Neitar að greiða fimm milljónir til Þorsteins Hörður Ægisson skrifar 14. ágúst 2019 06:00 Þorsteinn Már Baldvinsson, fostjóri Samherja, krefur Seðlabankann um bætur vegna miska og kostnaðar sem málarekstur Seðlabankans hefur valdið honum og sjávarútvegsfyrirtækinu. Fréttablaðið/Anton brink Seðlabanki Íslands hefur hafnað kröfu Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, um að eiga viðræður við hann um bætur vegna þess kostnaðar og miska sem málarekstur bankans hefur haft í för með sér fyrir Þorstein og sjávarútvegsfyrirtækið vegna ætlaðra brota á lögum og reglum um gjaldeyrismál. Þorsteinn hafði boðist til samþykkja greiðslu frá Seðlabankanum að fjárhæð samtals fimm milljónir króna. Þetta kemur fram í bréfi Seðlabankans, dagsettu 30. júlí síðastliðinn, til Samherja sem Markaðurinn hefur undir höndum. Í bréfinu, sem er undirritað af Steinari Þór Guðgeirssyni, lögmanni Seðlabankans, segir meðal annars að eftir „ítarlega skoðun“ verði ekki séð að bankinn „hafi með saknæmum eða ólögmætum hætti haft afskipti af [Þorsteini] vegna meintra brota á ákvæðum gjaldeyrislaga og reglna settra á grundvelli þeirra laga.“ Þá hafi málsmeðferð Seðlabankans ekki „brotið gegn réttindum [Þorsteins] þannig að bótaskyldu að lögum varði.“ Því telji bankinn sér „ekki fært“ að verða við kröfu um greiðslu til Þorsteins að fjárhæð fimm milljónir króna. Í erindi sem Þorsteinn sendi á Seðlabankann hinn 23. maí síðastliðinn kemur fram að bankinn ætti að eigin frumkvæði að bjóða honum til viðræðna um bætur, að öðrum kosti yrði sett fram einhliða krafa um skaðabætur og höfðun dómsmáls til innheimtu þeirra ef með þyrfti. Þannig er þess krafist að bankinn endurgreiði Þorsteini útlagðan kostnað sem hann hafi haft vegna málareksturs Seðlabankans og býðst hann til að „einskorða kröfu sína við aðkeypta sérfræðiþjónustu lögmanna við að verjast og fá hnekkt ólögmætum málatilbúnaði Seðlabankans.“ Þá er þess getið að lokum að Þorsteinn uni við endurgreiðslu að fjárhæð fimm milljónir króna vegna þessa. Um miðjan júlí sneri Þorsteinn sér til umboðsmanns Alþingis og kvartaði undan óhóflegri töf á afgreiðslu erindis hans til bankans. Í kjölfarið veitti umboðsmaður Seðlabankanum frest til 2. ágúst síðastliðins til að upplýsa um hvað liði svörum bankans til Þorsteins. Í áliti umboðsmanns Alþingis í ársbyrjun, sem kom til vegna kvörtunar af hálfu Þorsteins, var farið hörðum orðum um stjórnsýslu Seðlabankans í málum sem varða gjaldeyrisreglur bankans. Þar var meðal annars bent á að stjórnendur bankans hafi ekki gert umboðsmanni grein fyrir afstöðu ríkissaksóknara um að engin nothæf refsiheimild hefði verið fyrir hendi vegna gjaldeyrisbrota. Hæstiréttur staðfesti sem kunnugt er í nóvember í fyrra dóm héraðsdóms sem hafði fellt úr gildi 15 milljóna stjórnvaldssekt sem Seðlabankinn lagði á Samherja fyrir meint brot á gjaldeyrislögum. Birtist í Fréttablaðinu Seðlabankinn Sjávarútvegur Tengdar fréttir Samherji kærir stjórnendur Seðlabankans til lögreglu Höfða einnig skaðabótamál. 30. apríl 2019 17:57 Sonur Þorsteins Más lét seðlabankastjóra heyra það Baldvin Þorsteinsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Samherja og sonur Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra fyrirtækisins, lét Má Guðmundsson, seðlabankastjóra, heyra það að loknum opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á Alþingi í morgun. 27. mars 2019 12:16 Umboðsmaður rekur eftir svari frá Seðlabanka Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja hf., hefur leitað liðsinnis Umboðsmanns Alþingis vegna erinda sem hann hefur ítrekað sent Seðlabanka Íslands á undanförnum mánuðum en ekki fengið svör við. 1. ágúst 2019 06:00 Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Seðlabanki Íslands hefur hafnað kröfu Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, um að eiga viðræður við hann um bætur vegna þess kostnaðar og miska sem málarekstur bankans hefur haft í för með sér fyrir Þorstein og sjávarútvegsfyrirtækið vegna ætlaðra brota á lögum og reglum um gjaldeyrismál. Þorsteinn hafði boðist til samþykkja greiðslu frá Seðlabankanum að fjárhæð samtals fimm milljónir króna. Þetta kemur fram í bréfi Seðlabankans, dagsettu 30. júlí síðastliðinn, til Samherja sem Markaðurinn hefur undir höndum. Í bréfinu, sem er undirritað af Steinari Þór Guðgeirssyni, lögmanni Seðlabankans, segir meðal annars að eftir „ítarlega skoðun“ verði ekki séð að bankinn „hafi með saknæmum eða ólögmætum hætti haft afskipti af [Þorsteini] vegna meintra brota á ákvæðum gjaldeyrislaga og reglna settra á grundvelli þeirra laga.“ Þá hafi málsmeðferð Seðlabankans ekki „brotið gegn réttindum [Þorsteins] þannig að bótaskyldu að lögum varði.“ Því telji bankinn sér „ekki fært“ að verða við kröfu um greiðslu til Þorsteins að fjárhæð fimm milljónir króna. Í erindi sem Þorsteinn sendi á Seðlabankann hinn 23. maí síðastliðinn kemur fram að bankinn ætti að eigin frumkvæði að bjóða honum til viðræðna um bætur, að öðrum kosti yrði sett fram einhliða krafa um skaðabætur og höfðun dómsmáls til innheimtu þeirra ef með þyrfti. Þannig er þess krafist að bankinn endurgreiði Þorsteini útlagðan kostnað sem hann hafi haft vegna málareksturs Seðlabankans og býðst hann til að „einskorða kröfu sína við aðkeypta sérfræðiþjónustu lögmanna við að verjast og fá hnekkt ólögmætum málatilbúnaði Seðlabankans.“ Þá er þess getið að lokum að Þorsteinn uni við endurgreiðslu að fjárhæð fimm milljónir króna vegna þessa. Um miðjan júlí sneri Þorsteinn sér til umboðsmanns Alþingis og kvartaði undan óhóflegri töf á afgreiðslu erindis hans til bankans. Í kjölfarið veitti umboðsmaður Seðlabankanum frest til 2. ágúst síðastliðins til að upplýsa um hvað liði svörum bankans til Þorsteins. Í áliti umboðsmanns Alþingis í ársbyrjun, sem kom til vegna kvörtunar af hálfu Þorsteins, var farið hörðum orðum um stjórnsýslu Seðlabankans í málum sem varða gjaldeyrisreglur bankans. Þar var meðal annars bent á að stjórnendur bankans hafi ekki gert umboðsmanni grein fyrir afstöðu ríkissaksóknara um að engin nothæf refsiheimild hefði verið fyrir hendi vegna gjaldeyrisbrota. Hæstiréttur staðfesti sem kunnugt er í nóvember í fyrra dóm héraðsdóms sem hafði fellt úr gildi 15 milljóna stjórnvaldssekt sem Seðlabankinn lagði á Samherja fyrir meint brot á gjaldeyrislögum.
Birtist í Fréttablaðinu Seðlabankinn Sjávarútvegur Tengdar fréttir Samherji kærir stjórnendur Seðlabankans til lögreglu Höfða einnig skaðabótamál. 30. apríl 2019 17:57 Sonur Þorsteins Más lét seðlabankastjóra heyra það Baldvin Þorsteinsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Samherja og sonur Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra fyrirtækisins, lét Má Guðmundsson, seðlabankastjóra, heyra það að loknum opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á Alþingi í morgun. 27. mars 2019 12:16 Umboðsmaður rekur eftir svari frá Seðlabanka Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja hf., hefur leitað liðsinnis Umboðsmanns Alþingis vegna erinda sem hann hefur ítrekað sent Seðlabanka Íslands á undanförnum mánuðum en ekki fengið svör við. 1. ágúst 2019 06:00 Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Sonur Þorsteins Más lét seðlabankastjóra heyra það Baldvin Þorsteinsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Samherja og sonur Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra fyrirtækisins, lét Má Guðmundsson, seðlabankastjóra, heyra það að loknum opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á Alþingi í morgun. 27. mars 2019 12:16
Umboðsmaður rekur eftir svari frá Seðlabanka Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja hf., hefur leitað liðsinnis Umboðsmanns Alþingis vegna erinda sem hann hefur ítrekað sent Seðlabanka Íslands á undanförnum mánuðum en ekki fengið svör við. 1. ágúst 2019 06:00