Innlent

Slökkvilið kallað út vegna elds í Álfheimum

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Frá vettvangi í Álfheimum.
Frá vettvangi í Álfheimum. Vísir/Jói K.
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út á sjöunda tímanum í kvöld vegna tilkynningar um eld í fjölbýlishúsi í Álfheimum. Samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra hjá slökkviliðinu gleymdist pottur á eldavél í einni íbúð hússins og í kjölfarið gaus mikill reykur upp, með tilheyrandi stybbu.

Enginn var inni í íbúðinni þegar eldurinn kom upp en slökkviliðsmenn fóru inn og reykræstu. Útkallinu var lokið nú um klukkan sjö en ekkert tjón er talið hafa hlotist af atvikinu.

Fréttin hefur verið uppfærð.

Dælubíll frá slökkviliðinu kom á vettvang skömmu fyrir klukkan sjö.Vísir/Jói K.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×