Foreldrar tvístígandi: „Á ég að senda barnið mitt sem er með einkenni?“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. ágúst 2019 10:56 Rakaskemmdir komu í ljós á síðasta ári en framkvæmdir hófust í vor. Skólastarf hófst með formlegum hætti í gær en foreldrar eru tvístígandi. Vísir/Vilhelm Foreldrar í Varmárskóla í Mosfellsbæ eru tvístígandi um að senda börnin sín í skólann vegna loftgæðamála. Nokkrir foreldrar hafa þá brugðið á það ráð að halda börnum sínum frá skóla en skólahald hófst í gær. Þetta kemur fram í skeyti frá foreldrafélagi Varmárskóla en Sigríður Ingólfsdóttir meðstjórnandi og skólaráðsfulltrúi foreldrafélags Varmárskóla segir í samtali við fréttastofu að foreldrar gagnrýni skort á upplýsingaflæði frá skólayfirvöldum. Foreldar séu margir hverjir afar áhyggjufullir vegna stöðu mála. „Þó nokkuð mörg börn eru með einkenni og þess vegna er fólk tvístígandi. Á ég að senda barnið mitt sem er með einkenni? Er þetta komið í lag? Verður þetta meira álag á barnið mitt og allt þetta,“ segir Sigríður að foreldrar spyrji sig nú. Foreldrafélagið hefur í sjálfboðavinnu í rúm tvö ár þrýst á bæjarstjórn að láta laga rakaskemmdir í skólanum. „Skýrslunni hefur verið stungið undir stól. Bærinn hefur einhvern veginn aldrei viljað ganga í þetta eða viðurkenna þetta og alltaf haldið að þetta væri minna en þetta raunverulega er,“ segir Sigríður sem bætir við: „Svo var farið í mjög miklar framkvæmdir í sumar loksins en það er svolítið mikið eftir. Það sem hefur verið byrjað á það er mjög vel gert. Það þarf að halda því til haga“. Stjórn foreldrafélagsins gagnrýnir að skólahald sé þegar hafið í húsnæðinu í ljósi þess að framkvæmdir eru enn í gangi. Loftgæði séu slæm í yngri deild vegna framkvæmdanna og fjölmörg rými enn með rakaskemmdum. Bæjaryfirvöld og skólastjórnendur hefðu bæði þurft að gera ráðstafanir og veita foreldrum nánari upplýsingar. „Þarna er búið að vera að nota fullt af alls konar efnum; lím og Epoxy þannig að um leið og maður er þarna inni líður manni ekkert sérstaklega vel þótt maður sé bara í korter eða hálftíma.“ Skólayfirvöld í Mosfellsbæ segja í tilkynningu til fjölmiðla að upplýsingamiðlun um stöðu mála á Varmárskóla hafi verið samfelld í allt sumar. Húsnæðið sé tilbúið til kennslu en nánar má lesa tilkynninguna hér að neðan.Fréttatilkynning frá Mosfellsbæ vegna yfirlýsingar stjórnar foreldrafélagsins:Upplýsingamiðlun um stöðu viðhalds og endurbóta á Varmárskóla hefur verið samfelld í allt sumar og skólastjórnendur hafa lagt sig fram um að tryggja að foreldrar barna í Varmárskóla búi yfir upplýsingum um stöðu framkvæmda á hverjum tíma.Skólastjórnendur í Varmárskóla, fulltrúar umhverfissviðs og verkfræðistofunnar EFLU munu á næstu dögum funda með foreldrum í hverjum árgangi fyrir sig og meðal annars fjalla um stöðu framkvæmdanna sem er lokið í öllum meginatriðum.Skólahúsnæði Varmárskóla er tilbúið til kennslu.Mosfellsbær hefur í hvívetna fylgt leiðbeiningum sérfræðinga EFLU í þeim endurbótum og viðhaldi sem staðið hafa yfir í Varmárskóla í sumar.Fréttin var uppfærð með yfirlýsingu Mosfellsbæjar klukkan 12:29. Heilbrigðismál Heilsa Mosfellsbær Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Ráðast í heildarúttekt til að sefa áhyggjur foreldra Íbúar og skólasamfélagið fái að njóta vafans. 21. mars 2019 11:07 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Foreldrar í Varmárskóla í Mosfellsbæ eru tvístígandi um að senda börnin sín í skólann vegna loftgæðamála. Nokkrir foreldrar hafa þá brugðið á það ráð að halda börnum sínum frá skóla en skólahald hófst í gær. Þetta kemur fram í skeyti frá foreldrafélagi Varmárskóla en Sigríður Ingólfsdóttir meðstjórnandi og skólaráðsfulltrúi foreldrafélags Varmárskóla segir í samtali við fréttastofu að foreldrar gagnrýni skort á upplýsingaflæði frá skólayfirvöldum. Foreldar séu margir hverjir afar áhyggjufullir vegna stöðu mála. „Þó nokkuð mörg börn eru með einkenni og þess vegna er fólk tvístígandi. Á ég að senda barnið mitt sem er með einkenni? Er þetta komið í lag? Verður þetta meira álag á barnið mitt og allt þetta,“ segir Sigríður að foreldrar spyrji sig nú. Foreldrafélagið hefur í sjálfboðavinnu í rúm tvö ár þrýst á bæjarstjórn að láta laga rakaskemmdir í skólanum. „Skýrslunni hefur verið stungið undir stól. Bærinn hefur einhvern veginn aldrei viljað ganga í þetta eða viðurkenna þetta og alltaf haldið að þetta væri minna en þetta raunverulega er,“ segir Sigríður sem bætir við: „Svo var farið í mjög miklar framkvæmdir í sumar loksins en það er svolítið mikið eftir. Það sem hefur verið byrjað á það er mjög vel gert. Það þarf að halda því til haga“. Stjórn foreldrafélagsins gagnrýnir að skólahald sé þegar hafið í húsnæðinu í ljósi þess að framkvæmdir eru enn í gangi. Loftgæði séu slæm í yngri deild vegna framkvæmdanna og fjölmörg rými enn með rakaskemmdum. Bæjaryfirvöld og skólastjórnendur hefðu bæði þurft að gera ráðstafanir og veita foreldrum nánari upplýsingar. „Þarna er búið að vera að nota fullt af alls konar efnum; lím og Epoxy þannig að um leið og maður er þarna inni líður manni ekkert sérstaklega vel þótt maður sé bara í korter eða hálftíma.“ Skólayfirvöld í Mosfellsbæ segja í tilkynningu til fjölmiðla að upplýsingamiðlun um stöðu mála á Varmárskóla hafi verið samfelld í allt sumar. Húsnæðið sé tilbúið til kennslu en nánar má lesa tilkynninguna hér að neðan.Fréttatilkynning frá Mosfellsbæ vegna yfirlýsingar stjórnar foreldrafélagsins:Upplýsingamiðlun um stöðu viðhalds og endurbóta á Varmárskóla hefur verið samfelld í allt sumar og skólastjórnendur hafa lagt sig fram um að tryggja að foreldrar barna í Varmárskóla búi yfir upplýsingum um stöðu framkvæmda á hverjum tíma.Skólastjórnendur í Varmárskóla, fulltrúar umhverfissviðs og verkfræðistofunnar EFLU munu á næstu dögum funda með foreldrum í hverjum árgangi fyrir sig og meðal annars fjalla um stöðu framkvæmdanna sem er lokið í öllum meginatriðum.Skólahúsnæði Varmárskóla er tilbúið til kennslu.Mosfellsbær hefur í hvívetna fylgt leiðbeiningum sérfræðinga EFLU í þeim endurbótum og viðhaldi sem staðið hafa yfir í Varmárskóla í sumar.Fréttin var uppfærð með yfirlýsingu Mosfellsbæjar klukkan 12:29.
Heilbrigðismál Heilsa Mosfellsbær Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Ráðast í heildarúttekt til að sefa áhyggjur foreldra Íbúar og skólasamfélagið fái að njóta vafans. 21. mars 2019 11:07 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Ráðast í heildarúttekt til að sefa áhyggjur foreldra Íbúar og skólasamfélagið fái að njóta vafans. 21. mars 2019 11:07