Grænkerar – er bylting í vændum? Friðrik Björnsson og Tómas Bjarnason skrifar 28. ágúst 2019 11:23 Vegan, vegetarian, græn metisæta og græn kerar (íslenska hugtakið yfir vegan) eru hugtök sem heyrast æ oftar, en öll lýsa þau mataræði sem byggist á því að hætta neyslu kjöts. Í vegan mataræði er sneitt algerlega hjá dýraafurðum, á meðan grænmetisætur kunna að borða mjólkurvörur, egg og aðrar dýraafurðir, þó að þær neyti ekki kjöts eða fisks. Þá er „pescatarians“ heiti yfir þá sem borða ýmiskonar sjávar fang, þó að þeir neyti ekki kjöts. Ástæður þess að fólk velur að sneiða hjá dýraafurðum eru eftirfarandi: Dýraverndunarsjónarmið Umhverfissjónarmið Heilsufarsástæður Trúarástæður Aðrar persónulegar ástæður Hlutfall mannfjölda sem telst grænmetisætur og grænkerar er enn sem komið er lágt í flestum löndum. Þó er umtalsverður hluti Indverja grænmetisætur eða tæplega þriðjungur. Samkvæmt tölum Gallup í Bandaríkjunum segjast tæplega einn af hverjum tíu vera grænmetisætur; 5-6% telja sig grænmetisætur og til viðbótar eru um 2-3% sem telja sig grænkera (vegan), en þetta hlutfall hefur lítið breyst frá 2012. Framleiðsla og kaup fólks á grænkeramatvöru hafa þó aukist mikið í nágrannalöndunum. Sem dæmi má nefna að Max hamborgarakeðjan í Svíþjóð hefur tífaldað sölu á grænmetisborgurum á 10 árum og bandaríska fyrirtækið „Beyond Meat“ hefur notið gríðarlegrar velgengni allt frá því að það var stofnað árið 2009. Fyrirtækið framleiðir borgara, pylsur og fleira með hráefni úr jurtaríkinu. Þá bárust jákvæðar fréttir af gengi bresku bakarískeðjunnar Greggs, ekki síst vegna nýrrar vöru sem hún kynnti í upphafi árs: Vegan-útgáfu af pylsuhorninu svokallaða, einum af vinsælli réttum bakarísins.Hefur neysla kjötvara breyst á Íslandi? Neyslukönnun Gallup sýnir að þrátt fyrir að hlutfall hánotenda (þeirra sem borða kjöt vikulega eða oftar) hafi að mestu staðið í stað hefur lágnotendum (þeim sem borða kjöt aldrei eða sjaldnar en einu sinni á ári) fjölgað verulega. Til að mynda var hlutfall þeirra sem aldrei borða svínakjöt 3,8% að meðaltali á árunum 2007-2009 en hækkaði í 6,3% að meðaltali árin 2016-2018. Þrátt fyrir stækkandi hóp þeirra sem aldrei neyta áðurnefndra kjötvara hefur neysla og fram leiðsla á sumum dýraafurðum eins og mjólk og eggjum verið að aukast. Framleiðsla á mjólk hefur aukist um 26% og framleiðsla á eggjum um 65% síðan 2008. Neyslukönnun Gallup sýnir svipaða mynd og stóraukna neyslu Íslendinga á eggjum. Fleiri áhugaverðar breytingar hafa orðið á matarvenjum Íslendinga. Til að mynda hefur hlutfall þeirra sem borða brauð fimm sinnum í viku eða oftar lækkað úr 67% á árinu 2008 í 38% árið 2018 og hlutfall þeirra sem nota majones vikulega eða oftar hefur hækkað úr 12% í 23%. Breytt neysla á þessum afurðum gæti tengst ýmsum vinsælum kúrum og matarvenjum sem hvetja til neyslu á prótein- og fituríku mataræði í stað kolvetna, sem getur til viðbótar hvatt til aukinnar neyslu á kjöti og fiski, en einnig á smjöri og kolvetnasnauðu grænmeti eins og blómkáli. Könnun sem Gallup framkvæmdi á vormánuðum 2019 studdi þetta og þar kom í ljós að ríflega 7% Íslendinga fylgdu ketó- eða lágkolvetnafæði. Breytingar á neyslu Íslendinga á kjötvörum hafa verið mjög ólíkar eftir lýðfræðihópum. Neysla ungra kvenna (18-24 ára) hefur tekið hvað mestum stakkaskiptum á undanförnum árum. Hlutfall ungra kvenna sem aldrei borða kjöt hefur margfaldast frá árinu 2007 og mestu breytingarnar hafa orðið á síðustu tveimur árum. Að meðaltali sögðust rúm 5% kvenna aldrei borða svínakjöt á árunum 2007-2009 en þetta hlutfall nær þrefaldaðist á árunum 20162018. Mun stærri breytingar urðu þó á neyslu ungra kvenna á nautakjöti og lambakjöti þar sem hlutfall þeirra sem aldrei borða nautakjöt og lambakjöt 4- til 5-faldaðist ef borin eru saman meðaltöl áranna 2007-2009 og 2016-2018. Enn fleiri sögðust vera hætt að borða kjúkling þegar borin eru saman sömu tímabil.Enn sem komið er er það þó aðeins lítið hlutfall af þjóðinni sem neytir einskis kjöts. Í könnun Gallup á vormánuðum ársins 2019, þar sem spurt var hvort fólk væri á sérstöku mataræði eða kúr, kemur fram að tæplega 3% landsmanna skilgreindu mataræði sitt sem grænmetisfæði og til viðbótar skilgreindi 1% mataræði sitt sem vegan. Þessar tölur benda til áframhaldandi hækkunar á hlutfalli þeirra sem velja grænmetisfæði og hafa hætt að borða kjöt. Ljóst er að neysluvenjur fólks hafa tekið miklum stakkaskiptum á liðnum árum, bæði hér á landi og erlendis. Grænmetisfæði virðist höfða sérlega vel til ungra kvenna. Miðað við hratt hækkandi hlutfall þeirra sem neyta ekki kjötvara hér á landi og vaxandi áhuga á umhverfismálum finnast fáar vísbendingar um annað en áframhaldandi vöxt grænmetisfæðis og verður til framtíðar áhugavert að sjá hvort mögulegur vöxtur verði fyrst og fremst innan núverandi markhóps eða hvort neysluhópurinn muni breikka, þannig að grænmetisfæði verði algengara meðal karla og þeirra sem tilheyra eldri kynslóðum. Spurningin er hvort grænkerabylting sé í vændum?Tómas Bjarnason er sviðsstjóri mannauðsrannsókna og ráðgjafar hjá Gallup. Friðrik Björnsson er viðskiptastjóri hjá markaðsrannsóknum Gallup. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vegan Mest lesið Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Vegan, vegetarian, græn metisæta og græn kerar (íslenska hugtakið yfir vegan) eru hugtök sem heyrast æ oftar, en öll lýsa þau mataræði sem byggist á því að hætta neyslu kjöts. Í vegan mataræði er sneitt algerlega hjá dýraafurðum, á meðan grænmetisætur kunna að borða mjólkurvörur, egg og aðrar dýraafurðir, þó að þær neyti ekki kjöts eða fisks. Þá er „pescatarians“ heiti yfir þá sem borða ýmiskonar sjávar fang, þó að þeir neyti ekki kjöts. Ástæður þess að fólk velur að sneiða hjá dýraafurðum eru eftirfarandi: Dýraverndunarsjónarmið Umhverfissjónarmið Heilsufarsástæður Trúarástæður Aðrar persónulegar ástæður Hlutfall mannfjölda sem telst grænmetisætur og grænkerar er enn sem komið er lágt í flestum löndum. Þó er umtalsverður hluti Indverja grænmetisætur eða tæplega þriðjungur. Samkvæmt tölum Gallup í Bandaríkjunum segjast tæplega einn af hverjum tíu vera grænmetisætur; 5-6% telja sig grænmetisætur og til viðbótar eru um 2-3% sem telja sig grænkera (vegan), en þetta hlutfall hefur lítið breyst frá 2012. Framleiðsla og kaup fólks á grænkeramatvöru hafa þó aukist mikið í nágrannalöndunum. Sem dæmi má nefna að Max hamborgarakeðjan í Svíþjóð hefur tífaldað sölu á grænmetisborgurum á 10 árum og bandaríska fyrirtækið „Beyond Meat“ hefur notið gríðarlegrar velgengni allt frá því að það var stofnað árið 2009. Fyrirtækið framleiðir borgara, pylsur og fleira með hráefni úr jurtaríkinu. Þá bárust jákvæðar fréttir af gengi bresku bakarískeðjunnar Greggs, ekki síst vegna nýrrar vöru sem hún kynnti í upphafi árs: Vegan-útgáfu af pylsuhorninu svokallaða, einum af vinsælli réttum bakarísins.Hefur neysla kjötvara breyst á Íslandi? Neyslukönnun Gallup sýnir að þrátt fyrir að hlutfall hánotenda (þeirra sem borða kjöt vikulega eða oftar) hafi að mestu staðið í stað hefur lágnotendum (þeim sem borða kjöt aldrei eða sjaldnar en einu sinni á ári) fjölgað verulega. Til að mynda var hlutfall þeirra sem aldrei borða svínakjöt 3,8% að meðaltali á árunum 2007-2009 en hækkaði í 6,3% að meðaltali árin 2016-2018. Þrátt fyrir stækkandi hóp þeirra sem aldrei neyta áðurnefndra kjötvara hefur neysla og fram leiðsla á sumum dýraafurðum eins og mjólk og eggjum verið að aukast. Framleiðsla á mjólk hefur aukist um 26% og framleiðsla á eggjum um 65% síðan 2008. Neyslukönnun Gallup sýnir svipaða mynd og stóraukna neyslu Íslendinga á eggjum. Fleiri áhugaverðar breytingar hafa orðið á matarvenjum Íslendinga. Til að mynda hefur hlutfall þeirra sem borða brauð fimm sinnum í viku eða oftar lækkað úr 67% á árinu 2008 í 38% árið 2018 og hlutfall þeirra sem nota majones vikulega eða oftar hefur hækkað úr 12% í 23%. Breytt neysla á þessum afurðum gæti tengst ýmsum vinsælum kúrum og matarvenjum sem hvetja til neyslu á prótein- og fituríku mataræði í stað kolvetna, sem getur til viðbótar hvatt til aukinnar neyslu á kjöti og fiski, en einnig á smjöri og kolvetnasnauðu grænmeti eins og blómkáli. Könnun sem Gallup framkvæmdi á vormánuðum 2019 studdi þetta og þar kom í ljós að ríflega 7% Íslendinga fylgdu ketó- eða lágkolvetnafæði. Breytingar á neyslu Íslendinga á kjötvörum hafa verið mjög ólíkar eftir lýðfræðihópum. Neysla ungra kvenna (18-24 ára) hefur tekið hvað mestum stakkaskiptum á undanförnum árum. Hlutfall ungra kvenna sem aldrei borða kjöt hefur margfaldast frá árinu 2007 og mestu breytingarnar hafa orðið á síðustu tveimur árum. Að meðaltali sögðust rúm 5% kvenna aldrei borða svínakjöt á árunum 2007-2009 en þetta hlutfall nær þrefaldaðist á árunum 20162018. Mun stærri breytingar urðu þó á neyslu ungra kvenna á nautakjöti og lambakjöti þar sem hlutfall þeirra sem aldrei borða nautakjöt og lambakjöt 4- til 5-faldaðist ef borin eru saman meðaltöl áranna 2007-2009 og 2016-2018. Enn fleiri sögðust vera hætt að borða kjúkling þegar borin eru saman sömu tímabil.Enn sem komið er er það þó aðeins lítið hlutfall af þjóðinni sem neytir einskis kjöts. Í könnun Gallup á vormánuðum ársins 2019, þar sem spurt var hvort fólk væri á sérstöku mataræði eða kúr, kemur fram að tæplega 3% landsmanna skilgreindu mataræði sitt sem grænmetisfæði og til viðbótar skilgreindi 1% mataræði sitt sem vegan. Þessar tölur benda til áframhaldandi hækkunar á hlutfalli þeirra sem velja grænmetisfæði og hafa hætt að borða kjöt. Ljóst er að neysluvenjur fólks hafa tekið miklum stakkaskiptum á liðnum árum, bæði hér á landi og erlendis. Grænmetisfæði virðist höfða sérlega vel til ungra kvenna. Miðað við hratt hækkandi hlutfall þeirra sem neyta ekki kjötvara hér á landi og vaxandi áhuga á umhverfismálum finnast fáar vísbendingar um annað en áframhaldandi vöxt grænmetisfæðis og verður til framtíðar áhugavert að sjá hvort mögulegur vöxtur verði fyrst og fremst innan núverandi markhóps eða hvort neysluhópurinn muni breikka, þannig að grænmetisfæði verði algengara meðal karla og þeirra sem tilheyra eldri kynslóðum. Spurningin er hvort grænkerabylting sé í vændum?Tómas Bjarnason er sviðsstjóri mannauðsrannsókna og ráðgjafar hjá Gallup. Friðrik Björnsson er viðskiptastjóri hjá markaðsrannsóknum Gallup.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun