Lyfsali vill veita afslátt af hluta sjúklingsins Sveinn Arnarsson skrifar 8. febrúar 2016 07:00 Samkeppniseftirlitið segir reglugerð um greiðsluþátttöku sjúkratrygginga í lyfjakostnaði ekki minnka samkeppnishvata lyfsala á Íslandi. Öryrkjabandalag Íslands kvartaði til Samkeppniseftirlitsins árið 2013 um að kerfið væri andstætt samkeppnislögum. Umboðsmaður alþingis telur reglugerðina hinsvegar ekki eiga sér lagastoð. Öryrkjabandalagið taldi reglugerð um greiðsluþátttöku standa í vegi fyrir samkeppni vegna þess að afslættir sem apótek veittu viðskiptavinum rynnu að megninu til til Sjúkratrygginga Íslands. Með því væri hvatinn til afsláttarkjara til sjúklinga orðinn að engu. Samkeppniseftirlitið er ekki sammála þessari túlkun og segir nýja kerfið hafa aukið jafnræði milli sjúklinga. Haukur Ingason, apótekari í Garðsapóteki, segir málið einfalt. „Ég vil geta gefið afslátt af hlut sjúklings. Í núverandi kerfi get ég það hins vegar ekki þar sem sjúkratryggingar byrja á að lækka greiðsluþátttökuverðið um leið og ég slæ inn afslátt. Það er byggt á heimild í reglugerð sem umboðsmaður segir ekki hafa nokkra lagastoð. Þessu þarf að breyta hið snarasta og sjúkratryggingar þurfa að taka mið af þessu áliti umboðsmanns,“ segir Haukur. Umboðsmaður gaf út álit sitt á kerfinu í lok síðasta árs. Kemst hann að þeirri niðurstöðu að aðferð sjúkratrygginga byggi ekki á neinni lagastoð. „Sé það afstaða stjórnvalda að sú aðferð sem viðhöfð er nú sé æskileg vegna framkvæmdar á þessum málum tel ég að leita þurfi eftir viðbrögðum Alþingis við lagabreytingum þar um,“ segir í áliti umboðsmanns. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segist fagna niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins á heimasíðu velferðarráðuneytisins. Þar komi fram skýrt álit þess efnis að lyfjagreiðslukerfið hafi stuðlað að auknum jöfnuði meðal lyfjanotenda og bætt hag þeirra sem mest þurfa á lyfjum að halda. Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira
Samkeppniseftirlitið segir reglugerð um greiðsluþátttöku sjúkratrygginga í lyfjakostnaði ekki minnka samkeppnishvata lyfsala á Íslandi. Öryrkjabandalag Íslands kvartaði til Samkeppniseftirlitsins árið 2013 um að kerfið væri andstætt samkeppnislögum. Umboðsmaður alþingis telur reglugerðina hinsvegar ekki eiga sér lagastoð. Öryrkjabandalagið taldi reglugerð um greiðsluþátttöku standa í vegi fyrir samkeppni vegna þess að afslættir sem apótek veittu viðskiptavinum rynnu að megninu til til Sjúkratrygginga Íslands. Með því væri hvatinn til afsláttarkjara til sjúklinga orðinn að engu. Samkeppniseftirlitið er ekki sammála þessari túlkun og segir nýja kerfið hafa aukið jafnræði milli sjúklinga. Haukur Ingason, apótekari í Garðsapóteki, segir málið einfalt. „Ég vil geta gefið afslátt af hlut sjúklings. Í núverandi kerfi get ég það hins vegar ekki þar sem sjúkratryggingar byrja á að lækka greiðsluþátttökuverðið um leið og ég slæ inn afslátt. Það er byggt á heimild í reglugerð sem umboðsmaður segir ekki hafa nokkra lagastoð. Þessu þarf að breyta hið snarasta og sjúkratryggingar þurfa að taka mið af þessu áliti umboðsmanns,“ segir Haukur. Umboðsmaður gaf út álit sitt á kerfinu í lok síðasta árs. Kemst hann að þeirri niðurstöðu að aðferð sjúkratrygginga byggi ekki á neinni lagastoð. „Sé það afstaða stjórnvalda að sú aðferð sem viðhöfð er nú sé æskileg vegna framkvæmdar á þessum málum tel ég að leita þurfi eftir viðbrögðum Alþingis við lagabreytingum þar um,“ segir í áliti umboðsmanns. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segist fagna niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins á heimasíðu velferðarráðuneytisins. Þar komi fram skýrt álit þess efnis að lyfjagreiðslukerfið hafi stuðlað að auknum jöfnuði meðal lyfjanotenda og bætt hag þeirra sem mest þurfa á lyfjum að halda.
Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira