Árétta að apótek mega víst gefa afslátt Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. ágúst 2019 16:00 Misskilnings hefur gætt meðal apótekara um hvort veita megi afslátt af tilteknum lyfjum. FBL/eyþór Apótekum er frjálst að veita afslætti á lyfjum sem falla undir greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands, þvert á það sem margir lyfsalar og apótekarar halda. Þetta kemur fram í áréttingu Samkeppniseftirlitsins, sem send er út vegna nýlegrar athugunar á lyfjamarkaði. Hún á að hafa leitt í ljós að „tiltekin apótek töldu sér, ranglega, óheimilt að veita afslætti af lyfjum sem falla undir greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga,“ eins og það er orðað á vef Samkeppniseftirlitsins.Sjá einnig: Lyfsali vill veita afslátt af hluta sjúklingsins Af þeim sökum áréttar stofnunin að hvorki lög né reglur koma í veg fyrir að lyfjaverslanir á Íslandi veiti afslætti af þessum lyfjum.„Þvert á móti er lyfjaverslunum frjálst að veita slíka afslætti sem lið í virkri samkeppni á markaðnum.“ Þannig geti samantekin ráð keppinauta um að veita ekki afslætti af þessum lyfjum talist ólöglegt samráð. „Er því eindregið beint til lyfsöluleyfishafa að taka verðlagningu sína til skoðunar með tilliti til þessa. Jafnframt er athygli viðskiptavina apóteka vakin á þessu,“ segir Samkeppniseftirlitið. Nánari upplýsingar og forsögu málsins má nálgast á vef Samkeppniseftirlitsins. Lyf Samkeppnismál Tengdar fréttir Lyfsali vill veita afslátt af hluta sjúklingsins Samkeppniseftirlitið telur fyrirkomulag greiðsluþátttöku lyfja Sjúkratrygginga ekki hamla samkeppni. Lyfsali Garðsapóteks og umboðsmaður Alþingis eru ósammála. Heilbrigðisráðherra fagnar niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins. 8. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Apótekum er frjálst að veita afslætti á lyfjum sem falla undir greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands, þvert á það sem margir lyfsalar og apótekarar halda. Þetta kemur fram í áréttingu Samkeppniseftirlitsins, sem send er út vegna nýlegrar athugunar á lyfjamarkaði. Hún á að hafa leitt í ljós að „tiltekin apótek töldu sér, ranglega, óheimilt að veita afslætti af lyfjum sem falla undir greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga,“ eins og það er orðað á vef Samkeppniseftirlitsins.Sjá einnig: Lyfsali vill veita afslátt af hluta sjúklingsins Af þeim sökum áréttar stofnunin að hvorki lög né reglur koma í veg fyrir að lyfjaverslanir á Íslandi veiti afslætti af þessum lyfjum.„Þvert á móti er lyfjaverslunum frjálst að veita slíka afslætti sem lið í virkri samkeppni á markaðnum.“ Þannig geti samantekin ráð keppinauta um að veita ekki afslætti af þessum lyfjum talist ólöglegt samráð. „Er því eindregið beint til lyfsöluleyfishafa að taka verðlagningu sína til skoðunar með tilliti til þessa. Jafnframt er athygli viðskiptavina apóteka vakin á þessu,“ segir Samkeppniseftirlitið. Nánari upplýsingar og forsögu málsins má nálgast á vef Samkeppniseftirlitsins.
Lyf Samkeppnismál Tengdar fréttir Lyfsali vill veita afslátt af hluta sjúklingsins Samkeppniseftirlitið telur fyrirkomulag greiðsluþátttöku lyfja Sjúkratrygginga ekki hamla samkeppni. Lyfsali Garðsapóteks og umboðsmaður Alþingis eru ósammála. Heilbrigðisráðherra fagnar niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins. 8. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Lyfsali vill veita afslátt af hluta sjúklingsins Samkeppniseftirlitið telur fyrirkomulag greiðsluþátttöku lyfja Sjúkratrygginga ekki hamla samkeppni. Lyfsali Garðsapóteks og umboðsmaður Alþingis eru ósammála. Heilbrigðisráðherra fagnar niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins. 8. febrúar 2016 07:00