Fjöldi kvenna segir Placido Domingo hafa herjað á sig Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. ágúst 2019 08:20 Placido Domingo er 78 ára gamall. Hér sést hann á hátíð í Madrid um miðjan júlímánuð. Getty/NurPhoto Óperusöngvarinn heimsfrægi, Placido Domingo, hefur verið sakaður um margskonar kynferðisbrot gegn að minnsta kosti átta konum. Hann segist miður sín vegna ásakananna, hann hafi ætíð talið að hegðun hans væri samþykkt. AP fréttastofan greinir frá málinu og hefur rætt við konurnar sem staðhæfa að Domingo, sem er einn af frægustu tenórum heims en einnig virtur stjórnandi, hafi í gegnum tíðina margsinnis beitt konur þrýstingi til að þýðast sig og lofað þeim frama í tónlistarheiminum að launum. Þær sem ekki létu undan kröfum hans hafi síðan fengið að kenna á því með starfsmissi. Konurnar sem AP ræðir við eru söngvarar og dansarar sem segja að óperuheimurinn hafi vitað af þessari myrku hlið stjörnunnar, en kosið að líta framhjá henni í áraraðir. Ein kvennanna segir Domingo hafa stungið hönd ofan í pils hennar og aðrar þrjár segja hann hafa gefið sér „blautan koss á munninn“ án þeirra samþykkis. „Það er ekkert óeðlilegt að fara á hádegisverðarfund,“ segir ein kvennanna. „Það að einhver reyni að halda í höndina á þér eða leggja höndina á lærið á þér á hádegisverðarfundi er hins vegar óeðlilegt. Hann var alltaf að reyna að snerta þig einhvern veginn og sífellt að kyssa þig.“Placido Domingo og Sigrún Hjálmtýsdóttir á sviðinu í Egilshöll árið 2005.AP segist jafnframt hafa rætt við á fjórða tug annarra samstarfsmanna Domingo sem segjast hafa orðið vitni að afbrigðilegri hegðun tónlistarmannsins. Hann hafi fengið að herja á ungar konur að vild sem ekki hafi þorað að setja sig upp á móti Domingo, af ótta við að ferill þeirra færi í vaskinn. Í yfirlýsingu frá Domingo segir hann sumar þessara ásakana vera allt að 30 ára gamlar. Þær séu óþægilegar, en jafnframt ónákvæmar. Engu að síður segir Domingo að honum þyki miður að heyra hvernig samstarfsfólk hans upplifði framgöngu sína. Hann hafi ætíð talið sig vera í rétti og að hegðun hans væri samþykkt. Hann segist engu að síður gera sér grein fyrir því að þær reglur sem gilda um samskipti fólks hafi breyst í tímans rás. Hann sé þakklátur fyrir að hafa fengið að starfa við óperuna í rúmlega 50 ár og að hann ætli sér að hegða sér óaðfinnanlega í framtíðinni. Domingo, sem er 78 ára gamall, er í dag stjórnandi óperunnar í Los Angeles-borg. Hann hefur alls hlotið 14 Grammy verðlaun og áætlað er að hann hafi stigið rúmlega 4000 sinnum á svið, oftar en nokkur annar óperusöngvari í sögunni. Það gerði hann til að mynda í Egilshöll um miðjan mars árið 2005 ásamt Ana Maria Martinez. Frammistaða Domingo þótti góð en tónleikarnir heilt yfir lélegir, ekki síst vegna lélegs hljómburðar í Egilshöll. Menning MeToo Spánn Tónlist Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Fleiri fréttir Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Sjá meira
Óperusöngvarinn heimsfrægi, Placido Domingo, hefur verið sakaður um margskonar kynferðisbrot gegn að minnsta kosti átta konum. Hann segist miður sín vegna ásakananna, hann hafi ætíð talið að hegðun hans væri samþykkt. AP fréttastofan greinir frá málinu og hefur rætt við konurnar sem staðhæfa að Domingo, sem er einn af frægustu tenórum heims en einnig virtur stjórnandi, hafi í gegnum tíðina margsinnis beitt konur þrýstingi til að þýðast sig og lofað þeim frama í tónlistarheiminum að launum. Þær sem ekki létu undan kröfum hans hafi síðan fengið að kenna á því með starfsmissi. Konurnar sem AP ræðir við eru söngvarar og dansarar sem segja að óperuheimurinn hafi vitað af þessari myrku hlið stjörnunnar, en kosið að líta framhjá henni í áraraðir. Ein kvennanna segir Domingo hafa stungið hönd ofan í pils hennar og aðrar þrjár segja hann hafa gefið sér „blautan koss á munninn“ án þeirra samþykkis. „Það er ekkert óeðlilegt að fara á hádegisverðarfund,“ segir ein kvennanna. „Það að einhver reyni að halda í höndina á þér eða leggja höndina á lærið á þér á hádegisverðarfundi er hins vegar óeðlilegt. Hann var alltaf að reyna að snerta þig einhvern veginn og sífellt að kyssa þig.“Placido Domingo og Sigrún Hjálmtýsdóttir á sviðinu í Egilshöll árið 2005.AP segist jafnframt hafa rætt við á fjórða tug annarra samstarfsmanna Domingo sem segjast hafa orðið vitni að afbrigðilegri hegðun tónlistarmannsins. Hann hafi fengið að herja á ungar konur að vild sem ekki hafi þorað að setja sig upp á móti Domingo, af ótta við að ferill þeirra færi í vaskinn. Í yfirlýsingu frá Domingo segir hann sumar þessara ásakana vera allt að 30 ára gamlar. Þær séu óþægilegar, en jafnframt ónákvæmar. Engu að síður segir Domingo að honum þyki miður að heyra hvernig samstarfsfólk hans upplifði framgöngu sína. Hann hafi ætíð talið sig vera í rétti og að hegðun hans væri samþykkt. Hann segist engu að síður gera sér grein fyrir því að þær reglur sem gilda um samskipti fólks hafi breyst í tímans rás. Hann sé þakklátur fyrir að hafa fengið að starfa við óperuna í rúmlega 50 ár og að hann ætli sér að hegða sér óaðfinnanlega í framtíðinni. Domingo, sem er 78 ára gamall, er í dag stjórnandi óperunnar í Los Angeles-borg. Hann hefur alls hlotið 14 Grammy verðlaun og áætlað er að hann hafi stigið rúmlega 4000 sinnum á svið, oftar en nokkur annar óperusöngvari í sögunni. Það gerði hann til að mynda í Egilshöll um miðjan mars árið 2005 ásamt Ana Maria Martinez. Frammistaða Domingo þótti góð en tónleikarnir heilt yfir lélegir, ekki síst vegna lélegs hljómburðar í Egilshöll.
Menning MeToo Spánn Tónlist Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Fleiri fréttir Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Sjá meira