Mældu geislavirkni í Noregi eftir sprenginguna í Rússlandi Kjartan Kjartansson skrifar 15. ágúst 2019 12:27 Skilti við æfingarsvæði rússneska hersins við þorpið Njonoksa í norðvestanverðu Rússlandi. AP/Sergei Yakovlev Geislavarnir Noregs greina geislavirkt joð sem mældist í lofti í norðanverðu landinu nærri landamærunum að Rússlandi dagana eftir sprengingu sem kostaði fimm vísindamenn lífið þar í síðustu viku. Rússar hafa litlar upplýsingar gefið um sprenginguna. Í fyrstu sögðu rússnesk yfirvöld að slys hefði orðið við prófanir á eldflaugarhreyfli með fljótandi eldsneyti á æfingarsvæði hersins nærri borginni Severodvinsk í norðanverðu Rússlandi á fimmtudag fyrir viku. Síðar sagði kjarnorkustofnun Rússlands að sprenging hefði orðið í litlum kjarnaofni og að fimm vísindamenn hennar hefðu látið lífið. Yfirvöld bönnuðu skipaumferð um Dvinaflóa í Hvítahafi í mánuð vegna slyssins. Loftsíur á Svanahöfða í Norður-Noregi við landamærin að Rússlandi tóku upp geislavirkt joð dagana eftir sprenginguna, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Slíkt er þó ekki óvanalegt á þeim slóðum. Geislavirkt joð finnst þar sex til átta sinnum á ári, yfirleitt frá óþekktum uppsprettum. „Eins og stendur er ekki hægt að ákvarða hvort að greiningin á joði tengist slysinu í Arkhangelsk í síðustu viku. Geislavarnir halda áfram að taka sýni oftar og greina þau,“ segir í yfirlýsingu geislavarna Noregs.Pútín forseti þegar hann sagði frá nýrri langdrægi stýriflaug í mars í fyrra.Vísir/EPATvennum sögum fer af því hvort að þorp í grennd við sprenginguna í Rússlandi hafi verið rýmd. AP-fréttastofan segir að íbúar í þorpin Njonoksa nærri æfingarsvæði hersins hafi verið beðnir um að yfirgefa heimili sín. Herinn hafi síðan dregið rýminguna til baka. Igor Orlov, ríkisstjóri Arkhangelsk-héraðs, sagði síðar að það væri fáránlegt að því hafi verið haldið fram að íbúar hefðu verið beðnir um að yfirgefa heimili sín. Veðurstofa Rússlands sagði í vikunni að geislun við Severodvinsk hafi aukist allt að sextánfalt eftir sprenginguna. Geislunin náði þó ekki gildum sem væru hættuleg mönnum. TASS-fréttastofan rússneska segir að engu síður hafi heilbrigðisstarfsmenn sem önnuðust fórnarlömb slyssins verið sendir til Moskvu til læknisrannsóknar. Grunur leikur á að sprengingin hafi orðið við tilraunir með nýja tegund kjarnaknúinnar stýriflaugar sem Vladímír Pútín Rússlandsforseti stærði sig af að gæti náð til allra heimshorna fyrr á þessu ári. Noregur Rússland Tengdar fréttir Geislun margfaldaðist eftir sprenginguna í Rússlandi Mælingar veðurstofu Rússlands á geislun í Severodvinsk stangast á við yfirlýsingar varnarmálaráðuneytisins um að engin aukning hafi orðið í geislun eftir sprengingu á æfingarsvæði hersins í síðustu viku. 13. ágúst 2019 10:42 Óttast að dularfullar sprengingar tengist nýjum kjarnavopnum Kjarnorkustofnun Rússlands viðurkenndi í fyrsta skipti í gær að sprenging hefði orðið í litlum kjarnaofni á fimmtudag. Sjö fórust. 12. ágúst 2019 12:09 Yfirvöld í Rússlandi tjá sig um sprenginguna: „Slysin gerast, því miður“ Yfirvöld í Rússlandi hafa loks tjáð sig sprenginguna sem varð á tilraunasvæði rússneska hersins í nágrenni við borgina Severodvinsk á fimmtudag 13. ágúst 2019 20:00 Geislamengunar vart eftir mannskætt eldflaugarslys Eldflaugarhreyfill sprakk á skotsvæði rússneska sjóhersins með þeim afleiðingum að tveir fórust og sex slösuðust. 8. ágúst 2019 17:47 Fimm nú sagðir látnir í eldflaugarslysi í Rússlandi Engin skýring hefur verið gefin á geislavirkni sem mældist eftir sprenginguna og tilkynning um aukna geislun hvarf skyndilega af netinu í dag. 9. ágúst 2019 22:37 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Geislavarnir Noregs greina geislavirkt joð sem mældist í lofti í norðanverðu landinu nærri landamærunum að Rússlandi dagana eftir sprengingu sem kostaði fimm vísindamenn lífið þar í síðustu viku. Rússar hafa litlar upplýsingar gefið um sprenginguna. Í fyrstu sögðu rússnesk yfirvöld að slys hefði orðið við prófanir á eldflaugarhreyfli með fljótandi eldsneyti á æfingarsvæði hersins nærri borginni Severodvinsk í norðanverðu Rússlandi á fimmtudag fyrir viku. Síðar sagði kjarnorkustofnun Rússlands að sprenging hefði orðið í litlum kjarnaofni og að fimm vísindamenn hennar hefðu látið lífið. Yfirvöld bönnuðu skipaumferð um Dvinaflóa í Hvítahafi í mánuð vegna slyssins. Loftsíur á Svanahöfða í Norður-Noregi við landamærin að Rússlandi tóku upp geislavirkt joð dagana eftir sprenginguna, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Slíkt er þó ekki óvanalegt á þeim slóðum. Geislavirkt joð finnst þar sex til átta sinnum á ári, yfirleitt frá óþekktum uppsprettum. „Eins og stendur er ekki hægt að ákvarða hvort að greiningin á joði tengist slysinu í Arkhangelsk í síðustu viku. Geislavarnir halda áfram að taka sýni oftar og greina þau,“ segir í yfirlýsingu geislavarna Noregs.Pútín forseti þegar hann sagði frá nýrri langdrægi stýriflaug í mars í fyrra.Vísir/EPATvennum sögum fer af því hvort að þorp í grennd við sprenginguna í Rússlandi hafi verið rýmd. AP-fréttastofan segir að íbúar í þorpin Njonoksa nærri æfingarsvæði hersins hafi verið beðnir um að yfirgefa heimili sín. Herinn hafi síðan dregið rýminguna til baka. Igor Orlov, ríkisstjóri Arkhangelsk-héraðs, sagði síðar að það væri fáránlegt að því hafi verið haldið fram að íbúar hefðu verið beðnir um að yfirgefa heimili sín. Veðurstofa Rússlands sagði í vikunni að geislun við Severodvinsk hafi aukist allt að sextánfalt eftir sprenginguna. Geislunin náði þó ekki gildum sem væru hættuleg mönnum. TASS-fréttastofan rússneska segir að engu síður hafi heilbrigðisstarfsmenn sem önnuðust fórnarlömb slyssins verið sendir til Moskvu til læknisrannsóknar. Grunur leikur á að sprengingin hafi orðið við tilraunir með nýja tegund kjarnaknúinnar stýriflaugar sem Vladímír Pútín Rússlandsforseti stærði sig af að gæti náð til allra heimshorna fyrr á þessu ári.
Noregur Rússland Tengdar fréttir Geislun margfaldaðist eftir sprenginguna í Rússlandi Mælingar veðurstofu Rússlands á geislun í Severodvinsk stangast á við yfirlýsingar varnarmálaráðuneytisins um að engin aukning hafi orðið í geislun eftir sprengingu á æfingarsvæði hersins í síðustu viku. 13. ágúst 2019 10:42 Óttast að dularfullar sprengingar tengist nýjum kjarnavopnum Kjarnorkustofnun Rússlands viðurkenndi í fyrsta skipti í gær að sprenging hefði orðið í litlum kjarnaofni á fimmtudag. Sjö fórust. 12. ágúst 2019 12:09 Yfirvöld í Rússlandi tjá sig um sprenginguna: „Slysin gerast, því miður“ Yfirvöld í Rússlandi hafa loks tjáð sig sprenginguna sem varð á tilraunasvæði rússneska hersins í nágrenni við borgina Severodvinsk á fimmtudag 13. ágúst 2019 20:00 Geislamengunar vart eftir mannskætt eldflaugarslys Eldflaugarhreyfill sprakk á skotsvæði rússneska sjóhersins með þeim afleiðingum að tveir fórust og sex slösuðust. 8. ágúst 2019 17:47 Fimm nú sagðir látnir í eldflaugarslysi í Rússlandi Engin skýring hefur verið gefin á geislavirkni sem mældist eftir sprenginguna og tilkynning um aukna geislun hvarf skyndilega af netinu í dag. 9. ágúst 2019 22:37 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Geislun margfaldaðist eftir sprenginguna í Rússlandi Mælingar veðurstofu Rússlands á geislun í Severodvinsk stangast á við yfirlýsingar varnarmálaráðuneytisins um að engin aukning hafi orðið í geislun eftir sprengingu á æfingarsvæði hersins í síðustu viku. 13. ágúst 2019 10:42
Óttast að dularfullar sprengingar tengist nýjum kjarnavopnum Kjarnorkustofnun Rússlands viðurkenndi í fyrsta skipti í gær að sprenging hefði orðið í litlum kjarnaofni á fimmtudag. Sjö fórust. 12. ágúst 2019 12:09
Yfirvöld í Rússlandi tjá sig um sprenginguna: „Slysin gerast, því miður“ Yfirvöld í Rússlandi hafa loks tjáð sig sprenginguna sem varð á tilraunasvæði rússneska hersins í nágrenni við borgina Severodvinsk á fimmtudag 13. ágúst 2019 20:00
Geislamengunar vart eftir mannskætt eldflaugarslys Eldflaugarhreyfill sprakk á skotsvæði rússneska sjóhersins með þeim afleiðingum að tveir fórust og sex slösuðust. 8. ágúst 2019 17:47
Fimm nú sagðir látnir í eldflaugarslysi í Rússlandi Engin skýring hefur verið gefin á geislavirkni sem mældist eftir sprenginguna og tilkynning um aukna geislun hvarf skyndilega af netinu í dag. 9. ágúst 2019 22:37