Illt er verkþjófur að vera Skúli Gunnar Sigfússon skrifar 15. ágúst 2019 07:00 Eftir að Sveinn Andri Sveinsson var skipaður skiptastjóri í þrotabúi EK 1923 ehf. var sextíu kröfum lýst í búið innan tilskilins frests. Sveinn Andri tók á móti þeim kröfum og skrifaði á sig 15 mínútur fyrir að taka á móti hverri kröfu og setja í möppu. Hér var ekki um að ræða vinnu við að taka afstöðu til krafnanna eða meta þær að neinu leyti, heldur einungis að móttaka þær og skrá þær. Þar sem tímagjald Sveins Andra er 49.600 krónur, rukkaði hann 12.400 krónur fyrir að móttaka einfalda kröfulýsingu. Nú liggur fyrir að um 6.000 kröfum var lýst í þrotabú WOW air. Eftir að Sveinn Andri og Þorsteinn Einarsson voru skipaðir skiptastjórar WOW air, var tilkynnt að kröfur í þrotabúið ætti að senda í Grjótagötu 7, á skrifstofu Sveins Andra. Sveinn Andri hefur því í sumar móttekið og sett í möppur hátt í 6.000 kröfur. Kröfuhafar í þrotabú WOW air eru um 100 sinnum fleiri en í þrotabú EK 1923 ehf. Því hefði verið eðlilegt að Sveinn Andri rukkaði u.þ.b. 74 milljónir fyrir sömu vinnu í þrotabúi WOW air. Ef réttlætanlegt er að skrifa 15 mínútna vinnu vegna móttöku einstakrar kröfu í einu þrotabúi, hlýtur það að vera eðlilegt að gera slíkt hið sama í næsta þrotabúi sem maður fær upp í hendurnar frá Héraðsdómi Reykjavíkur. Í frétt Morgunblaðsins 23. maí sl. spurði blaðamaður Svein Andra að því hvað hann ætlaði að rukka þrotabú WOW air fyrir sams konar vinnu og hann innti af höndum hjá EK 1923 ehf. Svar Sveins Andra var að hann myndi ekkert rukka fyrir það. Ástæðan væri sú að þrotabú WOW air sé óvenjulegt út frá stærð þess og „þar sé um mun stærra verkefni að ræða en hjá EK1923 og því annars eðlis“. Sveini Andra þykir því rökrétt að hann rukki fyrir vinnu sem er einn hundraðshluti af vinnu í einu þrotabúi en gefi að fullu sömu vinnu í öðru þrotabúi, þar sem vinnan er 100 sinnum meiri. Þetta er sambærilegt því að þú færir til tannlæknis og hann tæki 100 þúsund krónur fyrir að smíða í þig tönn. Þú værir svo ánægður með nýju tönnina að þú tilkynntir tannlækninum þínum að þú myndir senda til hans 100 manns úr stórfjölskyldunni þinni og vinahópi og allir ættu að fá nýja tönn. Þegar tannlækninum væri ljóst hvert umfangið væri við tannsmíðina fyrir alla ættingja þína og vini, myndi hann tilkynna þér hátíðlega að hann myndi ekki rukka krónu fyrir þetta, þar sem verkið væri óvenjulegt út frá stærð þess og vinnan annars eðlis en hún hafi verið við þessa einu tönn hjá þér. Ég bara spyr, hverjir hafa ekki lent í þessu? Af ofangreindu má draga þá ályktun að Sveinn Andri hefur farið ránshendi um þrotabú EK 1923 ehf. með fullu samþykki stærstu kröfuhafa þess bús. Sá kröfuhafi sem farið hefur fremstur í flokki, og staðið á bak við þessa vegferð Sveins Andra, krafðist þess áður en félagið fór í þrot að félag í minni eigu greiddi kröfuna beint til hans framhjá EK ella skyldi ég hljóta verra af. Sá kröfuhafi má eiga það að hann hefur staðið við stóru orðin og hefur lögmaður þessa fyrirtækis unnið náið með Sveini Andra að því að reyna að koma sem mestu höggi á mig og mín félög. Meira um það síðar. Það kemur hins vegar á óvart að kröfuhafar, sem eru til dæmis fulltrúar íslenskra skattgreiðenda, skuli láta svona rán um hábjartan dag viðgangast. Eins og ég hef áður bent á hefur Sveinn Andri Sveinsson blóðmjólkað þrotabú EK 1923 ehf. og skrifað á sig 2.400 vinnustundir fram til desember á síðasta ári. Það samsvarar hátt í einu og hálfu ári í fullri vinnu fimm daga vikunnar. Skiptastjórinn hefur þannig sogið í sinn rann um 120 milljónir króna út úr búinu í formi þóknunar fyrir vinnu við þrotabúið. Þessi vinna á að hafa farið fram samhliða fjölmörgum öðrum lögmannsstörfum og „tómstundum“ sem Sveinn Andri stundar. Gott væri fyrir skiptastjórann að hafa í huga spekina úr Hugsvinnsmálum: Illt er verkþjófur að vera.Höfundur er fjárfestir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skúli Gunnar Sigfússon WOW Air Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Eftir að Sveinn Andri Sveinsson var skipaður skiptastjóri í þrotabúi EK 1923 ehf. var sextíu kröfum lýst í búið innan tilskilins frests. Sveinn Andri tók á móti þeim kröfum og skrifaði á sig 15 mínútur fyrir að taka á móti hverri kröfu og setja í möppu. Hér var ekki um að ræða vinnu við að taka afstöðu til krafnanna eða meta þær að neinu leyti, heldur einungis að móttaka þær og skrá þær. Þar sem tímagjald Sveins Andra er 49.600 krónur, rukkaði hann 12.400 krónur fyrir að móttaka einfalda kröfulýsingu. Nú liggur fyrir að um 6.000 kröfum var lýst í þrotabú WOW air. Eftir að Sveinn Andri og Þorsteinn Einarsson voru skipaðir skiptastjórar WOW air, var tilkynnt að kröfur í þrotabúið ætti að senda í Grjótagötu 7, á skrifstofu Sveins Andra. Sveinn Andri hefur því í sumar móttekið og sett í möppur hátt í 6.000 kröfur. Kröfuhafar í þrotabú WOW air eru um 100 sinnum fleiri en í þrotabú EK 1923 ehf. Því hefði verið eðlilegt að Sveinn Andri rukkaði u.þ.b. 74 milljónir fyrir sömu vinnu í þrotabúi WOW air. Ef réttlætanlegt er að skrifa 15 mínútna vinnu vegna móttöku einstakrar kröfu í einu þrotabúi, hlýtur það að vera eðlilegt að gera slíkt hið sama í næsta þrotabúi sem maður fær upp í hendurnar frá Héraðsdómi Reykjavíkur. Í frétt Morgunblaðsins 23. maí sl. spurði blaðamaður Svein Andra að því hvað hann ætlaði að rukka þrotabú WOW air fyrir sams konar vinnu og hann innti af höndum hjá EK 1923 ehf. Svar Sveins Andra var að hann myndi ekkert rukka fyrir það. Ástæðan væri sú að þrotabú WOW air sé óvenjulegt út frá stærð þess og „þar sé um mun stærra verkefni að ræða en hjá EK1923 og því annars eðlis“. Sveini Andra þykir því rökrétt að hann rukki fyrir vinnu sem er einn hundraðshluti af vinnu í einu þrotabúi en gefi að fullu sömu vinnu í öðru þrotabúi, þar sem vinnan er 100 sinnum meiri. Þetta er sambærilegt því að þú færir til tannlæknis og hann tæki 100 þúsund krónur fyrir að smíða í þig tönn. Þú værir svo ánægður með nýju tönnina að þú tilkynntir tannlækninum þínum að þú myndir senda til hans 100 manns úr stórfjölskyldunni þinni og vinahópi og allir ættu að fá nýja tönn. Þegar tannlækninum væri ljóst hvert umfangið væri við tannsmíðina fyrir alla ættingja þína og vini, myndi hann tilkynna þér hátíðlega að hann myndi ekki rukka krónu fyrir þetta, þar sem verkið væri óvenjulegt út frá stærð þess og vinnan annars eðlis en hún hafi verið við þessa einu tönn hjá þér. Ég bara spyr, hverjir hafa ekki lent í þessu? Af ofangreindu má draga þá ályktun að Sveinn Andri hefur farið ránshendi um þrotabú EK 1923 ehf. með fullu samþykki stærstu kröfuhafa þess bús. Sá kröfuhafi sem farið hefur fremstur í flokki, og staðið á bak við þessa vegferð Sveins Andra, krafðist þess áður en félagið fór í þrot að félag í minni eigu greiddi kröfuna beint til hans framhjá EK ella skyldi ég hljóta verra af. Sá kröfuhafi má eiga það að hann hefur staðið við stóru orðin og hefur lögmaður þessa fyrirtækis unnið náið með Sveini Andra að því að reyna að koma sem mestu höggi á mig og mín félög. Meira um það síðar. Það kemur hins vegar á óvart að kröfuhafar, sem eru til dæmis fulltrúar íslenskra skattgreiðenda, skuli láta svona rán um hábjartan dag viðgangast. Eins og ég hef áður bent á hefur Sveinn Andri Sveinsson blóðmjólkað þrotabú EK 1923 ehf. og skrifað á sig 2.400 vinnustundir fram til desember á síðasta ári. Það samsvarar hátt í einu og hálfu ári í fullri vinnu fimm daga vikunnar. Skiptastjórinn hefur þannig sogið í sinn rann um 120 milljónir króna út úr búinu í formi þóknunar fyrir vinnu við þrotabúið. Þessi vinna á að hafa farið fram samhliða fjölmörgum öðrum lögmannsstörfum og „tómstundum“ sem Sveinn Andri stundar. Gott væri fyrir skiptastjórann að hafa í huga spekina úr Hugsvinnsmálum: Illt er verkþjófur að vera.Höfundur er fjárfestir
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar