Strandveiðin á Hólmavík sjaldan jafn slök og nú Jóhann K. Jóhannsson skrifar 29. ágúst 2019 21:33 Ólíklegt er að strandveiðimönnum takist að fullnýta veiðiheimildir á yfirstandandi veiðitímabili, sem fer senn að ljúka. Þeir vilja að sjávarútvegsráðherra lengi tímabilið fram í september þar til aflaheimild hefur verið náð. Á Hólmavík hefur strandveiðin aldrei verið jafn slök og í ár. Fjögurra mánaða strandveiðitímabili umhverfis landið fer að ljúka en á tímabilinu er hverjum strandveiðibát heimilt að stunda veiðar í tólf veiðidaga innan hvers mánaðar í maí, júní, júlí og ágúst. Gerðar voru breytingar á strandveiðikerfinu í fyrra. Í stað þess að úthluta kvóta fyrir hvert veiðisvæði var landið allt gert að einum potti en sumir töldu að með breytingunum mundi það bitna á svæðum þar sem veiði er mest seinni part sumars, sem það virðist hafa gert. Heimilt er að veiða á handfæri allt að 11.100 lestir af óslægðum botnfiski en í fyrra tókst aðeins að veiða níutíu og sex prósent af heildaraflanum. Staðan virðist ætla verða svipuð í ár.Hafa áhyggjur af stöðunni Heimamenn á Hólmavík segja að strandveiðin sjaldan eða aldrei verið jafn slök. Strandveiðitímabilinu lýkur mánaðamótin ágúst september og líkur á að veiðiheimildir verði ekki fullnýttar.Hvernig hefur strandveiðin gengið á þessu tímabili? „Hún hefur eiginlega, því miður, gengið hræðilega,“ segir Sigurður Marínó Þorvaldsson, hafnarvörður á Hólmavík. Sigurður segir að strandveiðimenn þurfi nú að sigla lengra en áður og að margir bátanna séu hæggengir. Áður hafi þeir veitt í Steingrímsfirði. „Í fyrra var verið að landa hérna um tvö hundurð tonn. Það eru komin hundrað og tíu tonn í ár,“ segir Sigurður.Svipuð staða á Hornafirði Svipuð virðist sagan á suðausturhorni landsins en smábátafélagið Hrollaugur á Hornafirði sendu á dögunum áskorun til sjávarútvegsráðherra um að leyfa strandveiðar í september eða þar til að áætluðu heildaraflamagni til strandveiða yrði náð. Sigurður er því sammála og segir að veðurfarslega aðstæður ættu ekki að koma í veg fyrir það. Hann segir strandveiðimenn ekki sátta með fyrirkomulagið. „Auðvitað leggst þetta alveg skelfilega í þá og þeir eru auðvitað ekki sáttir og það eru einhverjir bátar sem hafa bara farið héðan, til dæmis norður í Árneshrepp, sem er gott fyrir þá. En þetta er hræðilegt fyrir okkur að missa þessa báta og vonandi breytist þetta og við förum að fá meiri fisk hérna inn,“ segir Sigurður. Sjávarútvegur Strandabyggð Tengdar fréttir Aflaverðmæti strandveiða gæti orðið fimm milljónir á hvern bát Strandveiðarnar fóru vel af stað á þessum fyrsta veiðidegi sumarsins. Búist er við að allt að sexhundruð smábátar verði á strandveiðunum í sumar. 2. maí 2019 21:00 Búist við 500-600 bátum á strandveiðum í sumar Fyrsti dagur strandveiðanna er í dag að þær færa jafnan mikið líf í hafnir landsins hringinn í kringum landið. Breytt lög tryggja hverjum báti núna að lágmarki tólf veiðidaga í hverjum mánuði. 2. maí 2019 12:00 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Ólíklegt er að strandveiðimönnum takist að fullnýta veiðiheimildir á yfirstandandi veiðitímabili, sem fer senn að ljúka. Þeir vilja að sjávarútvegsráðherra lengi tímabilið fram í september þar til aflaheimild hefur verið náð. Á Hólmavík hefur strandveiðin aldrei verið jafn slök og í ár. Fjögurra mánaða strandveiðitímabili umhverfis landið fer að ljúka en á tímabilinu er hverjum strandveiðibát heimilt að stunda veiðar í tólf veiðidaga innan hvers mánaðar í maí, júní, júlí og ágúst. Gerðar voru breytingar á strandveiðikerfinu í fyrra. Í stað þess að úthluta kvóta fyrir hvert veiðisvæði var landið allt gert að einum potti en sumir töldu að með breytingunum mundi það bitna á svæðum þar sem veiði er mest seinni part sumars, sem það virðist hafa gert. Heimilt er að veiða á handfæri allt að 11.100 lestir af óslægðum botnfiski en í fyrra tókst aðeins að veiða níutíu og sex prósent af heildaraflanum. Staðan virðist ætla verða svipuð í ár.Hafa áhyggjur af stöðunni Heimamenn á Hólmavík segja að strandveiðin sjaldan eða aldrei verið jafn slök. Strandveiðitímabilinu lýkur mánaðamótin ágúst september og líkur á að veiðiheimildir verði ekki fullnýttar.Hvernig hefur strandveiðin gengið á þessu tímabili? „Hún hefur eiginlega, því miður, gengið hræðilega,“ segir Sigurður Marínó Þorvaldsson, hafnarvörður á Hólmavík. Sigurður segir að strandveiðimenn þurfi nú að sigla lengra en áður og að margir bátanna séu hæggengir. Áður hafi þeir veitt í Steingrímsfirði. „Í fyrra var verið að landa hérna um tvö hundurð tonn. Það eru komin hundrað og tíu tonn í ár,“ segir Sigurður.Svipuð staða á Hornafirði Svipuð virðist sagan á suðausturhorni landsins en smábátafélagið Hrollaugur á Hornafirði sendu á dögunum áskorun til sjávarútvegsráðherra um að leyfa strandveiðar í september eða þar til að áætluðu heildaraflamagni til strandveiða yrði náð. Sigurður er því sammála og segir að veðurfarslega aðstæður ættu ekki að koma í veg fyrir það. Hann segir strandveiðimenn ekki sátta með fyrirkomulagið. „Auðvitað leggst þetta alveg skelfilega í þá og þeir eru auðvitað ekki sáttir og það eru einhverjir bátar sem hafa bara farið héðan, til dæmis norður í Árneshrepp, sem er gott fyrir þá. En þetta er hræðilegt fyrir okkur að missa þessa báta og vonandi breytist þetta og við förum að fá meiri fisk hérna inn,“ segir Sigurður.
Sjávarútvegur Strandabyggð Tengdar fréttir Aflaverðmæti strandveiða gæti orðið fimm milljónir á hvern bát Strandveiðarnar fóru vel af stað á þessum fyrsta veiðidegi sumarsins. Búist er við að allt að sexhundruð smábátar verði á strandveiðunum í sumar. 2. maí 2019 21:00 Búist við 500-600 bátum á strandveiðum í sumar Fyrsti dagur strandveiðanna er í dag að þær færa jafnan mikið líf í hafnir landsins hringinn í kringum landið. Breytt lög tryggja hverjum báti núna að lágmarki tólf veiðidaga í hverjum mánuði. 2. maí 2019 12:00 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Aflaverðmæti strandveiða gæti orðið fimm milljónir á hvern bát Strandveiðarnar fóru vel af stað á þessum fyrsta veiðidegi sumarsins. Búist er við að allt að sexhundruð smábátar verði á strandveiðunum í sumar. 2. maí 2019 21:00
Búist við 500-600 bátum á strandveiðum í sumar Fyrsti dagur strandveiðanna er í dag að þær færa jafnan mikið líf í hafnir landsins hringinn í kringum landið. Breytt lög tryggja hverjum báti núna að lágmarki tólf veiðidaga í hverjum mánuði. 2. maí 2019 12:00