Brasilískar hersveitir sendar til að vinna bug á Amasóneldunum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. ágúst 2019 17:57 Eldarnir geisa enn í Amasón regnskóginum. getty/Eraldo Peres Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, sendi í dag hersveitir til að vinna bug á skógareldunum þar í landi. Aldrei hafa fleiri skógareldar brunnið í Amasónn skóginum frá því að mælingar hófust. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Hersveitir voru sendar á náttúruverndarsvæði, landsvæði frumbyggja Brasilíu og annarra svæða þar sem eldarnir brenna glatt. Alþjóðasamfélagið hefur lýst yfir miklum áhyggjum og óánægju vegna eldanna en Bolsonaro hefur verið talinn ekki gera nóg til að vinna bug á eldunum og hefur verið sakaður um að hvetja bændur og námuverkafólk að ryðja burt skóglendi. Auk þess hafa nokkur ríki hótað refsiaðgerðum ef ekkert verði gert, þar á meðal Frakkland og Írland en leiðtogar beggja landanna hótuðu í gær að koma í veg fyrir fríverslunarsamning á milli Brasilíu og Evrópusambandsins. Efnahagsráðherra Finnlands kallaði einnig eftir því að Evrópusambandið myndi íhuga það að banna nautakjötsinnflutning frá Brasilíu.Á föstudag sagði Bolsonaro í sjónvarpsávarpi að skógareldur „gerðust út um allan heim“ og „ekki væri hægt að nota þessa [skógarelda] til að beita alþjóðlegum refsiaðgerðum.“ Talið er að margir eldanna hafi verið kveiktir af mönnum, þá sérstaklega bændum, til að ryðja fyrir ræktarlandi. Aðalsteinn Sigurgeirs, fagmálastjóri Skógræktarinnar, sagði í kvöldfréttum RÚV á fimmtudag að skógareldar væru ekki eðlilegur hluti af Amason regnskóginum. Gífurlegt uppstreymi raka sé í regnskóginum og ættu eldar því ekki að kvikna sjálfkrafa. Bolsonaro hefur gert lítið úr baráttu umhverfisverndarsinna og lýst yfir stuðningi við skógruðning í Amason til landnýtingar. Umhverfisverndarsinnar og sérfræðingar í náttúruvísindum segja að stjórn Bolsonaro hvetji til eyðingu skógarins. Leiðtogar sjö stærstu iðnríkja heims funda í Frakklandi um helgina á fundi G7 ríkjanna og munu eldarnir í Amasón vera í brennipunkti á fundinum. Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur talað fyrir því að eldarnir sem nú geisa í regnskóginum verði settir á oddinn. Brasilía Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Sao Paulo myrkvuð vegna reyks frá Amasóneldunum Gríðarlegir skógareldar loga nú á miklu svæði í Amasón regnskóginum í Suður-Ameríku. Christian Poirier, stjórnandi samtakanna Amazon Watch segir líkur á því að eldarnir hafi kviknað af mannavöldum. 22. ágúst 2019 13:52 Ræða um skógareldana í Amason á G7-fundinum Leiðtogar Frakka og Þjóðverja tjáðu sig báðir í gær um þann metfjölda skógarelda sem hafa geisað í Amasonfrumskóginum í Brasilíu á árinu. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði að þetta þyrfti að ræða á fundi G7-ríkjanna um helgina. Algjört neyðarástand hefði skapast. 24. ágúst 2019 08:45 Frakkar og Írar hóta að koma í veg fyrir fríverslunarsamning verði Amasóneldar ekki slökktir Frakkland og Írland hóta að koma í veg fyrir að fríverslunarsamningur á milli Evrópusambandsins og fjögurra ríkja Suður-Ameríku taki gildi ef að Brasilíumenn gera ekki meira til að ráða niðurlögum skógarelda í Amason. Metfjöldi elda loga nú í frumskóginum. 23. ágúst 2019 20:14 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, sendi í dag hersveitir til að vinna bug á skógareldunum þar í landi. Aldrei hafa fleiri skógareldar brunnið í Amasónn skóginum frá því að mælingar hófust. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Hersveitir voru sendar á náttúruverndarsvæði, landsvæði frumbyggja Brasilíu og annarra svæða þar sem eldarnir brenna glatt. Alþjóðasamfélagið hefur lýst yfir miklum áhyggjum og óánægju vegna eldanna en Bolsonaro hefur verið talinn ekki gera nóg til að vinna bug á eldunum og hefur verið sakaður um að hvetja bændur og námuverkafólk að ryðja burt skóglendi. Auk þess hafa nokkur ríki hótað refsiaðgerðum ef ekkert verði gert, þar á meðal Frakkland og Írland en leiðtogar beggja landanna hótuðu í gær að koma í veg fyrir fríverslunarsamning á milli Brasilíu og Evrópusambandsins. Efnahagsráðherra Finnlands kallaði einnig eftir því að Evrópusambandið myndi íhuga það að banna nautakjötsinnflutning frá Brasilíu.Á föstudag sagði Bolsonaro í sjónvarpsávarpi að skógareldur „gerðust út um allan heim“ og „ekki væri hægt að nota þessa [skógarelda] til að beita alþjóðlegum refsiaðgerðum.“ Talið er að margir eldanna hafi verið kveiktir af mönnum, þá sérstaklega bændum, til að ryðja fyrir ræktarlandi. Aðalsteinn Sigurgeirs, fagmálastjóri Skógræktarinnar, sagði í kvöldfréttum RÚV á fimmtudag að skógareldar væru ekki eðlilegur hluti af Amason regnskóginum. Gífurlegt uppstreymi raka sé í regnskóginum og ættu eldar því ekki að kvikna sjálfkrafa. Bolsonaro hefur gert lítið úr baráttu umhverfisverndarsinna og lýst yfir stuðningi við skógruðning í Amason til landnýtingar. Umhverfisverndarsinnar og sérfræðingar í náttúruvísindum segja að stjórn Bolsonaro hvetji til eyðingu skógarins. Leiðtogar sjö stærstu iðnríkja heims funda í Frakklandi um helgina á fundi G7 ríkjanna og munu eldarnir í Amasón vera í brennipunkti á fundinum. Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur talað fyrir því að eldarnir sem nú geisa í regnskóginum verði settir á oddinn.
Brasilía Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Sao Paulo myrkvuð vegna reyks frá Amasóneldunum Gríðarlegir skógareldar loga nú á miklu svæði í Amasón regnskóginum í Suður-Ameríku. Christian Poirier, stjórnandi samtakanna Amazon Watch segir líkur á því að eldarnir hafi kviknað af mannavöldum. 22. ágúst 2019 13:52 Ræða um skógareldana í Amason á G7-fundinum Leiðtogar Frakka og Þjóðverja tjáðu sig báðir í gær um þann metfjölda skógarelda sem hafa geisað í Amasonfrumskóginum í Brasilíu á árinu. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði að þetta þyrfti að ræða á fundi G7-ríkjanna um helgina. Algjört neyðarástand hefði skapast. 24. ágúst 2019 08:45 Frakkar og Írar hóta að koma í veg fyrir fríverslunarsamning verði Amasóneldar ekki slökktir Frakkland og Írland hóta að koma í veg fyrir að fríverslunarsamningur á milli Evrópusambandsins og fjögurra ríkja Suður-Ameríku taki gildi ef að Brasilíumenn gera ekki meira til að ráða niðurlögum skógarelda í Amason. Metfjöldi elda loga nú í frumskóginum. 23. ágúst 2019 20:14 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira
Sao Paulo myrkvuð vegna reyks frá Amasóneldunum Gríðarlegir skógareldar loga nú á miklu svæði í Amasón regnskóginum í Suður-Ameríku. Christian Poirier, stjórnandi samtakanna Amazon Watch segir líkur á því að eldarnir hafi kviknað af mannavöldum. 22. ágúst 2019 13:52
Ræða um skógareldana í Amason á G7-fundinum Leiðtogar Frakka og Þjóðverja tjáðu sig báðir í gær um þann metfjölda skógarelda sem hafa geisað í Amasonfrumskóginum í Brasilíu á árinu. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði að þetta þyrfti að ræða á fundi G7-ríkjanna um helgina. Algjört neyðarástand hefði skapast. 24. ágúst 2019 08:45
Frakkar og Írar hóta að koma í veg fyrir fríverslunarsamning verði Amasóneldar ekki slökktir Frakkland og Írland hóta að koma í veg fyrir að fríverslunarsamningur á milli Evrópusambandsins og fjögurra ríkja Suður-Ameríku taki gildi ef að Brasilíumenn gera ekki meira til að ráða niðurlögum skógarelda í Amason. Metfjöldi elda loga nú í frumskóginum. 23. ágúst 2019 20:14