Bardagakonan Paige VanZant: Fæ meiri pening á Instagram en fyrir að berjast í búrinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. ágúst 2019 13:30 Paige VanZant Getty/Mike Roach Paige VanZant skapaði sér nafn sem bardagakona í UFC en hefur síðan baðað sig í sviðsljósinu eins og á samfélagsmiðlum og í sjónvarpsþættinum Dancing with the Stars. VanZant er samt ekki tilbúin að hætta að berjast þrátt fyrir alla velgengni sína utan búrsins og vill nú berjast fyrir því að konurnar í UFC fái betur borgað. Bardagakonan Paige VanZant var alveg tilbúin að viðurkenna eitt þegar hún mætti MMA þáttinn hjá Ariel Helwani. „Með öllu því sem fylgir þá græði ég mun meiri pening sitjandi heima og setja myndir inn á Instagram síðuna mína en ég fæ með því að berjast,“ sagði Paige VanZant. „Það væri mikið fjárhagslegt tjón fyrir mig ef ég þyrfti að hætta öllu fyrir utan það að berjast. Ég myndi finna mikið fyrir því,“ sagði VanZant. Paige VanZant handleggsbrotnaði í febrúar og mun því ekki keppa meira á þessu ári. Hún er í þrettánda sæti á UFC-listanum. Hún fann þó ekki mikið fyrir meiðslunum fjárhagslega enda nóg að gera hjá henni í að vinna í sjónvarpi og fá styrki í tengslum við Instagram síðuna. Paige VanZant er með meira en tvær milljónir fylgjenda á Instagram.“I make way more money sitting at home, posting pictures on Instagram, than I do fighting.”@paigevanzant says her endorsement earnings greatly outpace her fight earnings (via @arielhelwani) pic.twitter.com/dpdANFcbxU — ESPN MMA (@espnmma) August 26, 2019 „Ef ég held áfram að handleggsbrotna og ef ég held áfram að blæða þá mun ég samt halda áfram að fórna mér fyrir þessa íþrótt,“ sagði Paige VanZant sem er núna að berjast fyrir því að UFC konur fái meira borgað. „Við ættum öll að fá meiri pening og þá einkum konur og þá sérstaklega bestu konurnar,“ sagði Paige VanZant en þá væntanlega ekki að tala um Ronda Rousey sem hefur verið í sérflokki hvað varðar tekjur tengdum UFC bardögum. Hinar konurnar í fremstu röð, eins og Paige VanZant sem dæmi, fá miklu minna borgað en karlar í sömu stöðu innan UFC. Á UFC 241 bardaganum á dögunum fékk Stipe Miocic mest af körlunum eða 750 þúsund Bandaríkjadali. Konan sem fékk mest, Hannah Cifers, fékk aðeins 28 þúsund dollara eða 90 milljónum íslenskra króna minna en launahæsti karlinn. Dana White, forseti UFC, kippti sér ekki mikið upp við orð Paige VanZant. „Gott fyrir hana. Ef bardagakappi getur búið til meiri pening annars staðar þá er það frábært,“ sagði Dana White. MMA Samfélagsmiðlar Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Hörður undir feldinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Körfubolti Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Enski boltinn Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti Fleiri fréttir Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Hörður undir feldinn Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ KA Íslandsmeistari kvenna í blaki: Unnu allt sem hægt var að vinna Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Ætla að leyfa mér að vona að við séum að nálgast“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Sjá meira
Paige VanZant skapaði sér nafn sem bardagakona í UFC en hefur síðan baðað sig í sviðsljósinu eins og á samfélagsmiðlum og í sjónvarpsþættinum Dancing with the Stars. VanZant er samt ekki tilbúin að hætta að berjast þrátt fyrir alla velgengni sína utan búrsins og vill nú berjast fyrir því að konurnar í UFC fái betur borgað. Bardagakonan Paige VanZant var alveg tilbúin að viðurkenna eitt þegar hún mætti MMA þáttinn hjá Ariel Helwani. „Með öllu því sem fylgir þá græði ég mun meiri pening sitjandi heima og setja myndir inn á Instagram síðuna mína en ég fæ með því að berjast,“ sagði Paige VanZant. „Það væri mikið fjárhagslegt tjón fyrir mig ef ég þyrfti að hætta öllu fyrir utan það að berjast. Ég myndi finna mikið fyrir því,“ sagði VanZant. Paige VanZant handleggsbrotnaði í febrúar og mun því ekki keppa meira á þessu ári. Hún er í þrettánda sæti á UFC-listanum. Hún fann þó ekki mikið fyrir meiðslunum fjárhagslega enda nóg að gera hjá henni í að vinna í sjónvarpi og fá styrki í tengslum við Instagram síðuna. Paige VanZant er með meira en tvær milljónir fylgjenda á Instagram.“I make way more money sitting at home, posting pictures on Instagram, than I do fighting.”@paigevanzant says her endorsement earnings greatly outpace her fight earnings (via @arielhelwani) pic.twitter.com/dpdANFcbxU — ESPN MMA (@espnmma) August 26, 2019 „Ef ég held áfram að handleggsbrotna og ef ég held áfram að blæða þá mun ég samt halda áfram að fórna mér fyrir þessa íþrótt,“ sagði Paige VanZant sem er núna að berjast fyrir því að UFC konur fái meira borgað. „Við ættum öll að fá meiri pening og þá einkum konur og þá sérstaklega bestu konurnar,“ sagði Paige VanZant en þá væntanlega ekki að tala um Ronda Rousey sem hefur verið í sérflokki hvað varðar tekjur tengdum UFC bardögum. Hinar konurnar í fremstu röð, eins og Paige VanZant sem dæmi, fá miklu minna borgað en karlar í sömu stöðu innan UFC. Á UFC 241 bardaganum á dögunum fékk Stipe Miocic mest af körlunum eða 750 þúsund Bandaríkjadali. Konan sem fékk mest, Hannah Cifers, fékk aðeins 28 þúsund dollara eða 90 milljónum íslenskra króna minna en launahæsti karlinn. Dana White, forseti UFC, kippti sér ekki mikið upp við orð Paige VanZant. „Gott fyrir hana. Ef bardagakappi getur búið til meiri pening annars staðar þá er það frábært,“ sagði Dana White.
MMA Samfélagsmiðlar Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Hörður undir feldinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Körfubolti Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Enski boltinn Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti Fleiri fréttir Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Hörður undir feldinn Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ KA Íslandsmeistari kvenna í blaki: Unnu allt sem hægt var að vinna Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Ætla að leyfa mér að vona að við séum að nálgast“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Sjá meira