„Það stóðu öll spjót á mér“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 16. ágúst 2019 14:57 Arnar Þór Jónsson héraðsdómari Vísir/ÞÞ Til harðra orðaskipta kom á fundi utanríkismálanefndar í morgun þegar Arnar Þór Jónsson héraðsdómari kom fyrir nefndina. Fundurinn var opinn fjölmiðlum en ekki var streymt frá honum á vef Alþingis og hljóð- og myndbandsupptökur ekki leyfðar. Arnar Þór hefur lýst efasemdum um hvort skynsamlegt sé að innleiða eigi þriðja orkupakkann. Alþingi ætti að íhuga vandlega næstu skref og það liggi fyrir að lögfræðileg óvissa sé uppi, verði hann innleiddur. „Ég get ekki sagt að ég hafi fengið meðbyr á þessum fundi, það stóðu öll spjót á mér,” sagði Arnar Þór í samtali við fréttastofu eftir að hann vék af fundi nefndarinnar. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG og varaformaður utanríkismálanefndar, segir í samtali við fréttastofu að henni þyki það verulegt umhugsunarefni, með fullu tilliti til tjáningarfrelsis, að héraðsdómari lýsi svo miklu vantrausti á löggjafarþingið og segi það ekki þora að verja fullveldi Íslands líkt og fram hafi komið í máli hans á fundinum. Af þeim fimm sérfræðingum sem komu fyrir nefndina í morgun var Arnar Þór sá eini sem lýsti slíkum sjónarmiðum. Aðrir boðaðir gestir fundarins voru þeir Hilmar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður, Margrét Einarsdóttir dósent við lagadeild HR, Davíð Þór Björgvinsson landsréttardómari og Skúli Magnússon héraðsdómari. „Hann fjallar um það að auka getu raforkueftirlitsins, fjölga þarf starfsmönnum til að hafa eftirlit með raforkufyrirtækjum, auka neytendavernd og tryggja að kerfisáætlun sé í gangi. Sem reyndar er búið að innleiða hér. Svo fjallar hann um hvernig á að haga reglum ef byggð eru mannvirki sem tengja saman lönd. Það er auðvitað mjög mikilvægt atriði sem hefur fengið mikla athygli hér. Það eru sérstök þingmál sem valda því að það verður ekki gert. Það verður að mínu mati erfiðara að leggja sæstreng án samþykkis allra, og reyndar ómögulegt að mínu mati. En það verður erfiðara, lagalega og fleiri hindranir ef að þessi löggjöf er samþykkt en ef hún er felld,“ sagði Hilmar í samtali við fréttastofu.Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Þriðji orkupakkinn Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Erlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira
Til harðra orðaskipta kom á fundi utanríkismálanefndar í morgun þegar Arnar Þór Jónsson héraðsdómari kom fyrir nefndina. Fundurinn var opinn fjölmiðlum en ekki var streymt frá honum á vef Alþingis og hljóð- og myndbandsupptökur ekki leyfðar. Arnar Þór hefur lýst efasemdum um hvort skynsamlegt sé að innleiða eigi þriðja orkupakkann. Alþingi ætti að íhuga vandlega næstu skref og það liggi fyrir að lögfræðileg óvissa sé uppi, verði hann innleiddur. „Ég get ekki sagt að ég hafi fengið meðbyr á þessum fundi, það stóðu öll spjót á mér,” sagði Arnar Þór í samtali við fréttastofu eftir að hann vék af fundi nefndarinnar. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG og varaformaður utanríkismálanefndar, segir í samtali við fréttastofu að henni þyki það verulegt umhugsunarefni, með fullu tilliti til tjáningarfrelsis, að héraðsdómari lýsi svo miklu vantrausti á löggjafarþingið og segi það ekki þora að verja fullveldi Íslands líkt og fram hafi komið í máli hans á fundinum. Af þeim fimm sérfræðingum sem komu fyrir nefndina í morgun var Arnar Þór sá eini sem lýsti slíkum sjónarmiðum. Aðrir boðaðir gestir fundarins voru þeir Hilmar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður, Margrét Einarsdóttir dósent við lagadeild HR, Davíð Þór Björgvinsson landsréttardómari og Skúli Magnússon héraðsdómari. „Hann fjallar um það að auka getu raforkueftirlitsins, fjölga þarf starfsmönnum til að hafa eftirlit með raforkufyrirtækjum, auka neytendavernd og tryggja að kerfisáætlun sé í gangi. Sem reyndar er búið að innleiða hér. Svo fjallar hann um hvernig á að haga reglum ef byggð eru mannvirki sem tengja saman lönd. Það er auðvitað mjög mikilvægt atriði sem hefur fengið mikla athygli hér. Það eru sérstök þingmál sem valda því að það verður ekki gert. Það verður að mínu mati erfiðara að leggja sæstreng án samþykkis allra, og reyndar ómögulegt að mínu mati. En það verður erfiðara, lagalega og fleiri hindranir ef að þessi löggjöf er samþykkt en ef hún er felld,“ sagði Hilmar í samtali við fréttastofu.Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Þriðji orkupakkinn Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Erlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira