Neitar að greiða fimm milljónir til Þorsteins Hörður Ægisson skrifar 14. ágúst 2019 06:00 Þorsteinn Már Baldvinsson, fostjóri Samherja, krefur Seðlabankann um bætur vegna miska og kostnaðar sem málarekstur Seðlabankans hefur valdið honum og sjávarútvegsfyrirtækinu. Fréttablaðið/Anton brink Seðlabanki Íslands hefur hafnað kröfu Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, um að eiga viðræður við hann um bætur vegna þess kostnaðar og miska sem málarekstur bankans hefur haft í för með sér fyrir Þorstein og sjávarútvegsfyrirtækið vegna ætlaðra brota á lögum og reglum um gjaldeyrismál. Þorsteinn hafði boðist til samþykkja greiðslu frá Seðlabankanum að fjárhæð samtals fimm milljónir króna. Þetta kemur fram í bréfi Seðlabankans, dagsettu 30. júlí síðastliðinn, til Samherja sem Markaðurinn hefur undir höndum. Í bréfinu, sem er undirritað af Steinari Þór Guðgeirssyni, lögmanni Seðlabankans, segir meðal annars að eftir „ítarlega skoðun“ verði ekki séð að bankinn „hafi með saknæmum eða ólögmætum hætti haft afskipti af [Þorsteini] vegna meintra brota á ákvæðum gjaldeyrislaga og reglna settra á grundvelli þeirra laga.“ Þá hafi málsmeðferð Seðlabankans ekki „brotið gegn réttindum [Þorsteins] þannig að bótaskyldu að lögum varði.“ Því telji bankinn sér „ekki fært“ að verða við kröfu um greiðslu til Þorsteins að fjárhæð fimm milljónir króna. Í erindi sem Þorsteinn sendi á Seðlabankann hinn 23. maí síðastliðinn kemur fram að bankinn ætti að eigin frumkvæði að bjóða honum til viðræðna um bætur, að öðrum kosti yrði sett fram einhliða krafa um skaðabætur og höfðun dómsmáls til innheimtu þeirra ef með þyrfti. Þannig er þess krafist að bankinn endurgreiði Þorsteini útlagðan kostnað sem hann hafi haft vegna málareksturs Seðlabankans og býðst hann til að „einskorða kröfu sína við aðkeypta sérfræðiþjónustu lögmanna við að verjast og fá hnekkt ólögmætum málatilbúnaði Seðlabankans.“ Þá er þess getið að lokum að Þorsteinn uni við endurgreiðslu að fjárhæð fimm milljónir króna vegna þessa. Um miðjan júlí sneri Þorsteinn sér til umboðsmanns Alþingis og kvartaði undan óhóflegri töf á afgreiðslu erindis hans til bankans. Í kjölfarið veitti umboðsmaður Seðlabankanum frest til 2. ágúst síðastliðins til að upplýsa um hvað liði svörum bankans til Þorsteins. Í áliti umboðsmanns Alþingis í ársbyrjun, sem kom til vegna kvörtunar af hálfu Þorsteins, var farið hörðum orðum um stjórnsýslu Seðlabankans í málum sem varða gjaldeyrisreglur bankans. Þar var meðal annars bent á að stjórnendur bankans hafi ekki gert umboðsmanni grein fyrir afstöðu ríkissaksóknara um að engin nothæf refsiheimild hefði verið fyrir hendi vegna gjaldeyrisbrota. Hæstiréttur staðfesti sem kunnugt er í nóvember í fyrra dóm héraðsdóms sem hafði fellt úr gildi 15 milljóna stjórnvaldssekt sem Seðlabankinn lagði á Samherja fyrir meint brot á gjaldeyrislögum. Birtist í Fréttablaðinu Seðlabankinn Sjávarútvegur Tengdar fréttir Samherji kærir stjórnendur Seðlabankans til lögreglu Höfða einnig skaðabótamál. 30. apríl 2019 17:57 Sonur Þorsteins Más lét seðlabankastjóra heyra það Baldvin Þorsteinsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Samherja og sonur Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra fyrirtækisins, lét Má Guðmundsson, seðlabankastjóra, heyra það að loknum opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á Alþingi í morgun. 27. mars 2019 12:16 Umboðsmaður rekur eftir svari frá Seðlabanka Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja hf., hefur leitað liðsinnis Umboðsmanns Alþingis vegna erinda sem hann hefur ítrekað sent Seðlabanka Íslands á undanförnum mánuðum en ekki fengið svör við. 1. ágúst 2019 06:00 Mest lesið Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Kerfi sem virka eins og lungu landeldisstöðva Samstarf Gengi Alvotech aldrei lægra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Sjá meira
Seðlabanki Íslands hefur hafnað kröfu Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, um að eiga viðræður við hann um bætur vegna þess kostnaðar og miska sem málarekstur bankans hefur haft í för með sér fyrir Þorstein og sjávarútvegsfyrirtækið vegna ætlaðra brota á lögum og reglum um gjaldeyrismál. Þorsteinn hafði boðist til samþykkja greiðslu frá Seðlabankanum að fjárhæð samtals fimm milljónir króna. Þetta kemur fram í bréfi Seðlabankans, dagsettu 30. júlí síðastliðinn, til Samherja sem Markaðurinn hefur undir höndum. Í bréfinu, sem er undirritað af Steinari Þór Guðgeirssyni, lögmanni Seðlabankans, segir meðal annars að eftir „ítarlega skoðun“ verði ekki séð að bankinn „hafi með saknæmum eða ólögmætum hætti haft afskipti af [Þorsteini] vegna meintra brota á ákvæðum gjaldeyrislaga og reglna settra á grundvelli þeirra laga.“ Þá hafi málsmeðferð Seðlabankans ekki „brotið gegn réttindum [Þorsteins] þannig að bótaskyldu að lögum varði.“ Því telji bankinn sér „ekki fært“ að verða við kröfu um greiðslu til Þorsteins að fjárhæð fimm milljónir króna. Í erindi sem Þorsteinn sendi á Seðlabankann hinn 23. maí síðastliðinn kemur fram að bankinn ætti að eigin frumkvæði að bjóða honum til viðræðna um bætur, að öðrum kosti yrði sett fram einhliða krafa um skaðabætur og höfðun dómsmáls til innheimtu þeirra ef með þyrfti. Þannig er þess krafist að bankinn endurgreiði Þorsteini útlagðan kostnað sem hann hafi haft vegna málareksturs Seðlabankans og býðst hann til að „einskorða kröfu sína við aðkeypta sérfræðiþjónustu lögmanna við að verjast og fá hnekkt ólögmætum málatilbúnaði Seðlabankans.“ Þá er þess getið að lokum að Þorsteinn uni við endurgreiðslu að fjárhæð fimm milljónir króna vegna þessa. Um miðjan júlí sneri Þorsteinn sér til umboðsmanns Alþingis og kvartaði undan óhóflegri töf á afgreiðslu erindis hans til bankans. Í kjölfarið veitti umboðsmaður Seðlabankanum frest til 2. ágúst síðastliðins til að upplýsa um hvað liði svörum bankans til Þorsteins. Í áliti umboðsmanns Alþingis í ársbyrjun, sem kom til vegna kvörtunar af hálfu Þorsteins, var farið hörðum orðum um stjórnsýslu Seðlabankans í málum sem varða gjaldeyrisreglur bankans. Þar var meðal annars bent á að stjórnendur bankans hafi ekki gert umboðsmanni grein fyrir afstöðu ríkissaksóknara um að engin nothæf refsiheimild hefði verið fyrir hendi vegna gjaldeyrisbrota. Hæstiréttur staðfesti sem kunnugt er í nóvember í fyrra dóm héraðsdóms sem hafði fellt úr gildi 15 milljóna stjórnvaldssekt sem Seðlabankinn lagði á Samherja fyrir meint brot á gjaldeyrislögum.
Birtist í Fréttablaðinu Seðlabankinn Sjávarútvegur Tengdar fréttir Samherji kærir stjórnendur Seðlabankans til lögreglu Höfða einnig skaðabótamál. 30. apríl 2019 17:57 Sonur Þorsteins Más lét seðlabankastjóra heyra það Baldvin Þorsteinsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Samherja og sonur Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra fyrirtækisins, lét Má Guðmundsson, seðlabankastjóra, heyra það að loknum opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á Alþingi í morgun. 27. mars 2019 12:16 Umboðsmaður rekur eftir svari frá Seðlabanka Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja hf., hefur leitað liðsinnis Umboðsmanns Alþingis vegna erinda sem hann hefur ítrekað sent Seðlabanka Íslands á undanförnum mánuðum en ekki fengið svör við. 1. ágúst 2019 06:00 Mest lesið Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Kerfi sem virka eins og lungu landeldisstöðva Samstarf Gengi Alvotech aldrei lægra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Sjá meira
Sonur Þorsteins Más lét seðlabankastjóra heyra það Baldvin Þorsteinsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Samherja og sonur Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra fyrirtækisins, lét Má Guðmundsson, seðlabankastjóra, heyra það að loknum opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á Alþingi í morgun. 27. mars 2019 12:16
Umboðsmaður rekur eftir svari frá Seðlabanka Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja hf., hefur leitað liðsinnis Umboðsmanns Alþingis vegna erinda sem hann hefur ítrekað sent Seðlabanka Íslands á undanförnum mánuðum en ekki fengið svör við. 1. ágúst 2019 06:00