Elliði hefur áhyggjur af framtíð Garðyrkjuskólans Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. ágúst 2019 12:30 Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi brosir þrátt fyrir áhyggjur af starfsemi Garðyrkjuskólans á Reykjum í Ölfusi. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss hefur áhyggjur af framtíð Garðyrkjuskólans á Reykjum í Ölfusi og óttast um framtíð garðyrkjudeildar skólans, sem tilheyrir Landbúnaðarháskóla Íslands. Þá hafa bæjaryfirvöld í Hveragerði líka áhyggjur af starfsemi skólans og framtíð hans. Bæjarráð Hveragerðisbæjar sendi frá sér ályktun fyrr í sumar þar sem ráðið lýsir fyrir hönd Hveragerðisbæjar áhyggjum sínum af nýrri stefnu Landbúnaðarháskóla Íslands þar sem lagðar til breytingar á inntaki og eðli garðyrkjunáms við skólann. Garðyrkjuskólinn er í túnfæti Hveragerðisbæjar en þó í Sveitarfélaginu Ölfuss. Þar hafa menn líka áhyggjur af framtíð skólans, Elliði Vignisson er bæjarstjóri þar. „Málið snýst um það að Garðyrkjuskólinn, eða þessi deild Landbúnaðarháskólans hér í Ölfusi að hún er ein af undirstöðu menntastofnunum þessa svæðis. Það runnu á okkur tvær grímur þegar okkur fannst vera að vinna stefnumótun fyrir þessa deild án aðkomu okkar íbúa hér á svæðinu. Þar teljum við ekki rétt með farið og höfum komið því áleiðis og höfum trú á því beiðni okkar verði mætt, við viljum vera þátttakendur“, segir Elliði. Á hverju ári er opið hús á sumardaginn fyrsta í Garðyrkjuskólanum. Hér er skálað í kaffi, sem ræktað er í hitabeltisgróðurhúsi skólans. Á myndinni sem var tekin 24. apríl 2014 eru ráðherrarnir Illugi Gunnarsson og Sigurður Ingi Jóhannsson, ásamt Ágústi Sigurðssyni, sem var rektor skólans á þeim tíma en er í dag sveitarstjóri Rangárþings ytra.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Elliði segist ekki geta hugsað til þess verði dregið verði úr starfsemi Garðyrkjuskólans eða honum lokað því starfsemin á Reykjum sé undirstaða garðyrkju í landinu. „Inn í framtíðina á garðyrkja gríðarlega mikil tækifæri. Mannkynið er að fara úr sex og hálfum milljarði í tíu milljarða. Á næstum þrjátíu árum þarf mannkynið að búa til jafn mikið af mat og það hefur gert síðustu átta þúsund árin. Það verður ekki gert nema að við tökum þátt í að mennta fólk og Ísland á hér gríðarlega mikilvæg tækifæri og Ölfusið og nærsveitir þar með“. En ef það verður lokað, hvað gera bændur þá? „Ég hef ekki trú á því að það reyni nokkurn tímann á það. Þeir sem hafa séð reiða sunnlenska bændur þeir vita að þeir vilja ekki að sú staða komi upp“, segir Elliði. Guðríður Helgadóttir er staðarhaldari á Reykjum í Ölfusi.Úr myndasafni.Þegar Ragnheiði Ingu Þórarinsdóttur, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands var spurð út í starfsemi Garðyrkjuskólans og hugsanlegar breytingar þar segir hún að það hafi ekkert verið rætt um að gera breytingar á náminu á Reykjum og það séu heldur engar breytingar lagðar til á inntaki og eðli garðyrkjunáms við skólann í nýrri stefnu Landbúnaðarháskólans. Guðríður Helgadóttir er staðarhaldari á Reykjum og hefur umsjón með náminu og starfsemi staðarins. Garðyrkja Landbúnaður Skóla - og menntamál Ölfus Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sjá meira
Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss hefur áhyggjur af framtíð Garðyrkjuskólans á Reykjum í Ölfusi og óttast um framtíð garðyrkjudeildar skólans, sem tilheyrir Landbúnaðarháskóla Íslands. Þá hafa bæjaryfirvöld í Hveragerði líka áhyggjur af starfsemi skólans og framtíð hans. Bæjarráð Hveragerðisbæjar sendi frá sér ályktun fyrr í sumar þar sem ráðið lýsir fyrir hönd Hveragerðisbæjar áhyggjum sínum af nýrri stefnu Landbúnaðarháskóla Íslands þar sem lagðar til breytingar á inntaki og eðli garðyrkjunáms við skólann. Garðyrkjuskólinn er í túnfæti Hveragerðisbæjar en þó í Sveitarfélaginu Ölfuss. Þar hafa menn líka áhyggjur af framtíð skólans, Elliði Vignisson er bæjarstjóri þar. „Málið snýst um það að Garðyrkjuskólinn, eða þessi deild Landbúnaðarháskólans hér í Ölfusi að hún er ein af undirstöðu menntastofnunum þessa svæðis. Það runnu á okkur tvær grímur þegar okkur fannst vera að vinna stefnumótun fyrir þessa deild án aðkomu okkar íbúa hér á svæðinu. Þar teljum við ekki rétt með farið og höfum komið því áleiðis og höfum trú á því beiðni okkar verði mætt, við viljum vera þátttakendur“, segir Elliði. Á hverju ári er opið hús á sumardaginn fyrsta í Garðyrkjuskólanum. Hér er skálað í kaffi, sem ræktað er í hitabeltisgróðurhúsi skólans. Á myndinni sem var tekin 24. apríl 2014 eru ráðherrarnir Illugi Gunnarsson og Sigurður Ingi Jóhannsson, ásamt Ágústi Sigurðssyni, sem var rektor skólans á þeim tíma en er í dag sveitarstjóri Rangárþings ytra.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Elliði segist ekki geta hugsað til þess verði dregið verði úr starfsemi Garðyrkjuskólans eða honum lokað því starfsemin á Reykjum sé undirstaða garðyrkju í landinu. „Inn í framtíðina á garðyrkja gríðarlega mikil tækifæri. Mannkynið er að fara úr sex og hálfum milljarði í tíu milljarða. Á næstum þrjátíu árum þarf mannkynið að búa til jafn mikið af mat og það hefur gert síðustu átta þúsund árin. Það verður ekki gert nema að við tökum þátt í að mennta fólk og Ísland á hér gríðarlega mikilvæg tækifæri og Ölfusið og nærsveitir þar með“. En ef það verður lokað, hvað gera bændur þá? „Ég hef ekki trú á því að það reyni nokkurn tímann á það. Þeir sem hafa séð reiða sunnlenska bændur þeir vita að þeir vilja ekki að sú staða komi upp“, segir Elliði. Guðríður Helgadóttir er staðarhaldari á Reykjum í Ölfusi.Úr myndasafni.Þegar Ragnheiði Ingu Þórarinsdóttur, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands var spurð út í starfsemi Garðyrkjuskólans og hugsanlegar breytingar þar segir hún að það hafi ekkert verið rætt um að gera breytingar á náminu á Reykjum og það séu heldur engar breytingar lagðar til á inntaki og eðli garðyrkjunáms við skólann í nýrri stefnu Landbúnaðarháskólans. Guðríður Helgadóttir er staðarhaldari á Reykjum og hefur umsjón með náminu og starfsemi staðarins.
Garðyrkja Landbúnaður Skóla - og menntamál Ölfus Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sjá meira