Óttast að stór sylla geti fallið ofan í Reynisfjöru Kristján Már Unnarsson skrifar 23. ágúst 2019 21:40 Björn Ingi Jónsson, verkefnisstjóri almannavarna á Suðurlandi. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Ennþá er talin hætta á berghruni úr suðurhlíð Reynisfjalls og verður austasta hluta Reynisfjöru áfram haldið lokuðum um sinn. Fjölfarnasti hluti þessarar vinsælu fjöru verður þó áfram opinn ferðamönnum. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2.Séð austur eftir Reynisfjöru að skriðunni. Sjá má gula lokunarborðann strengdan þvert yfir fjöruna sem markar bannsvæðið.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Lögreglan á Suðurlandi mætti með vaska sveit í Reynisfjöru í dag til að taka út aðstæður og funda um framhald mála með sérfræðingum frá Veðurstofu og Vegagerð, en einnig fulltrúum Mýrdalshrepps, landeigenda og rekstraraðila veitingahússins við fjöruna. Fundurinn var haldinn á veitingahúsinu Svörtu fjörunni.Stöð 2/KMU.Þrír dagar eru frá því skriðan féll og hefur austasti hluti fjörunnar síðan verið lokaður með gulum lögregluborða. Niðurstaða fundarins var að halda þessum hluta fjörunnar áfram lokuðum enda er talin hætta á frekara berghruni. „Já, við metum hættu á því,“ segir Björn Ingi Jónsson, verkefnisstjóri almannavarna á Suðurlandi.Skriðan er talin vera um eitthundrað metra breið.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Það lítur þannig út núna, þegar við horfum þarna upp eftir, og skoðum þarna fyrir ofan, að það sé töluvert laust, og það hefur hrunið undan ansi stórri syllu sem er þarna fyrir ofan, sem við höfum ákveðnar áhyggjur af að geti farið af stað líka.“Vestasti og vinsælasti hluti Reynisfjöru er áfram opinn. Sjá má gula borðann neðst til hægri.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Vestari hluti fjörunnar, og sá vinsælasti, verður áfram opinn ferðamönnum. Svæðið verður vaktað og farið í vinnu við uppfærslu og samræmingu aðvörunarskilta.Ferðamenn við lögregluborðann í Reynisfjöru í dag. Engin fótspor sáust í sandinum handan við borðann.Stöð 2/KMU.Ekki var annað að sjá en að ferðamenn virtu lokunina og þannig sáust engin fótspor í sandinum handan við gula borðann. „Já, ég held að fólk virði hann, nánast undantekningarlaust,“ segir Björn.Bílastæðið við Reynisfjöru þéttsetið rútum og fólksbílum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Það sýnir sig bara á bílastæðinu við veitingahúsið Svörtu fjöruna að þetta er orðinn einn vinsælasti ferðamannastaður Suðurlands. Áætlað er að milli þrjú- og fimmþúsund manns heimsæki staðinn á degi hverjum. „Þetta er geipilega vinsæll ferðamannastaður enda geipilega falleg náttúra að skoða. Þannig að við þurfum að standa vel að merkingum og fræðslu á aðstæðum,“ segir verkefnisstjóri almannavarna á Suðurlandi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Almannavarnir Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Skriðan kom niður á sama stað og tveir ferðamenn slösuðust í gær Skriðan kom niður á sama stað og tveir ferðamenn slösuðust í gær þegar grjót kom úr fjallinu. 20. ágúst 2019 10:55 Ekki hrunið meira úr Reynisfjalli frá því í gær Aðstæður í Reynisfjöru eru enn varhugaverðar eftir að stór skriða féll úr Reynisfjalli í gær. Ferðamenn sem hafa komið í fjöruna hafa virt lokanir lögreglu. Leiðinda veður er á þessum slóðum í dag. 21. ágúst 2019 11:20 Þriðja skriðan á tíu árum í Reynisfjöru Skriðan sem féll í Reynisfjöru í gærmorgun var sú þriðja á tíu árum sem telst geta ógnað ferðamönnum. 21. ágúst 2019 21:44 Þrír slasast eftir grjóthrun í Reynisfjöru Búið er að loka austasta hluta Reynisfjöru. 19. ágúst 2019 15:30 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Fleiri fréttir Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Sjá meira
Ennþá er talin hætta á berghruni úr suðurhlíð Reynisfjalls og verður austasta hluta Reynisfjöru áfram haldið lokuðum um sinn. Fjölfarnasti hluti þessarar vinsælu fjöru verður þó áfram opinn ferðamönnum. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2.Séð austur eftir Reynisfjöru að skriðunni. Sjá má gula lokunarborðann strengdan þvert yfir fjöruna sem markar bannsvæðið.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Lögreglan á Suðurlandi mætti með vaska sveit í Reynisfjöru í dag til að taka út aðstæður og funda um framhald mála með sérfræðingum frá Veðurstofu og Vegagerð, en einnig fulltrúum Mýrdalshrepps, landeigenda og rekstraraðila veitingahússins við fjöruna. Fundurinn var haldinn á veitingahúsinu Svörtu fjörunni.Stöð 2/KMU.Þrír dagar eru frá því skriðan féll og hefur austasti hluti fjörunnar síðan verið lokaður með gulum lögregluborða. Niðurstaða fundarins var að halda þessum hluta fjörunnar áfram lokuðum enda er talin hætta á frekara berghruni. „Já, við metum hættu á því,“ segir Björn Ingi Jónsson, verkefnisstjóri almannavarna á Suðurlandi.Skriðan er talin vera um eitthundrað metra breið.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Það lítur þannig út núna, þegar við horfum þarna upp eftir, og skoðum þarna fyrir ofan, að það sé töluvert laust, og það hefur hrunið undan ansi stórri syllu sem er þarna fyrir ofan, sem við höfum ákveðnar áhyggjur af að geti farið af stað líka.“Vestasti og vinsælasti hluti Reynisfjöru er áfram opinn. Sjá má gula borðann neðst til hægri.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Vestari hluti fjörunnar, og sá vinsælasti, verður áfram opinn ferðamönnum. Svæðið verður vaktað og farið í vinnu við uppfærslu og samræmingu aðvörunarskilta.Ferðamenn við lögregluborðann í Reynisfjöru í dag. Engin fótspor sáust í sandinum handan við borðann.Stöð 2/KMU.Ekki var annað að sjá en að ferðamenn virtu lokunina og þannig sáust engin fótspor í sandinum handan við gula borðann. „Já, ég held að fólk virði hann, nánast undantekningarlaust,“ segir Björn.Bílastæðið við Reynisfjöru þéttsetið rútum og fólksbílum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Það sýnir sig bara á bílastæðinu við veitingahúsið Svörtu fjöruna að þetta er orðinn einn vinsælasti ferðamannastaður Suðurlands. Áætlað er að milli þrjú- og fimmþúsund manns heimsæki staðinn á degi hverjum. „Þetta er geipilega vinsæll ferðamannastaður enda geipilega falleg náttúra að skoða. Þannig að við þurfum að standa vel að merkingum og fræðslu á aðstæðum,“ segir verkefnisstjóri almannavarna á Suðurlandi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Almannavarnir Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Skriðan kom niður á sama stað og tveir ferðamenn slösuðust í gær Skriðan kom niður á sama stað og tveir ferðamenn slösuðust í gær þegar grjót kom úr fjallinu. 20. ágúst 2019 10:55 Ekki hrunið meira úr Reynisfjalli frá því í gær Aðstæður í Reynisfjöru eru enn varhugaverðar eftir að stór skriða féll úr Reynisfjalli í gær. Ferðamenn sem hafa komið í fjöruna hafa virt lokanir lögreglu. Leiðinda veður er á þessum slóðum í dag. 21. ágúst 2019 11:20 Þriðja skriðan á tíu árum í Reynisfjöru Skriðan sem féll í Reynisfjöru í gærmorgun var sú þriðja á tíu árum sem telst geta ógnað ferðamönnum. 21. ágúst 2019 21:44 Þrír slasast eftir grjóthrun í Reynisfjöru Búið er að loka austasta hluta Reynisfjöru. 19. ágúst 2019 15:30 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Fleiri fréttir Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Sjá meira
Skriðan kom niður á sama stað og tveir ferðamenn slösuðust í gær Skriðan kom niður á sama stað og tveir ferðamenn slösuðust í gær þegar grjót kom úr fjallinu. 20. ágúst 2019 10:55
Ekki hrunið meira úr Reynisfjalli frá því í gær Aðstæður í Reynisfjöru eru enn varhugaverðar eftir að stór skriða féll úr Reynisfjalli í gær. Ferðamenn sem hafa komið í fjöruna hafa virt lokanir lögreglu. Leiðinda veður er á þessum slóðum í dag. 21. ágúst 2019 11:20
Þriðja skriðan á tíu árum í Reynisfjöru Skriðan sem féll í Reynisfjöru í gærmorgun var sú þriðja á tíu árum sem telst geta ógnað ferðamönnum. 21. ágúst 2019 21:44
Þrír slasast eftir grjóthrun í Reynisfjöru Búið er að loka austasta hluta Reynisfjöru. 19. ágúst 2019 15:30