„Það stóðu öll spjót á mér“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 16. ágúst 2019 14:57 Arnar Þór Jónsson héraðsdómari Vísir/ÞÞ Til harðra orðaskipta kom á fundi utanríkismálanefndar í morgun þegar Arnar Þór Jónsson héraðsdómari kom fyrir nefndina. Fundurinn var opinn fjölmiðlum en ekki var streymt frá honum á vef Alþingis og hljóð- og myndbandsupptökur ekki leyfðar. Arnar Þór hefur lýst efasemdum um hvort skynsamlegt sé að innleiða eigi þriðja orkupakkann. Alþingi ætti að íhuga vandlega næstu skref og það liggi fyrir að lögfræðileg óvissa sé uppi, verði hann innleiddur. „Ég get ekki sagt að ég hafi fengið meðbyr á þessum fundi, það stóðu öll spjót á mér,” sagði Arnar Þór í samtali við fréttastofu eftir að hann vék af fundi nefndarinnar. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG og varaformaður utanríkismálanefndar, segir í samtali við fréttastofu að henni þyki það verulegt umhugsunarefni, með fullu tilliti til tjáningarfrelsis, að héraðsdómari lýsi svo miklu vantrausti á löggjafarþingið og segi það ekki þora að verja fullveldi Íslands líkt og fram hafi komið í máli hans á fundinum. Af þeim fimm sérfræðingum sem komu fyrir nefndina í morgun var Arnar Þór sá eini sem lýsti slíkum sjónarmiðum. Aðrir boðaðir gestir fundarins voru þeir Hilmar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður, Margrét Einarsdóttir dósent við lagadeild HR, Davíð Þór Björgvinsson landsréttardómari og Skúli Magnússon héraðsdómari. „Hann fjallar um það að auka getu raforkueftirlitsins, fjölga þarf starfsmönnum til að hafa eftirlit með raforkufyrirtækjum, auka neytendavernd og tryggja að kerfisáætlun sé í gangi. Sem reyndar er búið að innleiða hér. Svo fjallar hann um hvernig á að haga reglum ef byggð eru mannvirki sem tengja saman lönd. Það er auðvitað mjög mikilvægt atriði sem hefur fengið mikla athygli hér. Það eru sérstök þingmál sem valda því að það verður ekki gert. Það verður að mínu mati erfiðara að leggja sæstreng án samþykkis allra, og reyndar ómögulegt að mínu mati. En það verður erfiðara, lagalega og fleiri hindranir ef að þessi löggjöf er samþykkt en ef hún er felld,“ sagði Hilmar í samtali við fréttastofu.Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Þriðji orkupakkinn Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Sjá meira
Til harðra orðaskipta kom á fundi utanríkismálanefndar í morgun þegar Arnar Þór Jónsson héraðsdómari kom fyrir nefndina. Fundurinn var opinn fjölmiðlum en ekki var streymt frá honum á vef Alþingis og hljóð- og myndbandsupptökur ekki leyfðar. Arnar Þór hefur lýst efasemdum um hvort skynsamlegt sé að innleiða eigi þriðja orkupakkann. Alþingi ætti að íhuga vandlega næstu skref og það liggi fyrir að lögfræðileg óvissa sé uppi, verði hann innleiddur. „Ég get ekki sagt að ég hafi fengið meðbyr á þessum fundi, það stóðu öll spjót á mér,” sagði Arnar Þór í samtali við fréttastofu eftir að hann vék af fundi nefndarinnar. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG og varaformaður utanríkismálanefndar, segir í samtali við fréttastofu að henni þyki það verulegt umhugsunarefni, með fullu tilliti til tjáningarfrelsis, að héraðsdómari lýsi svo miklu vantrausti á löggjafarþingið og segi það ekki þora að verja fullveldi Íslands líkt og fram hafi komið í máli hans á fundinum. Af þeim fimm sérfræðingum sem komu fyrir nefndina í morgun var Arnar Þór sá eini sem lýsti slíkum sjónarmiðum. Aðrir boðaðir gestir fundarins voru þeir Hilmar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður, Margrét Einarsdóttir dósent við lagadeild HR, Davíð Þór Björgvinsson landsréttardómari og Skúli Magnússon héraðsdómari. „Hann fjallar um það að auka getu raforkueftirlitsins, fjölga þarf starfsmönnum til að hafa eftirlit með raforkufyrirtækjum, auka neytendavernd og tryggja að kerfisáætlun sé í gangi. Sem reyndar er búið að innleiða hér. Svo fjallar hann um hvernig á að haga reglum ef byggð eru mannvirki sem tengja saman lönd. Það er auðvitað mjög mikilvægt atriði sem hefur fengið mikla athygli hér. Það eru sérstök þingmál sem valda því að það verður ekki gert. Það verður að mínu mati erfiðara að leggja sæstreng án samþykkis allra, og reyndar ómögulegt að mínu mati. En það verður erfiðara, lagalega og fleiri hindranir ef að þessi löggjöf er samþykkt en ef hún er felld,“ sagði Hilmar í samtali við fréttastofu.Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Þriðji orkupakkinn Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Sjá meira