NBA-stjarnan hrósaði Tryggva og segir að Sviss eigi að læra af íslenska liðinu Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 10. ágúst 2019 18:41 Capela í baráttunni í kvöld. vísir/bára Clint Capela leikmaður Houston Rockets spilaði í dag með svissnenska landsliðinu í landsleik á móti Íslandi. Ísland vann leikinn 83-82 eftir magnað lokaskot frá Martin Hermannssyni. „Ég er ekki viss hvort ég sé svekktur. Mér fannst við spila mjög vel miðað við útileik. Við áttum ekki von á að vera á þeirra getustigi. Við komum mjög einbeittir inn í leikinn.“ Sviss byrjuðu leikinn betur en Ísland vann sig jafnóðum inn í leikinn og komust fyrst yfir í byrjun seinni hálfleiks. „Þeir komu betur inn í seinni hálfleikinn og pressuðu okkur svo við misstum boltann að óþörfu. Þeir settu stór skot eins og við gerðum líka. Þeir áttu lokaorðið með þessu stóra skoti í lokin.“ Íslenska liðið var ekki endilega að hitta vel fyrir utan í fyrstu 3 leikhlutunum. Þeir náðu samt að skora nóg með góðum ákvarðanatökum til þess að halda sér í leiknum. „Þeir spiluðu mjög vel sem lið. Þeir voru alltaf að taka réttu ákvarðanirnar. Fyrir okkur sem lið ættum við læra það af þeim hvernig þeir taka alltaf réttu ákvörðunina.“ Capela þurfti að glíma við Tryggva Snæ Hlinason í dag en þetta hafði hann að segja um Tryggva. „Hann getur verið mjög góður í Evrópuski kerfunum. Þeir voru að finna hann vel í kvöld og ég vona að hann standi sig vel með sínu liði. Hann stóð sig vel í kvöld.“ Tryggvi byrjaði bara að æfa körfubolta fyrir tæplega 5 árum. Hann er samt orðinn lykilmaður í landsliðinu sem stóð alveg í NBA-stjörnunni. „Hann heldur boltanum uppi og þekkir sína styrkleika. Hann veit að hann er stór svo hann heldur boltanum uppi þar sem hann getur gripið hann og er með góðar hendur í kringum körfuna.“ Clint Capela er nú ekki þekktur fyrir að vera mikill skotmaður. Í leik dagsins var hinsvegar mikið að taka langskot meðal annars af dripplinu tvisvar sem er oftast erfiðara. „Það tók mig minna en hálfa mínutu að setja niður skot utan af velli svo mér leið vel. Ég var ekki að hika við að skjóta. Þetta er gott tækifæri fyrir mig til að þróa leikinn minn.“ NBA-stjörnur eins og Capela spila ekki endilega með landsliðunum sínum í svona leikjum í undankeppni. Capela ákvað hinsvegar að taka slaginn með sínum mönnum og hefur gaman af. „Ég er að skemmta mér vel með strákunum. Menn eru að leggja sig alla fram og eru mjög einbeittir. Ég byrjaði bara að æfa með þeim einum degi áður en við spiluðum á móti Portúgal svo ég veit að erum ekki farnir að spila fullkomnlega saman ennþá inni á vellinum. Við erum samt ennþá samkeppnishæfir og stóðum okkur vel í kvöld en þeir settu bara þetta stóra skot. Ég óska þeim bara til hamingju með það.“ Körfubolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Sviss 83-82 | Hetjuskot Martins björguðu Íslandi Martin Hermannsson tryggði Íslandi gríðarlega mikilvægan sigur á Sviss í forkeppni undankeppni EM 2021 í dag. 10. ágúst 2019 15:30 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Fleiri fréttir Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Sjá meira
Clint Capela leikmaður Houston Rockets spilaði í dag með svissnenska landsliðinu í landsleik á móti Íslandi. Ísland vann leikinn 83-82 eftir magnað lokaskot frá Martin Hermannssyni. „Ég er ekki viss hvort ég sé svekktur. Mér fannst við spila mjög vel miðað við útileik. Við áttum ekki von á að vera á þeirra getustigi. Við komum mjög einbeittir inn í leikinn.“ Sviss byrjuðu leikinn betur en Ísland vann sig jafnóðum inn í leikinn og komust fyrst yfir í byrjun seinni hálfleiks. „Þeir komu betur inn í seinni hálfleikinn og pressuðu okkur svo við misstum boltann að óþörfu. Þeir settu stór skot eins og við gerðum líka. Þeir áttu lokaorðið með þessu stóra skoti í lokin.“ Íslenska liðið var ekki endilega að hitta vel fyrir utan í fyrstu 3 leikhlutunum. Þeir náðu samt að skora nóg með góðum ákvarðanatökum til þess að halda sér í leiknum. „Þeir spiluðu mjög vel sem lið. Þeir voru alltaf að taka réttu ákvarðanirnar. Fyrir okkur sem lið ættum við læra það af þeim hvernig þeir taka alltaf réttu ákvörðunina.“ Capela þurfti að glíma við Tryggva Snæ Hlinason í dag en þetta hafði hann að segja um Tryggva. „Hann getur verið mjög góður í Evrópuski kerfunum. Þeir voru að finna hann vel í kvöld og ég vona að hann standi sig vel með sínu liði. Hann stóð sig vel í kvöld.“ Tryggvi byrjaði bara að æfa körfubolta fyrir tæplega 5 árum. Hann er samt orðinn lykilmaður í landsliðinu sem stóð alveg í NBA-stjörnunni. „Hann heldur boltanum uppi og þekkir sína styrkleika. Hann veit að hann er stór svo hann heldur boltanum uppi þar sem hann getur gripið hann og er með góðar hendur í kringum körfuna.“ Clint Capela er nú ekki þekktur fyrir að vera mikill skotmaður. Í leik dagsins var hinsvegar mikið að taka langskot meðal annars af dripplinu tvisvar sem er oftast erfiðara. „Það tók mig minna en hálfa mínutu að setja niður skot utan af velli svo mér leið vel. Ég var ekki að hika við að skjóta. Þetta er gott tækifæri fyrir mig til að þróa leikinn minn.“ NBA-stjörnur eins og Capela spila ekki endilega með landsliðunum sínum í svona leikjum í undankeppni. Capela ákvað hinsvegar að taka slaginn með sínum mönnum og hefur gaman af. „Ég er að skemmta mér vel með strákunum. Menn eru að leggja sig alla fram og eru mjög einbeittir. Ég byrjaði bara að æfa með þeim einum degi áður en við spiluðum á móti Portúgal svo ég veit að erum ekki farnir að spila fullkomnlega saman ennþá inni á vellinum. Við erum samt ennþá samkeppnishæfir og stóðum okkur vel í kvöld en þeir settu bara þetta stóra skot. Ég óska þeim bara til hamingju með það.“
Körfubolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Sviss 83-82 | Hetjuskot Martins björguðu Íslandi Martin Hermannsson tryggði Íslandi gríðarlega mikilvægan sigur á Sviss í forkeppni undankeppni EM 2021 í dag. 10. ágúst 2019 15:30 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Fleiri fréttir Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Sviss 83-82 | Hetjuskot Martins björguðu Íslandi Martin Hermannsson tryggði Íslandi gríðarlega mikilvægan sigur á Sviss í forkeppni undankeppni EM 2021 í dag. 10. ágúst 2019 15:30
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum