Foreldrar tvístígandi: „Á ég að senda barnið mitt sem er með einkenni?“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. ágúst 2019 10:56 Rakaskemmdir komu í ljós á síðasta ári en framkvæmdir hófust í vor. Skólastarf hófst með formlegum hætti í gær en foreldrar eru tvístígandi. Vísir/Vilhelm Foreldrar í Varmárskóla í Mosfellsbæ eru tvístígandi um að senda börnin sín í skólann vegna loftgæðamála. Nokkrir foreldrar hafa þá brugðið á það ráð að halda börnum sínum frá skóla en skólahald hófst í gær. Þetta kemur fram í skeyti frá foreldrafélagi Varmárskóla en Sigríður Ingólfsdóttir meðstjórnandi og skólaráðsfulltrúi foreldrafélags Varmárskóla segir í samtali við fréttastofu að foreldrar gagnrýni skort á upplýsingaflæði frá skólayfirvöldum. Foreldar séu margir hverjir afar áhyggjufullir vegna stöðu mála. „Þó nokkuð mörg börn eru með einkenni og þess vegna er fólk tvístígandi. Á ég að senda barnið mitt sem er með einkenni? Er þetta komið í lag? Verður þetta meira álag á barnið mitt og allt þetta,“ segir Sigríður að foreldrar spyrji sig nú. Foreldrafélagið hefur í sjálfboðavinnu í rúm tvö ár þrýst á bæjarstjórn að láta laga rakaskemmdir í skólanum. „Skýrslunni hefur verið stungið undir stól. Bærinn hefur einhvern veginn aldrei viljað ganga í þetta eða viðurkenna þetta og alltaf haldið að þetta væri minna en þetta raunverulega er,“ segir Sigríður sem bætir við: „Svo var farið í mjög miklar framkvæmdir í sumar loksins en það er svolítið mikið eftir. Það sem hefur verið byrjað á það er mjög vel gert. Það þarf að halda því til haga“. Stjórn foreldrafélagsins gagnrýnir að skólahald sé þegar hafið í húsnæðinu í ljósi þess að framkvæmdir eru enn í gangi. Loftgæði séu slæm í yngri deild vegna framkvæmdanna og fjölmörg rými enn með rakaskemmdum. Bæjaryfirvöld og skólastjórnendur hefðu bæði þurft að gera ráðstafanir og veita foreldrum nánari upplýsingar. „Þarna er búið að vera að nota fullt af alls konar efnum; lím og Epoxy þannig að um leið og maður er þarna inni líður manni ekkert sérstaklega vel þótt maður sé bara í korter eða hálftíma.“ Skólayfirvöld í Mosfellsbæ segja í tilkynningu til fjölmiðla að upplýsingamiðlun um stöðu mála á Varmárskóla hafi verið samfelld í allt sumar. Húsnæðið sé tilbúið til kennslu en nánar má lesa tilkynninguna hér að neðan.Fréttatilkynning frá Mosfellsbæ vegna yfirlýsingar stjórnar foreldrafélagsins:Upplýsingamiðlun um stöðu viðhalds og endurbóta á Varmárskóla hefur verið samfelld í allt sumar og skólastjórnendur hafa lagt sig fram um að tryggja að foreldrar barna í Varmárskóla búi yfir upplýsingum um stöðu framkvæmda á hverjum tíma.Skólastjórnendur í Varmárskóla, fulltrúar umhverfissviðs og verkfræðistofunnar EFLU munu á næstu dögum funda með foreldrum í hverjum árgangi fyrir sig og meðal annars fjalla um stöðu framkvæmdanna sem er lokið í öllum meginatriðum.Skólahúsnæði Varmárskóla er tilbúið til kennslu.Mosfellsbær hefur í hvívetna fylgt leiðbeiningum sérfræðinga EFLU í þeim endurbótum og viðhaldi sem staðið hafa yfir í Varmárskóla í sumar.Fréttin var uppfærð með yfirlýsingu Mosfellsbæjar klukkan 12:29. Heilbrigðismál Heilsa Mosfellsbær Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Ráðast í heildarúttekt til að sefa áhyggjur foreldra Íbúar og skólasamfélagið fái að njóta vafans. 21. mars 2019 11:07 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Foreldrar í Varmárskóla í Mosfellsbæ eru tvístígandi um að senda börnin sín í skólann vegna loftgæðamála. Nokkrir foreldrar hafa þá brugðið á það ráð að halda börnum sínum frá skóla en skólahald hófst í gær. Þetta kemur fram í skeyti frá foreldrafélagi Varmárskóla en Sigríður Ingólfsdóttir meðstjórnandi og skólaráðsfulltrúi foreldrafélags Varmárskóla segir í samtali við fréttastofu að foreldrar gagnrýni skort á upplýsingaflæði frá skólayfirvöldum. Foreldar séu margir hverjir afar áhyggjufullir vegna stöðu mála. „Þó nokkuð mörg börn eru með einkenni og þess vegna er fólk tvístígandi. Á ég að senda barnið mitt sem er með einkenni? Er þetta komið í lag? Verður þetta meira álag á barnið mitt og allt þetta,“ segir Sigríður að foreldrar spyrji sig nú. Foreldrafélagið hefur í sjálfboðavinnu í rúm tvö ár þrýst á bæjarstjórn að láta laga rakaskemmdir í skólanum. „Skýrslunni hefur verið stungið undir stól. Bærinn hefur einhvern veginn aldrei viljað ganga í þetta eða viðurkenna þetta og alltaf haldið að þetta væri minna en þetta raunverulega er,“ segir Sigríður sem bætir við: „Svo var farið í mjög miklar framkvæmdir í sumar loksins en það er svolítið mikið eftir. Það sem hefur verið byrjað á það er mjög vel gert. Það þarf að halda því til haga“. Stjórn foreldrafélagsins gagnrýnir að skólahald sé þegar hafið í húsnæðinu í ljósi þess að framkvæmdir eru enn í gangi. Loftgæði séu slæm í yngri deild vegna framkvæmdanna og fjölmörg rými enn með rakaskemmdum. Bæjaryfirvöld og skólastjórnendur hefðu bæði þurft að gera ráðstafanir og veita foreldrum nánari upplýsingar. „Þarna er búið að vera að nota fullt af alls konar efnum; lím og Epoxy þannig að um leið og maður er þarna inni líður manni ekkert sérstaklega vel þótt maður sé bara í korter eða hálftíma.“ Skólayfirvöld í Mosfellsbæ segja í tilkynningu til fjölmiðla að upplýsingamiðlun um stöðu mála á Varmárskóla hafi verið samfelld í allt sumar. Húsnæðið sé tilbúið til kennslu en nánar má lesa tilkynninguna hér að neðan.Fréttatilkynning frá Mosfellsbæ vegna yfirlýsingar stjórnar foreldrafélagsins:Upplýsingamiðlun um stöðu viðhalds og endurbóta á Varmárskóla hefur verið samfelld í allt sumar og skólastjórnendur hafa lagt sig fram um að tryggja að foreldrar barna í Varmárskóla búi yfir upplýsingum um stöðu framkvæmda á hverjum tíma.Skólastjórnendur í Varmárskóla, fulltrúar umhverfissviðs og verkfræðistofunnar EFLU munu á næstu dögum funda með foreldrum í hverjum árgangi fyrir sig og meðal annars fjalla um stöðu framkvæmdanna sem er lokið í öllum meginatriðum.Skólahúsnæði Varmárskóla er tilbúið til kennslu.Mosfellsbær hefur í hvívetna fylgt leiðbeiningum sérfræðinga EFLU í þeim endurbótum og viðhaldi sem staðið hafa yfir í Varmárskóla í sumar.Fréttin var uppfærð með yfirlýsingu Mosfellsbæjar klukkan 12:29.
Heilbrigðismál Heilsa Mosfellsbær Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Ráðast í heildarúttekt til að sefa áhyggjur foreldra Íbúar og skólasamfélagið fái að njóta vafans. 21. mars 2019 11:07 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Ráðast í heildarúttekt til að sefa áhyggjur foreldra Íbúar og skólasamfélagið fái að njóta vafans. 21. mars 2019 11:07