Ekki rétt gefið í miðbæ Reykjavíkur Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 22. ágúst 2019 06:15 Þórir hefur langa reynslu af veitingarekstri og rak um skeið veitingastað í Tékklandi. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Veitingamaður og eigandi atvinnuhúsnæðis í miðbænum segir stefnu borgaryfirvalda skekkja samkeppnisstöðu. Heft aðengi að miðbænum þyngi róðurinn í veitingarekstri. Þaulreyndur veitingamaður og eigandi atvinnuhúsnæðis í miðbænum segir að stefna Reykjavíkurborgar sé til þess fallin að grafa undan veitingarekstri í miðbænum. Samkeppnisstaða veitingahúsa gagnvart matarvögnum sé skökk og heft aðgengi að miðbænum þyngi róðurinn. Markaðurinn birti í gær ýtarlega umfjöllun um stöðu veitingastaða í miðborg Reykjavíkur. Veitinga- og kaupmenn í borginni voru sammála um að ferlið við að koma á fót fyrirtæki í borginni væri gríðarlega þungt í vöfum. Fyrirtækjaeigendunum bar saman um að samráðsleysi borgarinnar í tengslum við framkvæmdir væri baggi á rekstrinum. Á köflum væri ómögulegt að ná tali af starfsmönnum borgarinnar til þess að fá svör eða úr málum greitt. Þórir Gunnarsson er menntaður matreiðslumaður og starfaði í veitingageiranum í meira en hálfa öld. Hann er jafnframt einn af eigendum nýbyggingarinnar að Tryggvagötu 13 þar sem jarðhæðin er leigð sushi-veitingastað og kaffihúsi. „Þegar ég byrjaði fyrst að starfa á veitingahúsi árið 1962 var þumalputtareglan þessi: 25-30 prósent af tekjum fara í laun, 30 prósent í hráefni, síðan er annar kostnaður eins og leiga en þú áttir alltaf 10-12 prósent eftir. Eins og staðan er í dag eru laun og launatengd gjöld komin upp úr öllu valdi. Þegar launahlutfallið er farið yfir 50 prósent þá gengur dæmið ekki upp og staðirnir fara á hausinn,“ segir Þórir. Í anda þess sem kom fram í máli veitingamanna í umfjöllun Markaðarins í gær segir Þórir að stefna Reykjavíkurborgar sé til þess fallin að grafa undan veitingarekstri í miðbænum. Nefnir hann í því samhengi ójafna samkeppni veitingastaða við matarvagna, eða kofana eins og hann kallar þá. „Kofarnir bera enga skyldu gagnvart neinum og geta farið þegar þeim hentar en þeir eru í beinni samkeppni við veitingastaðina sem eru að þjónusta fólk allt árið. Til dæmis, þegar matarmarkaður stóð yfir á Geirsgötunni fyrir um 3-4 vikum þá hlupu gestirnir yfir götuna til að nota klósettaðstöðu veitingastaðanna sem eru í byggingunni okkar og fleiri nærliggjandi staða,“ segir Þórir. „Síðan er verðlagið hjá þeim ekkert lægra en hjá veitingastöðum þrátt fyrir að það sé reginmunur á undirbúningnum, fjárfestingunni og leyfisveitingarferlinu. Það er ekki rétt gefið,“ segir Þórir. Borgin úthluti stöðuleyfum fyrir matarvagna sem séu aðeins brot af fasteignagjöldum sem veitingastaðir greiða óbeint til borgarinnar í formi hærra leiguverðs. Þá segir Þórir að fækkun bílastæða í miðbænum hafi torveldað aðgengi fólks að veitingastöðum og þannig þyngist róðurinn enn frekar. „Borgaryfirvöld hafa verið að hamast við það að brjóta niður aðgengi að miðbænum. Borgarlínan er góð og gild í mínum huga en það er ekki hægt að byrja fyrst á því að fjarlægja bílastæði og ætla að bæta aðgengið síðar meir,“ segir Þórir. „Veitingastaðirnir eru að flýja miðbæinn og af góðri ástæðu.“ Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Fleiri fréttir Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Sjá meira
Veitingamaður og eigandi atvinnuhúsnæðis í miðbænum segir stefnu borgaryfirvalda skekkja samkeppnisstöðu. Heft aðengi að miðbænum þyngi róðurinn í veitingarekstri. Þaulreyndur veitingamaður og eigandi atvinnuhúsnæðis í miðbænum segir að stefna Reykjavíkurborgar sé til þess fallin að grafa undan veitingarekstri í miðbænum. Samkeppnisstaða veitingahúsa gagnvart matarvögnum sé skökk og heft aðgengi að miðbænum þyngi róðurinn. Markaðurinn birti í gær ýtarlega umfjöllun um stöðu veitingastaða í miðborg Reykjavíkur. Veitinga- og kaupmenn í borginni voru sammála um að ferlið við að koma á fót fyrirtæki í borginni væri gríðarlega þungt í vöfum. Fyrirtækjaeigendunum bar saman um að samráðsleysi borgarinnar í tengslum við framkvæmdir væri baggi á rekstrinum. Á köflum væri ómögulegt að ná tali af starfsmönnum borgarinnar til þess að fá svör eða úr málum greitt. Þórir Gunnarsson er menntaður matreiðslumaður og starfaði í veitingageiranum í meira en hálfa öld. Hann er jafnframt einn af eigendum nýbyggingarinnar að Tryggvagötu 13 þar sem jarðhæðin er leigð sushi-veitingastað og kaffihúsi. „Þegar ég byrjaði fyrst að starfa á veitingahúsi árið 1962 var þumalputtareglan þessi: 25-30 prósent af tekjum fara í laun, 30 prósent í hráefni, síðan er annar kostnaður eins og leiga en þú áttir alltaf 10-12 prósent eftir. Eins og staðan er í dag eru laun og launatengd gjöld komin upp úr öllu valdi. Þegar launahlutfallið er farið yfir 50 prósent þá gengur dæmið ekki upp og staðirnir fara á hausinn,“ segir Þórir. Í anda þess sem kom fram í máli veitingamanna í umfjöllun Markaðarins í gær segir Þórir að stefna Reykjavíkurborgar sé til þess fallin að grafa undan veitingarekstri í miðbænum. Nefnir hann í því samhengi ójafna samkeppni veitingastaða við matarvagna, eða kofana eins og hann kallar þá. „Kofarnir bera enga skyldu gagnvart neinum og geta farið þegar þeim hentar en þeir eru í beinni samkeppni við veitingastaðina sem eru að þjónusta fólk allt árið. Til dæmis, þegar matarmarkaður stóð yfir á Geirsgötunni fyrir um 3-4 vikum þá hlupu gestirnir yfir götuna til að nota klósettaðstöðu veitingastaðanna sem eru í byggingunni okkar og fleiri nærliggjandi staða,“ segir Þórir. „Síðan er verðlagið hjá þeim ekkert lægra en hjá veitingastöðum þrátt fyrir að það sé reginmunur á undirbúningnum, fjárfestingunni og leyfisveitingarferlinu. Það er ekki rétt gefið,“ segir Þórir. Borgin úthluti stöðuleyfum fyrir matarvagna sem séu aðeins brot af fasteignagjöldum sem veitingastaðir greiða óbeint til borgarinnar í formi hærra leiguverðs. Þá segir Þórir að fækkun bílastæða í miðbænum hafi torveldað aðgengi fólks að veitingastöðum og þannig þyngist róðurinn enn frekar. „Borgaryfirvöld hafa verið að hamast við það að brjóta niður aðgengi að miðbænum. Borgarlínan er góð og gild í mínum huga en það er ekki hægt að byrja fyrst á því að fjarlægja bílastæði og ætla að bæta aðgengið síðar meir,“ segir Þórir. „Veitingastaðirnir eru að flýja miðbæinn og af góðri ástæðu.“
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Fleiri fréttir Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Sjá meira