Undrast ummæli bæjarstjóra um komur skemmtiferðaskipa Sveinn Arnarsson skrifar 14. ágúst 2019 06:00 Mikill fjöldi ferðamanna sem koma með skemmtiferðaskipum heimsækir Akureyri á sumrin. Fréttablaðið/Valli Oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Akureyrar, Gunnar Gíslason, undrast þau orð bæjarstjórans í bænum að til greina komi að takmarka skipakomur í bæinn. Segir hann það undarlegt í ljósi þess að sveitarfélagið rói að því öllum árum að fjölga ferðamönnum á Norðurlandi. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, segir það hins vegar ekki sína skoðun að það þurfi að fækka skipakomum. Ásthildur sagði í viðtali við ríkisútvarpið í fyrrakvöld að það sé eðlilegt að Íslendingar horfi til þess að draga úr komum skemmtiferðaskipa til landsins vegna mengunar sem af þessum ferðum hljótist. Þessi ummæli gagnrýnir Gunnar og segir enga umræðu hafa farið fram í stjórnkerfinu um skemmtiferðaskip og mögulegar takmarkanir á komum þeirra.Gunnar Gíslason fræðslustjóri Akureyri „Ég skil ekki þessi ummæli. Það hefur aldrei komið fram sú umræða hér í bæ að hér séu of mörg skip og að það þurfi að takmarka komur þeirra,“ segir Gunnar. „Við erum á hinn bóginn að tala um að fjölga ferðamönnum með beinu flugi norður og að auka vægi ferðaþjónustu á Norðurlandi svo þetta skýtur skökku við verð ég að segja.“ Hann segir einnig að sú umræða sem skapast hefur vegna mælinga dansks umhverfisverkfræðings sé á villigötum. „Það er alveg ljóst að það þarf að skoða þessa hluti og rannsaka mun betur til að taka einhverjar afdrifaríkar ákvarðanir. Við ættum að flýta okkur hægt og safna mun meiri mælingum. Ég hef ekki orðið var við það að bæjarbúar hafi kvartað mikið yfir mengun af völdum skemmtiferðaskipa hér í bæ,“ bætir Gunnar við. Gunnar óskar þess að umræðan fari fram í bæjarráði á morgun um þessi ummæli bæjarstjóra. Ásthildur segir það af og frá að hún vilji takmarka skipakomur skemmtiferðaskipa. „Ég er alls ekki að boða fækkun á komum skemmtiferðaskipa til Akureyrar. Það eina sem ég hef sagt er að við ættum að læra af því hvernig nágrannaþjóðir okkar vinna að þessum málum með umhverfisvernd í huga,“ segir Ásthildur. „Hvort og þá hvernig ræðst í samráði þeirra sem eiga hagsmuna að gæta.“ Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Innlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Sjá meira
Oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Akureyrar, Gunnar Gíslason, undrast þau orð bæjarstjórans í bænum að til greina komi að takmarka skipakomur í bæinn. Segir hann það undarlegt í ljósi þess að sveitarfélagið rói að því öllum árum að fjölga ferðamönnum á Norðurlandi. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, segir það hins vegar ekki sína skoðun að það þurfi að fækka skipakomum. Ásthildur sagði í viðtali við ríkisútvarpið í fyrrakvöld að það sé eðlilegt að Íslendingar horfi til þess að draga úr komum skemmtiferðaskipa til landsins vegna mengunar sem af þessum ferðum hljótist. Þessi ummæli gagnrýnir Gunnar og segir enga umræðu hafa farið fram í stjórnkerfinu um skemmtiferðaskip og mögulegar takmarkanir á komum þeirra.Gunnar Gíslason fræðslustjóri Akureyri „Ég skil ekki þessi ummæli. Það hefur aldrei komið fram sú umræða hér í bæ að hér séu of mörg skip og að það þurfi að takmarka komur þeirra,“ segir Gunnar. „Við erum á hinn bóginn að tala um að fjölga ferðamönnum með beinu flugi norður og að auka vægi ferðaþjónustu á Norðurlandi svo þetta skýtur skökku við verð ég að segja.“ Hann segir einnig að sú umræða sem skapast hefur vegna mælinga dansks umhverfisverkfræðings sé á villigötum. „Það er alveg ljóst að það þarf að skoða þessa hluti og rannsaka mun betur til að taka einhverjar afdrifaríkar ákvarðanir. Við ættum að flýta okkur hægt og safna mun meiri mælingum. Ég hef ekki orðið var við það að bæjarbúar hafi kvartað mikið yfir mengun af völdum skemmtiferðaskipa hér í bæ,“ bætir Gunnar við. Gunnar óskar þess að umræðan fari fram í bæjarráði á morgun um þessi ummæli bæjarstjóra. Ásthildur segir það af og frá að hún vilji takmarka skipakomur skemmtiferðaskipa. „Ég er alls ekki að boða fækkun á komum skemmtiferðaskipa til Akureyrar. Það eina sem ég hef sagt er að við ættum að læra af því hvernig nágrannaþjóðir okkar vinna að þessum málum með umhverfisvernd í huga,“ segir Ásthildur. „Hvort og þá hvernig ræðst í samráði þeirra sem eiga hagsmuna að gæta.“
Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Innlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Sjá meira