FBI gerði rassíu á „barnaníðingaeyju“ Epsteins Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. ágúst 2019 16:48 Loftmynd af aðalhíbýlum Epsteins á Little Saint James. Skjáskot/Google Maps Bandaríska alríkislögreglan FBI réðst í leit á einkaeyju auðkýfingsins Jeffrey Epstein í Karíbahafinu á mánudag. Epstein, sem ákærður var fyrir mansal og kynferðisbrot gegn tugum stúlkna, framdi sjálfsvíg í klefa sínum um helgina. Rassía FBI er sögð gefa til kynna að andlát Epsteins muni ekki hamla rannsókn á meintum brotum hans. Bandaríska NBC-fréttastofan birti myndskeið af leitinni í dag. Þar sjást útsendarar alríkislögreglunnar ganga á land á eyjunni Little Saint James á Bandarísku Jómfrúareyjum. Sérstök sveit lögreglu á vegum saksóknara í New York, sem stofnuð var um mál Epsteins, leiðir leitina, að því er NBC hefur eftir tveimur háttsettum embættismönnum innan lögreglunnar.Sjá einnig: Trump fordæmdur fyrir að dreifa rakalausri samsæriskenningu um dauða Epstein Ýmislegt hefur verið hvíslað um Little Saint James eftir að ásakanir á hendur Epstein litu dagsins ljós fyrr í sumar. Epstein keypti eyjuna á tíunda áratugnum og réðst strax í umfangsmiklar byggingarframkvæmdir.Epstein átti yfir höfði sér áratugalanga fangelsisvist vegna mansals á ungum stúlkum.Vísir/APAP-fréttastofan hefur eftir íbúum á Saint Thomas, næstu eyju við Little Saint James og einni stærstu eyju Jómfrúareyja, að eyjan hafi verið sveipuð nokkuð óhugnanlegri dulúð síðan Epstein festi kaup á henni. Öryggisverðir hafi vaktað hana allan sólahringinn og þar hafi ítrekað sést til ungra kvenna. „Allir kölluðu hana „Barnaníðingaeyjuna“,“ sagði Kevin Goodrich, íbúi á Saint Thomas, í samtali við AP í júlí. „Hún er myrkrahornið okkar.“ Epstein er sagður hafa dvalið langdvölum á eyjunni og boðið þangað valdamiklum vinum sínum úr stjórnmálum og skemmtanabransanum. Á meðal þeirra sem heimsótti eyjuna í boði Epsteins var Andrés Bretaprins. Að minnsta kosti ein kona sem sakar Epstein um nauðgun segist hafa tekið þátt í orgíu á heimili Epsteins á eyjunni. Þá segist hún hafa séð Bill Clinton fyrrverandi Bandaríkjaforseta á eyjunni en kveðst þó ekki hafa séð hann stunda þar kynlíf. Talsmaður forsetans þvertekur fyrir að hann hafi stigið fæti á eyjuna.Konur sem sakað hafa Epstein um kynferðisbrot gegn sér hafa lýst yfir áhyggjum af því að í ljósi andláts Epsteins muni hann aldrei þurfa að svara fyrir gjörðir sínar. Þá biðluðu þær til yfirvalda að láta andlátið ekki hafa áhrif á rannsókn málsins og hvöttu saksóknara til að sækja alla hlutaðeigandi til saka. William Barr dómsmálaráðherra Bandaríkjanna fullvissaði hin meintu fórnarlömb um að það yrði gert, að því er fram kom í ræðu sem hann flutti í gær. Epstein fannst látinn í klefa sínum daginn eftir að réttarskjöl sem telja hundruð blaðsíðna voru birt, þar sem nýjar ásakanir um kynferðislega misnotkun og ofbeldi á hendur honum og samverkamönnum hans voru birtar. Hann var m.a. sakaður um að hafa greitt ólögráða stúlkum fyrir kynlíf á heimilum hans í Manhattan og Flórída á árunum 2002 til 2005. Síðan á laugardag hafa borist fregnir af því að mikið álag hafi verið á vörðum í fangelsinu. Þeir hafi ekki litið inn til Epstein í fleiri klukkustundir nóttina sem hann lést. Samkvæmt reglum áttu þeir að líta á hann á hálftíma fresti. Epstein var einnig einn í klefa þó að hann hafi átt að hafa klefafélaga. Bandaríkin Jeffrey Epstein Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Verðirnir unnu "gífurlega“ yfirvinnu Þetta hefur AP-fréttastofan eftir heimildarmanni sínum sem þekkir til í fangelsinu í New York þar sem Jeffrey Epstein var haldið. 11. ágúst 2019 23:36 „Alvarlegir misbrestir“ í fangelsinu þar sem Epstein lést Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna segir að rannsókn á glæpum Jeffreys Epstein og mögulegum samverkamönnum hans haldi áfram þrátt fyrir andlát hans. 12. ágúst 2019 16:02 Trump fordæmdur fyrir að dreifa rakalausri samsæriskenningu um dauða Epstein Dauði Jeffrey Epstein í fangelsi varð tilefni fjölda samsæriskenninga á samfélagsmiðlum. Bandaríkjaforseti dreifði einni þeirra til milljóna fylgjenda sinna á Twitter. 12. ágúst 2019 13:36 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Sjá meira
Bandaríska alríkislögreglan FBI réðst í leit á einkaeyju auðkýfingsins Jeffrey Epstein í Karíbahafinu á mánudag. Epstein, sem ákærður var fyrir mansal og kynferðisbrot gegn tugum stúlkna, framdi sjálfsvíg í klefa sínum um helgina. Rassía FBI er sögð gefa til kynna að andlát Epsteins muni ekki hamla rannsókn á meintum brotum hans. Bandaríska NBC-fréttastofan birti myndskeið af leitinni í dag. Þar sjást útsendarar alríkislögreglunnar ganga á land á eyjunni Little Saint James á Bandarísku Jómfrúareyjum. Sérstök sveit lögreglu á vegum saksóknara í New York, sem stofnuð var um mál Epsteins, leiðir leitina, að því er NBC hefur eftir tveimur háttsettum embættismönnum innan lögreglunnar.Sjá einnig: Trump fordæmdur fyrir að dreifa rakalausri samsæriskenningu um dauða Epstein Ýmislegt hefur verið hvíslað um Little Saint James eftir að ásakanir á hendur Epstein litu dagsins ljós fyrr í sumar. Epstein keypti eyjuna á tíunda áratugnum og réðst strax í umfangsmiklar byggingarframkvæmdir.Epstein átti yfir höfði sér áratugalanga fangelsisvist vegna mansals á ungum stúlkum.Vísir/APAP-fréttastofan hefur eftir íbúum á Saint Thomas, næstu eyju við Little Saint James og einni stærstu eyju Jómfrúareyja, að eyjan hafi verið sveipuð nokkuð óhugnanlegri dulúð síðan Epstein festi kaup á henni. Öryggisverðir hafi vaktað hana allan sólahringinn og þar hafi ítrekað sést til ungra kvenna. „Allir kölluðu hana „Barnaníðingaeyjuna“,“ sagði Kevin Goodrich, íbúi á Saint Thomas, í samtali við AP í júlí. „Hún er myrkrahornið okkar.“ Epstein er sagður hafa dvalið langdvölum á eyjunni og boðið þangað valdamiklum vinum sínum úr stjórnmálum og skemmtanabransanum. Á meðal þeirra sem heimsótti eyjuna í boði Epsteins var Andrés Bretaprins. Að minnsta kosti ein kona sem sakar Epstein um nauðgun segist hafa tekið þátt í orgíu á heimili Epsteins á eyjunni. Þá segist hún hafa séð Bill Clinton fyrrverandi Bandaríkjaforseta á eyjunni en kveðst þó ekki hafa séð hann stunda þar kynlíf. Talsmaður forsetans þvertekur fyrir að hann hafi stigið fæti á eyjuna.Konur sem sakað hafa Epstein um kynferðisbrot gegn sér hafa lýst yfir áhyggjum af því að í ljósi andláts Epsteins muni hann aldrei þurfa að svara fyrir gjörðir sínar. Þá biðluðu þær til yfirvalda að láta andlátið ekki hafa áhrif á rannsókn málsins og hvöttu saksóknara til að sækja alla hlutaðeigandi til saka. William Barr dómsmálaráðherra Bandaríkjanna fullvissaði hin meintu fórnarlömb um að það yrði gert, að því er fram kom í ræðu sem hann flutti í gær. Epstein fannst látinn í klefa sínum daginn eftir að réttarskjöl sem telja hundruð blaðsíðna voru birt, þar sem nýjar ásakanir um kynferðislega misnotkun og ofbeldi á hendur honum og samverkamönnum hans voru birtar. Hann var m.a. sakaður um að hafa greitt ólögráða stúlkum fyrir kynlíf á heimilum hans í Manhattan og Flórída á árunum 2002 til 2005. Síðan á laugardag hafa borist fregnir af því að mikið álag hafi verið á vörðum í fangelsinu. Þeir hafi ekki litið inn til Epstein í fleiri klukkustundir nóttina sem hann lést. Samkvæmt reglum áttu þeir að líta á hann á hálftíma fresti. Epstein var einnig einn í klefa þó að hann hafi átt að hafa klefafélaga.
Bandaríkin Jeffrey Epstein Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Verðirnir unnu "gífurlega“ yfirvinnu Þetta hefur AP-fréttastofan eftir heimildarmanni sínum sem þekkir til í fangelsinu í New York þar sem Jeffrey Epstein var haldið. 11. ágúst 2019 23:36 „Alvarlegir misbrestir“ í fangelsinu þar sem Epstein lést Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna segir að rannsókn á glæpum Jeffreys Epstein og mögulegum samverkamönnum hans haldi áfram þrátt fyrir andlát hans. 12. ágúst 2019 16:02 Trump fordæmdur fyrir að dreifa rakalausri samsæriskenningu um dauða Epstein Dauði Jeffrey Epstein í fangelsi varð tilefni fjölda samsæriskenninga á samfélagsmiðlum. Bandaríkjaforseti dreifði einni þeirra til milljóna fylgjenda sinna á Twitter. 12. ágúst 2019 13:36 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Sjá meira
Verðirnir unnu "gífurlega“ yfirvinnu Þetta hefur AP-fréttastofan eftir heimildarmanni sínum sem þekkir til í fangelsinu í New York þar sem Jeffrey Epstein var haldið. 11. ágúst 2019 23:36
„Alvarlegir misbrestir“ í fangelsinu þar sem Epstein lést Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna segir að rannsókn á glæpum Jeffreys Epstein og mögulegum samverkamönnum hans haldi áfram þrátt fyrir andlát hans. 12. ágúst 2019 16:02
Trump fordæmdur fyrir að dreifa rakalausri samsæriskenningu um dauða Epstein Dauði Jeffrey Epstein í fangelsi varð tilefni fjölda samsæriskenninga á samfélagsmiðlum. Bandaríkjaforseti dreifði einni þeirra til milljóna fylgjenda sinna á Twitter. 12. ágúst 2019 13:36