Andrés prins sagður hafa þegið fótanudd frá ungri konu í íbúð Epstein Sylvía Hall skrifar 22. ágúst 2019 23:32 Tengsl Andrésar prins og Epstein hafa komist í sviðsljósið að undanförnu. Vísir/Getty Í tölvupóstsamskiptum milli John Brockman umboðsmanns og rithöfundarins Evgeny Morozov er vísað til heimsókna Andrésar prins til auðkýfingsins Jeffrey Epstein. Epstein lést fyrr í mánuðinum eftir að hann framdi sjálfsvíg í fangaklefa sínum þar sem hann sat inni fyrir grun um kynferðisbrot gegn stúlkum undir lögaldri og barnamansal. Samskiptin voru birt í The New Republic tímaritinu og segir á vef The Guardian að þar hafi Brockman mælt með því að Morozov, sem var umbjóðandi hans, hitti Epstein. Hann sagði auðkýfinginn vera milljarðamæring og góðvin vísinda sem hefði verið „ótrúlega örlátur við að styrkja verkefni margra vina og umbjóðenda“. Umfjöllun The New Republic um Brockman og tengsl hans við Epstein varpar ljósi á áralangt samband þeirra. Morozov segist hafa verið við það að hætta samstarfi sínu við umboðsmanninn á þessum tíma vegna vafasams sambands hans við Epstein og vísar til tölvupóstsamskipta þeirra frá árinu 2013. Hann segist efa það að Brockman hafi ekki vitað af brotum Epstein. „Breskur náungi í jakkafötum“ Tölvupóstarnir sem vísa í heimsóknir Andrésar eru frá árinu 2013. Þar segir Brockman frá síðustu heimsókn sinni til Epstein þar sem hann segist hafa séð Epstein ásamt „breskum náunga í jakkafötum með axlabönd“. Þar hafi þeir verið að fá fótanudd frá tveimur ungum og vel klæddum rússneskum konum. „Eftir að hafa „grillað“ mig í smá tíma um netöryggi fór Bretinn, sem heitir Andy, að tala um sænsk yfirvöld og ákærurnar gegn Julian Assange. Við höldum að þau séu frjálslynd í Svíþjóð, en það er meira eins og Norður-England öfugt við Suður-Evrópu,“ segir Brockman í tölvupóstinum. Brockman lýsir því að Andrés hafi borið saman líf sitt og Alberts prins af Mónakó. Albert gæti gert það sem hann vildi og öllum væri sama, en ef hann gerði slíkt hið sama væri hann í verulegum vandræðum. Það hafi verið þá sem Brockman áttaði sig á því að hann væri að ræða við sjálfan Andrés prins. Konungsfjölskyldan hefur áður gefið það út að ásakanirnar á hendur Andrési séu „andstyggilegar“ og fjarri sannleikanum. Myndir sem sýndu prinsinn á heimili Epstein árið 2010 voru birtar í Mail on Sunday og var prinsinn sagður vera hneykslaður á því að vera bendlaður við afbrot hans. Þá er hann einnig sagður hafa heimsótt eyju í eigu Epstein. Bandaríkin Bretland Mál Jeffrey Epstein Kóngafólk Mál Andrésar prins Tengdar fréttir Níddist á brotnum stúlkum Fjármálamaðurinn Jeffrey Epstein braut kynferðislega á fjölda unglingsstúlkna um árabil; hélt kynlífsveislur og bauð voldugum vinum og frægum. Vinir hans, auðkýfingar og stjórnmálamenn, keppast nú við að sverja hann af sér. 17. ágúst 2019 08:45 Trump fordæmdur fyrir að dreifa rakalausri samsæriskenningu um dauða Epstein Dauði Jeffrey Epstein í fangelsi varð tilefni fjölda samsæriskenninga á samfélagsmiðlum. Bandaríkjaforseti dreifði einni þeirra til milljóna fylgjenda sinna á Twitter. 12. ágúst 2019 13:36 FBI gerði rassíu á „barnaníðingaeyju“ Epsteins Bandaríska alríkislögreglan FBI réðst í leit á einkaeyju auðkýfingsins Jeffrey Epstein í Karíbahafinu á mánudag. 13. ágúst 2019 16:48 Konungsfjölskyldan segir ásakanir á hendur Andrési prins vera andstyggilegar Andrés prins segist vera hneykslaður á ásökunum um að hann hafi framið kynferðisbrot eftir að breski fjölmiðillinn Mail on Sunday birti myndir af honum og auðkýfinginum Jeffrey Epstein sem teknar voru á heimili Epstein árið 2010. 19. ágúst 2019 07:20 Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Sjá meira
Í tölvupóstsamskiptum milli John Brockman umboðsmanns og rithöfundarins Evgeny Morozov er vísað til heimsókna Andrésar prins til auðkýfingsins Jeffrey Epstein. Epstein lést fyrr í mánuðinum eftir að hann framdi sjálfsvíg í fangaklefa sínum þar sem hann sat inni fyrir grun um kynferðisbrot gegn stúlkum undir lögaldri og barnamansal. Samskiptin voru birt í The New Republic tímaritinu og segir á vef The Guardian að þar hafi Brockman mælt með því að Morozov, sem var umbjóðandi hans, hitti Epstein. Hann sagði auðkýfinginn vera milljarðamæring og góðvin vísinda sem hefði verið „ótrúlega örlátur við að styrkja verkefni margra vina og umbjóðenda“. Umfjöllun The New Republic um Brockman og tengsl hans við Epstein varpar ljósi á áralangt samband þeirra. Morozov segist hafa verið við það að hætta samstarfi sínu við umboðsmanninn á þessum tíma vegna vafasams sambands hans við Epstein og vísar til tölvupóstsamskipta þeirra frá árinu 2013. Hann segist efa það að Brockman hafi ekki vitað af brotum Epstein. „Breskur náungi í jakkafötum“ Tölvupóstarnir sem vísa í heimsóknir Andrésar eru frá árinu 2013. Þar segir Brockman frá síðustu heimsókn sinni til Epstein þar sem hann segist hafa séð Epstein ásamt „breskum náunga í jakkafötum með axlabönd“. Þar hafi þeir verið að fá fótanudd frá tveimur ungum og vel klæddum rússneskum konum. „Eftir að hafa „grillað“ mig í smá tíma um netöryggi fór Bretinn, sem heitir Andy, að tala um sænsk yfirvöld og ákærurnar gegn Julian Assange. Við höldum að þau séu frjálslynd í Svíþjóð, en það er meira eins og Norður-England öfugt við Suður-Evrópu,“ segir Brockman í tölvupóstinum. Brockman lýsir því að Andrés hafi borið saman líf sitt og Alberts prins af Mónakó. Albert gæti gert það sem hann vildi og öllum væri sama, en ef hann gerði slíkt hið sama væri hann í verulegum vandræðum. Það hafi verið þá sem Brockman áttaði sig á því að hann væri að ræða við sjálfan Andrés prins. Konungsfjölskyldan hefur áður gefið það út að ásakanirnar á hendur Andrési séu „andstyggilegar“ og fjarri sannleikanum. Myndir sem sýndu prinsinn á heimili Epstein árið 2010 voru birtar í Mail on Sunday og var prinsinn sagður vera hneykslaður á því að vera bendlaður við afbrot hans. Þá er hann einnig sagður hafa heimsótt eyju í eigu Epstein.
Bandaríkin Bretland Mál Jeffrey Epstein Kóngafólk Mál Andrésar prins Tengdar fréttir Níddist á brotnum stúlkum Fjármálamaðurinn Jeffrey Epstein braut kynferðislega á fjölda unglingsstúlkna um árabil; hélt kynlífsveislur og bauð voldugum vinum og frægum. Vinir hans, auðkýfingar og stjórnmálamenn, keppast nú við að sverja hann af sér. 17. ágúst 2019 08:45 Trump fordæmdur fyrir að dreifa rakalausri samsæriskenningu um dauða Epstein Dauði Jeffrey Epstein í fangelsi varð tilefni fjölda samsæriskenninga á samfélagsmiðlum. Bandaríkjaforseti dreifði einni þeirra til milljóna fylgjenda sinna á Twitter. 12. ágúst 2019 13:36 FBI gerði rassíu á „barnaníðingaeyju“ Epsteins Bandaríska alríkislögreglan FBI réðst í leit á einkaeyju auðkýfingsins Jeffrey Epstein í Karíbahafinu á mánudag. 13. ágúst 2019 16:48 Konungsfjölskyldan segir ásakanir á hendur Andrési prins vera andstyggilegar Andrés prins segist vera hneykslaður á ásökunum um að hann hafi framið kynferðisbrot eftir að breski fjölmiðillinn Mail on Sunday birti myndir af honum og auðkýfinginum Jeffrey Epstein sem teknar voru á heimili Epstein árið 2010. 19. ágúst 2019 07:20 Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Sjá meira
Níddist á brotnum stúlkum Fjármálamaðurinn Jeffrey Epstein braut kynferðislega á fjölda unglingsstúlkna um árabil; hélt kynlífsveislur og bauð voldugum vinum og frægum. Vinir hans, auðkýfingar og stjórnmálamenn, keppast nú við að sverja hann af sér. 17. ágúst 2019 08:45
Trump fordæmdur fyrir að dreifa rakalausri samsæriskenningu um dauða Epstein Dauði Jeffrey Epstein í fangelsi varð tilefni fjölda samsæriskenninga á samfélagsmiðlum. Bandaríkjaforseti dreifði einni þeirra til milljóna fylgjenda sinna á Twitter. 12. ágúst 2019 13:36
FBI gerði rassíu á „barnaníðingaeyju“ Epsteins Bandaríska alríkislögreglan FBI réðst í leit á einkaeyju auðkýfingsins Jeffrey Epstein í Karíbahafinu á mánudag. 13. ágúst 2019 16:48
Konungsfjölskyldan segir ásakanir á hendur Andrési prins vera andstyggilegar Andrés prins segist vera hneykslaður á ásökunum um að hann hafi framið kynferðisbrot eftir að breski fjölmiðillinn Mail on Sunday birti myndir af honum og auðkýfinginum Jeffrey Epstein sem teknar voru á heimili Epstein árið 2010. 19. ágúst 2019 07:20