Ofgreiddi hátt á þriðju milljón í vaxtakostnað til smálánafyrirtækja Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 27. ágúst 2019 12:30 Dæmi er um að einstaklingur hafi greitt hátt á þriðju milljón króna í ofgreiðslu á vöxtum og kostnaði til smálánafyrirtækis. Níu af hverjum tíu þeirra sem hafa leitað réttar síns hjá Neytendasamtökunum vegna okurvaxta hjá smálánafyrirtækjum eiga við geðræn vandamál að stríða, fíknivanda eða búa við fátækt. Formaður samtakanna segir dæmi um að fólk hafi greitt á þriðju milljón í ofgreiðslu vaxta til smálánafyrirtækja. Það kemur í ljós á næstu dögum hvort samtökin fara í hópmálsókn gegn fyrirtækjunum. Neytendastofa birti í gær ákvörðun sína í máli gegn eCommerce sem rekur fimm smálanafyrirtæki hér á landi. Fyrirtækið er í Danmörku og því komi til álita í málinu hvort íslensk eða dönsk lög ættu við um samningana. Niðurstaða Neytendastofu er sú að fara beri að íslenskum lögum. Fyrirtækið hafi brotið gegn lögum með innheimtu kostnaðar af lánum og með ófullnægjandi upplýsingum í eyðublaði og lánssamningum.Breki Karlsson segir að það komi í ljós á næstu dögum hvort farið verði í hópmálssókn gegn smálánafyrirtækjum. Á annað hundrað manns hefur leitað til Neytendasamtakanna vegna ofgreiðslu vaxta hjá smálánafyrirtækjum og segir Breki Karlsson formaður þeirra að yfirgnæfandi meirihluti eigi við einhvern vanda að stríða.Viðkvæmasti hópur samfélagsins tekur frekar smálán „Það má kannski segja að um þriðjungur sé að glíma við einhvers konar fíknisjúkdóma, þriðjungur stríði við andlega sjúkdóma og þriðjungur sé hreinlega fátækt fólk. Tíu prósent er fólk sem er að fikta og hættir svo,“ segir Breki. Hann segir að reynsla Neytendasamtakanna sé að þessir einstaklingar séu ekki tilbúnir að fara í einkaréttarmál gegn smálánafyrirtækjunum. „Þetta er yfirleitt fólk sem ekki getur eða hefur burði til að bera hönd yfir höfuð sér og á sér fáa málssvara. Þess vegna erum við einmitt að skoða einmitt núna að fara í hópmálsókn og erum að safna gögnum til kanna hvort það sé skynsamleg leið og það skýrist vonandi á næstu dögum,“ segir Breki.Fólk á skýlausan rétt til endurgreiðslu Breki segir að með ákvörðun Neytendastofa sé komin grundvöllur fyrir slíkri málsókn. „Við teljum að fólk eigi skýlausan rétt til að fá ofgreiddar kröfur endurgreiddar.“ Í gær sögum við frá einstaklingi sem hafði greitt ríflega 460 þúsund krónur í vexti og kostnað af 105 smálánum uppá samtals 1,9 milljón króna sem veitt voru á tíu mánaða tímabili. Breki segir algengt að fólk hafi greitt hundruði þúsunda í okurvexti af þessum lánum. „Því miður þá hefur þessi hópur greitt alltof mikið miðað við íslensk lög og verstu dæmin eru um fólk sem hefur greitt hátt á þriðju milljón í ofgreiðslu fyrir þessi lán,“ segir Breki. Neytendur Smálán Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Fleiri fréttir Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjá meira
Níu af hverjum tíu þeirra sem hafa leitað réttar síns hjá Neytendasamtökunum vegna okurvaxta hjá smálánafyrirtækjum eiga við geðræn vandamál að stríða, fíknivanda eða búa við fátækt. Formaður samtakanna segir dæmi um að fólk hafi greitt á þriðju milljón í ofgreiðslu vaxta til smálánafyrirtækja. Það kemur í ljós á næstu dögum hvort samtökin fara í hópmálsókn gegn fyrirtækjunum. Neytendastofa birti í gær ákvörðun sína í máli gegn eCommerce sem rekur fimm smálanafyrirtæki hér á landi. Fyrirtækið er í Danmörku og því komi til álita í málinu hvort íslensk eða dönsk lög ættu við um samningana. Niðurstaða Neytendastofu er sú að fara beri að íslenskum lögum. Fyrirtækið hafi brotið gegn lögum með innheimtu kostnaðar af lánum og með ófullnægjandi upplýsingum í eyðublaði og lánssamningum.Breki Karlsson segir að það komi í ljós á næstu dögum hvort farið verði í hópmálssókn gegn smálánafyrirtækjum. Á annað hundrað manns hefur leitað til Neytendasamtakanna vegna ofgreiðslu vaxta hjá smálánafyrirtækjum og segir Breki Karlsson formaður þeirra að yfirgnæfandi meirihluti eigi við einhvern vanda að stríða.Viðkvæmasti hópur samfélagsins tekur frekar smálán „Það má kannski segja að um þriðjungur sé að glíma við einhvers konar fíknisjúkdóma, þriðjungur stríði við andlega sjúkdóma og þriðjungur sé hreinlega fátækt fólk. Tíu prósent er fólk sem er að fikta og hættir svo,“ segir Breki. Hann segir að reynsla Neytendasamtakanna sé að þessir einstaklingar séu ekki tilbúnir að fara í einkaréttarmál gegn smálánafyrirtækjunum. „Þetta er yfirleitt fólk sem ekki getur eða hefur burði til að bera hönd yfir höfuð sér og á sér fáa málssvara. Þess vegna erum við einmitt að skoða einmitt núna að fara í hópmálsókn og erum að safna gögnum til kanna hvort það sé skynsamleg leið og það skýrist vonandi á næstu dögum,“ segir Breki.Fólk á skýlausan rétt til endurgreiðslu Breki segir að með ákvörðun Neytendastofa sé komin grundvöllur fyrir slíkri málsókn. „Við teljum að fólk eigi skýlausan rétt til að fá ofgreiddar kröfur endurgreiddar.“ Í gær sögum við frá einstaklingi sem hafði greitt ríflega 460 þúsund krónur í vexti og kostnað af 105 smálánum uppá samtals 1,9 milljón króna sem veitt voru á tíu mánaða tímabili. Breki segir algengt að fólk hafi greitt hundruði þúsunda í okurvexti af þessum lánum. „Því miður þá hefur þessi hópur greitt alltof mikið miðað við íslensk lög og verstu dæmin eru um fólk sem hefur greitt hátt á þriðju milljón í ofgreiðslu fyrir þessi lán,“ segir Breki.
Neytendur Smálán Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Fleiri fréttir Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjá meira