Undrast ummæli bæjarstjóra um komur skemmtiferðaskipa Sveinn Arnarsson skrifar 14. ágúst 2019 06:00 Mikill fjöldi ferðamanna sem koma með skemmtiferðaskipum heimsækir Akureyri á sumrin. Fréttablaðið/Valli Oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Akureyrar, Gunnar Gíslason, undrast þau orð bæjarstjórans í bænum að til greina komi að takmarka skipakomur í bæinn. Segir hann það undarlegt í ljósi þess að sveitarfélagið rói að því öllum árum að fjölga ferðamönnum á Norðurlandi. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, segir það hins vegar ekki sína skoðun að það þurfi að fækka skipakomum. Ásthildur sagði í viðtali við ríkisútvarpið í fyrrakvöld að það sé eðlilegt að Íslendingar horfi til þess að draga úr komum skemmtiferðaskipa til landsins vegna mengunar sem af þessum ferðum hljótist. Þessi ummæli gagnrýnir Gunnar og segir enga umræðu hafa farið fram í stjórnkerfinu um skemmtiferðaskip og mögulegar takmarkanir á komum þeirra.Gunnar Gíslason fræðslustjóri Akureyri „Ég skil ekki þessi ummæli. Það hefur aldrei komið fram sú umræða hér í bæ að hér séu of mörg skip og að það þurfi að takmarka komur þeirra,“ segir Gunnar. „Við erum á hinn bóginn að tala um að fjölga ferðamönnum með beinu flugi norður og að auka vægi ferðaþjónustu á Norðurlandi svo þetta skýtur skökku við verð ég að segja.“ Hann segir einnig að sú umræða sem skapast hefur vegna mælinga dansks umhverfisverkfræðings sé á villigötum. „Það er alveg ljóst að það þarf að skoða þessa hluti og rannsaka mun betur til að taka einhverjar afdrifaríkar ákvarðanir. Við ættum að flýta okkur hægt og safna mun meiri mælingum. Ég hef ekki orðið var við það að bæjarbúar hafi kvartað mikið yfir mengun af völdum skemmtiferðaskipa hér í bæ,“ bætir Gunnar við. Gunnar óskar þess að umræðan fari fram í bæjarráði á morgun um þessi ummæli bæjarstjóra. Ásthildur segir það af og frá að hún vilji takmarka skipakomur skemmtiferðaskipa. „Ég er alls ekki að boða fækkun á komum skemmtiferðaskipa til Akureyrar. Það eina sem ég hef sagt er að við ættum að læra af því hvernig nágrannaþjóðir okkar vinna að þessum málum með umhverfisvernd í huga,“ segir Ásthildur. „Hvort og þá hvernig ræðst í samráði þeirra sem eiga hagsmuna að gæta.“ Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Fleiri fréttir Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Sjá meira
Oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Akureyrar, Gunnar Gíslason, undrast þau orð bæjarstjórans í bænum að til greina komi að takmarka skipakomur í bæinn. Segir hann það undarlegt í ljósi þess að sveitarfélagið rói að því öllum árum að fjölga ferðamönnum á Norðurlandi. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, segir það hins vegar ekki sína skoðun að það þurfi að fækka skipakomum. Ásthildur sagði í viðtali við ríkisútvarpið í fyrrakvöld að það sé eðlilegt að Íslendingar horfi til þess að draga úr komum skemmtiferðaskipa til landsins vegna mengunar sem af þessum ferðum hljótist. Þessi ummæli gagnrýnir Gunnar og segir enga umræðu hafa farið fram í stjórnkerfinu um skemmtiferðaskip og mögulegar takmarkanir á komum þeirra.Gunnar Gíslason fræðslustjóri Akureyri „Ég skil ekki þessi ummæli. Það hefur aldrei komið fram sú umræða hér í bæ að hér séu of mörg skip og að það þurfi að takmarka komur þeirra,“ segir Gunnar. „Við erum á hinn bóginn að tala um að fjölga ferðamönnum með beinu flugi norður og að auka vægi ferðaþjónustu á Norðurlandi svo þetta skýtur skökku við verð ég að segja.“ Hann segir einnig að sú umræða sem skapast hefur vegna mælinga dansks umhverfisverkfræðings sé á villigötum. „Það er alveg ljóst að það þarf að skoða þessa hluti og rannsaka mun betur til að taka einhverjar afdrifaríkar ákvarðanir. Við ættum að flýta okkur hægt og safna mun meiri mælingum. Ég hef ekki orðið var við það að bæjarbúar hafi kvartað mikið yfir mengun af völdum skemmtiferðaskipa hér í bæ,“ bætir Gunnar við. Gunnar óskar þess að umræðan fari fram í bæjarráði á morgun um þessi ummæli bæjarstjóra. Ásthildur segir það af og frá að hún vilji takmarka skipakomur skemmtiferðaskipa. „Ég er alls ekki að boða fækkun á komum skemmtiferðaskipa til Akureyrar. Það eina sem ég hef sagt er að við ættum að læra af því hvernig nágrannaþjóðir okkar vinna að þessum málum með umhverfisvernd í huga,“ segir Ásthildur. „Hvort og þá hvernig ræðst í samráði þeirra sem eiga hagsmuna að gæta.“
Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Fleiri fréttir Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Sjá meira