Í frétt The Sun kom fram að Rooney hefði hitt konu á hóteli í Vancouver þar sem DC United hefði verið að undirbúa sig fyrir komandi leik í MLS-deildinni.
Mynd náðist af Rooney og konunni umræddu fyrir framan lyftu á hótelinu en í fréttinni segir að kona Rooney, Coleen Rooney, hafi verið allt annað en sátt og lesið yfir Rooney pistilinn.
'Coleen will forgive 'silly fool' Wayne Rooney again after he was pictured getting into lift with club girl' https://t.co/LkYLfyygA7
— The Sun (@TheSun) August 28, 2019
Fyrrum enski landsliðsmaðurinn gefur þó lítið fyrir þessa frétt The Sun og segir hann að konan með honum á myndinni hafi beðið hann um eiginhandarárritun.
Rooney skrifar enn fremur að enska götublaðið sé að nota nafn hans og fjölskyldu hans til þess að selja blöðin og hann hafi ekki farið í lyftuna með konunni.
Hann segir að nú sé nóg komið hjá The Sun og ljósmyndarar hafi elt hann og liðsfélaga hans án leyfis þeirra. Rooney er eðlilega ekki sáttur og segir að þetta setji svartan blatt á fjölskyldu hans.
The Sun - Enough is enough pic.twitter.com/lCICTdwfwt
— Wayne Rooney (@WayneRooney) August 28, 2019