Orkupakkar hafa lækkað raforkukostnað Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 23. ágúst 2019 11:28 Orkupakkaumræðan hefur heldur betur raskað hugarró landsmanna og eitt af áhyggjuefnum andstæðinga orkupakka þrjú eru getgátur um snarhækkandi raforkuverð sem fylgt gætu innleiðingu pakkans. Það er nú einu sinni þannig að raforkukostnaður heimila byggist ekki eingöngu á raforkuverði heldur einnig hversu mikið af raforku við þurfum til að mæta þörfum okkar daglega lífs. Tilgangurinn með þessari grein er ekki að stíga inn í eldfima orkupakkaumræðu landsmanna, heldur frekar að útskýra áhrif eldri orkupakka Evrópusambandsins á raforkukostnað okkar. Neytendur gleyma stundum að það er mun auðveldara að hafa áhrif á raforkunotkun en raforkuverð. Við getum vissulega kvartað yfir raforkuverði og reynt að velja þá raforkusala sem bjóða bestu kjörin en miklu meiri árangur næst þó með því að hafa áhrif á raforkunotkunina. Það er auðvelt að lækka raforkureikninginn með því að muna að slökkva ljósin og skilja ekki eftir raftæki í biðstöðu en mesta byltingin undanfarna áratugi hefur þó verið í raftækjunum sjálfum. Það er nefnilega staðreynd að þrátt fyrir að raftækjum hafi snarfjölgað með nýjum tækninýjungum þá hefur raforkunotkun heimila í raun minnkað. Það hefur gerst m.a. vegna orkutilskipana frá Evrópusambandinu, sem stýrt hefur framleiðendum raftækja í átt til betri orkunýtni, án þess að draga úr gæðum viðkomandi tækja.Framleiðendur reka ekki raftækin Margir myndu segja að raftækjaframleiðendur hefðu nú bara sjálfir fetað þennan orkunýtniveg á eigin spýtur, en málið er ekki svo einfalt. Í fyrsta lagi selja raftækjaframleiðendur okkur aðeins tækin, þeir reka þau ekki. Með öðrum orðum þá græða framleiðendur lítið á lægri rekstrarkostnaði tækja. Í öðru lagi náði orkuvitund neytenda aldrei þeim hæðum að almenn vitund skapaðist um orkuþörf mismunandi vörumerkja. Orkupakkar Evrópusambandsins hafa breytt þessari stöðu með ýmsum hætti, bæði með verkefnum sem hafa dregið fram orkunýtni tækja og kröfum sem þrýst hafa framleiðendum í rétta átt. Nefna má dæmi eins og A-G einkunnarkerfið sem auðveldaði neytendum val á raftækjum. Þessar merkingar höfðu svo mikil markaðsáhrif að tæki sem höfðu verri orkueinkunn en C hættu nánast að seljast á augabragði og duttu úr framleiðslu í kjölfarið. Eins hafa kvaðir á framleiðslu tækja leitt til þess að orkunýtni raftækja hefur batnað til muna. Skýrt dæmi um það eru ljósaperur en gömlu glóperurnar stóðust t.d. ekki orkunýtnikröfurnar og duttu út af markaði. Í dag höfum við mun betri LED perur sem gefa okkur sömu eða betri lýsingu með miklu lægri heildarkostnaði enda mun orkunýtnari og endingarbetri perur.Skiptir þetta einhverju máli? Þetta hefur skipt miklu máli fyrir íslenska neytendur sem nota nú að jafnaði talsvert minni raforku fyrir sömu þjónustu, þökk sé betri tækjum. Eins og flestir vita, sem eldri eru en tvævetra, þá hefur raftækjum síður en svo fækkað og líklega fjölgað á flestum heimilum undanfarin ár. Þrátt fyrir það hefur árleg raforkunotkun meðalheimilis minnkað um 500 kWst á síðustu 10 árum. Miðað við 100.000 heimili þá er þetta því minnkun á raforkuþörf um 50 milljón kWst á ári sem samsvarar ársnotkun 25 þúsund rafbíla. Þeir 3500 rafbílar sem nú eru á götum landsins eru því bara rétt byrjaðir að tappa af þeirri raforku sem sparast hefur með betri raftækjum á heimilum landsmanna undanfarin ár. Í heimsmarkaðskerfi nútímans er ólíklegt að einstök ríki hefðu ein og sér getað snúið raftækjaframleiðendum á betri brautir. Það er því alveg ljóst að farsælt samstarf ólíkra ríkja getur stuðlað að mikilvægum framförum í orku- og umhverfismálum, hvort sem við Íslendingar viljum taka þátt í því eður ei.Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuseturs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Sigurður Ingi Friðleifsson Þriðji orkupakkinn Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Orkupakkaumræðan hefur heldur betur raskað hugarró landsmanna og eitt af áhyggjuefnum andstæðinga orkupakka þrjú eru getgátur um snarhækkandi raforkuverð sem fylgt gætu innleiðingu pakkans. Það er nú einu sinni þannig að raforkukostnaður heimila byggist ekki eingöngu á raforkuverði heldur einnig hversu mikið af raforku við þurfum til að mæta þörfum okkar daglega lífs. Tilgangurinn með þessari grein er ekki að stíga inn í eldfima orkupakkaumræðu landsmanna, heldur frekar að útskýra áhrif eldri orkupakka Evrópusambandsins á raforkukostnað okkar. Neytendur gleyma stundum að það er mun auðveldara að hafa áhrif á raforkunotkun en raforkuverð. Við getum vissulega kvartað yfir raforkuverði og reynt að velja þá raforkusala sem bjóða bestu kjörin en miklu meiri árangur næst þó með því að hafa áhrif á raforkunotkunina. Það er auðvelt að lækka raforkureikninginn með því að muna að slökkva ljósin og skilja ekki eftir raftæki í biðstöðu en mesta byltingin undanfarna áratugi hefur þó verið í raftækjunum sjálfum. Það er nefnilega staðreynd að þrátt fyrir að raftækjum hafi snarfjölgað með nýjum tækninýjungum þá hefur raforkunotkun heimila í raun minnkað. Það hefur gerst m.a. vegna orkutilskipana frá Evrópusambandinu, sem stýrt hefur framleiðendum raftækja í átt til betri orkunýtni, án þess að draga úr gæðum viðkomandi tækja.Framleiðendur reka ekki raftækin Margir myndu segja að raftækjaframleiðendur hefðu nú bara sjálfir fetað þennan orkunýtniveg á eigin spýtur, en málið er ekki svo einfalt. Í fyrsta lagi selja raftækjaframleiðendur okkur aðeins tækin, þeir reka þau ekki. Með öðrum orðum þá græða framleiðendur lítið á lægri rekstrarkostnaði tækja. Í öðru lagi náði orkuvitund neytenda aldrei þeim hæðum að almenn vitund skapaðist um orkuþörf mismunandi vörumerkja. Orkupakkar Evrópusambandsins hafa breytt þessari stöðu með ýmsum hætti, bæði með verkefnum sem hafa dregið fram orkunýtni tækja og kröfum sem þrýst hafa framleiðendum í rétta átt. Nefna má dæmi eins og A-G einkunnarkerfið sem auðveldaði neytendum val á raftækjum. Þessar merkingar höfðu svo mikil markaðsáhrif að tæki sem höfðu verri orkueinkunn en C hættu nánast að seljast á augabragði og duttu úr framleiðslu í kjölfarið. Eins hafa kvaðir á framleiðslu tækja leitt til þess að orkunýtni raftækja hefur batnað til muna. Skýrt dæmi um það eru ljósaperur en gömlu glóperurnar stóðust t.d. ekki orkunýtnikröfurnar og duttu út af markaði. Í dag höfum við mun betri LED perur sem gefa okkur sömu eða betri lýsingu með miklu lægri heildarkostnaði enda mun orkunýtnari og endingarbetri perur.Skiptir þetta einhverju máli? Þetta hefur skipt miklu máli fyrir íslenska neytendur sem nota nú að jafnaði talsvert minni raforku fyrir sömu þjónustu, þökk sé betri tækjum. Eins og flestir vita, sem eldri eru en tvævetra, þá hefur raftækjum síður en svo fækkað og líklega fjölgað á flestum heimilum undanfarin ár. Þrátt fyrir það hefur árleg raforkunotkun meðalheimilis minnkað um 500 kWst á síðustu 10 árum. Miðað við 100.000 heimili þá er þetta því minnkun á raforkuþörf um 50 milljón kWst á ári sem samsvarar ársnotkun 25 þúsund rafbíla. Þeir 3500 rafbílar sem nú eru á götum landsins eru því bara rétt byrjaðir að tappa af þeirri raforku sem sparast hefur með betri raftækjum á heimilum landsmanna undanfarin ár. Í heimsmarkaðskerfi nútímans er ólíklegt að einstök ríki hefðu ein og sér getað snúið raftækjaframleiðendum á betri brautir. Það er því alveg ljóst að farsælt samstarf ólíkra ríkja getur stuðlað að mikilvægum framförum í orku- og umhverfismálum, hvort sem við Íslendingar viljum taka þátt í því eður ei.Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuseturs.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun