Sakar Sigmund Davíð um „blekkingu eða í besta falli útúrsnúning“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. ágúst 2019 18:44 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra. Vísir/vilhelm Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, sakar Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Miðflokksins um „blekkingu eða í besta falli útúrsnúning“ með því að halda því fram að sá síðarnefndi hafi ekki innleitt orkupakkann svokallaða í forsætisráðherratíð sinni. Sigmundur gagnrýndi Bjarna í Facebook-færslu í dag fyrir það sem fram kom á fundi Sjálfstæðismanna sem fram fór í Valhöll í dag. „Maður hefði haldið að formaður Sjálfstæðisflokksins, sá ágæti maður, myndi boða eitthvað nýtt í orkupakkamálinu fyrst blásið var til opins fundar í Valhöll. Í staðinn flutti hann gömlu línuna um að orkupakkinn hafi þegar verið orðinn til þegar ég var í ríkisstjórn,“ skrifaði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á Facebook-síðu sinni. „Jú pakkinn hafði lengi verið til en samt innleiddum við hann ekki. Auk þess heyrði málið ekki undir mig, ekki frekar en fjármálaráðherra á þeim tíma (hver sem það nú var).“Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.vísir/vilhelmBjarni svaraði Sigmundi á Facebook nú fyrir skömmu og sagði fínan fund að baki í Valhöll. Þangað hefði Sigmundur verið velkominn, þeir hafi átt ágætt samstarf um mikilvæg framfaramál í ríkisstjórn á sínum tíma. Með mætingu á fundinn hefði Sigmundur mögulega ekki „farið með rangt mál um efni fundarins“, einkum um það sem kom fram í máli Bjarna um stöðu orkupakkamálsins þegar Sigmundur var forsætisráðherra og samflokksmaður hans Gunnar Bragi Sveinsson var utanríkisráðherra, þá báðir í Framsóknarflokknum. Vísar Bjarni í stefnu ríkisstjórnarinnar í minnisblöðum sem lögð voru fyrir þingið, sem finna má hér. „Afstaða utanríkisráðuneytisins í tíð Gunnars Braga og Sigmundar Davíðs var sú að málið stæðist stjórnarskrá, að íslenskra hagsmuna hafi verið gætt í hvívetna og að ljúka bæri málinu með samþykkt í sameiginlegu EES nefndinni. Með öðrum orðum að stefnt skyldi að innleiðingu,“ skrifar Bjarni. Þingið hafi skoðað málið í tveimur þingnefndum og samþykkt að málið héldi áfram. Þannig hafi stjórnarmeirihluti Framsóknar og Sjálfstæðisflokks verið sammála í málinu, sem var í framhaldinu afgreitt í sameiginlegu EES-nefndinni. Í því hafi falist fyrirheit um að innleiða málið í lög, „með eðlilegum fyrirvara um frekari aðkomu Alþingis“. „Það er því rík innistæða fyrir því að segja þá tvo hafa algerlega skipt um skoðun í málinu og blekking eða í besta falli útúrsnúningur þegar Sigmundur Davíð segir í dag: „en við innleiddum hann ekki.“.“Færslu Bjarna má sjá hér að neðan. Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Sigmundur Davíð skýtur á Bjarna Sigmundu Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, gagnrýndi Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins fyrir það sem fram kom í umræðu um þriðja orkupakkann á fundi Sjálfstæðismanna sem fór fram í Valhöll í dag. 10. ágúst 2019 16:17 Telur þriðja orkupakkann brenna heitar á landsbyggðinni Opinn fundur hófst í Valhöll í morgun þar sem Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins ræðir stjórnmálaviðhorfið og aðrir þingmenn sitja fyrir svörum. 10. ágúst 2019 13:00 Fullt út úr dyrum í Valhöll Fullt er út úr dyrum í Valhöll en klukkan ellefu hófst þar fundur þar sem Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ræðir stjórnmálaviðhorfið og situr hann ásamt öðrum þingmönnum fyrir svörum. 10. ágúst 2019 12:24 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, sakar Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Miðflokksins um „blekkingu eða í besta falli útúrsnúning“ með því að halda því fram að sá síðarnefndi hafi ekki innleitt orkupakkann svokallaða í forsætisráðherratíð sinni. Sigmundur gagnrýndi Bjarna í Facebook-færslu í dag fyrir það sem fram kom á fundi Sjálfstæðismanna sem fram fór í Valhöll í dag. „Maður hefði haldið að formaður Sjálfstæðisflokksins, sá ágæti maður, myndi boða eitthvað nýtt í orkupakkamálinu fyrst blásið var til opins fundar í Valhöll. Í staðinn flutti hann gömlu línuna um að orkupakkinn hafi þegar verið orðinn til þegar ég var í ríkisstjórn,“ skrifaði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á Facebook-síðu sinni. „Jú pakkinn hafði lengi verið til en samt innleiddum við hann ekki. Auk þess heyrði málið ekki undir mig, ekki frekar en fjármálaráðherra á þeim tíma (hver sem það nú var).“Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.vísir/vilhelmBjarni svaraði Sigmundi á Facebook nú fyrir skömmu og sagði fínan fund að baki í Valhöll. Þangað hefði Sigmundur verið velkominn, þeir hafi átt ágætt samstarf um mikilvæg framfaramál í ríkisstjórn á sínum tíma. Með mætingu á fundinn hefði Sigmundur mögulega ekki „farið með rangt mál um efni fundarins“, einkum um það sem kom fram í máli Bjarna um stöðu orkupakkamálsins þegar Sigmundur var forsætisráðherra og samflokksmaður hans Gunnar Bragi Sveinsson var utanríkisráðherra, þá báðir í Framsóknarflokknum. Vísar Bjarni í stefnu ríkisstjórnarinnar í minnisblöðum sem lögð voru fyrir þingið, sem finna má hér. „Afstaða utanríkisráðuneytisins í tíð Gunnars Braga og Sigmundar Davíðs var sú að málið stæðist stjórnarskrá, að íslenskra hagsmuna hafi verið gætt í hvívetna og að ljúka bæri málinu með samþykkt í sameiginlegu EES nefndinni. Með öðrum orðum að stefnt skyldi að innleiðingu,“ skrifar Bjarni. Þingið hafi skoðað málið í tveimur þingnefndum og samþykkt að málið héldi áfram. Þannig hafi stjórnarmeirihluti Framsóknar og Sjálfstæðisflokks verið sammála í málinu, sem var í framhaldinu afgreitt í sameiginlegu EES-nefndinni. Í því hafi falist fyrirheit um að innleiða málið í lög, „með eðlilegum fyrirvara um frekari aðkomu Alþingis“. „Það er því rík innistæða fyrir því að segja þá tvo hafa algerlega skipt um skoðun í málinu og blekking eða í besta falli útúrsnúningur þegar Sigmundur Davíð segir í dag: „en við innleiddum hann ekki.“.“Færslu Bjarna má sjá hér að neðan.
Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Sigmundur Davíð skýtur á Bjarna Sigmundu Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, gagnrýndi Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins fyrir það sem fram kom í umræðu um þriðja orkupakkann á fundi Sjálfstæðismanna sem fór fram í Valhöll í dag. 10. ágúst 2019 16:17 Telur þriðja orkupakkann brenna heitar á landsbyggðinni Opinn fundur hófst í Valhöll í morgun þar sem Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins ræðir stjórnmálaviðhorfið og aðrir þingmenn sitja fyrir svörum. 10. ágúst 2019 13:00 Fullt út úr dyrum í Valhöll Fullt er út úr dyrum í Valhöll en klukkan ellefu hófst þar fundur þar sem Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ræðir stjórnmálaviðhorfið og situr hann ásamt öðrum þingmönnum fyrir svörum. 10. ágúst 2019 12:24 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Sjá meira
Sigmundur Davíð skýtur á Bjarna Sigmundu Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, gagnrýndi Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins fyrir það sem fram kom í umræðu um þriðja orkupakkann á fundi Sjálfstæðismanna sem fór fram í Valhöll í dag. 10. ágúst 2019 16:17
Telur þriðja orkupakkann brenna heitar á landsbyggðinni Opinn fundur hófst í Valhöll í morgun þar sem Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins ræðir stjórnmálaviðhorfið og aðrir þingmenn sitja fyrir svörum. 10. ágúst 2019 13:00
Fullt út úr dyrum í Valhöll Fullt er út úr dyrum í Valhöll en klukkan ellefu hófst þar fundur þar sem Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ræðir stjórnmálaviðhorfið og situr hann ásamt öðrum þingmönnum fyrir svörum. 10. ágúst 2019 12:24
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent