Enski boltinn

Gylfi varð dýrasti leikmaður Bítlaborgarinnar á þessum degi fyrir tveimur árum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Sigurðsson kynntur sem nýr leikmaður Everton fyrir tveimur árum.
Gylfi Sigurðsson kynntur sem nýr leikmaður Everton fyrir tveimur árum. Getty/Jan Kruger
Í dag eru liðin tvö ár síðan að Everton gekk frá kaupunum á íslenska landsliðsmiðjumanninum Gylfa Þór Sigurðssyni frá Swansea City.

Everton borgaði Swansea 40 milljónir punda fyrir Gylfa og gerði hann þar með ekki aðeins að dýrasta leikmanninum í sögu Everton heldur einnig dýrasta leikmanninum í sögu fótboltans í Bítlaborginni.

Gylfi kostaði tæpum fjórum milljónum punda meira en Mohamed Salah sem Liverpool hafði keypt fyrr um sumarið.

Enska úrvalsdeildin minntist þessara tímamóta á Twitter-síðu sinni í dag og birti myndbönd með mörgum af glæsilegustu mörkum Gylfa í búningi Everton.





Gylfi er búinn að skora 17 mörk og gefa 9 stoðsendingar á þessum tveimur tímabilum sínum með Everton, 4 mörk í 27 leikjum 2017-18 og svo 13 mörk í 38 leikjum í fyrra.

Gylfi er ekki lengur sá dýrasti í sögu Liverpool borgar því Liverpooll keypti Virgil van Dijk fyrir 75 milljónir punda í janúar 2018.

Í sumar voru einhverjar vangaveltur í ensku miðlunum um að Wilfried Zaha myndi slá met Gylfa ef Everton keypti hann frá Crystal Palace. Ekkert varð þó af þeim kaupum og Gylfi er ennþá dýrasti leikmaðurinn í sögu Everton.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×