Samsung vex í Evrópu vegna millidýrra snjallsíma Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 13. ágúst 2019 06:00 Galaxy Fold er ekki enn kominn á markað. Nordicphotos/AFP Hlutdeild Samsung á snjallsímamarkaði í Evrópu var 40,6 prósent á síðasta ársfjórðungi. Það er um fimmtungsvöxtur frá sama tíma í fyrra, þegar fyrirtækið hafði 33,9 prósent markaðarins. Þetta kom fram í skýrslu sem greiningarfyrirtækið Canalys birti og tæknimiðillinn Engadget greindi frá. Skýra má þennan vöxt Samsung, að minnsta kosti að hluta til, með vaxandi vinsældum millidýrra síma frá fyrirtækinu, samkvæmt Canalys. Fólk sé sum sé frekar að sækja í síma á borð við Galaxy A50 eða A70 heldur en flaggskipin Galaxy Note 10 og Galaxy S10 sem kosta tvöfalt, jafnvel þrefalt meira. Samsung-fólk er þó ekki það eina sem getur fagnað góðum fjórðungi. Kínverski framleiðandinn Xiaomi átti einnig góðan fjórðung, reyndar betri en Samsung. Markaðshlutdeildin var 9,6 prósent á síðasta fjórðungi sem er tæplega helmingi meira en 6,5 prósentin sem fyrirtækið hafði á sama tíma í fyrra. Öðrum gekk öllu verr. Apple fór úr 17 prósentum í 14,1 prósent og HMD Global, sem framleiðir Nokia-snjallsíma, úr 3,2 prósentum í 2,7 prósent. Þá kemur ekki á óvart eftir ásakanir um njósnir og viðskiptabann í Bandaríkjunum að Huawei fór úr 22,4 prósentum í 18,8 prósent. Birtist í Fréttablaðinu Huawei Samsung Tækni Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Hlutdeild Samsung á snjallsímamarkaði í Evrópu var 40,6 prósent á síðasta ársfjórðungi. Það er um fimmtungsvöxtur frá sama tíma í fyrra, þegar fyrirtækið hafði 33,9 prósent markaðarins. Þetta kom fram í skýrslu sem greiningarfyrirtækið Canalys birti og tæknimiðillinn Engadget greindi frá. Skýra má þennan vöxt Samsung, að minnsta kosti að hluta til, með vaxandi vinsældum millidýrra síma frá fyrirtækinu, samkvæmt Canalys. Fólk sé sum sé frekar að sækja í síma á borð við Galaxy A50 eða A70 heldur en flaggskipin Galaxy Note 10 og Galaxy S10 sem kosta tvöfalt, jafnvel þrefalt meira. Samsung-fólk er þó ekki það eina sem getur fagnað góðum fjórðungi. Kínverski framleiðandinn Xiaomi átti einnig góðan fjórðung, reyndar betri en Samsung. Markaðshlutdeildin var 9,6 prósent á síðasta fjórðungi sem er tæplega helmingi meira en 6,5 prósentin sem fyrirtækið hafði á sama tíma í fyrra. Öðrum gekk öllu verr. Apple fór úr 17 prósentum í 14,1 prósent og HMD Global, sem framleiðir Nokia-snjallsíma, úr 3,2 prósentum í 2,7 prósent. Þá kemur ekki á óvart eftir ásakanir um njósnir og viðskiptabann í Bandaríkjunum að Huawei fór úr 22,4 prósentum í 18,8 prósent.
Birtist í Fréttablaðinu Huawei Samsung Tækni Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira