Þjóðleikhúsráð afgreiðir þjóðleikhússtjóraumsóknirnar frá sér í næsta mánuði Jakob Bjarnar skrifar 16. ágúst 2019 12:53 Magnús Geir, Kristín og Ari eru meðal þeirra sem kljást um stöðu þjóðleikhússtjóra en ekkert þeirra siglir lygnan sjó. „Þjóðleikhúsráð hyggst vanda til umsóknar sinnar einsog kostur er og jafnframt fá sérfræðinga í lið með sér. Það er búið að fara yfir hinar skriflegu umsóknir og næst liggur fyrir að eiga viðtöl við umsækjendur. Við stefnum að því að ljúka okkar umsögn í september,“ segir Halldór Guðmundsson formaður ráðsins. Eins og Vísir greindi frá fyrr í sumar vilja sjö verða þjóðleikhússtjórar. Sérfræðingarnir sem Halldór vísar til eru ráðningarfyrirtækið Capacent og mun það aðstoða við upphaf ferils en þjóðleikhúsráð mun þá ljúka vinnunni sjálft. Þegar álit ráðsins liggur fyrir mun Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra taka afstöðu til málsins og skipa þjóðleikhússtjóra í kjölfar þess, hvort sem það verður sitjandi stjóri eða einhver annar.Halldór Guðmundsson er formaður þjóðleikhúsráðs sem hefur leita fulltingis Capacent við afgreiðslu umsókna um starf þjóðleikhússtjóra.Fbl/Anton BrinkStarfið var auglýst laust til umsóknar 10. maí síðastliðinn en umsóknarfrestur rann út í upphafi þessa mánaðar. Sjö umsóknir bárust, fjórar konur og þrír karlar: Ari Matthíasson, þjóðleikhússtjóri Brynhildur Guðjónsdóttir, leikari og leikstjóri Guðbjörg Gústafsdóttir Kolbrún K. Halldórsdóttir, leikstjóri Kristín Eysteinsdóttir, leikhússtjóri Borgarleikhússins Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri Stefán Sturla Sigurjónsson, verkefnastjóri, leikari og rithöfundur.Spenna um ráðninguna Skipað verður í embætti þjóðleikhússtjóra frá og með 1. janúar 2020. Vísir hefur fjallað nokkuð um vendingar í leikhúsinu og baráttu þar bak við tjöldin en veruleg spenna ríkir um þessa stöðuveitingu sem kann hugsanlega að hafa einhverjar hrókeringar í för með sér sem ýmsir eru áhugasamir um. Til að mynda kann að fara svo að starf útvarpsstjóra losni nú eða starf leikhússtjóra Borgarleikhússins. Hvorugt þeirra Magnúsar Geirs né Kristínar, sem bæði hljóta að teljast sterkir umsækjendur, sigla lygnan sjó en væntanleg er niðurstaða stjórnsýsluúttektar Ríkisendurskoðunar á Ríkisútvarpinu og í næsta mánuði mun Einar Þór Sverrisson lögmaður flytja mál leikarans Atla Rafns Sigurðssonar á hendur Kristínu Eysteinsdóttur og Borgarleikhúsinu vegna uppsagnar sem vakti mikla athygli á sínum tíma og tengist MeToo-byltingunni. Þá hefur Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri staðið í ströngu í málum sem tengjast deilum hans og Birnu Hafstein, formanns Félags íslenskra leikara. Þjóðleikhúsráðið sem nú situr er nýtt og var skipað eftir að hið eldra sagði allt af sér vegna deilna innan leiklistargeirans. Leikhús Stjórnsýsla Tengdar fréttir Atli Rafn krefst 13 milljóna frá Borgarleikhúsinu Atli Rafn stefnir Kristínu Eysteinsdóttur og LR vegna uppsagnar í desember í fyrra. 14. janúar 2019 11:45 Leiklistarheimurinn logar vegna hatramra deilna Birnu og Ara Þjóðleikhússtjóri segir formann FÍL grafa með ósæmilegum hætti undan sér og leikhúsinu. 20. maí 2019 09:00 Ríkisendurskoðandi ákveður að gera stjórnsýsluúttekt á RÚV Úttekt mun taka til fjármögnunar, reikningsskila og samkeppnisreksturs Ríkisútvarpsins. Úttektin er að frumkvæði Ríkisendurskoðunar og sú fyrsta sem gerð er á RÚV í 24 ár. 15. janúar 2019 08:00 Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Fleiri fréttir Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Sjá meira
„Þjóðleikhúsráð hyggst vanda til umsóknar sinnar einsog kostur er og jafnframt fá sérfræðinga í lið með sér. Það er búið að fara yfir hinar skriflegu umsóknir og næst liggur fyrir að eiga viðtöl við umsækjendur. Við stefnum að því að ljúka okkar umsögn í september,“ segir Halldór Guðmundsson formaður ráðsins. Eins og Vísir greindi frá fyrr í sumar vilja sjö verða þjóðleikhússtjórar. Sérfræðingarnir sem Halldór vísar til eru ráðningarfyrirtækið Capacent og mun það aðstoða við upphaf ferils en þjóðleikhúsráð mun þá ljúka vinnunni sjálft. Þegar álit ráðsins liggur fyrir mun Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra taka afstöðu til málsins og skipa þjóðleikhússtjóra í kjölfar þess, hvort sem það verður sitjandi stjóri eða einhver annar.Halldór Guðmundsson er formaður þjóðleikhúsráðs sem hefur leita fulltingis Capacent við afgreiðslu umsókna um starf þjóðleikhússtjóra.Fbl/Anton BrinkStarfið var auglýst laust til umsóknar 10. maí síðastliðinn en umsóknarfrestur rann út í upphafi þessa mánaðar. Sjö umsóknir bárust, fjórar konur og þrír karlar: Ari Matthíasson, þjóðleikhússtjóri Brynhildur Guðjónsdóttir, leikari og leikstjóri Guðbjörg Gústafsdóttir Kolbrún K. Halldórsdóttir, leikstjóri Kristín Eysteinsdóttir, leikhússtjóri Borgarleikhússins Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri Stefán Sturla Sigurjónsson, verkefnastjóri, leikari og rithöfundur.Spenna um ráðninguna Skipað verður í embætti þjóðleikhússtjóra frá og með 1. janúar 2020. Vísir hefur fjallað nokkuð um vendingar í leikhúsinu og baráttu þar bak við tjöldin en veruleg spenna ríkir um þessa stöðuveitingu sem kann hugsanlega að hafa einhverjar hrókeringar í för með sér sem ýmsir eru áhugasamir um. Til að mynda kann að fara svo að starf útvarpsstjóra losni nú eða starf leikhússtjóra Borgarleikhússins. Hvorugt þeirra Magnúsar Geirs né Kristínar, sem bæði hljóta að teljast sterkir umsækjendur, sigla lygnan sjó en væntanleg er niðurstaða stjórnsýsluúttektar Ríkisendurskoðunar á Ríkisútvarpinu og í næsta mánuði mun Einar Þór Sverrisson lögmaður flytja mál leikarans Atla Rafns Sigurðssonar á hendur Kristínu Eysteinsdóttur og Borgarleikhúsinu vegna uppsagnar sem vakti mikla athygli á sínum tíma og tengist MeToo-byltingunni. Þá hefur Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri staðið í ströngu í málum sem tengjast deilum hans og Birnu Hafstein, formanns Félags íslenskra leikara. Þjóðleikhúsráðið sem nú situr er nýtt og var skipað eftir að hið eldra sagði allt af sér vegna deilna innan leiklistargeirans.
Leikhús Stjórnsýsla Tengdar fréttir Atli Rafn krefst 13 milljóna frá Borgarleikhúsinu Atli Rafn stefnir Kristínu Eysteinsdóttur og LR vegna uppsagnar í desember í fyrra. 14. janúar 2019 11:45 Leiklistarheimurinn logar vegna hatramra deilna Birnu og Ara Þjóðleikhússtjóri segir formann FÍL grafa með ósæmilegum hætti undan sér og leikhúsinu. 20. maí 2019 09:00 Ríkisendurskoðandi ákveður að gera stjórnsýsluúttekt á RÚV Úttekt mun taka til fjármögnunar, reikningsskila og samkeppnisreksturs Ríkisútvarpsins. Úttektin er að frumkvæði Ríkisendurskoðunar og sú fyrsta sem gerð er á RÚV í 24 ár. 15. janúar 2019 08:00 Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Fleiri fréttir Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Sjá meira
Atli Rafn krefst 13 milljóna frá Borgarleikhúsinu Atli Rafn stefnir Kristínu Eysteinsdóttur og LR vegna uppsagnar í desember í fyrra. 14. janúar 2019 11:45
Leiklistarheimurinn logar vegna hatramra deilna Birnu og Ara Þjóðleikhússtjóri segir formann FÍL grafa með ósæmilegum hætti undan sér og leikhúsinu. 20. maí 2019 09:00
Ríkisendurskoðandi ákveður að gera stjórnsýsluúttekt á RÚV Úttekt mun taka til fjármögnunar, reikningsskila og samkeppnisreksturs Ríkisútvarpsins. Úttektin er að frumkvæði Ríkisendurskoðunar og sú fyrsta sem gerð er á RÚV í 24 ár. 15. janúar 2019 08:00