Flugi til og frá Hong Kong aflýst vegna mótmæla Andri Eysteinsson skrifar 12. ágúst 2019 11:37 Mótmælendur á alþjóðaflugvellinum í Hong Kong. Getty/Anthony Kwan Flugmálayfirvöld í Hong Kong hafa tekið þá ákvörðun að fresta öllu flugi til og frá borginni vegna mótmælanna sem þar geisa. Farþegar í flugi þar sem innritun er ekki lokið missa því að ferðum sínum. Ákvörðunin var tekin vegna þess að mótmælendur höfðu hópast saman í og við flugvöllinn. Guardian greinir frá. Götur umhverfis flugvöllinn voru fullar af fólki sem lokaði leiðum farþega að vellinum, þá voru bílastæði einnig troðfull. Um er að ræða fjórða daginn í röð þar sem mótmælt er við alþjóðaflugvöllinn. Mótmælaaldan í Hong Kong hófst fyrr í sumar eftir að ríkisstjórnin hugðist samþykkja frumvarp sem heimilaði framsal sakamanna til Kína. Með tíð og tíma þróaðist ergja mótmælenda frá því að vera beint að framsalsfrumvarpinu og varð að gagnrýni og mótmælum gegn ríkisstjórninni í heild. Ríkisstjórnin líkt og mótmælendur gefur ekkert eftir Tíu vikur eru liðnar frá upphafi mótmælanna og hvorki mótmælendur né ríkisstjórnin hefur gefið eftir og hefur ríkisstjórnin meðal annars kallað mótmælendur hryðjuverkamenn. Mótmælendur og mannréttindahópar hafa gagnrýnt ríkisstjórnina og segja hana taka of hart á móti mótmælendum, sér í lagi eftir að táragasi var beitt gegn mótmælendum sem lokaðir voru inn á lestarstöð og eftir að lögreglumenn dulbjuggu sig sem mótmælendur áður en þeir framkvæmdu handtökur. Lögreglumenn hafa einnig orðið fyrir meiðslum, þónokkrir lögreglumenn hafa kvartað yfir augnmeiðslum eftir að mótmælendur hefðu beint leysigeislum að þeim, auk þess hafa mótmælendur varpað bensínsprengjum yfir lögreglumenn. Yfirvöld boðuðu þingmenn og fjölmiðla fyrr í dag til blaðamannafundar þar sem að lögregla sýndi mátt sinn og megin með því að frumsýna tvær háþrýstivatnsbyssur sem notaðar hafa verið gegn mótmælendum í öðrum ríkjum. Lögreglan í Hong Kong festi kaup á búnaðnum eftir mótmæli árið 2014 en þær hafa aldrei verið notaðar. Telja mótmælendur sýninguna vera fátt annað en hótun gegn mótmælendum. Hong Kong Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira
Flugmálayfirvöld í Hong Kong hafa tekið þá ákvörðun að fresta öllu flugi til og frá borginni vegna mótmælanna sem þar geisa. Farþegar í flugi þar sem innritun er ekki lokið missa því að ferðum sínum. Ákvörðunin var tekin vegna þess að mótmælendur höfðu hópast saman í og við flugvöllinn. Guardian greinir frá. Götur umhverfis flugvöllinn voru fullar af fólki sem lokaði leiðum farþega að vellinum, þá voru bílastæði einnig troðfull. Um er að ræða fjórða daginn í röð þar sem mótmælt er við alþjóðaflugvöllinn. Mótmælaaldan í Hong Kong hófst fyrr í sumar eftir að ríkisstjórnin hugðist samþykkja frumvarp sem heimilaði framsal sakamanna til Kína. Með tíð og tíma þróaðist ergja mótmælenda frá því að vera beint að framsalsfrumvarpinu og varð að gagnrýni og mótmælum gegn ríkisstjórninni í heild. Ríkisstjórnin líkt og mótmælendur gefur ekkert eftir Tíu vikur eru liðnar frá upphafi mótmælanna og hvorki mótmælendur né ríkisstjórnin hefur gefið eftir og hefur ríkisstjórnin meðal annars kallað mótmælendur hryðjuverkamenn. Mótmælendur og mannréttindahópar hafa gagnrýnt ríkisstjórnina og segja hana taka of hart á móti mótmælendum, sér í lagi eftir að táragasi var beitt gegn mótmælendum sem lokaðir voru inn á lestarstöð og eftir að lögreglumenn dulbjuggu sig sem mótmælendur áður en þeir framkvæmdu handtökur. Lögreglumenn hafa einnig orðið fyrir meiðslum, þónokkrir lögreglumenn hafa kvartað yfir augnmeiðslum eftir að mótmælendur hefðu beint leysigeislum að þeim, auk þess hafa mótmælendur varpað bensínsprengjum yfir lögreglumenn. Yfirvöld boðuðu þingmenn og fjölmiðla fyrr í dag til blaðamannafundar þar sem að lögregla sýndi mátt sinn og megin með því að frumsýna tvær háþrýstivatnsbyssur sem notaðar hafa verið gegn mótmælendum í öðrum ríkjum. Lögreglan í Hong Kong festi kaup á búnaðnum eftir mótmæli árið 2014 en þær hafa aldrei verið notaðar. Telja mótmælendur sýninguna vera fátt annað en hótun gegn mótmælendum.
Hong Kong Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira