Orkupakkar hafa lækkað raforkukostnað Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 23. ágúst 2019 11:28 Orkupakkaumræðan hefur heldur betur raskað hugarró landsmanna og eitt af áhyggjuefnum andstæðinga orkupakka þrjú eru getgátur um snarhækkandi raforkuverð sem fylgt gætu innleiðingu pakkans. Það er nú einu sinni þannig að raforkukostnaður heimila byggist ekki eingöngu á raforkuverði heldur einnig hversu mikið af raforku við þurfum til að mæta þörfum okkar daglega lífs. Tilgangurinn með þessari grein er ekki að stíga inn í eldfima orkupakkaumræðu landsmanna, heldur frekar að útskýra áhrif eldri orkupakka Evrópusambandsins á raforkukostnað okkar. Neytendur gleyma stundum að það er mun auðveldara að hafa áhrif á raforkunotkun en raforkuverð. Við getum vissulega kvartað yfir raforkuverði og reynt að velja þá raforkusala sem bjóða bestu kjörin en miklu meiri árangur næst þó með því að hafa áhrif á raforkunotkunina. Það er auðvelt að lækka raforkureikninginn með því að muna að slökkva ljósin og skilja ekki eftir raftæki í biðstöðu en mesta byltingin undanfarna áratugi hefur þó verið í raftækjunum sjálfum. Það er nefnilega staðreynd að þrátt fyrir að raftækjum hafi snarfjölgað með nýjum tækninýjungum þá hefur raforkunotkun heimila í raun minnkað. Það hefur gerst m.a. vegna orkutilskipana frá Evrópusambandinu, sem stýrt hefur framleiðendum raftækja í átt til betri orkunýtni, án þess að draga úr gæðum viðkomandi tækja.Framleiðendur reka ekki raftækin Margir myndu segja að raftækjaframleiðendur hefðu nú bara sjálfir fetað þennan orkunýtniveg á eigin spýtur, en málið er ekki svo einfalt. Í fyrsta lagi selja raftækjaframleiðendur okkur aðeins tækin, þeir reka þau ekki. Með öðrum orðum þá græða framleiðendur lítið á lægri rekstrarkostnaði tækja. Í öðru lagi náði orkuvitund neytenda aldrei þeim hæðum að almenn vitund skapaðist um orkuþörf mismunandi vörumerkja. Orkupakkar Evrópusambandsins hafa breytt þessari stöðu með ýmsum hætti, bæði með verkefnum sem hafa dregið fram orkunýtni tækja og kröfum sem þrýst hafa framleiðendum í rétta átt. Nefna má dæmi eins og A-G einkunnarkerfið sem auðveldaði neytendum val á raftækjum. Þessar merkingar höfðu svo mikil markaðsáhrif að tæki sem höfðu verri orkueinkunn en C hættu nánast að seljast á augabragði og duttu úr framleiðslu í kjölfarið. Eins hafa kvaðir á framleiðslu tækja leitt til þess að orkunýtni raftækja hefur batnað til muna. Skýrt dæmi um það eru ljósaperur en gömlu glóperurnar stóðust t.d. ekki orkunýtnikröfurnar og duttu út af markaði. Í dag höfum við mun betri LED perur sem gefa okkur sömu eða betri lýsingu með miklu lægri heildarkostnaði enda mun orkunýtnari og endingarbetri perur.Skiptir þetta einhverju máli? Þetta hefur skipt miklu máli fyrir íslenska neytendur sem nota nú að jafnaði talsvert minni raforku fyrir sömu þjónustu, þökk sé betri tækjum. Eins og flestir vita, sem eldri eru en tvævetra, þá hefur raftækjum síður en svo fækkað og líklega fjölgað á flestum heimilum undanfarin ár. Þrátt fyrir það hefur árleg raforkunotkun meðalheimilis minnkað um 500 kWst á síðustu 10 árum. Miðað við 100.000 heimili þá er þetta því minnkun á raforkuþörf um 50 milljón kWst á ári sem samsvarar ársnotkun 25 þúsund rafbíla. Þeir 3500 rafbílar sem nú eru á götum landsins eru því bara rétt byrjaðir að tappa af þeirri raforku sem sparast hefur með betri raftækjum á heimilum landsmanna undanfarin ár. Í heimsmarkaðskerfi nútímans er ólíklegt að einstök ríki hefðu ein og sér getað snúið raftækjaframleiðendum á betri brautir. Það er því alveg ljóst að farsælt samstarf ólíkra ríkja getur stuðlað að mikilvægum framförum í orku- og umhverfismálum, hvort sem við Íslendingar viljum taka þátt í því eður ei.Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuseturs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Sigurður Ingi Friðleifsson Þriðji orkupakkinn Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Orkupakkaumræðan hefur heldur betur raskað hugarró landsmanna og eitt af áhyggjuefnum andstæðinga orkupakka þrjú eru getgátur um snarhækkandi raforkuverð sem fylgt gætu innleiðingu pakkans. Það er nú einu sinni þannig að raforkukostnaður heimila byggist ekki eingöngu á raforkuverði heldur einnig hversu mikið af raforku við þurfum til að mæta þörfum okkar daglega lífs. Tilgangurinn með þessari grein er ekki að stíga inn í eldfima orkupakkaumræðu landsmanna, heldur frekar að útskýra áhrif eldri orkupakka Evrópusambandsins á raforkukostnað okkar. Neytendur gleyma stundum að það er mun auðveldara að hafa áhrif á raforkunotkun en raforkuverð. Við getum vissulega kvartað yfir raforkuverði og reynt að velja þá raforkusala sem bjóða bestu kjörin en miklu meiri árangur næst þó með því að hafa áhrif á raforkunotkunina. Það er auðvelt að lækka raforkureikninginn með því að muna að slökkva ljósin og skilja ekki eftir raftæki í biðstöðu en mesta byltingin undanfarna áratugi hefur þó verið í raftækjunum sjálfum. Það er nefnilega staðreynd að þrátt fyrir að raftækjum hafi snarfjölgað með nýjum tækninýjungum þá hefur raforkunotkun heimila í raun minnkað. Það hefur gerst m.a. vegna orkutilskipana frá Evrópusambandinu, sem stýrt hefur framleiðendum raftækja í átt til betri orkunýtni, án þess að draga úr gæðum viðkomandi tækja.Framleiðendur reka ekki raftækin Margir myndu segja að raftækjaframleiðendur hefðu nú bara sjálfir fetað þennan orkunýtniveg á eigin spýtur, en málið er ekki svo einfalt. Í fyrsta lagi selja raftækjaframleiðendur okkur aðeins tækin, þeir reka þau ekki. Með öðrum orðum þá græða framleiðendur lítið á lægri rekstrarkostnaði tækja. Í öðru lagi náði orkuvitund neytenda aldrei þeim hæðum að almenn vitund skapaðist um orkuþörf mismunandi vörumerkja. Orkupakkar Evrópusambandsins hafa breytt þessari stöðu með ýmsum hætti, bæði með verkefnum sem hafa dregið fram orkunýtni tækja og kröfum sem þrýst hafa framleiðendum í rétta átt. Nefna má dæmi eins og A-G einkunnarkerfið sem auðveldaði neytendum val á raftækjum. Þessar merkingar höfðu svo mikil markaðsáhrif að tæki sem höfðu verri orkueinkunn en C hættu nánast að seljast á augabragði og duttu úr framleiðslu í kjölfarið. Eins hafa kvaðir á framleiðslu tækja leitt til þess að orkunýtni raftækja hefur batnað til muna. Skýrt dæmi um það eru ljósaperur en gömlu glóperurnar stóðust t.d. ekki orkunýtnikröfurnar og duttu út af markaði. Í dag höfum við mun betri LED perur sem gefa okkur sömu eða betri lýsingu með miklu lægri heildarkostnaði enda mun orkunýtnari og endingarbetri perur.Skiptir þetta einhverju máli? Þetta hefur skipt miklu máli fyrir íslenska neytendur sem nota nú að jafnaði talsvert minni raforku fyrir sömu þjónustu, þökk sé betri tækjum. Eins og flestir vita, sem eldri eru en tvævetra, þá hefur raftækjum síður en svo fækkað og líklega fjölgað á flestum heimilum undanfarin ár. Þrátt fyrir það hefur árleg raforkunotkun meðalheimilis minnkað um 500 kWst á síðustu 10 árum. Miðað við 100.000 heimili þá er þetta því minnkun á raforkuþörf um 50 milljón kWst á ári sem samsvarar ársnotkun 25 þúsund rafbíla. Þeir 3500 rafbílar sem nú eru á götum landsins eru því bara rétt byrjaðir að tappa af þeirri raforku sem sparast hefur með betri raftækjum á heimilum landsmanna undanfarin ár. Í heimsmarkaðskerfi nútímans er ólíklegt að einstök ríki hefðu ein og sér getað snúið raftækjaframleiðendum á betri brautir. Það er því alveg ljóst að farsælt samstarf ólíkra ríkja getur stuðlað að mikilvægum framförum í orku- og umhverfismálum, hvort sem við Íslendingar viljum taka þátt í því eður ei.Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuseturs.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar