sem fer með utanríkismál í Grænlensku landsstjórninni. Hann er staddur í vinnuheimsókn á Grænlandi til að kynna sér starfsemi ýmissa fyrirtækja og sveitarfélaga en þónokkuð er um íslenskar fjárfestingar í þessum hluta landsins. „Samskipti landanna hafa aukist jafnt og þétt að undanförnu og það er okkur mikilvægt að styrkja þessi tengsl. Íslenskir fjárfestar eiga þátt í því að byggja hér upp atvinnustarfsemi og það verður spennandi að kynna sér þessi fyrirtæki í framhaldinu,“ er haft eftir Guðlaugi Þór á vef stjórnarráðsins.. Ráðherrarnir ræddu tvíhliða samskipti þjóðanna, m.a. viðskipti og verslun, þ.m.t. aukin tækifæri í tengslum við flugsamgöngur og uppbyggingu ferðaþjónustu, sjóflutninga, aukið samstarf á sviði menntamála, menningar og lista, og samskipti á milli íslenskra og grænlenskra félagasamtaka, svo sem Hróksins, Rauða krossins, Kalak, vinafélags Grænlands á Íslandi og Ferðafélags Íslands. Ráðherrarnir ræddu einnig málefni norðurslóða og norrænt samstarf, en Ísland fer með formennsku í hvoru tveggja um þessar mundir. Þau ákváðu að efna til árlegs samráðsfundar sín á milli fyrsti fundur verður haldinn í tengslum við ársfund Vestnorræna ráðsins í Nuuk í október nk. Fundurinn fór fram á suðurhluta Grænlands og þar heimsóttu þau einnig Nalunaq gullnámuna sem er rekin af kanadísku fyrirtækinu AEX Gold. Náman hefur ekki verið í vinnslu í einhver ár en nú er verið að taka námuna í notkun að nýju með nýrri og umhverfisvænni vinnsluaðferðum. Forstjóri fyrirtækisins er Eldur Ólafsson. Í föruneyti Guðlaugs Þórs er einnig Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður starfshóps um aukin samskipti Íslands og Grænlands. Hann kynnti störf hópsins og þær hugmyndir sem þar hafa komið fram. Grænlenski ráðherrann brást vel við vinnu starfshópsins og kom með ráðleggingar og frekari hugmyndir sem ráðherrarnir voru sammála að unnið yrði frekar með. Grænland Utanríkismál Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra átti í dag fund með Ane Lone Bagger sem fer með utanríkismál í Grænlensku landsstjórninni. Hann er staddur í vinnuheimsókn á Grænlandi til að kynna sér starfsemi ýmissa fyrirtækja og sveitarfélaga en þónokkuð er um íslenskar fjárfestingar í þessum hluta landsins. „Samskipti landanna hafa aukist jafnt og þétt að undanförnu og það er okkur mikilvægt að styrkja þessi tengsl. Íslenskir fjárfestar eiga þátt í því að byggja hér upp atvinnustarfsemi og það verður spennandi að kynna sér þessi fyrirtæki í framhaldinu,“ er haft eftir Guðlaugi Þór á vef stjórnarráðsins.. Ráðherrarnir ræddu tvíhliða samskipti þjóðanna, m.a. viðskipti og verslun, þ.m.t. aukin tækifæri í tengslum við flugsamgöngur og uppbyggingu ferðaþjónustu, sjóflutninga, aukið samstarf á sviði menntamála, menningar og lista, og samskipti á milli íslenskra og grænlenskra félagasamtaka, svo sem Hróksins, Rauða krossins, Kalak, vinafélags Grænlands á Íslandi og Ferðafélags Íslands. Ráðherrarnir ræddu einnig málefni norðurslóða og norrænt samstarf, en Ísland fer með formennsku í hvoru tveggja um þessar mundir. Þau ákváðu að efna til árlegs samráðsfundar sín á milli fyrsti fundur verður haldinn í tengslum við ársfund Vestnorræna ráðsins í Nuuk í október nk. Fundurinn fór fram á suðurhluta Grænlands og þar heimsóttu þau einnig Nalunaq gullnámuna sem er rekin af kanadísku fyrirtækinu AEX Gold. Náman hefur ekki verið í vinnslu í einhver ár en nú er verið að taka námuna í notkun að nýju með nýrri og umhverfisvænni vinnsluaðferðum. Forstjóri fyrirtækisins er Eldur Ólafsson. Í föruneyti Guðlaugs Þórs er einnig Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður starfshóps um aukin samskipti Íslands og Grænlands. Hann kynnti störf hópsins og þær hugmyndir sem þar hafa komið fram. Grænlenski ráðherrann brást vel við vinnu starfshópsins og kom með ráðleggingar og frekari hugmyndir sem ráðherrarnir voru sammála að unnið yrði frekar með.
Grænland Utanríkismál Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira