Kim Kielsen hélt velli á Grænlandi Kristján Már Unnarsson skrifar 26. ágúst 2019 20:06 Kim Kielsen í viðtali við Stöð 2 á fundi forsætisráðherra Norðurlandanna í Hörpu í Reykjavík í síðustu viku. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Kim Kielsen, leiðtogi Grænlands, stóð af sér vantrauststillögu eigin flokksmanna innan Siumut-flokksins í dag og heldur því velli sem bæði formaður flokksins og forsætisráðherra landsins, að því er fram kom í fréttum Stöðvar 2. Sex af tíu þingmönnum Siumut, auk eins ráðherra, höfðu gert uppreisn gegn Kim og vildu að hann yrði settur af sem formaður fyrir að fylgja ekki stefnumálum flokksins, meðal annars við ákvörðun fisk- og hvalveiðikvóta. Á sérstökum fundi miðstjórnar Siumut-flokksins í dag reyndist Kim hins vegar njóta yfirgnæfandi stuðnings flokksdeilda. Þrjátíuogfjórar af fjörutíu héraðsdeildum Siumut vildu að Kim sæti áfram og kom því ekki til þess að boðað yrði til auka flokksþings til að kjósa nýjan formann.Kim Kielsen í sal grænlenska þingsins í Nuuk.Vísir/EPA.Kim Kielsen hefur verið í sviðsljósinu þennan mánuðinn í kringum fréttir af áhuga Donalds Trumps á að kaupa Grænland. Kim gaf þá afdráttarlausa yfirlýsingu um að Grænland væri ekki til sölu.Sjá hér: Grænland er ekki til sölu. Til stóð að hann hitti Bandaríkjaforseta í Kaupmannahöfn í byrjun september en Trump aflýsti þeirri heimsókn eftir að Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hafði lýst hugmyndinni um sölu Grænlands sem fáránlegri.Kim Kielsen tók á móti Lars Løkke Rasmussen á flugvellinum í Nuuk síðastliðið haust þegar þáverandi forsætisráðherra Danmerkur kom til að undirrita flugvallasamninginn.Mynd/TV-2, Danmörku.Kim stóð einnig í stórræðum síðastliðið haust þegar hann samdi við dönsk stjórnvöld um stórfellda uppbyggingu flugvallakerfis Grænlands. Samningurinn leiddi til stjórnarslita en Kim tókst að mynda minnihlutastjórn og tryggja þingmeirihluta að baki flugvallagerðinni. Hann tók við forsætisráðherrastólnum og formennsku í Siumut-flokknum af Alequ Hammond haustið 2014. Hann starfaði áður sem lögreglumaður en sneri sér að stjórnmálum árið 2005 og var þá kjörinn á grænlenska þingið. Hann er 52 ára gamall. Grænland Tengdar fréttir Kielsen tryggði flugvallagerð og fyrsta þjóðveg Grænlands Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi og leggja fyrsta þjóðveg landsins, samkvæmt stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Kim Kielsen, en ráðherralistinn var kynntur í dag. 5. október 2018 21:00 Framlag Dana til flugvallagerðar sprengdi ríkisstjórn Grænlands Grænlenska ríkisstjórnin er sprungin vegna samnings um að danska ríkið leggi til tugi milljarða króna til flugvallagerðar á Grænlandi. Danir eru sagðir vilja koma í veg fyrir að Kínverjar komist til áhrifa á Grænlandi. 11. september 2018 21:30 Farinn á hreindýraveiðar í miðri stjórnarkreppu Meðan upplausn ríkir í stjórnmálum Grænlands er formaður landsstjórnarinnar, Kim Kielsen, farinn til fjalla á hreindýraveiðar og ekki væntanlegur til baka fyrr en undir næstu helgi. 14. september 2018 22:30 Trump heldur Grænlandi í kastljósi heimspressunnar Grænland baðar sig nú í kastljósi heimsfjölmiðlanna en Donald Trump Bandaríkjaforseti grínaðist með það í tísti að hann hygðist ekki reisa þar risastóran Trump-turn. 20. ágúst 2019 20:10 Siumut stærsti flokkurinn í Grænlandi Ríkisstjórn Kim Kielsen heldur meirihluta sínum. 25. apríl 2018 14:00 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira
Kim Kielsen, leiðtogi Grænlands, stóð af sér vantrauststillögu eigin flokksmanna innan Siumut-flokksins í dag og heldur því velli sem bæði formaður flokksins og forsætisráðherra landsins, að því er fram kom í fréttum Stöðvar 2. Sex af tíu þingmönnum Siumut, auk eins ráðherra, höfðu gert uppreisn gegn Kim og vildu að hann yrði settur af sem formaður fyrir að fylgja ekki stefnumálum flokksins, meðal annars við ákvörðun fisk- og hvalveiðikvóta. Á sérstökum fundi miðstjórnar Siumut-flokksins í dag reyndist Kim hins vegar njóta yfirgnæfandi stuðnings flokksdeilda. Þrjátíuogfjórar af fjörutíu héraðsdeildum Siumut vildu að Kim sæti áfram og kom því ekki til þess að boðað yrði til auka flokksþings til að kjósa nýjan formann.Kim Kielsen í sal grænlenska þingsins í Nuuk.Vísir/EPA.Kim Kielsen hefur verið í sviðsljósinu þennan mánuðinn í kringum fréttir af áhuga Donalds Trumps á að kaupa Grænland. Kim gaf þá afdráttarlausa yfirlýsingu um að Grænland væri ekki til sölu.Sjá hér: Grænland er ekki til sölu. Til stóð að hann hitti Bandaríkjaforseta í Kaupmannahöfn í byrjun september en Trump aflýsti þeirri heimsókn eftir að Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hafði lýst hugmyndinni um sölu Grænlands sem fáránlegri.Kim Kielsen tók á móti Lars Løkke Rasmussen á flugvellinum í Nuuk síðastliðið haust þegar þáverandi forsætisráðherra Danmerkur kom til að undirrita flugvallasamninginn.Mynd/TV-2, Danmörku.Kim stóð einnig í stórræðum síðastliðið haust þegar hann samdi við dönsk stjórnvöld um stórfellda uppbyggingu flugvallakerfis Grænlands. Samningurinn leiddi til stjórnarslita en Kim tókst að mynda minnihlutastjórn og tryggja þingmeirihluta að baki flugvallagerðinni. Hann tók við forsætisráðherrastólnum og formennsku í Siumut-flokknum af Alequ Hammond haustið 2014. Hann starfaði áður sem lögreglumaður en sneri sér að stjórnmálum árið 2005 og var þá kjörinn á grænlenska þingið. Hann er 52 ára gamall.
Grænland Tengdar fréttir Kielsen tryggði flugvallagerð og fyrsta þjóðveg Grænlands Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi og leggja fyrsta þjóðveg landsins, samkvæmt stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Kim Kielsen, en ráðherralistinn var kynntur í dag. 5. október 2018 21:00 Framlag Dana til flugvallagerðar sprengdi ríkisstjórn Grænlands Grænlenska ríkisstjórnin er sprungin vegna samnings um að danska ríkið leggi til tugi milljarða króna til flugvallagerðar á Grænlandi. Danir eru sagðir vilja koma í veg fyrir að Kínverjar komist til áhrifa á Grænlandi. 11. september 2018 21:30 Farinn á hreindýraveiðar í miðri stjórnarkreppu Meðan upplausn ríkir í stjórnmálum Grænlands er formaður landsstjórnarinnar, Kim Kielsen, farinn til fjalla á hreindýraveiðar og ekki væntanlegur til baka fyrr en undir næstu helgi. 14. september 2018 22:30 Trump heldur Grænlandi í kastljósi heimspressunnar Grænland baðar sig nú í kastljósi heimsfjölmiðlanna en Donald Trump Bandaríkjaforseti grínaðist með það í tísti að hann hygðist ekki reisa þar risastóran Trump-turn. 20. ágúst 2019 20:10 Siumut stærsti flokkurinn í Grænlandi Ríkisstjórn Kim Kielsen heldur meirihluta sínum. 25. apríl 2018 14:00 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira
Kielsen tryggði flugvallagerð og fyrsta þjóðveg Grænlands Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi og leggja fyrsta þjóðveg landsins, samkvæmt stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Kim Kielsen, en ráðherralistinn var kynntur í dag. 5. október 2018 21:00
Framlag Dana til flugvallagerðar sprengdi ríkisstjórn Grænlands Grænlenska ríkisstjórnin er sprungin vegna samnings um að danska ríkið leggi til tugi milljarða króna til flugvallagerðar á Grænlandi. Danir eru sagðir vilja koma í veg fyrir að Kínverjar komist til áhrifa á Grænlandi. 11. september 2018 21:30
Farinn á hreindýraveiðar í miðri stjórnarkreppu Meðan upplausn ríkir í stjórnmálum Grænlands er formaður landsstjórnarinnar, Kim Kielsen, farinn til fjalla á hreindýraveiðar og ekki væntanlegur til baka fyrr en undir næstu helgi. 14. september 2018 22:30
Trump heldur Grænlandi í kastljósi heimspressunnar Grænland baðar sig nú í kastljósi heimsfjölmiðlanna en Donald Trump Bandaríkjaforseti grínaðist með það í tísti að hann hygðist ekki reisa þar risastóran Trump-turn. 20. ágúst 2019 20:10
Siumut stærsti flokkurinn í Grænlandi Ríkisstjórn Kim Kielsen heldur meirihluta sínum. 25. apríl 2018 14:00